Fréttablaðið - 27.12.2007, Síða 4
MARKAÐURINN
H A U S
27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR4
V I Ð Á R A M Ó T
safn Landic Property er mjög vel saman-
sett. Þar eru margar stjörnur innan um
sem örugglega er hægt að selja langt yfir
markaðsverði. Aðalatriðið er að fjármögn-
unin er til langs tíma og við erum með
trausta leigutaka til langs tíma. Það er það
sem skiptir máli á endanum.
Hversu verðmætar eru heildareignir Baugs?
Við gefum það ekki upp.
Þú getur þá ekki sagt mér hvers virði
Baugur er?
Alveg rosalega verðmætur. Í langflest-
um fjárfestingum Baugs erum við kjöl-
festufjárfestar með keflið í hendinni. Það
felast alltaf meiri verðmæti í keflinu en
öðrum stöðum í sama fyrirtæki. Innan um
eru mjög góð fyrirtæki sem myndu fara á
margföldu bókfærðu virði.
Íslenski markaðurinn skiptir ekki eins
miklu máli og þegar þið voruð að byggja
Baug upp?
Nei, íslenski markaðurinn er sáralítil ein-
ing í okkar eignasafni. Við sjáum að Hagar
skila minni rekstrarhagnaði en vörumerki
eins og Jane Norman, sem dæmi. Í raun er
þetta lítill hluti af afkomu Baugs í versl-
unarrekstri og líka í eignasafni okkar
sem hluti af efnahagsreikningi. En þessi
rekstur er upphafið og er okkur kær.
Baugur snertir daglegt líf flestra Ís-
lendinga í gegnum verslun og fjölmiðla.
Hvernig skynjar þú viðhorf fólks gagn-
vart fyrirtækinu? Nýtur Baugur velvildar
á Íslandi?
Ég held að fólk sjái að það sem við tökum
okkur fyrir hendur reynum við að gera
með myndarbrag. Fólk er ekki neytt til
að koma í verslanirnar okkar eða kaupa
fjölmiðla sem eru að miklu leyti í okkar
eigu. Við berum mikinn metnað fyrir
fjárfestingum okkar. Viðskiptavinurinn
getur kosið með fótunum á hverjum ein-
asta degi. Hann getur kosið að lesa aðra
fjölmiðla eða labbað inn í aðrar verslan-
ir. Þetta er kosning einu sinni á dag. Við
getum ekki leyft okkur að standa okkur
ekki.
Olli það þér vonbrigðum að FME hafnaði
umsókn FL Group og Jötuns að fara með
allt að 40 prósent eignarhlut í Glitni?
Þetta er í anda samþykkta Glitnis sem
segir að enginn einn hluthafi geti farið með
meira en 33 prósent í félaginu. Það breytir
í raun litlu hvort við förum með 39 eða 33
prósent í bankanum. FME hefur talað um
það að virkir eignarhlutir í skráðum fjár-
málastofnunum eigi ekki að fara yfir 33
prósent. Ég held að þetta sé í samræmi við
það sem sagt hefur verið opinberlega.
Er það eðlilegt viðmið?
FME gefur auðvitað línuna. Ef þetta er
línan er ágætt að menn viti það. Við vitum
að þetta er ekki með þessum hætti hjá
öðrum aðilum.
En eru sameiningar á bankamarkaði fram-
undan? Það hefur verið talað um samein-
ingu Glitnis og Kaupþings.
Ég held að þegar kreppir að á fjármála-
markaði þá minnki líkur á sameiningu hér
á landi. Það getur haft áhrif á afl bankanna
til að ná í fjármagn. Það er ekki sjálfgefið
að bankarnir nái í meira fjármagn ef þeir
renna saman. Það getur farið á hinn veg-
inn vegna þess að menn gefa takmarkaðar
lánalínur á hverja og eina kennitölu. Einn
plús einn geta ekki alltaf orðið tveir millj-
arðar í fjármögnun. Það getur orðið einn
og hálfur.
Kemur það þá til greina þegar markaðir
jafna sig?
Ég veit það ekki. Það verður bara að
koma í ljós. Það hefur ekkert verið skoð-
að. Menn eru alltaf með getgátur um
þetta. Það hefur verið þróunin erlendis að
bankar verða stærri. Að mínu mati verð-
ur fyrst einhver samþjöppun í íslenska
sparisjóðakerfinu eins og við erum þegar
farin að sjá. Þegar ró færist yfir markað-
inn er aldrei að vita hvað gerist hjá þrem-
ur stærstu bönkunum.
Er eitthvað í umhverfi fyrirtækja sem má
bæta eða er þetta ásættanlegt eins og er?
