Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 24.12.2007, Qupperneq 6
6 24. desember 2007 MÁNUDAGUR Upplýsingar skautaholl.is s.5889705 23. des. kl. 13:00 - 16:00 24. des. Lokað 25. des. Lokað 26. des. kl. 13:00 - 18:00 27. des. kl. 13:00 - 18:00 28. des. kl. 13:00 - 20:00 29. des. kl. 13:00 - 18:00 30. des. kl. 13:00 - 18:00 31. des. kl. 10:30 - 15:00 1. jan. Lokað 2. jan. kl. 13:00 - 18:00 Opnunartímar um jól og áramót 2007-2008 FÉLAGSMÁL Mænuskaðastofnun Íslands, sem nýlega var stofnuð að frumkvæði Auðar Guðjóns- dóttur hjúkrunarfræðings, hlýtur styrk frá FL Group. Segir í yfirlýsingu sem Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, undirritar að barátta Auðar, hennar óeigingjarna starf og árangur sem hún hefur náð með viljastyrk sínum og þrautseigju sé þeim hjá FL Group mikill innblástur. Kemur styrkurinn í stað jólakorta og gjafa sem FL Group myndi annars senda um þessi jól. - ovd Mænuskaðastofnun styrkt: Styrkur í stað korta og gjafa DÓMSMÁL Héraðsdómur Suður- lands hefur dæmt karlmann á þrí- tugsaldri í átta mánaða fangelsi fyrir sólarhringslanga afbrota- hrinu í lok nóvember síðastliðins. Maðurinn stal bíl í Reykjavík að næturlagi og ók til Hveragerðis. Þar braust hann inn í gróðurhús og stal meðal annars gróður- húsa lömpum, blómapottum og úðakönnu. Þá stal hann sæþotu (e. jet ski) af lóð íbúðarhúss. Þaðan ók hann á Selfoss þar sem hann braust inn í fimm bíla fyrir utan verkstæði og stal úr þeim lyklunum. Þá fór hann inn í bíl fyrir utan hús Vegagerðarinnar í bænum og stal endurskinsvesti. Jafnframt braust hann inn í ein- býlishús og stal raftækjum. Síðan ók hann um nærsveitir Selfoss, braust inn í hús og bíl og stal tölvubúnaði, peningum, straumbreyti og bláum kraftgalla. Ferð sína endaði hann á því að brjótast kaldur og hrakinn inn í inntaksmannvirki Búrfellsvirkj- unar með því að brjóta upp hurð. Hann hafðist þar við yfir nóttina og notaði síma Landsvirkjunar á staðnum í eigin þágu morguninn eftir. Maðurinn bar við að síðast- nefnda innbrotið hefði verið neyðar úrræði, en dómurinn taldi að hann hefði sjálfur komið sér í þær hraklegu aðstæður. Maðurinn rauf þriggja mánaða skilorð frá því í október og var það dæmt með. Hann var því dæmdur í átta mánaða fangelsi og til að greiða allan málskostnað. - sh Maður dæmdur í héraðsdómi fyrir að fara ránshendi um Suðurland: Stal endurskinsvesti og gisti í virkjun GALLAÐAR KRÖFUR ■ Landsvirkjun og Bifreiðaverk- stæðið Klettur gerðu þrjár skaða- bótakröfur á hendur manninum fyrir alls 172 þúsund krónur. ■ Tveimur þeirra var vísað frá dómi því þær voru ekki studdar gögn- um. Sú eina sem var samþykkt hljóðaði upp á 1.710 krónur vegna símkostnaðar. ■ Þess utan var maðurinn látinn greiða 700 þúsund í sakarkostnað. Borðar þú skötu? Já 52,1% Nei 47,9% SPURNING DAGSINS Í DAG? Borðar þú rjúpur í jólamatinn í ár? Segðu skoðun þína á vísir.is SIÐFRÆÐI „Grunnur siðferðis ætti að vera hlutlausari en svo að hann sé brennimerktur ákveðnum trúarbrögðum,“ segir Svavar Hrafn Svavarsson, dósent í heimspeki. Deilt hefur verið um lagaákvæði sem segir að starfshættir skóla skuli mótast af kristilegu siðgæði. Svavar bendir á að nútímasamfélög einkenn- ist af fjölhyggju, „að því leyti að fólki leyfist að hafa þær siðferðishugmyndir sem það kýs, innan marka almenns siðferðis og laga“. Því sé þörf á sanngjarnri undirstöðu sem allir geti sætt sig við. Þetta geti verið vandasamt, enda sé íslenskt þjóðfélag sögulegt fyrirbæri með kristnar hefðir. „Vandinn er þessi: Hvernig getur ein ákveðin siðfræði verið pólitísk undirstaða fyrir fjöl- hyggju? Þarna er togstreita milli siðfræðinnar og viðhorfanna sem hún á að leyfa,“ segir Svavar. Kristilegt siðgæði sé að sönnu frábrugðið ýmsu öðru siðgæði og nefnir Svavar hugmyndir um náð guðs, fyrirgefningu og náungakærleika sem dæmi. „En hugmyndin um að hægt sé að bola út siðgæði með lagasetningu er langsótt; ég held að það þurfi lúmskari krafta til. Þetta gæti því verið vísbending um að siðgæðið sé að breytast, frekar en atlaga að kristnu siðferði.