Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 53

Fréttablaðið - 24.12.2007, Page 53
MÁNUDAGUR 24. desember 2007 49 Þegar þessi lesandi sem hér skrifar fékk Hníf Abrahams í hendur hélt hann hreinlega að verið væri að djóka í sér. Óttar M. Norðfjörð er þekkt ólíkindatól en eftir hann liggja meðal annars tvö bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins (einblöðung- ar), fyrir lá að með Hnífi Abrahams væri verið að míga utan í metsölubókina Da Vinci lykilinn eftir Dan Brown og til að bíta hausinn af skömminni er á saurblöðið hrúgað afar lofsamlegum umsögnum þekktra Íslendinga: „Dan Brown hefur eignast íslenskan keppninaut.“ „Metsölubók ársins.“ „Fræðandi rússibani sem rígheldur manni allan tímann.“ ... Klisjur sem verseraðir bókaútgefendur eru farnir að ofnota þannig að það hálfa væri nóg. En það er svo sem ekkert djók að Óttari er rammasta alvara með að vilja verða rithöfundur. Hann er afkastamikill og hefur þrátt fyrir ungan aldur sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur auk annars efnis. Og virðist í leit að hillu fyrir bækur sínar því óvænt veður Óttar í það eins og að drepa naut að skrifa þessa bók þar sem „leyndardómar fornaldarinnar fléttast saman við hryðjuverkasam- tök nútímans í óhuggnanlega starfsemi leynihreyf- inga og leynistofnana stórveldanna,“ svo vitnað sé í Þórhall Heimisson prest. En hann er einn þeirra fjölmörgu sem látnir eru leggja til í klisjubankann við upphaf bókar. Hnífur Abrahams fjallar um eltingarleik írska prófessorsins Donnellys og írsk/íslenska aðstoðar- manns hans Swifts við handrit sem mun, þegar það kemur fram í dagsljósið, umturna sjálfum kristin- dómnum. Í leikinn blandast ýmis öfl, lögreglan, CIA og ónefnd huldusamtök. Óþarft er að rekja þráðinn enda hann kunnuglegur öllum þeim sem sumir hafa gleypt í sig tugi kílóa bóka af þessu tagi – og/eða hafa séð Hollywoodtrylla byggða á þeim. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að sjá Harrison Ford fyrir sér í hlutverki Donnelys. Það sem augljóslega truflar umfjöllun um þessa bók er að Óttar fetar algerlega nýjar brautir sem íslenskur höfundur en slóðin er þó margtroðin á alþjóðlegum markaði. Þá er bara hvernig hefur til tekist? Meta ber hvert verk á þeim forsendum sem það gefur sér sjálft. Það er einfaldlega heimskulegt að leggja einhverja fagurfræðilega og ljóðræna Gyrðis- kvarða og mælistikur við. Hnífur Abrahams ber þess fagurt vitni hversu flinkur rithöfundur Óttar er orðinn. Og svo það sé bara sagt eins er þá einfaldlega tekst honum ætlunarverk sitt. Þessi bók er algerlega á pari við það besta sem sem gerist og gengur í þessari deild. Engin ástæða er til horfa til margnefnds Dans Brown eins og hann standi ósnertanlegur uppi á einhverju fjalli. Óttar er þar einnig og virðir fyrir sér útsýnið. Eigi bækur af þessum toga að ganga upp þarf fyrst og fremst að vera hraði í frásögninni. Það hefur Óttar á færi sínu. Fléttan er snjöll og við- fangsefnið, bók Abrahams, býður upp á athyglis- verðar og skemmtilegar trúabragðapælingar sem Óttar vinnur vel úr – en þó ber að nefna að þessi lesandi er svo sem enginn trúabragðafræðingur og styðst við biblíusögunám í barnaskóla í þeim efnum. En Óttar dregur hvergi úr með að í fornum handrit- um þeim sem Gamla og Nýja testamentið byggja á auk Kóransins sé að finna orsök þess sem hann kallar 3. stríðið – milli múslima og kristinna. Hvor bræðranna er Guðs útvaldi Ísmael eða Ísak Abrahamssynir? En þá er spurt um persónusköpunina sem leynir á sér sem mikilvægur þáttur í þeirri bókmenntateg- und sem hér er undir. Hún fær oftast að fjúka á altari hraðans. Höfundar á borð við McLean, Bagley, Ludlum, Patterson og svo Dan Brown pakkinn allur láta sér oftast duga að draga upp karaktereinkenni og innræti með vísan í útlit. Óttar einnig. Er á algjöru grunnsævi þegar samskipti og tengsl eru annars vegar -- þegar persónur sýna tilfinningar er það illa eða ekki undirbyggt og verður því barnalegt. Og þar liggur megin vandinn þegar