Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 2

Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 2
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR2 V I Ð Á R A M Ó T Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er viðskiptamaður ársins 2007 að mati tuttugu manna dóm- nefndar sem Markaðurinn leitaði til. Miklar sveiflur á al- þjóðamörkuðum hafa einkennt árið sem er að líða. Þá skiptir máli hverjir hafi aflið og fram- sýnina til að taka af skarið og stýra fyrirtækjum í gegn- um öldurótið og á lygnari sjó. Jón Ásgeir segir ágætt jafnvægi hafa verið í rekstri Baugs á árinu. En líka í einkalífinu þar sem hann reynir að finna jafn- vægið á milli fjölskyldunnar og vinnunnar þótt frítíminn sé alltaf minni en að var stefnt. Ertu sáttur við þróun mála á árinu? Það hefur í raun gengið á ýmsu í hinu ytra umhverfi fyrirtækja. Ég er kannski ekki sáttur miðað við áætlanir í upphafi árs. Það hefur ekki gengið eftir eins og ég ætl- aði. En á móti kemur að úr því sem komið er hefur spilast ágætlega úr aðstæðum fyrir okkur. Almennt má segja að ársins 2007 verði minnst á Íslandi sem árs raun- veruleikatékks. Öllum var kippt niður á jörðina aftur og fyrirtæki munu endur- meta stöðu eigna sinna og endurmeta kostnað við rekstur. Eitthvert markmið sem þið náðuð ekki? Við höfum ekki náð markmiðum hvað varðar afkomu. Hins vegar hefur geng- ið mjög vel með margar af okkar óskráðu eignum. Skráðar eignir hafa orðið fyrir barðinu á almennum lækkunum á mörkuð- um, sem að vísu hafa líka skapað tækifæri fyrir okkur til að vinna úr á næsta ári. Það bjóst enginn við þessari kúvendingu á fjármálamörkuðum. Það hafa verið langar og strangar ófarir á markaðnum. Hefur þetta snert ykkur mikið? Það snertir auðvitað alla sem eiga skráð hlutabréf að einhverju leyti. Við höfum gert góða hluti á móti þannig að þetta hefur verið í jafnvægi hjá okkur í Baugi. Í hvað hefur mestur tími þinn farið sem stjórnandi Baugs á árinu? Það hefur farið rosalegur tími í málefni FL Group síðustu fimm til sex vikurnar. Fyrir þann tíma var ég búinn að eyða þó nokkr- um tíma í Ameríku í að sniglast í kringum Saks og það verkefni. Líka önnur verkefni sem við höfum verið að vinna í Bretlandi. Í júli og ágúst var unnið að yfirtöku í Mos- aic og Landic Property á Keops. Á fyrri hluta ársins voru mjög ánægjulegar end- urfjármagnanir á Jane Norman og Ice- land og skráning Bookers á markað. Það hefur verið mikið að gera og mörg verk- efni klárast. Einnig bíða mörg verkefni úr- lausnar. Heilt yfir hefur verið góður fram- gangur en ég held að ávöxtun komi ekki í ljós á þessu ári heldur því næsta. Er eitthvað eitt sem þú ert sérstaklega ánægður með á árinu og hefur gengið vel? Mörg af okkar fyrirtækjum hafa verið að sýna góðan viðsnúning og rétt úr kútnum eftir erfið ár. Hér heima höfum við séð Haga, Teymi og 365 ná góðum árangri í rekstri. Erlendis hefur þróunin með Boo- ker, Iceland og House of Fraser verið ánægjuleg. Í Danmörku höfum við snúið við rekstri Magasin du Nord sem á að baki tíu ára taprekstur sem er líka mjög ánægju- leg þróun. Þetta er það sem ber hæst. Þið segið að þið eigið mikið inni. Að hverju eruð þið að einbeita ykkur? Við erum að byggja upp áframhaldandi vöxt í Þýskalandi, Indlandi og Kína í gegn- um vörumerki okkar í Bretlandi. Við sjáum líka, ef við náum góðum samningum við Saks eða samstarfið fari á annað stig, að þá opnast ákveðinn gluggi inn á Banda- ríkjamarkað með okkar vörumerki. Það hefur ekkert gengið vel hjá Íslending- um í Bandaríkjunum. Af hverju hefur geng- ið illa og hræða sporin ekki? Mosaic hefur verið í verslunarrekstri í Bandaríkjunum og bara gengið ágætlega. Við sjáum tækifæri fyrir bresk tískuvöru- merki á þeim markaði. Þetta er öðruvísi landslag og menn þurfa að fara mjög vel undirbúnir inn í þessi verkefni í Banda- ríkjunum. Við Íslendingar erum ekki einir um að hafa ekki átt erindi sem erfiði. Ýmis evrópsk fyrirtæki hafa átt í erfiðleikum en þetta er gríðarlegur neyslumarkað- ur sem ekki er hægt að horfa framhjá. Þá teljum við einnig að verkefni eins og Saks geti farið inn á aðra markaði. En hver er