Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 12
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR12
V I Ð Á R A M Ó T
Janúar
Í byrjun ársins upplýsti Markaðurinn að
hér á landi hefði velta hlutabréfa ellefu-
faldast frá árinu 2000.
Í Grikklandi græddi Novator, fjárfest-
ingarfélag Björgólfs Thors Björgólfsson-
ar, um 2,5 milljarða króna við sölu á 19
prósenta hlut í gríska fjarskiptafélaginu
Forthnet. Slegið var á að á rúmum tveim-
ur árum hefði virði hlutarins hækkað um
50 til 60 prósent.
Febrúar
Upplýst var í byrjun febrúar að Glitnir
hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár í
finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group
og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu.
Fleiri sprikluðu erlendis. Þegar nálgaðist
miðjan mánuðinn var upplýst að fjármála-
fyrirtækið Exista hefði tryggt sér rúm-
lega 15 prósenta hlut í finnska fjármála-
fyrirtækinu Sampo Group, stærsta trygg-
ingafélagi Norðurlanda.
Undir lok febrúar var frá því greint
að FL Group væri orðið stærsti hluthafi
AMR Corporation, móðurfélagi American
Airlines, með tæplega níu prósenta hlut. Á
sama tíma slóst félagið við finnska ríkið
um stjórnarsæti í Finnair.
Mars
Upplýst var í marsbyrjun að Straumur-
Burðarás yrði að öllum líkindum fyrsti ís-
lenski bankinn til að skrá hlutafé sitt í er-
lendri mynt, en tillaga þess efnis var svo
samþykkt á aðalfundi bankans áttunda
mars.
Í útlöndum birtust feðgarnir Björgólfur
Thor Björgólfsson og Björgólfur Guð-
mundsson á lista Forbes yfir 1.000 auðug-
ustu menn heims. Sá yngri var í 249. sæti
og sá eldri í sæti 799.
Í mars leit einnig dagsins ljós nýjasta
aflið á íslenskum fjármálamarkaði, Saga
Capital á Akureyri, en í lok mánaðarins
áttu forsvarsmenn bankans á hverri stundu
von á starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu.
Apríl
Í byrjun apríl fóru félögin 25 sem
skráð voru í íslensku kauphöllina inn á
samnorrænan lista OMX kauphallasam-
stæðunnar og eftirleiðis kynnt með sænsk-
um, finnskum og dönskum félögum.
Í Glitni var næðingssamt í byrjun apríl
og óvissa um hver niðurstaðan yrði í deil-
um milli stærstu hluthafa. Í kekki kast-
aðist þegar fulltrúar FL Group í stjórn-
inni fóru fram á að taka við stjórnarfor-
mennsku í bankanum. Enda fór svo á
fyrstu dögum mánaðarins að Milestone
undir forystu Karls Wernerssonar og
Einars Sveinssonar, formanns stjórnar
bankans og aðilar tengdir honum seldu
mestallan hlut sinn í Glitni. Alls skiptu um
hendur hlutir fyrir 110 milljarða króna.
Mánudaginn 30. apríl lét Bjarni Ár-
mannsson af störfum sem bankastjóri
Glitnis í kjölfar þess að ný stjórn var kjör-
inn á hluthafafundi bankans. Við
tók Lárus Welding, rúmlega
þrítugur framkvæmdastjóri
hjá Landsbankanum.
Í opnuúttekt Markaðarins-
ellefta apríl kom fram að
helstu fjármálamarkaðir í
heimi hefðu tekið dýfu í
kjölfar mikillar aukning-
ar vanskila á banda-
rískum fasteigna-
markaði um miðjan
mars.
Maí
Novator, fjár-
festingafélag
Björgólfs Thors,
hagnaðist um 55
til 60 milljarða króna þegar seldur var
85 prósenta hlutur félagsins í búlgarska
símafélaginu BTC. Bandaríska fjármála-
fyrirtækið AIG Global Investment Group
keypti á 160 milljarða króna.
