Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2007, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 24.12.2007, Qupperneq 52
48 24. desember 2007 MÁNUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 19 Jólatónleikar Ríkisútvarpsins verða sendir út kl. 19 í kvöld. Dagskráin er glæsileg; Sinfóníuhljómsveit Íslands og hópur hæfileikaríkra einleikara flytja verk á borð við Óbókonsert í C- dúr op. 7, nr. 3 eftir Jean-Marie Leclair og Concerto grosso nr. 8, „Jólakonsertinn“ eftir Arcangelo Corelli. Þjóðleikhúsið frumsýnir Ivanov eftir Anton Tjekov að kvöldi annars í jólum sem er hefðbundinn stór- frumsýningardagur leikárs- ins þar á bæ. Þá er jafnan sett á oddinn metnaðarfullt verk af klassískum toga, vandlega skipað í hlutverk og hátt reitt til höggsins. Fyrr á tíð var þetta kvöld einn af hátindum í sam- kvæmislífi Reykvíkinga og fylgt eftir með gleðskap í Þjóðleikhússkjallaranum. Nú er enn mikill hátíða- bragur á frumsýningunni í þennan tíma þótt kaupandi frumsýningargestum hafi fækkað. Boðsgestir eru meirihluti þeirra sem í saln- um situr. Það munar líka um að fyrir breytingar á sal hússins voru þar á frum- sýningu hátt í sjö hundruð gestir en eru núna tæplega fimm hundruð. Ivanov er sviðsettur af Baltasar Kormáki, samstarfsmenn hans hafa áður lagt í með honum: Helga Stefánsdóttir gerir búninga og Grétar Reynisson hannar leik- myndina, Páll Ragnarsson lýsir og Sigurður Bjóla sér um hljóðmynd. Það er valinn hópur sem kemur fram í sýningunni, raunar hefur sá hópur fengið ákjósanlegt tækifæri því hann var á liðnu sumri í aðlög- un sama verks að kvikmyndamiðl- inum og var þráður verksins og persónur þá fluttur til í tíma og rúmi, sveitasetur á síðustu áratug- um keisaratímans í Rússlandi var heimfært upp á íslenskan samtíma og atburðir verksins gerðust á eyju við Ísland á okkar tímum. Leikendur hafa því unnið við per- sónusköpun þessa fólks í rúma sex mánuði. Slík vinnubrögð ættu að skila mun vandaðri vinnu, skýrari ásetningi þar sem kvikmyndin er langt tilhlaup að leiksýningu. Baltasar er orðinn vel heima í verkum Tjekovs. Hann var starf- andi í leikhópi Þjóðleikhússins þegar röð verka eftir rússneska snillinginn voru tíð á sviðum Þjóð- leikhússins undir stjórn leikstjórn- arteymis frá Litháen. Hér á landi tóku menn að leika verk eftir Tjek- ov um miðja síðustu öld, Fyrst Þrjár systur í Iðnó, þá Kirsuberja- garðinn í Þjóðleikhúsinu, Leikfé- lagið flutti Vanja frænda á áttunda áratugnum og Kirsuberjagarðinn sem var síðasta sviðsetning félags- ins í Iðnó. Verulegur kippur komst á sviðsetningar á verkum hans er líða tók á öldina, jafnvel hið stóra og flókna verk hans sem nefnt hefur verið Skógarpúkinn var leik- ið hér í þrígang, auk sviðsetninga af verkunum fjórum sem talin eru með stórvirkjum leikbókmennta síðari alda: Máfnum ( sem stund- um er efast um að sé rétt þýðing), Vanja frænda, Þremur systrum og Kirsuberjagarðinum. Fram undan er sviðsetning á því síðastnefnda hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Ivan- ov var leikinn hér í fyrsta sinn á vegum Nemendaleikhúss veturinn 1998/1999. Oft er sagt að texti leikskáldsins sé nær óþýðanlegur, blæbrigði rússnesku þess tíma sem hann skrifaði á séu svo margræð að allt- af tapist í þýðingu tónlist málsins, blærinn skaddist. Það eru þeir Baltasar Kormákur og Ólafur Egill Egilsson sem vinna íslenskan texta sýningarinnar eftir enskum aðlögunum sem tiltækar voru. Textinn var spunninn í vor og breyttist enn í vinnslu leikhópsins í sumar og á æfingum haustsins. Væri því nær að tala um að svið- setning Þjóðleikhússins byggi á verki Tjekovs. Ivanov er landeigandi