Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 96

Fréttablaðið - 30.11.2007, Síða 96
64 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI Harry Redknapp, knatt- spyrnustjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, hefur lýst yfir sak- leysi sínu í sambandi við spillingar- mál sem komið er upp í enska bolt- anum. Harry Redknapp var afar ósáttur á blaðamannafundi sem var haldinn vegna málsins í gær. „Það var ráðist inn á heimili mitt kl. 6.00 um morguninn, bæði lögregla og blaðamenn, á meðan ég var staddur erlendis út af leik sem ég var á. Konan mín er enn skelkuð út af þessu öllu saman og málið tengist mér ekki einu sinni, heldur er verið að gera athuga- semd við samskipti umboðsmanns og leikmanns. Þetta eru fáránleg vinnubrögð og ég er greinilega bara dreginn inn í málið til þess að auka gildi þess vegna þess að ég er þekkt nafn,“ sagði Redknapp pirraður á blaðamannafundinum. Milan Mandaric, fyrrverandi stjórnarformaður Portsmouth og núverandi stjórnarformaður Leicester, og Peter Storrie, stjórnar- maður Portsmouth, voru einnig færðir til yfirheyrslu í fyrradag og hafa talsmenn þeirra einnig lýst yfir sakleysi þeirra í málinu. Síðustu tveir af þeim fimm mönnum sem voru yfirheyrðir út af spillingarmálinu eru Amdy Faye, núverandi leikmaður Charl- ton sem er á láni hjá Rangers, og Willie McKay, umboðsmaður hans. Samkvæmt því sem Red- knapp sagði á blaðamannafundin- um í gær virðast öll spjót beinast að félagaskiptum Faye til Ports- mouth frá Auxerre á árið 2003 og svo frá Portsmouth til Newcastle árið 2005, en McKay sá um bæði félagaskipti hans. Seinni félagaskipti Faye til New- castle voru einmitt ein af þeim 17 félagaskiptum fimm liða í ensku úrvalsdeildinni sem Stevens lávarður gerði athugasemd við í frægri lokaúttekt sinni á spillingu í enska boltanum. Lokaúttektin kom út í júní síðastliðnum og títt- nefndur Willie McKay var enn fremur einn af fimmtán umboðs- mönnum sem Stevens lávarður sagði í úttekt sinni að hefðu ekki sýnt samstarfsvilja. Þrír knatt- spyrnustjórar voru í úttektinni sérstaklega nefndir til sögunnar, en það voru þeir Sam Allardyce, Graeme Souness og Harry Red- knapp. - óþ Redknapp kveðst saklaus Fimm menn voru handteknir og færðir til yfirheyrslu í fyrradag vegna spillingar máls í enska boltanum. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, var einn þeirra. Hann hefur lýst yfir sakleysi sínu og vandar lögreglu ekki kveðjurnar. EKKI BENDA Á MIG Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, lýsti í gær yfir sakleysi sínu í spillingarmálinu í enska boltanum og var að sama skapi ósáttur með vinnubrögð lögreglu við rannsókn málsins. NORDICPHOTOS/GETTY VAFASÖM FÉLAGASKIPTI AÐ MATI STEVENS (17): Bolton: Ali Al-Habsi, Tal Ben Haim, Blessing Kaku og Julio Correia. Chelsea: Didier Drogba, Petr Cech og Michael Essien. Middlesbrough: Fabio Rochemback og Yakubu. Newcastle: Jean Alain Boumsong, Emre Beloz- oglu, Amdy Faye og Albert Luque. Portsmouth: Collins Mbesuma, Benjani Mwaruw- ari og Aliou Cisse. *Ein félagaskipti voru ekki nafngreind FÓTBOLTI Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vonast til þess að geta slíðrað sverðin milli sín og eigenda Liverpool við fyrsta tækifæri. Undanfarið hafa í fjölmiðlum flogið yfirlýsingar á milli þeirra sem benda til þess að um samstarfsörðugleika sé að ræða. Eigendur Liverpool létu hafa eftir sér að Benitez ætti að einbeita sér að því að þjálfa liðið og vera ekkert að hugsa um nýja leikmenn, en Benitez kvað of seint