Íslensk fyrirtæki búa við ásættanlegt
skattaumhverfi sem er jákvætt. En þó
eru þrjú mál sem standa okkur nær þar
sem við teljum að ríkisvaldið hafi ekki val
um annað en að endurskoða afstöðu til á
næsta ári.
Hvaða mál eru það?
Í fyrsta lagi rekstur RÚV. Til hvers þurf-
um við ríkissjónvarp til að keppa við einka-
fyrirtæki um amerískar sápuóperur og
íþróttaefni? Þá er eytt hundruðum millj-
óna í að kaupa dagskrárgerðarmenn og
efni þeirra af einkastöðvum eins og Stöð 2.
Þegar saman er tekið er hér um milljarða
sóun á skattfé landsmanna að ræða. Auk
þess að samkeppni við ríkið um erlent efni
hækkar verð á því efni sem einkastöðvar
kaupa sem aftur hækkar áskriftarverð hjá
einkastöðvum.
En hin tvö málin?
Í öðru lagi kosta höft á innflutningi á land-
búnaðarvörum íslenska neytendur millj-
arða á ári hverju. Á næstunni dynur á
þjóðinni áhrif hækkana á matvörum á
heimsmarkaði. Ríkisstjórnin verður að
bregðast við með því að draga úr innflutn-
ingshöftum á landbúnaðarvörum. Höfum í
huga að það eru innan við hundrað bænd-
ur í kjúklinga-, svínakjöts- og eggjafram-
leiðslu. Verð á þessum vörum er þrefalt
á við það sem það væri ef við fengjum að
flytja það inn án hafta.
Í þriðja lagi er einkasala ríkisins á
áfengi einhver mesta forræðishyggja sem
maður sér í hinum vestræna heimi. Þessu
ber að breyta og því fé sem varið er í
rekstur ÁTVR á að leggja í forvarnarstarf.
Ef allt fer úr böndunum við þessa breyt-
ingu þá væri alltaf hægt að hefja einka-
sölu ríkisins aftur, en ég hef enga trú á að
það mundi gerast.
Nú féll dómur í héraði varðandi Baugs-
málið í vor, hefur hann einhverju breytt
fyrir þig?
Nei, þessu máli eða farsa mun ljúka í vor
í Hæstarétti þar sem ég er viss um að það
verði staðfest sem ég hef haldið fram.
En tekur þá ekki við áframhaldandi skatt-
rannsókn?
Það get ég nú ekki séð. Það síðasta sem ég
heyrði frá skattinum var að ég fékk endur-
greiddar 45 milljónir. Þannig að varla verð
ég ákærður fyrir það.
Áttu einhverjar frístundir? Ertu tarnamað-
ur – vinnur eins og brjálæðingur og tekur
svo tvær vikur í frí?
Nei, ég er meira og minna í vinnunni.
Auðvitað get ég skipulagt minn frítíma
en ég hef haft minna af honum en stefnt
hefur verið að. Þetta er bara það vinnu-
umhverfi sem ég hef valið mér. Ég ferð-
ast mikið og það er sama hvort ég er á
skíðum eða í sólinni þá er vinnan í vasan-
um. Hins vegar ræður maður hversu oft
símtólið er tekið upp og svarað.
Þú ert alltaf í sambandi og í vinnu þótt þú
sért í fríi.
Já, ég hef valið mér þá leið. Sumir skilja
tölvuna og símann eftir þegar þeir fara í
frí. Það er þeirra val. Ég vil fylgjast með
hvað er að gerast.
Ertu ómissandi fyrir Baug?
Nei, nei. Þótt ég yrði fyrir strætó myndi
Baugur lifa góðu lífi.
Hvað gerir þú til að dreifa huganum. Ferð-
ast þú um Ísland?
Ég hef gert lítið af því að ferðast innan-
lands upp á síðkastið. Ég fer á skíði, sigli
um og í sólina. Það er gott til að dreifa hug-
anum og hlaða batteríin.
Kvartar fjölskyldan ekkert yfir því að sjá
of lítið af þér?
Ingibjörg kvartar lítið en auðvitað vill
maður eyða meiri tíma með fjölskyldunni.
Ég reyni að finna jafnvægið þarna á milli.
Nú er maður kvæntur maður og verður að
taka tillit til þess og standa sig.
VIÐ ENDA STJÓRNARBORÐSINS Jón Ásgeir hætti sem forstjóri og varð stjórnarformaður Baugs í sumar. „Þetta gaf mér meira frelsi. Ég ætlaði alltaf að fá svigrúm til að
skoða nýja markaði og plana til lengri tíma en næstu átta vikna hvert við ætlum að fara. Ég hef farið úr því að stýra breiðum hópi fólks í það að hringja kannski bara í einn
mann. Ég er mjög sáttur við breytinguna.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRAMHALD Á SÍÐU 6