reynt er að meta Hníf Abrahams til fiska. Sé viðmiðið Dan Brown fær Óttar fullt hús. En því miður fyrir Óttar og Dan Brown er til höfundur sem hefur sýnt fram á að það má taka tryllinn og glæpasöguna í það minnsta tveimur skrefum lengra. Hann stendur á hærri tindi og heitir Umberto Eco. Ein bóka hans, Nafn rósarinnar, er meira að segja nefnd til sögunnar í Hnífi Abrahams nánast þessu til áréttingar. Þegar Óttar leggur á þann tind á hann möguleika á fimm stjörnum hjá þeim sem hér skrifar. En ef við metum Dan Brown á þrjár – sem er ágætlega í lagt – þá fær Óttar þær að sjálfsögðu einnig. Jakob Bjarnar Grétarsson Óttar á pari við þennan Dan Brown Falleg og skemmtileg bók. Skáldið tekur lesandann með sér í stutt en spennandi ferðalag þar sem tvær persónur eru í forgrunni; ljóðmæl- andinn „ég“ sem er ung kona og „þú“ sem er leyndardómur bókarinnar og spurning; ástmaður, drottnari svik- ari, skepna, jafnvel ljóð. Dramatíkin er ást sem brást, haltu/slepptu, ástin og andhverfa hennar, ótti, söknuður, kvöl, hefnd, bölsýni og veik von. Þrjátíuogsex smáljóð án titils – eins- og hjá Emily Dickinson og ástæðan sú sama; vantrú á útlínur og ramma og ótrú á rétt og dilkadrátt. „Ég“ – sem er óupptekin af því að vera skáld – tekst á við tilfinninga- legt skipbrot; ljóðagerðin fylgir þeim hugblæ hlýðin og auðmjúk, læðist með veggjum og biðst vel- virðingar á sjálfri sér en getur ekki þagað yfir þungbæru óréttlæti og kúgun þótt þögnin húðstrýki orðin og reyni að halda þeim niðri. Skálda- málið er því fábrotið og stíllinn ein- faldur, nánast talmál; vopnabúr ljóð- hefðar karlsins látið í friði, átök við samruna efnis og forms engin, ljóðin nær klæðlaus. Kostir og lestir: Ljóð- in eru samkvæm sjálfum sér og aldrei tilgerðarleg eða ofurseld ytri lögmálum, en hvorki nýstárlegur kveð skapur, forspár né auðugur að skáldlegum brögðum. Innri átök ljóðanna eru þeim mun ríkari og hverfast um einbeittan öxul. Þar takast kynin á, ég og þú, undirgefni og drottnun, óvirk kona og ofvirkur karl, dagur og nótt, þar er þolandi í kyrrstöðu & bið gegn geranda á spani, ósk um samruna kynjanna gegn staðreyndum sundr- ungar, hugleiðing um einingu, kyn- leysi og tvíkyn. Unga konan, ljóð- mælandinn, er lengst af algerlega óvirk og aðgerðalaus en óskar hreyf- ingar og breytingar í tómu núi; heim- ur ljóðanna er það sem var eða verð- ur, ekki það sem er. Spennan felst í hvort breyting verði. Óskin er neyðarkall ljóðanna og sprengikraftur þótt hún sé hugsan- lega orðið tómt; „ég vildi að ég gæti“ segir í fyrsta ljóði og endurtekið reglulega í öllum litbrigðum; „ég vildi að ég mætti, ég óskaði þess í hljóði, mig langar svo, mig langar svo“. Angistaróp undirokunar sem óskin sjálf kæfir í fæðingu og treyst- ir þá á ljóðið eitt. En óskina getur enginn uppfyllt – og rofið þannig kyrrstöðuna/óvirknina – nema skáld- konan sjálf afþví innanljóðs er óskin heitbundin eigin undirgefni og háð því að allri drottnun sé vísað á dyr. Um það efast „ég“ uns kemur að uppgjöri í ljóðum 28 og 29 með óvæntum kennslum („mér varð á í messunni“, sem þögnin og skömmin stinga uppí umsvifalaust), og von- björtum uppsteyt á næstu síðu með tíðaskilum til framtíðar; „svo sýni ég ykkur öllum í tvo heimana“ – sem lokaljóðin gera bókstaflega; sýna tvo heima, andstæð öfl með enn sterk- ara aðdráttarafli, ekkert kollvarp sinni. Lokaljóðin eru því trúverðug þótt þau bregðist von bæði ljóðmæl- andans og lesandans; ástarhatur kynjanna er þar óútkljáð og engin lausn í sjónmáli, „þín“ enn óhefnt og þrautagangan eilíf mótmælaganga gegn eigin kröfugerð. Ljóð sem treysta algerlega á anda sinn, berangursleg að utan. Trausts- ins verður, andinn. Sigurður Hróarsson Von er draumur vakandi konu BÓKMENNTIR Nóvembernætur Eygló Ída Gunnarsdóttir ★★★ Spennandi ferðalag Óskum samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. BÓKMENNTIR Hnífur Abrahams Óttar M. Norðfjörð ★★★ Flétta snjöll og hrindir í gang pælingum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.