Fréttablaðið - 24.12.2007, Síða 62
58 24. desember 2007 MÁNUDAGUR
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþróttamaður ársins fyrir árið
2007 verður útnefndur föstudaginn 28. desember
næstkomandi en atkvæði í kjöri Samtaka íþrótta-
fréttamanna hafa verið talin og því liggur ljóst fyrir
hvaða tíu íþróttamenn urðu í efstu sætum í
kjörinu.
29 félagsmenn eru í Samtök-
um íþróttafréttamanna og
nýttu allir þeirra atkvæðisrétt
sinn í kjörinu að þessu sinni.
Atkvæðagreiðslan er leynileg
og fer þannig fram að hver
félagsmaður SÍ setur saman
lista með nöfnum tíu
íþróttamanna sem
honum þykja hafa
skarað fram úr á
árinu.
Aðeins tveir knatt-
spyrnumenn eru
meðal tíu efstu og
hafa þeir ekki verið
færri síðan í kjörinu
fyrir árið 1998. Knatt-
spyrnumaður ársins
að mati Leikmanna-
vals KSÍ, Hermann
Hreiðarsson, kemst sem
dæmi ekki á listann að
þessu sinni en Knatt-
spyrnukona ársins,
Margrét Lára Viðars-
dóttir, og Eiður Smári
Guðjohnsen eru meðal
tíu bestu íþróttamanns
ársins. Bæði voru á
listanum í fyrra og er
Eiður Smári nú meðal
tíu efstu áttunda árið í röð
en hann hefur verið meðal
tveggja efstu í kjörinu
síðustu fjögur ár.
Handboltamenn eru
fjölmennastir á listanum
en þrír leikmenn íslenska
karlalandsliðsins í hand-
bolta komust á listann og
þar á meðal er Íþrótta-
maður ársins 2006, Guð-
jón Valur Sigurðsson,
sem er í þriðja árið í röð
á topp tíu. Hinir eru
Snorri Steinn Guðjóns-
son, sem var einnig á
listanum 2005, og Ólaf-
ur Stefánsson, sem er
nú meðal tíu efstu í kjör-
inu í níunda sinn. Ólaf-
ur hefur verið á listan-
um allar götur frá og
með árinu 1997 að 1998
og 2005 undanskildum.
Annar reynslubolti á
listanum er Örn Arnar-
son, sem er nú í hópi tíu
efstu í níunda sinn. Örn,
sem var kosinn Íþrotta-
maður ársins 1998, 1999 og
2001, hefur eins og Ólafur
verið meðal þeirra tíu efstu frá og
með árinu 1997, fyrir utan árin 2004 og 2005.
Golfarinn Birgir Leifur Hafþórsson og körfu-
boltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson
eru heldur ekki fyrsta sinn á topp tíu
listanum, Birgir Leifur í sjöunda sinn
og Jón Arnór í fimmta sinn.
Eini nýliðinn í hópi tíu efstu
er sundkonan Ragnheiður
Ragnarsdóttir en kynsystur
hennar Margrét Lára og bad-
mintonkonan Ragna Ingólfs-
dóttir komast báðar á topp tíu
listann annað árið í röð.
Kjörinu verður lýst á
Grand Hótel Reykjavík föstu-
daginn 28. desember klukkan
19.35 og eins og undanfarin
ár verður það sent út í sam-
eiginlegri beinni útsendingu
á RÚV og Sýn.
Áður en kjöri íþrótta-
manns ársins verður lýst
mun ÍSÍ afhenda viðurkenn-
ingar til þeirra íþróttakarla
og -kvenna hjá sérsambönd-
um sínum sem þótt hafa
skarað fram úr á árinu
2007.
Þetta verður í þrettánda
sinn sem Samtök íþrótta-
fréttamanna og ÍSÍ standa
að sameiginlegri hátíð
sem nær hápunkti
þegar Íþróttamaður
ársins 2007 verður
útnefndur.
ooj@frettabladid.is
Topp tíu listinn er klár
Ekki hafa verið færri knattspyrnumenn á topp tíu listanum í kjöri Samtaka
íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins í tæpan áratug. Handboltamenn
eru fjölmennastir en þrjár konur eru meðal þeirra tíu efstu að þessu sinni.