Víða voru yfirtökutilburðir í gangi.
Björgólfur Thor Björgólfsson vildi eign-
ast allt hlutafé í Actavis Group í gegnum
fjárfestingafélag sitt Novator.
Þá tók Straumur-Burðarás stefnuna á
22 milljarða yfirtöku 22. maí þegar upp-
lýst var um kaup á 62 prósenta hlut
í finnska bankanum eQ Corporation. Á
sama tíma var tilkynnt um yfirtöku Al-
fesca á franska matvælafyrirtækinu Le
Traiteur Grec, sem framleiðir viðbit úr
grænmeti fyrir stórmarkaði í Frakklandi.
Á lokadögum maímánaðar tilkynnti
Ole Vagner, stofnandi danska fasteigna-
félagsins Keops, að hann samþykkti til-
boð Pálma Haraldssonar í nær allt hlutafé
hans í félaginu.
Þá var upplýst um samn-
ing Eimskips um kaup
á fjórðungi hlutafjár
í kanadíska félaginu
Versacold Income
Fund.
William Fall tók
við forstjórastöðu
Straums-Burðaráss
og Friðrik Jóhanns-
son yfirgaf stólinn
eftir tæplega árs-
starf.
Júní
Í byrjun júní seldi FL Group 10,76 pró-
senta eign sína í Bang & Olufsen á 10,2
milljarða króna og tapaði af fjárfesting-
unni um 100 milljónum króna.
Undir lok júní hækkaði Novator yfir-
tökutilboð sitt í Actavis úr 0,98 evrum á
hlut í 1,075 evrur á hlut. Stjórn Actavis
studdi nýtt yfirtökutilboð, en hafði talað
gegn hinu fyrra. Um miðjan júli var slag-
urinn svo unninn og afskráning Actavis úr
Kauphöll í burðarliðnum.
Júlí
Í júlíbyrjun má segja að sýn landans á
framþróun efnhagsmála á árinu hafi verið
hvað skökkust, svona eftir á að hyggja.
Þannig var niðurskurður í aflaheimild-
um og fyrirséðar breytingar á hámarks-
lánum Íbúðalánasjóðs taldar stuðla að
hjöðnun í hagkerfinu og gætu boðað hrað-
ari lækkun stýrivaxta Seðlabankans. Þá
voru sérfræðingar afar bjartsýnir fyrir
hönd markaðarins og spáðu hækkun úr-
valsvísitölunar allt frá 37 til 48 prósent-
um á árinu.
Ellefta júlí varð Eik Bank Group þriðja
færeyska fyrirtækið til að skrá hlutabréf
sín í Kauphöll Íslands.
Upp úr miðjum mánuði var líka greint
frá fyrirætlunum um að skrá SPRON
í Kauphöllina. Verðmæti SPRON var
60 milljarðar króna samkvæmt mati
Capacent.
Ágúst
Um mánaðamót júlí og ágúst
tók að bera á lækkunum í
kauphöll, nokkuð sem fjár-
festar hér höfðu ekki átt að
venjast í alllanga hríð.
Atorka „sannaði sig“ á
fyrsta degi ágúst-
mánaðar þegar
félagið
seldi Jarðboranir hf. til Geysis Green En-
ergy fyrir 14,3 milljarða króna. Hagnaður
Atorku af sölunni nam ellefu milljörðum
króna.
Þegar lokað var fyrir með viðskipti á
stofnfjárbréfum í SPRON þann 7. ágúst
var stofnfé sparisjóðsins metið á rúma
103 milljarða króna. Núna rétt fyrir jól
stóð markaðsviði SPRON nærri 44 millj-
örðum króna.
Um miðjan ágúst var upplýst um 270
milljarða króna yfirtöku Kaupþings á
hollenska bankanum NIBC. Yfirtakan er
stærsta erlenda fjárfesting íslensks fyrir-
tækis til þessa.