að ræða leikmannamál í lok desember. „Ég vonast til þess að geta spjallað við eigendurna um framtíðaráformin fyrir leik okkar við Manchester United hinn 16. desember næstkomandi. Ég veit ekki hvort það gengur eftir en ég mun reyna. Samband mitt við þá var gott og nú þurfum við að ræða um hvert vandamálið sé og vinna úr því og halda áfram,“ sagði Benitez í viðtali við blaðamenn eftir sigur Liverpool í Meistaradeildinni í fyrradag. - óþ Enska úrvalsdeildin: Rafa Benitez vill vopnahlé FRIÐUR Rafa Benitez, stjóri Liverpool, vill hitta eigendur liðsins og leysa úr þeim ágreiningi sem hefur verið milli þeirra í fjölmiðlum. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Cleveland Cavaliers fékk að kynnast því hvernig er að spila án LeBron James þegar liðið mætti Detroit Pistons á útivelli. James meiddist á fingri í öðrum leikhluta eftir að hafa skorað 15 stig og gefið 3 stoð- sendingar á þeim 19 mínútum sem hann spilaði. James kom ekki aftur inn á og Cleveland tapaði seinni hálfleik með 29 stigum, 32-61, og leiknum þar með 109-74. „Sigur er sigur. Lebron er stór hluti af þeirra liði en þeir hafa engu að síður fimm leikmenn í NBA-treyju inni á,“ sagði Richard Hamilton, sem var stigahæstur hjá Detroit með 18 stig. James var með 31,7 stig, 8,5 stoðsendingar og 8,0 fráköst að meðaltali fyrir leikinn. -óój Cleveland í NBA-deildinni: Liðið gat ekkert án Lebron TÝNDIR ÁN HANS LeBron James sat á bekknum í seinni hálfleik. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdóttir byrjar vel með TCU í 1. deild bandaríska háskólaboltans en lið hennar hefur unnið þrjá af fyrstu sex leikjum sínum á tímabilinu. Helena var með 10 fráköst, 8 stig og 4 stoðsendingar í öruggum 75-63 sigri á Fresno State í fyrri- nótt en auk þess varði hún tvö skot og stal tveimur boltum af mót herj- um sínum. Foreldrar Helenu og yngri bróðir hennar eru í heim- sókn í Forth Worth og fengu að sjá Helenu spila vel í sigurleik. Helena hefur fengið að spila 28,2 mínútur að meðaltali í fyrstu sex leikjum tímabilsins og er aðeins önnur tveggja leikmanna TCU sem hefur verið í byrjunar- liðinu í öllum leikjunum. Helena er efst hjá liðinu í frá- köstum (7,0), stoðsendingum (3,0) og vörðum skotum (0,83) og þá er hún þriðji stigahæsti leikmaður- inn, með 8,8 stig að meðaltali í leik. Helena hefur vakið sérstaka athygli fyrir hversu vel hún hefur passað upp á boltann en hún hefur gefið 18 stoðsendingar en aðeins tapað 8 boltum í þessum sex leikj- um. - óój Helena Sverrisdóttir spilar stórt hlutverk hjá TCU: Efst í fráköstum og stoðsendingum ATKVÆÐAMIKIL Helena Sverrrisdóttir vekur athygli með TCU. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Knattspyrnusamband Evrópu. UEFA, hefur sett Ars- ene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í eins leiks bann í Meist- aradeildinni vegna hegðunar hans í leiknum gegn Sevilla á þriðjudag en þá var Wenger sendur upp í stúku eftir rifrildi við fjórða dómara leiksins. Hann getur því ekki stýrt lið- inu gegn Steaua Búkarest hinn 12. desember næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti á ferlin- um sem Wenger er dæmdur í bann en hann hefur þrjá daga til þess að áfrýja dómnum. Arsenal verður að leggja Steaua í lokaleik sínum í Meist- aradeildinni og vonast til þess að Sevilla vinni ekki Slavia Prag til að fá toppsætið í riðlinum. - hbg Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal: Wenger settur í bannMagimix - réttu tækin fyrir eldhúsið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.