FYRSTUR Guðjón
Valur Sigurðsson
varð fyrstur
Íþróttamanna
ársins til þess að
lyfta nýja bikarn-
um í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TOPP TÍU LISTINN Í STAFRÓFSRÖÐ:
Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG
Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður hjá Barcelona
Guðjón Valur Sigurðsson handboltam. hjá Gummersbach
Jón Arnór Stefánsson körfuboltam. hjá Lottomatica Roma
Margrét Lára Viðarsdóttir knattspyrnukona hjá Val
Ólafur Stefánsson handboltamaður hjá Ciudad Real
Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona úr TBR
Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona úr KR
Snorri Steinn Guðjónsson handboltam. úr GOG
Örn Arnarson sundmaður úr SH
MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR Margrét
Lára hefur farið mikinn með Val og
íslenska landsliðinu á árinu. Hún bætti
markamet sitt í Landsbankadeildinni
með því að skora 38 mörk í 16 leikjum
og skoraði alls 69 mörk með valsliðinu
á árinu. Margrét Lára skoraði 8 mörk í
6 leikjum í Evrópukeppninni þar sem
Valsliðið vantaði aðeins eitt stig til þess
að komast í átta liða úrslit. Margrét Lára
bætti markamet landsliðsins og skoraði
8 mörk í 9 A-landsleikjum á árinu. Hún
skoraði í öllum fjórum leikjum íslenska
landsliðsins í undankeppni EM, þar á
meðal sigurmarkið gegn Frakklandi sem
er sjöunda besta landslið heims.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON Jón Arnór
hefur blómstrað hjá ítalska liðinu
Lottomatica Roma frá því að hann hóf
að leika með því í ársbyrjun. Jón var
ekki aðeins í því hlutverki að vera settur
bestu leikmönnum andstæðinga sinna
til höfuðs heldur hefur hann oftar en
ekki verið meðal stigahæstu leikmanna
Roma bæði í deildinni heima og í Meist-
aradeildinni. Jón Arnór hefur skorað 10,5
stig að meðaltali í ítölsku deildinni þar
sem liðið er í toppbaráttunni og hefur
skorað 10,8 stig í leik það sem af er í
Meistaradeildinni. NORDICPHOTOS/AFP
GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Guðjón
Valur varð markakóngur HM í handbolta,
fyrstur Íslendinga, þegar hann skoraði
66 mörk í 10 leikjum á HM í Þýskalandi.
Íslenska landsliðið endaði í 8. sæti í
keppninni. Var í lykilhlutverki með þýska
liðinu Gummersbach sem endaði í 4.
sæti Bundesligunnar og komst í átta
liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann var
annar markahæsti leikmaður Bundes-
ligunnar og var jafnframt sá leikmaður
sem skoraði flest mörk utan af velli ef
vítaköst eru dregin frá.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Eiður Smári
spilar með stórliði Barcelona á Spáni og
hefur unnið sér sæti í byrjunarliðinu á
ný í lok ársins þrátt fyrir að vera í sam-
keppni við marga af bestu knattspyrnu-
mönnum heims. Barcelona endaði í
2. sæti spænsku deildarinnar í fyrra og
datt út úr átta liða úrslitum Meistara-
deildarinnar. Eiður Smári sló markamet
landsliðsins á árinu þegar hann skoraði
tvö mörk gegn Lettum á Laugardalsvell-
inum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BIRGIR LEIFUR HAFÞÓRSSON Birgir
Leifur sigraði á öðru stigi úrtökumót-
anna á Arcos Garden á Spáni og endaði
síðan í 11-15. sæti á lokamóti úrtöku-
mótanna sem fram fór á San Roque á
Spáni. Með þeim árangri tryggði hann
sér þátttökurétt á Evrópumótaröðina
á Spáni á næsta ári. Hann náði sínum
besta árangri á Opna ítalska mótinu
þegar hann lék á 13 höggum undir pari
og endaði í 11. sæti. VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN
ÖRN ARNARSON Örn var valinn
sundmaður ársins en hann komst í tvö
úrslitasund á Evrópumótinu í stuttri
laug í Debrecen í desember. Hann varð
í fimmta sæti í 100m baksundi með
því að synda á 51,96 sekúndum sem er
22/100 frá Íslands- og Norðurlandameti
hans. Örn þríbætti hins vegar Íslands-
og Norðurlandametið í 50 m baksundi
og náði á endanum 6. sæti í úrslita-
sundinu. Örn setti einnig Íslandsmet í
100 metra flugsundi á mótinu og komst
í undanúrslit í 100 metra skriðsundi.
Hann varð í 15. sæti í undanúrslitum
í 50 metra flugsundi á HM í sundi í
Melbourne og endaði í 24. sæti í 100
metra flugsundi á sama móti. Örn setti
Íslandsmet í 50 metra flugsundi á mót-
inu í Melbourne. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Snorri
Steinn var lykilmaður landsliðsins sem
varð í 8. sæti á HM í Þýskalandi og var
annar markahæsti landsliðsmaðurinn
á árinu. Snorri skoraði 53 mörk á HM
þar af fimmtán þeirra í ótrúlegum leiki
þegar Ísland tapaði fyrir Danmörku í
tvíframlengdum leik í átta liða úrslitum.
