Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 16
16 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
M
ikil vegferð
stendur fyrir
dyrum – fólks-
flutningar úr
sveitum í borg-
ir eru meiri en
nokkru sinni fyrr. Við erum á
vendipunkti. Í júní 2007 spáðu
Sameinuðu þjóðirnar að á næsta
ári munu fleiri búa í borgum – 3,3
milljarðar – en í dreifbýli í fyrsta
sinn í sögunni. Í Kína einu saman
flytja átján milljónir í þéttbýlið á
ári hverju. Við erum á barmi þess
að verða borgartegund. Hvers
konar heimur verður það? Hvern-
ig breytir það okkur?
Talið er að fimm milljarðar jarð-
arbúa muni búa í borgum árið 2030
og að 81 prósent borgarbúa heims
búi í þróunarlöndum. Fólksflutn-
ingar og fólksfjölgun verður til
þess að fjöldi borgarbúa tvöfald-
ast í Afríku og Asíu frá 2000 til
2030. Og það er himinn og haf á
milli lífskjara í borg og sveit.
Alþjóðabankinn telur að 75 pró-
sent fátækra í þróunarlöndum búi
í dreifbýli. Íbúar í dreifbýli eru
hins vegar aðeins 58 prósent íbúa
þróunarlanda.
Gluggi að heimi hinna ríku
Fyrr á öldum kýldu hinir ríku
vömbina í hallarsölum fjarri sveit-
unum og lifðu lífi sem var baðað
dýrðlegum ljóma og utan seilingar
almúgans. Nú hefur vefurinn og
sjónvarpið opnað glugga að heimi
hinna ríku. Meðan nefið á þorpsbú-
um er límt við skjáinn læðist sú til-
finning að þeim að þeir geti líka
eignast tískuföt og hraðskreiða bíla
ef þeir aðeins flytja. Hlýnun jarðar
hnykkir enn frekar á þessari þróun;
flóttinn úr sveitum hrjáðum af
þurrki og flóðum gæti breyst í
ör tröð.
Fólksflutningar þessir eiga eftir
að valda feikimiklum pólitískum
vandamálum í mörgum löndum
þegar þau reyna að aðlagast breytt-
um aðstæðum. Í Kína þarf sveita-
fólk sérstakt leyfi frá yfirvöldum
til að flytja í þéttbýlið. Slík leyfi
eru af skornum skammti. Í borgum
á borð við Sjanghæ, Peking og
Shenzen er því fjöldinn allur af
ólöglegum innflytjendum, sem hír-
ast í skugga nýrisinna stórhýsa. Ef
yfirvöld um allan heim ákveða að
vísa ólöglegum innflytjendum úr
landi er mikil hætta á félagslegum
glundroða. Víða um Evrópu sækja
hægri öfgaflokkar í sig veðrið. Þeir
þrífast aðallega á útlendingaandúð,
sérstaklega í garð arabískra, afr-
ískra og austur-evrópskra innflytj-
enda, sem flestir koma frá fátæk-
um sveitahéruðum heimalands
síns.
Eitt sinn sagði arkitekt í Múmbaí
mér að það væri vita gagnslaust að
reyna að skipuleggja borgina. Væri
borgin gerð vistlegri með því að
fjölga vegum, lestarteinum og
húsakosti laðaði það aðeins fleira
fólk að úr nærliggjandi sveitum
sem áður en langt um liði myndi
fylla lestirnar, vegina og húsin.
Eina varanlega lausnin er að gera
það að fýsilegum kosti fyrir bænd-
ur að vera um kyrrt á býlum sínum.
Að leysa vandamál dreifbýlisins
hefur þau ánægjulegu aukaáhrif að
leysa vandamál borganna.
Og vandamálin verða ekki leyst
fyrr en landbúnaður verður hag-
kvæmur í þróunarlöndum; það ger-
ist ekki nema með auknu jafnræði í
tollum og í alþjóðlegri verslun með
landbúnaðarvörur.
Árið 2005 styrktu OECD-ríkin
bændur um ríflega sautján þúsund
milljarða króna. Frá því á 9. ára-
tugnum hafa styrkirnir hækkað um
tæplega tvö þúsund milljarða
króna, þrátt fyrir mótmæli þróun-
arríkja.