fókusinn? Verslunarrekstur, fjárfestingar í fasteignum eða fjárfesting- arfélög eins og FL Group? Baugur, eða um 93%, er í raun tveir kass- ar. Það er eignarhlutur í FL og svo Baugur Retail sem styður við uppbyggingu fyrir- tækja tengd verslun. Það eru stærstu ein- ingarnar. Svo erum við alltaf að fikta í ein- hverju sem okkur finnst áhugavert; fjöl- miðla- og símafyrirtæki. Er ekki skynsamlegra að fjárfesta í öðru en fjölmiðlum? Ég held að það geti verið ábatasamt. Tökum Fréttablaðið sem dæmi. Upphaf- lega greiddum við um 110 milljónir króna fyrir þá fjárfestingu. Grunnfjárfesting okkar í Stöð 2 var eitthvað um 250 millj- ónir. Það var grunnurinn sem fór í þess- ar tvær einingar sem runnu síðan í það sem er 365 miðlar í dag. Ég held að fjár- festingin hafi skilað sér vel til baka þrátt fyrir að þetta séu ekki stóru upphæðirn- ar hjá okkur. En við höfum líka sett metn- að í að reka frjálsa fjölmiðla með hagnaði á Íslandi. Hefur þú einhverja hugmynd um hvað þið hafið fjárfest fyrir mikið á árinu? Hafið þið ekki haldið að ykkur höndum? Á fyrri hluta ársins var svo vitlaust verð á mörkuðum að það var ekkert vit í að kaupa fyrirtæki. Þannig að við héldum okkur til hlés. Við fórum aðeins í stöðutök- ur í skráðum félögum þar sem við sáum framtíðarvöxt. Seinni part ársins dundu þessi ósköp yfir á fjármálamörkuðum. Við höfum haldið okkur alveg til hlés enda úr nógu að spila. Yfirtakan á Mosaic og Keops voru auðvitað stórar en ef við horf- um á fjölda yfirtakna hefur þetta ár verið rólegra en tvö árin þar á undan. Þú ert sáttur við hvernig smásölurekstur- inn gengur? Það eru ekki allir að skila sínum áætlun- um. En meirihlutinn skilar afkomu sam- kvæmt áætlunum og þá sérstaklega þessi stóru fyrirtæki sem eru með 1 milljarð og meira í veltu. Það skiptir miklu máli í erfiðu rekstrarumhverfi að stóru félögin séu á réttu róli. Á hverju hagnist þið mest? Iceland hefur verið frábær fjárfesting fyrir okkur. House of Fraser er líka mjög góð fjárfesting. Við höfum náð að greiða niður skuldir mjög hratt og hraðar en við áætluðum. Booker hefur staðið sig líka mjög vel. Þetta eru þær þrjár fjárfest- ingar sem hafa skilað miklu, gengið sam- kvæmt plönum og jafnvel gott betur. Jane Norman og Hamleys eru líka vörumerki sem ná að skila góðum rekstri á árinu. Hver er staða ykkar í Bretlandi? Ég held að það fari ekkert smásölufyrir- tæki í Bretlandi í söluferli án þess að það komi inn á borð til okkar. Það er mikið leit- að til okkar. Í yfirtökum talið þá höfum við tekið þátt í fimmtán til sextán yfirtökum í breskum verslunarrekstri á síðastliðnum fimm árum. Sá sem kemur næst á eftir hefur tekið þátt í tveimur. Forysta okkar á þessum markaði er afgerandi. Nú er alltaf verið að tala um fallandi fast- eignaverð. Þið eigið mikið af fasteignum í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Er þetta áhyggjuefni? Ég hef mjög litlar áhyggjur af fasteign- um í þessum eignasöfnum. Eignir er hægt að skilgreina á margan hátt en eigna- Leitar jafnvægis milli vinnu og fjölskyldu JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR GENGU Í HJÓNABAND Eftir brúðkaupsferð tók við uppstokkun á FL Group sem lauk nýlega. STYRKJA VERKEFNI Í RÚANDA Jón Ásgeir fór til Rúanda á árinu til að fylgja eftir verkefni sem Baugur tekur þátt í gegn loftslagsbreytingum. MEÐ HENDUR Í VÖSUM „Á fyrri hluta ársins var svo vitlaust verð á mörkuðum að það var ekkert vit í að kaupa fyrirtæki. Þannig að við héldum okkur til hlés,“ segir Jón Ásgeir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ... Iceland hefur verið frábær fjárfesting fyrir okkur. House of Fraser er líka mjög góð fjárfesting. Við höfum náð að greiða niður skuldir mjög hratt og hraðar en við áætluðum. ... ... Ég held að það fari ekkert smásölufyrirtæki í Bretlandi í sölu- ferli án þess að það komi inn á borð til okkar. Það er mikið leitað til okkar. Í yfirtökum talið þá höfum við tekið þátt í fimmtán til sextán yfirtökum í breskum verslunarrekstri á síðastliðnum fimm árum. Sá sem kemur næst á eftir hefur tekið þátt í tveimur. ... FRAMHALD Á SÍÐU 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.