Byrjaði árið með Minden í Þýskalandi en
flutti sig yfir til danska stórliðsins GOG
Gudme. Hann er talinn í hópi þriggja
bestu kaupa ársins í danska boltanum á
þessu keppnistímabili. Snorri Steinn var
valinn í heimsliðið í byrjun desember.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR Ragn-
heiður var valin sundkona ársins og er
fyrsti íslenski sundmaðurinn sem tryggir
sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum á
næsta ári en hún er komin inn í bæði
50 og 100 metra skriðsundi eftir að hafa
sett fjölda Íslandsmeta í þessum grein-
um. Ragnheiður setti nýtt Íslandsmet og
varð í 20. sæti í 100 metra skriðsundi
á HM í sundi í Melbourne í mars. Hún
endaði í 34. sæti í 50 metra skriðsundi
á sama móti. Hún endaði í 15. sæti í
undanúrslitum í 50 metra skriðsundi og
var einungis nokkrum hundraðshlutum
sekúndu frá því að komast í undanúrslit
í 100 metra fjórsundi á EM í 25 metra
laug. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
RAGNA INGÓLFSDÓTTIR Ragna vann tvö
alþjóðleg mót á árinu og komst fjórum
sinnum í úrslitaleik. Hún vann tvö gull,
í einliða og tvíliðaleik á Iceland Express
mótinu sem fram fór í nóvember.
Ragna varð Íslandsmeistari kvenna
fimmta árið í röð og vann þrefaldan
sigur á Íslandsmótinu en hún er sjötta
konan í sögu badmintoníþróttarinnar á
Íslandi sem nær þeim árangri. Hún var
í lykilhlutverki með íslenska landsliðinu
þegar það vann Evrópukeppni B-þjóða í
Laugardalshöllinni í janúar. Hún sigraði
þá alla einliðaleiki sína á mótinu og alla
tvíliðaleiki nema einn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
ÓLAFUR STEFÁNSSON Ólafur var í
lykilhlutverki þegar lið hans Ciudad Real
tryggði sér spænska meistaratitilinn og
endaði í 3. til 4. sæti í Meistaradeild Evr-
ópu. Ólafur var fyrirliði íslenska lands-
liðsins sem var í 8. sæti HM í Þýskalandi
í byrjun ársins og var þriðji markahæsti
leikmaður liðsins á árinu. Ólafur hefur
leikið frábærlega með Ciudad í vetur en
liðið er á toppi spænsku deildarinnar og
hefur unnið alla leiki sína í Meistara-
deildinni til þessa. Ólafur var valinn í
heimsliðið í byrjun desember.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÍÞRÓTTAMENN ÁRSINS
SÍÐUSTU TVO ÁRATUGI
1987 Arnór Guðjohnsen, fótbolti
1988 Einar Vilhjálmsson, frjálsar
1989 Alfreð Gíslason, handbolti
1990 Bjarni Friðriksson, júdó
1991 Ragnheiður Runólfsdóttir, sund
1992 Sigurður Einarsson, frjálsar
1993 Sigurbjörn Bárðarson, hestar
1994 Magnús Scheving, þolfimi
1995 Jón Arnar Magnússon, frjálsar
1996 Jón Arnar Magnússon, frjálsar
1997 Geir Sveinsson, handbolti
1998 Örn Arnarson, sund
1999 Örn Arnarson, sund
2000 Vala Flosadóttir, frjálsar Íþróttir
2001 Örn Arnarson, sund
2002 Ólafur Stefánsson, handbolti
2003 Ólafur Stefánsson, handbolti
2004 Eiður S. Guðjohnsen, fótbolti
2005 Eiður S. Guðjohnsen, fótbolti
2006 Guðjón V. Sigurðss., handbolti
OFTAST INN Á TOPP 10 LISTA Í SÖGU
ÍÞRÓTTAMANNS ÁRSINS 1956-2007:
Guðmundur Gíslason, sund 15 sinnum
Bjarni Friðriksson, júdó 12
Valbjörn Þorláksson, frjálsar íþróttir 11
Geir Hallsteinsson, handbolti 10
Einar Vilhjálmsson, frjálsar íþróttir 10
Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrna 10
Kristján Arason, handbolti 10
Hreinn Halldórsson, frjálsar íþróttir 9
Ólafur Stefánsson, handbolti 9
Örn Arnarson, sund 9
Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrna 8
Þorsteinn Hallgrímsson, körfubolti 8
Jón Arnar Magnússon, frjálsar íþróttir 8
Vilhjálmur Einarsson, frjálsar íþróttir 7
Birgir Leifur Hafþórsson, golf 7
Arnór Guðjohnsen, knattspyrna 7
Jón Þór Ólafsson, frjálsar íþróttir 7