Þegar heimsmarkaðsverð á ind-
verskri og afrískri bómull er hærra
en á bandarískri bómull – því
bandarísk yfirvöld styrkja bómull-
arframleiðendur um 130 milljarða
króna – segja indverskir og afrískir
bændur sonum sínum að flytja í
borgina, finna sér vinnu (oft við
ömurlegar aðstæður) og senda fjöl-
skyldunni pening heim. Árið 2005
styttu sautján þúsund bændur sér
aldur á Indlandi, að sögn stjórn-
valda þar í landi. Margir buguðust
undan landbúnaðarlánum, sem
sífellt fleiri bændur þurfa að taka
því verð á erfðabreyttum fræjum
og vinnuvélum er orðið hærra en
þeir ráða við.
Hví flytur fólk?
Sama hvar við búum eigum við öll
mikið undir því að koma íbúum
risaborga á borð við Múmbaí til
hjálpar. Örbirgðin í fátækrahverf-
um þróunarlanda getur haft bein
áhrif á efnahagsleg og pólitísk
afdrif í New York og París. Inn-
flytjendurnir sem streyma til þess-
ara borga flytja með sér menningu,
metnað og togstreitu að heiman.
Það er jafn mikilvægt fyrir London
að skilja Múmbaí og það er fyrir
Múmbaí að skilja London, þótt ekki
sé nema af þeirri ástæðu einni að
næsta kynslóð Lundúnabúa fæðist í
Múmbaí. Og miðað við hinn ótrú-
lega hagvöxt í Indlandi – sem var
næstum tíu prósent í ár – er jafn
líklegt að næsta kynslóð Múmbaí-
búa fæðist í London.
Hví skyldi nokkur vilja búa í
risaborgum þróunarlanda? Hver
dagur er eins og árás á skilningar-
vitin. Útblásturinn er svo mikill að
andrúmsloftið sýður eins og súpu-
pottur og göturnar troðnar fólki.
Þótt maður búi í hafnarborg kemst
maður ekki að sjónum nema
kannski á skítuga strönd í klukku-
stund á sunnudagskvöldi. Ekki
batnar ástandið á nóttunni, þegar
glæpagengin fara á stjá og moskít-
ó flugurnar, sem bera með sér mal-
aríu úr mýrunum. Í þorpinu átti
maður þó ef til vill steinhús, með
tveimur mangótrjám í garðinum og
hafði útsýni yfir fjöllin. Hví að yfir-
gefa það fyrir borgina?
Því dag einn getur elsti sonur
manns keypt litla kytru í jaðri borg-
arinnar. Sá yngri nær kannski enn
lengra, jafnvel til Evrópu eða
Ameríku. Óþægindin sem maður
leggur á sig eru fjárfesting. Rétt
eins og í maurabúi eru íbúar
fátækrahverfanna reiðubúnir til að
fórna eigin þægindum í þágu fjöl-
skyldunnar. Elsti sonurinn vinnur
kannski og sér fyrir hinum og fyll-
ist djúpri gleði yfir að bróðursonur
hans hefur áhuga á tölvum og fer
líklega til Bandaríkjanna í nám.
Borgir eru knúnar áfram af ósýni-
legu stoðneti. Í fátækrahverfunum
eru engir einstaklingar, aðeins
gangvirkið.
Kostir borgarvæðingar
Þrátt fyrir fylgifiska á borð við
eyðingu skóga og mengun hefur
borgarvæðing heimsins sína kosti.
Þegar fólk flytur í borgina hækka
tekjur á mann í kjölfarið. Þeir sem
flytja á milli landa eru staðráðnir í
að komast áfram; þeir hafa meira
að vinna og tapa en innfæddir.
Margt bendir til þess að fólks-
flutningar milli landa séu eitt
áhrifaríkasta vopnið í baráttunni
gegn fátækt í heiminum.
Talið er að þær 150 milljónir
innflytjenda sem unnu í ríkum
löndum árið 2006 hafi sent nítján
þúsund milljarða króna heim. Það
er hærri upphæð en samanlagðir
erlendir fjárstyrkir og fjárfest-
ingar auðugu ríkjanna í þróunar-
löndum sama ár. Í sumum löndum
renna tveir þriðju hlutar þess fjár
sem er sendur heim til sveitahér-
aðanna – frábært dæmi um hvern-
ig hinir fátæku hjálpa sér sjálfir.