“ - kóþ Dósent í heimspeki segir fjölhyggjusamfélagið gera kröfu um hlutleysi: Grunnurinn sé ekki trúarlegur FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI SVAVAR HRAFN SVAVARSSON Þýðandi áhrifa- mesta siðfræðirits fornaldar telur óþarft að óttast að kristilegu siðgæði verði bolað út með breyttu orðalagi. STJÓRNMÁL Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingar- innar, segja skipan Þorsteins Davíðssonar sem héraðsdómara vera spillingu og pólitíska skipun. Ungir jafnaðarmenn segja þetta ekki vera í fyrsta skiptið sem dómarar séu pólitískt skipaðir. Í þessum pólitísku skipunum Sjálfstæðisflokksins felist „alvarleg valdníðsla og aðför að þeirri kröfu sem gerð er í stjórnarskrá lýðveldisins, um óháða og óhlutdræga dómstóla“. Ungir jafnaðarmenn skora á fulltrúa sína að „láta pólitíska spillingu við embættisveitingar ekki líðast í nýju ríkisstjórnar- samstarfi“. Þórlindur Kjartansson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir eðlilegt að fjallað sé um embættisskipanir ráðherra með gagnrýnum hætti. Sjálfur þekki hann ekki til allra umsækjenda og treysti ákvörðun ráðherra. - sgj Ungir jafnaðarmenn: Skipan dómara pólitísk spilling BANDARÍKIN, AP Fyrrverandi for- stjóri FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, J. Edgar Hoover, vildi fella úr gildi reglur sem vernda borgara gegn ólöglegri fangelsun og handtaka tólf þús- und Bandaríkjamenn sem hann taldi mögulega ógn við þjóðarör- yggi. Þetta kemur fram í leyni- skjali frá árinu 1950 sem nýver- ið var létt leynd af. Hoover lagði áætlunina fram fyrir Harry S. Truman Banda- ríkjaforseta 7. júlí árið 1950, innan við tveimur vikum eftir að Kóreustríðið hófst. Engar sannanir benda til þess að Truman eða nokkur eftir- manna hans í embætti hafi viljað hrinda áætluninni í fram- kvæmd. Hoover vildi að Truman heim- ilaði fjöldahandtökurnar til að „vernda landið gegn landráðum, njósnum og skemmdarverkum“, að því er vefútgáfa New York Times greindi frá. Hoover hafði árum saman haldið lista yfir það fólk sem átti að handtaka og hann taldi hættu- legt. „Á listanum eru nú nöfn um það bil tólf þúsund einstaklinga, þar af eru um það bil 97 prósent bandarískir ríkisborgarar,“ skrifaði Hoover í leyniskjalið. Í skjalinu sagði Hoover að til að af handtökunum mætti verða þyrfti Truman að afnema regl- una um „habeus corpus“, sem verndar almenna borgara fyrir fangelsun án dóms og laga. Ætlun Hoovers var að Alríkis- lögreglan myndi sjá um að hand- taka fólkið, sem yrði síðan fært í her- og alríkisfangelsi. Sam- kvæmt áætluninni hefði fólkið að lokum fengið réttarhald en dómarinn hefði ekki verið bund- inn af lögum um sönnunargögn. Upplýsingar um áætlun Hoovers voru á meðal leyni- skjala í skjalasafni um leyni- þjónustutengd mál frá tímum Kalda stríðsins sem innanríkis- ráðuneytið aflétti leynd af á föstudaginn. sdg@frettabladid.is Hoover vildi handtaka tólf þúsund borgara Árið 1950 bað J. Edgar Hoover, forstjóri FBI, Harry S. Truman Bandaríkjaforseta að fella úr gildi reglu sem verndar borgara gegn fangelsun án dóms og laga svo unnt væri að handtaka tólf þúsund Bandaríkjamenn til að „vernda landið“. STJÓRNMÁL Varaformanni Sjálf- stæðisflokksins ber að skýra mál sitt, þegar hún segir ákveðna menn úti í þjóðfélaginu ætla að vinna ríkisstjórninni ógagn það sem eftir lifir kjörtímabils, að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita Framsóknar í Reykjavík. Hann vill vita um hverja hún tali. Varaformaðurinn, Þorgerður Katrín Gunnarsdótttir, lét þessi orð falla í Fréttablaðinu 22. desember. Í því viðtali, sem Björn Ingi segir fela í sér pólitísk tíðindi, gagnrýnir hún einnig framsóknar- menn. - kóþ Björn Ingi Hrafnsson: Ráðherra skýri mál sitt betur J. EDGAR HOOVER, FYRRVERANDI FORSTJÓRI FBI Hoover var forstjóri FBI í 48 ár og mótaði stofnunina eins og hún starfar ennþá í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Persónulegar upplýsingar um sjúklinga í almannaheilbrigðiskerfinu í Bretlandi hafa týnst, að því er heilbrigðisráðuneytið greindi frá í gær. Er þetta í þriðja skipti á þessu ári sem stjórnvöld týna gögnum um almenning. Ekki var ljóst hve margra gögnin náðu til en sagði ráðu- neytið að samband hefði verið haft við alla og að ekkert benti til þess að upplýsingarnar hefðu fallið í rangar hendur. - sdg Þriðja gagnatapið á árinu: Bresk stjórnvöld tapa gögnum KANADA, AP Yfirmenn kanadískra útibúa súkkulaðiframleiðenda áttu með sér samráð um verð á súkkulaðistykkjum frá árinu 2002 þar til fyrir nokkrum vikum, samkvæmt nýbirtum dómsskjöl- um. Fram kemur að stjórnendur fyrirtækjanna Hershey Canada Inc., Mars Canada Inc. og Nestlé Canada Inc. hittust leynilega til að ákvarða verð. Kanadíska samkeppniseftirlitið upplýsti um þetta eftir leit í fyrirtækjunum. - sdg Súkkulaðifyrirtæki í Kanada: Sömdu um súkkulaðiverð SÚKKULAÐISTYKKI Samkeppniseftirlit Kanada rannsakar súkkulaðistykkjaiðn- aðinn. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.