Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 8

Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 8
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 V I Ð Á R A M Ó T „Vart hægt að segja annað,“ sagði einn af tuttugu álits- gjöfum Markaðarins um verstu viðskipti ársins. Enginn ágreining- ur var meðal álits- gjafa um verstu viðskiptin. Yfir- gnæfandi fjöldi þeirra nefndi kaup og sölu FL Group á banda- ríska flugrisan- um AMR. Fólk var ekki eins sammála um hver bestu viðskipti ársins hefðu verið. Þrenn voru nefnd til sög- unnar, efst og jöfn: Icesave innlánareikningur Landsbank- ans í Bretlandi, sala Novators á búlgarska símanum BTC og hlutafjáraukning Baugs í FL Group. UMBREYTTU FJÁRMÖGNUNAR- PRÓFÍLNUM „Þeir hafa gerbreytt fjármögn- unarprófíl Landsbankans til hins betra,“ sagði einn af tut- tugu álitsgjöfum Markaðarins um viðskipti ársins 2007. Icesave reikningur Lands- bankans varð raunar ekki til á árinu, en sló í gegn hjá Bret- um. Þrátt fyrir bankakrísu og áhyggjur samfara Northern Rock héldu Bretar ótrauðir áfram að leggja sparnað sinn inn hjá Landsbankanum. Innlán þar nema nú hátt í fimm milljörðum punda, eða sem nemur sex hundruð milljörðum íslenskra króna. Hlutfall inn- lána af útlánum hjá bankanum hefur í kjölfarið aukist úr fjórðungi í þrjá fjórðu. „BESTI DÍLLINN“ Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi 90 prósenta hlut sinn í búlg- arska landsímanum BTC um miðjan ágúst. Andvirði sölunnar nam 1,4 milljörðum evra eða sem nemur 127 millj- örðum íslenskra króna. Bandaríska fjármálafyrirtæk- ið AIG Global In- vestment Group keypti hlutinn. Hermt er að Björgólfur Thor hafi innleyst 60 milljarða króna hagnað við söl- una og lá „með cash þegar ósköpin dundu yfir í haust“, sagði einn álitsgjafa og annar bætti við „rétt áður en slíkt hefði verið ómögulegt“. STYRKTI STÖÐUNA „Jón Ásgeir styrkti stöðu sína í FL Group með erlendum eignum,“ sagði einn álitsgjafa um hlutafjáraukningu Baugs Group í FL Group nú undir lok ársins. Hlutafé í FL Group var aukið um 64 milljarða króna í upphafi síðasta mánaðar ársins. Baugur komst til frekari áhrifa í félaginu með því að fasteigna- félög Baugs voru færð undir FL. Þannig varð næst- um 40 prósenta hlut- ur í Landic Property settur inn í FL, helmings- hlutur í Þyrpingu og tæp- lega fjórðungur í Eik. Þá keypti FL eignar- hluti í alþjóðlegum fasteignasjóðum af Baugi Group. BG Capital ehf., handhafi fast- eignafélaganna, eignaðist sam- fara þessu yfir fjórtán prósenta hlut í FL Group. AMR ... VART HÆGT AÐ SEGJA ANNAÐ Meirihluti álitsgjafa var ekki í vafa um hver væru verstu viðskipti ársins. „Versti díllinn“ varð einum þeirra að orði. Þar var rætt um kaup og sölu FL Group á hlutum í banda- ríska flugrisanum AMR. FL Group var um tíma stærsti hluthafinn í AMR og átti mest 9,3 prósenta hlut í félag- inu. FL á nú rúmt pró- sent. Ætla má að félag- ið hafi varið tugum milljarða í kaup í AMR á árinu sem ekki skiluðu sér. Þegar bróð- urparturinn af hlutnum var seld- ur í nóvember, hafði gengi bréfa í AMR lækkað jafnt og þétt. Verðmæti hlutar FL Group í AMR var ríflega þrjátíu milljarðar króna við lok þriðja ársfjórðungs. En hann lækkaði í virði um fimmtán milljarða á árinu. Hannes Smárason, þá for- stjóri FL Group, reyndi ýmis- legt til að glæða þessa fjárfest- ingu lífi, en allt kom fyrir ekki. GEYSIR GREEN-VITLEYSAN Álitsgjafar Markaðarins nefndu fleiri viðskipti í hópi þeirra verstu og bestu á árinu. Hasarinn í kringum samruna Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest nefndu flestir. Af vel heppnuðum viðskipt- um nefndu álitsgjafar meðal annars yfirtöku Marels á Stork, kaup Kaupþings á hol- lenska bankanum NBIC og fjár- festingu Róberts Wessmans í Háskólanum í Reykjavík. Þrenn viðskipti talin þau bestu á árinu 2007 Álitsgjafar Markaðarins töldu að Sala Novators á búlgarska símanum, Icesave reikningur Landsbankans og hlutafjáraukning Baugs í FL Group væru bestu viðskipti ársins. Álitsgjafarnir voru ekki í vafa um að kaup og sala FL Group á hlutabréfum í AMR væru þau verstu. Ingimar Karl Helgason fór yfir bestu og verstu viðskipti ársins 2007. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Styrkti stððu sína í FL Group veru- lega. BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Tók inn milljarða á sölunni á BTC. HANNES SMÁRASON. FYRRVERANDI FORSTJÓRI FL GROUP Ábyrgur fyrir verstu viðskipt- um ársins. RÓBERT WESSMAN Forstjóri Actavis var í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins. Hann þykir meðal annars hafa gert vel í að fjárfesta í Háskólanum í Reykjavík. MARKAÐURINN/ANTON A lls voru 23 einstaklingar nefndir til sögu í vali á viðskiptamanni ársins. Sá sem settur var í efsta sæti fékk þrjú stig, sá næsti tvö og sá í þriðja sætinu eitt. Ekki munaði miklu í stigum á þeim sem röðuðust í annað til fjórða sæti í valinu um viðskiptamann ársins. Þar röðuðu sér í eftirfarandi röð, umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson, Róbert Wessman, forstjóri Actavis, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eðli málsins samkvæmt er misjafnt hvað fulltrúum blaðsins í dómnefnd var hugleiknast og haft var orð á mörgum ólíkum hlutum. Þannig var Björgólfi Thor hrós- að fyrir vel heppnaða yfirtöku á Actavis á árinu. Þá þótti ekki ónýtt hvernig hann innleysti rækilegan hagnað á árinu, bæði með sölunni á fjarskiptafélaginu BTC og EIBank í Búlgaríu. „Hann fékk þarna gott verð og náði að liggja með lausafé þegar ósköpin dundu yfir í haust,“ hafði einn dómnefndarmanna á orði. Róbert Wessman tryggði sér hins vegar sess á blaði með því að leggja einn milljarð króna sem hlutafé í nýstofnað- an Þróunarsjóð Háskólans í Reykjavík. „Hann hefur leitt vöxt Actavis með glæsibrag í mörg ár og uppskar ríku- lega þegar fyrirtækið var tekið af markaði. Þá setti hann af stað sitt eigið fjárfestingarfélag á árinu með úrvalsfólk í kring um sig og er að byrja að láta til sín taka á nýjum vett- vangi. Bestu viðskipti ársins fannst mér vera innkoma hans í Háskólann í Reykjavík,“ sagði dómnefndarmaður. Sigurjón Árnason kemst svo þetta ofarlega í valinu fyrir að hafa gerbreytt fjármögnunarprófíl Landsbankans til hins betra með Icesave innlánsreikningunum í Bretlandi og styrkja stöðu Landsbankans með framsæknum aðgerðum. Ekki verður sett upp frekari goggunarröð á þá sem eftir fylgdu á topp tíu yfir þá sem nefndir voru. Þar eru hins vegar nöfn á borð við Hörð Arnarson, forstjóra Marel Food Systems, en á árinu hafðist í gegn samruni við Stork Food Systems sem lengi hefur verið unnið að. Þá hefur Marel gengið í gegnum stórstígar breytingar og þanist út síðustu tvö árin. Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, þykir hafa staðið sig vel, sem og Andri Már Ingólfsson, fjár- festir og ferðamálafrömuður, og Karl Wernersson, stjórn- arformaður Milestone. Þá fá Sigurður Einarsson stjórnar- formaður og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, plús í kladdann fyrir stærstu yfirtöku Íslandssögunnar með kaupunum á NIBC. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Sigurjón, sem er bankastjóri Landsbanka Íslands, var í fjórða sæti í vali Markaðarins á við- skiptamanni ársins. Margir dást að Icesave innlánsreikningi bank- ans í Bretlandi. MARKAÐURINN/GVA BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Athafnamaðurinn og umbreytingafjárfestirinn Björgólfur Thor Björgólfsson var í öðru sæti í vali dómnefndar Markaðarins á manni ársins þetta árið. Hér sést hann á aðalfundi Actavis í vor. Yfirtaka Novators á félaginu er meðal þess sem honum er talið til tekna. MARKAÐURINN/ANTON Margir nefndir þótt einn sé útvalinn Margir voru tilnefndir í vali á manni ársins í viðskiptalífinu þótt Jón Ásgeir Jóhannesson hafi unnið með nokkuð miklum yfir- burðum. Án þess að gera mjög upp á milli annarra fer Óli Kristján Ármannsson hér yfir þá sem næstir komust toppnum. E I N N I G T I L N E F N D I R Í V A L I Á M A N N I Á R S I N S * Svafa Grönfeldt Háskólanum í Reykjavík Karl Wernersson Milestone Hreiðar Már Sigurðsson Kaupþingi Hörður Arnarson Marel Food Systems Andri Már Ingólfsson Heimsferðum Árni Oddur Þórðarson Eyri Invest Sigurður Einarsson Kaupþingi Ragnhildur Geirsdóttir Promens Jón Helgi Guðmundsson Norvik Aðalheiður Héðinsdóttir Kaffitári *Ekki í neinni sérstakri röð.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.