Sá sem hefur vaxið úr grasi í
þorpi þar sem kvöldskemmtunin
felst yfirleitt í alþýðuleikhúsi eða
kirkjusamkomum lætur freistast
af glaumi borgarinnar, rétt eins og
New York-borg freistar unglinga í
smábæjum Bandaríkjanna. Leigu-
bílstjóri í Múmbaí sagði mér eitt
sinn hvers vegna hann byggi í
borginni. „Lata Mangeshkar fékk
far hjá mér! Hún sat þar sem þú
situr!“ Þegar hann sagði fólkinu í
þorpinu hans að Lata Mangeshkar,
„næturgalinn í Bollywood“, hafði
heiðrað hann og litlu Fiat-bifreið-
ina hans með nærveru sinni, hélt
það að hann væri að skrökva. Dás-
amleg augnablik á borð við þetta
hvetja ófáa farandverkamenn til
dáða.
Gæfunnar freistað
Það er því ekki að ástæðulausu
sem fólk vill flytja til borga á borð
við Múmbaí, þrátt fyrir öll vanda-
málin sem að þeim steðja. Maður
úr fátækrahverfi, sem hafði misst
bróður sinn í skotárás og bjó í kofa
án rennandi vatns og klósetts,
sagði eitt sinn við mig. „Múmbaí
er fugl úr gulli.“ Gylltur lævirki:
Gríptu hann ef þú getur.
Hann er snar í snúningum og elt-
ingaleikurinn verður erfiður en
festi maður hönd á honum er
gæfan vís.
Þetta er ástæðan fyrir því að
bændur kveðja víðátturnar og
trén og halda á vit borgarinnar
með öllum hennar glæpum, ólofti
og mengaða vatni. Í borginni skipt-
ir stétt manns og uppruni litlu
máli, þar getur kona setið ein á
veitingahúsi án þess að verða fyrir
áreitni, þar sem fólk ræður hverj-
um það giftist. Í hugum ungra
þorpsbúa í Kína, Indlandi og Afr-
íku snúast fyrirheit borgarinnar
ekki aðeins um peninga. Þau snú-
ast um frelsi.
Borgríkið: Veröld sem verður
Á næsta ári mun meira en helmingur jarðarbúa búa í þéttbýli. Suketu Mehta útskýrir hvers vegna fátækrahverfin í heimaborg
hans Múmbaí og öðrum risaborgum eru vonarglæta fyrir fólk sem streymir þangað úr sveitunum. Hann segir að ef styrkir til
bænda í þróuðum ríkjum væru afnumdir myndi það hvetja ungt fólk í þróunarlöndum til að snúa vörn í sókn í sveitunum.
REYNT AÐ TROÐAST Í GEGN UM MANNÞRÖNGINA Þrátt fyrir þrengslin kýs fólk að búa í borgum. Þegar fólk flytur í borgina hækka
tekjur á mann í kjölfarið. MYND/RICHARD PERRY
MÚMBAÍ Í INDLANDI Í þessari stóru borg er munurinn á milli fátækrahverfanna og
betur megandi hverfa afar áberandi.
Hví skyldi nokkur vilja búa í risaborgum þróunarlanda?
Hver dagur er eins og árás á skilningarvitin. Útblásturinn
er svo mikill að andrúmsloftið sýður eins og súpupottur
og göturnar troðnar fólki.
ERLENDIR VENDIPUNKTAR 2007
Suketu Mehta
we höfundur
bókarinnar
„Maximum City:
Bombay Lost
and Found“
er fæddur á
Indlandi, ólst
þar upp og í
New York, þar
sem hann býr nú. Hann skrifar
meðal annars um fólksflutninga,
innflytjendur og fjölmenningu.
Hann hefur skrifað í Time, National
Geographic, Granta og fleiri rit.
Erlendir vendipunktar 2007
Líkt og fyrri ár birtir Fréttablaðið
greinar eftir erlenda höfunda,
í samstarfi við New York Times
Syndicate, um markverða atburði
þessa árs. Allar greinarnar eiga
það sameiginlegt að fjalla um
vendipunkta, nýja þróun sem
á eftir að hafa veruleg áhrif á
alþjóðasamfélagið