skuldum vafinn. Hann er leiður á lífinu, gifti sig á sínum tíma til fjár stúlku af gyðingaættum sem gekk af trúnni og skírðist til rússnesku orþodoks-trúarinnar. Í tengslum við þau hjón er hópur fólks og í þeirra hópi er ung stúlka, dóttir eins lánardrottins Ivanovs. Sam- dráttur hennar og landeigandans er einn möndull átaka verksins. Það var samið að beiðni leikflokks 1887 en fram að því hafði höfund- urinn einkum lagt stund á smá- sagna- og smáþáttaskrif. Hann hafði kynnst aðstæðum lágstétta og hærri stétta af eigin raun en árið eftir frumsýningu Ivanovs fór hann í langa og erfiða ferð til Sakhalín í Síberíu sem breytti afstöðu hans til allra hluta. Verkið býr samt yfir mörgum þeim efnis- þáttum sem hann átti síðar eftir að grannskoða í síðari verkum, en þau vega salt milli harmleiks, mel- ódrama og kómedíu. pbb@fréttabladid.is Ivanov á annan í jólum LEIKLIST Ólafur Egill Egilsson í leikgerð þeirra Baltasars Kormáks af verki Antons Tjekov, Ivanov. Leikmynd er eftir Grétar Reynis- son. MYND: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sérlega áhugaverður jólaþáttur er á dagskrá Rásar 1 á jóladag kl. 18.15. Þau Haukur Ingvarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir dagskrárgerðarmenn eru umsjónarmenn þáttarins sem ber hinn sérlega bjartsýna titil Snjókorn. Í þættinum er lögð áhersla á hátíðlegt efni sem er flutt og samið af nokkrum af fremstu listamönnum yngri kynslóðarinnar. „Okkur Elísabetu Indru langaði mikið til þess að búa til jólaþátt sem er hátíðlegur án þess þó að vera byggður upp af gömlu efni af safninu. Með þættin- um langar okkur bæði til þess að skoða jólahátíðina með augum okkar kynslóðar og jafnframt að laða ungt fólk að Rás 1,“ segir Haukur. Fjöldi ungra listamanna kemur fram í þættinum. Til dæmis má nefna að skáldið Guðrún Eva Mínervu- dóttir samdi texta fyrir þáttinn, hljómsveitin Múm tók upp þrjú lög sérstaklega fyrir þáttinn og leikararnir Jörundur Ragnarsson og Heba María Þorkelsdóttir lesa upp jólaljóð eftir Gyrði Elíasson, Kristínu Ómars- dóttur, Þorstein frá Hamri og Hannes Pétursson. „Við byrjuðum vinnuna við þáttinn á því að velta fyrir okkur hvaða listamenn við vildum helst fá til samstarfs við okkur. Okkur til ómældrar ánægju voru allir þeir listamenn sem við höfðum samband við boðnir og búnir til þess að taka þátt í verkefninu með okkur. Efnið í þættinum er allt tekið upp sér- staklega og því þurfa hlustendur ekki að eiga von á því að hafa heyrt efnið áður. Hátíðarhald ungs fólks og hugmyndir þess um jólin birtist hlustendum því ljóslifandi í þættinum,“ segir Haukur. Það er sannarlega löngu orðið tímabært að ungt fólk láti meira til sín taka á elstu útvarpsstöð þjóðarinnar og því má sannarlega fagna þessu átaki Elísabetar og Hauks. Óhætt er að hvetja lesendur til að nota tækifærið í rólegheitum jóladags og kynna sér þennan nýstárlega og framsýna útvarpsþátt. - vþ Snjókorn nýrrar kynslóðar Ekkert lát virðist vera á velgengni íslenskra glæpasagnahöfunda, hérlendis sem erlendis. Sagan Sér grefur gröf eftir Yrsu Sigurðar- dóttur var níunda mest selda skáldsagan í kilju í Austurríki í síðustu viku og hækkar sig um eitt sæti frá vikunni þar áður. Yrsa hefur ekki áður náð svo góðum árangri á erlendum met- sölulista og því er þessi sala mikið fagnaðarefni. Þá situr Sér grefur gröf í 50. sæti þýska kiljulistans sem birtur var í vikunni en bókin stökk beint í 39. sæti listans þegar hún kom út fyrr í mánuðinum. - vþ Gröfin gerir góða hluti GUÐRÚN EVA MÍNERVUDÓTTIR Samdi texta sérstaklega fyrir þáttinn Snjókorn. 7. og 8. des uppselt 30. des
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.