Fréttablaðið - 24.12.2007, Qupperneq 35
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Linda Bachmann Ívarsdóttir er þriggja ára
dugleg dama sem segist vera stór og þykir Grýla
fyndin en Leppalúði hræðilegur.
Allt er þá þrennt er og nú er Linda að fara að upplifa
sín þriðju jól en hún varð þriggja ára í október. Við
ætluðum að fá hana til að spjalla aðeins um jólin við
okkur en hún er ekkert sérstaklega áhugasöm um
það til að byrja með og sýnir nýju Barbídúkkuna sína.
Henni er þó Grýla ofarlega í huga þar sem hún er
nýbúin að heimsækja leikskólann.
„Grýla sagði að ég væri með kind á húfunni minni.
Hún burstar ekki tennurnar, bara ég. Svo var hún
með bólu á nefinu með hári og öskraði alltaf hátt,“
segir Linda og grettir sig. „Jólasveinarnir voru bara
að leika sér. Þeir eiga heima í fjöllunum langt í burtu,“
útskýrir Linda og litar með litunum sem Stúfur gaf
henni í skóinn. „Jólasveinninn kann ekki að fara í
strætó en við fórum einu sinni í strætó að gefa önd-
unum brauð,“ segir Linda brosandi og bætir við: „En
öndin fær ekki Barbí í jólagjöf og ekki strákurinn.
Hann vill bara Súpermann,“ og þarna á Linda við
ljósmyndarann sem smellti af henni þessari fínu
mynd fyrir viðtalið. Auk þess fræðir hún okkur um
að Jesús eigi heima í kirkjunni, jólasveinninn hafi
fæðst á jólunum og að englarnir geri ekki neitt.
En hver er uppáhalds jólasveinninn? „Ég veit það
ekki. Þeir eru bara allir góðir.“ Þegar Linda er spurð
hvort hún hafi fengið mikið í skóinn segir hún
„Júbb!“. Það svar kemur nokkrum sinnum aftur
ásamt hinu góða svari „neibb“. Blaðamanni þykir það
dálítið fyndið en þá biður litla daman vinsamlega um
að ekki sé hlegið að sér, enda háalvarlegt viðtal hér á
ferð. Linda segist ekki borða neitt á jólunum en það
þykir okkur ólíklegt og á endanum viðurkennir hún
að sér þyki gott að fá nammi. „Piparkökur eru líka
góðar en ég baka þær með ömmu. Ég kann líka að
elda jólakjöt,“ segir Linda og ljóst er að hér er fram-
takssöm lítil dama á ferð. hrefna@frettabladid.is
Júbb, jebb og neibb
Linda veltir fyrir sér jólunum dreymin á svip. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Uppruni kerta er óljós en vísbendingar
eru um að býflugnavax hafi verið notað í
Egyptalandi og Krít allt aftur til um 3000
fyrir Krist. Býflugnavaxið varð að flytja inn
frá útlöndum og var það mjög dýrt en ein
mörk af vaxi kostaði sama og þrjár lambs-
gærur.
Fram undan eru jólalegar
stundir í Hallgrímskirkju. Í
dag, aðfangadag, verður
aftansöngur klukkan 18.00
og jólaguðsþjónusta
klukkan 23.30. Á morgun,
jóladag, verður hátíðar-
guðsþjónusta kl. 14.00
og á annan í jólum
verður fjölskyldu-
guðsþjónusta kl.
14.00.
Jólasveinn nokkur sem lengi hefur
haldið til í verslunarmiðstöð í Edinborg
hefur ákveðið að leggja sitt lóð
á vogar skálarnar í
baráttunni gegn offitu
barna. Hann neitar að
bera púða innanklæða til
að virðast feitari og segir
börnum sem spyrja að
jólasveinninn hafi einfaldlega
farið í megrun.