Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 6

Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 6
MARKAÐURINN H A U S 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR6 V I Ð Á R A M Ó T Ísland Færeyjar Svíþjóð Danmörk Bretland Þýskaland Monakó Rúanda Indland Bandaríkin S T I K L U R H J Á B A U G I 2 0 0 7 Það var mikið að gera hjá Baugsfólki á árinu, bæði hér á landi sem víða um heim. Hér er stiklað á stóru í umsvifum Baugs Group á árinu: Ertu meira á Íslandi en erlendis? Nei, ætli ég sé ekki þrjá til fjóra daga á Íslandi í hverjum mánuði. Við erum nú í raun flutt til New York þar sem okkar heimili er. Gerðum það í september. Fram- an af var ég mikið þar þang- að til umrótið varð á mörkuð- um. Við stefnum að því að vera þar á næsta ári. Aðalviðskiptin okkar eru svo í London. Svo skýst maður yfir til Danmerkur. Af hverju New York? Er það merki um aukin umsvif þar vestra eða langaði þig bara að búa þar? Mig hefur alltaf langað til að búa í New York. Mér finnst hún mjög skemmtileg og mikill kraftur í henni. Krafturinn í New York er frábær til að efla hugmynda- flæðið. Ingibjörg lærði þar líka og vildi fara aftur út. Við erum mjög ánægð þar og segjum okkar fyrsta heimili vera í New York. Hvernig heldur þú utan um allt sem þið eruð að vesenast? Ég nota einnar blaðsíðu kerfið. Ég set niður hugmyndir og mark- mið á eitt blað og treysti svo öðrum fyrir að koma þeim í fram- kvæmd. Ann- ars yrði ég bara geðveik- ur. Með þessu fyr- irkomu- lagi er alltaf auðvelt að koma að verkefnum aftur og spyrja hvernig gengur miðað við þau markmið sem við settum niður á blaðsíðuna. Það er mjög mik- ilvægt að tína sér ekki í þúsund- um smáatriða heldur spyrja hvar við erum stödd miðað við það sem við ætluðum okkur. Þannig höfum við getað gert þetta og uppleggið er það sama og gilti upphaflega í Bónus. Við gerum hlutina einfalda og þá virkar þetta. Og þú ert þá duglegur að miðla verkefnum til annarra? Já, ég er með mjög gott fólk í kringum mig. Það skiptir gríð- arlegu máli að geta treyst fólki til að stýra skútunni og það felst mikið frelsi í því. Fólst mikil breyting í því að þú hættir sem forstjóri og varðst starfandi stjórnarformaður? Var það liður í að deila ábyrgð frekar? Það fólst heilmikil breyting í því. Það er alveg vel fullt starf fyrir Gunnar [Sigurðsson] að vera for- stjóri. Ég stríði honum stund- um á því að hann er kominn með meiri Bauga en ég á þessu öllu saman. Þetta gaf mér meira frelsi. Ég ætlaði alltaf að fá svig- rúm til að skoða nýja markaði og plana til lengri tíma en næstu átta vikna hvert við ætlum að fara. Ég hef farið úr því að stýra breið- um hópi fólks í það að hringja kannski bara í einn mann. Ég er mjög sáttur við breytinguna. Í úttekt Sirkuss var sagt að þú ættir hundrað milljarða. Er það rétt? Veistu, ég er löngu hættur að telja. Ertu mikill bíladellukall? Jájá. Ég er sjúkur bílaáhugamað- ur. Hvernig bíl áttu í New York? Geyma ekki allir flottu bílana sína þar? Þar er ég bara á einum gulum. Hversu langt planar þú líf þitt fram í tímann? Sérðu fyrir þér hvar þú verður eftir tíu ár? Nei, ég hef engin plön um það. Síðustu vikur sýna hvað allt saman getur verið hverfult. Maður veit aldrei hvað verð- ur. Það getur ýmislegt komið upp og svo er að spila úr að- stæðum. Við höfum haft það sem reglu, framkvæmdastjórn Baugs, að setjast niður á sex mánaða fresti og horfa allt að 24 mánuði fram í tímann. Það er oft gaman að sjá hvar við í raun erum og hvað hefur unnist. Það sýnir hvað það eru miklar svipting- ar á leiðinni. Hefði einhver sagt mér í miðjum október að við ættum eftir að vera leiðandi í FL Group hefði ég sagt að viðkomandi væri galinn. Hvað þá að fara að spá tíu ár fram í tímann. Það er bara ekki í boði. En þú hefur gaman af því sem þú ert að gera núna? Já, annars væri ég ekki að standa í þessu. Þetta er meira en níu til fimm vinna. Þú ert ekki níu til fimm týpa og mikið á skrifstofunni? Nei, nei. Ég er ekki einu sinni með skrifstofu hérna á Íslandi. Mér var hent út og búin til fundaraðstaða þar sem skrif- stofa mín var. Eini staðurinn þar sem ég á smáhorn er í Lond- on. Og ég er undir smá pressu þar. Annars finnst mér ágætt að geta sest niður í fundarher- bergjunum og unnið þar. Ingibjörg kvartar lítið en auðvitað vill maður eyða meiri tíma með fjölskyld- unni. Ég reyni að finna jafnvægið þarna á milli. Nú er maður kvæntur maður og verður að taka tillit til þess og standa sig. D Ó M N E F N D M A R K A Ð A R I N S Við val á viðskiptamanni ársins leitaði ritstjórn Markaðarins til tuttugu einstaklinga sem vel þekkja til í viðskiptalífinu. Hver og einn hafði kost á að tilnefna þrjá einstaklinga. Sá sem var í fyrsta sæti fékk þrjú stig, tvö stig fengust fyrir annað sætið og eitt stig fyrir þriðja sætið. Að auki völdu sömu einstaklingar bestu viðskipti ársins og verstu viðskipti ársins. Eftirtaldir voru í dómnefnd Markaðarins: Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital, Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Ágúst Einarsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, Ólafur Ísleifsson, lektor við HR, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, Jafet Ólafsson hjá VBS fjárfestinga- banka, Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, Ásta Dís Óladóttir, dósent á Bifröst, Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, Hafliði Helgason, fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Gunnar Ólafur Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, Friðrik Már Baldursson, prófessor í HR, Hrund Rudólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Milestone og formaður stjórnar SVÞ, Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Janúar: ■ Baugur lýsir andstöðu við hvalveiðar Íslendinga. ■ Skipulagi Baugs Group breytt. Félagið skiptist í smásölu, eignasvið og fjárfestingar, fjölmiðla og upplýsingatækni. Mars: ■ SOUK verslunarmiðstöðin opnuð í Stokkhólmi – þar inni eru stærstu verslanir Top Shop og Top Man utan Bretlands. Apríl: ■ Baugur eignast þriðjung í Humaic, dreif- anda á Apple-vörum á Íslandi og í Skandinavíu. ■ Baugur og FL Group verða stærstu hlut hafarnir í Glitni. Maí: ■ Baugsstefna í Mónakó. Tina Turner skemmtir og Jón Ásgeir kemur fram í grínútgáfu X-factor. ■ Fasteignasjóður í eigu Baugs kaupir 21 einka- rekið sjúkrahús í Bretlandi. Júní: ■ Baugur selur hlut sinn í dönsku raftækja- keðjunni Merlin. ■ Baugur eykur hlut sinn í Debenhams. ■ Baugur hefur þátttöku í upp- græðsluverkefni í Rúanda. Bill Clinton og Tom Hunter leiða verk- efnið. ■ Skipulagsbreytingar hjá Baugi. Jón Ásgeir hættir sem forstjóri og verður stjórnarformaður. Gunnar Sigurðsson verður forstjóri Baugs Group. ■ Skýrsla Deloitte sýnir að Baugur er þriðji stærsti smásali á Norðurlöndum og sá sem hraðast vex. Júlí: ■ Baugur ásamt fleirum kaupir í bandarísku frétta- veitunni NewsEdge. Ágúst: ■ Mosaic Fashions fer í einkaeigu fjárfesta undir forystu Baugs. ■ Fréttir um tuttugu milljarða króna hagn- að Baugs á fyrri hluta ársins. September: ■ Fimm Hamleys-verslanir opnaðar víðs vegar um Bretland. ■ FL Group eignast 84 prósenta hlut í Tryggingamiðstöðinni. ■ Stoðir eignast Keops, stærsta fasteignafélag Danmerkur. Október: ■ Stoðir, Keops og Atlas Ejendomme sameinast í Landic Property. ■ Orðrómur um kaup á Saks í Bandaríkjunum. ■ Fjallað um hugsanlega útrás Baugs til Þýskalands og Indlands í breskum fjölmiðlum. Nóvember: ■ Leikskólinn Baugur, sem raunar er alveg ótengdur Baugi Group, opnaður í Kópavogi. Desember: ■ Hræringar í FL Group. Hlutafé aukið með þátttöku Baugs. ■ Baugur staðfestir orðróm um áhuga á yfirtöku á Moss Bros Group. ■ Fréttir um að eignir Baugs í Bretlandi hafi rýrn- að um helming á árinu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.