September
Skarphéðinn Berg Steinarssonar, for-
stjóri Stoða, taldi ákvörðun þrjú hundruð
danskra fjárfesta að taka bréf í Stoðum í
skiptum fyrir hluti sína í Keops
vera til marks um viðhorfs-
breytingu.
Ísland og Lettland voru í
skýrslu matsfyrir-
tækisins Stand-
ard and Poor´s
sögð vera þau
Evrópulönd sem
verst yrðu úti vegna
áhrifa bandarísku undir-
málslánakrísunnar.
Í septemberbyrjun tók
stjórn Straums-Burða-
ráss formlega að skrá
hlutafé sitt í evrum í
stað íslenskra króna frá
og með 20. september.
Rúmri viku síðar upplýsti Sigurður Ein-
arsson stjórnarformaður Kaupþings um
að lagt yrði fyrir stjórnarfund að færa
bókhald og hlutabréf bankans yfir í evrur.
Það hefur frestast.
Heldur var tekið að næða um FL Group
í óróa á fjármálamörkuðum. „Ég keypti í
FL Group fyrir sex milljarða á mánudag-
inn. Ég hefði nú varla gert það ef ég teldi
félagið of dýrt,“ sagði Hannes Smárason.
Október
Í október fór á flug umræða um eðli og til-
urð REI, fjárfestingararms orkuveitunn-
ar í orkuiðnaði í samstarfi við einkaaðila.
Umræðan fékk vind í stórseglin eftir að
upplýst var um fyrirhugaða sameiningu
REI og Geysis Green Energy.
Um miðjan október keypti Frosti Bergs-
son fjárfestir starfsemi Opinna kerfa hér
á landi af Hands Holding. Um leið átti sér
stað ákveðin uppstokkun milli Teymis og
Hands Holding. Teymi keypti allt hlutafé
í Landsteinum Streng og Hugi Ax, um leið
og félagið seldi ríflega 80 prósent af eign-
arhlut sínum í Hands Holding. Sama dag
keypti Nýherji TM Software.
30. október lauk á nokkrum klukku-
stundum hlutafjárútboði Össurar sem taka
átti nokkra daga.
Nóvember
Seðlabanki Íslans hækkaði stýrivexti um
45 punkta, í 13,75 pró-
sent fyrsta dag nóv-
embermánaðar.
Vextir yrðu næst
endurskoðaðir á
aukavaxtaákvörðunardegi 20. desember.
„Það væri ekki trúverðugt fyrir bankann
að segja einu sinni enn að ef þetta héldi
áfram að versna að þá myndum við bregð-
ast við,“ sagði Davíð Oddsson seðlabanka-
stjóri í viðtali við Markaðinn.
Um miðjan nóvember upplýstist að met-
ásókn væri hjá Ársreikningaskrá í að gera
upp í evrum. Fjölgun félaga á árinu sem
fara vill þessa leið nemur 49 prósentum.
Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s kynnti
breytinu á horfum í lánshæfi ríkissjóðs
úr stöðugum í neikvæðar 20. nóvember.
Nokkrum dögum fyrr heimilaði fjármála-
ráðherra Skiptum, sem keyptu Landssím-
ann af ríkinu í ágúst 2005, að fresta skrán-
ingu félagsins í Kauphöll Íslands fram yfir
áramót, líkt og leitað hafði verið eftir.
Fyrir mánaðamót kom fram að eigendur
FL Group hefðu unnið að því í lokadaga
nóvembermánaðar að finna leiðir til að
styrkja rekstur félagsins og hafi átt fundi
með fjármálafyrirtækjum vegna þess.
Samkvæmt heimildum Markaðarins var
að því stefnt að hluthafar leggðu til þess
meira fé. Viðbúið var að valdahlutföll
röskuðust í félaginu.
Þá var í nóvemberlok gengið frá yfir-
töku Marel Food Systems á Stork Food
Systems í Hollandi. Úr verður stærsta fyr-
irtæki í heimi á sínu sviði. Fyrstu þreif-
ingar um yfirtöku hófust tveimur árum
fyrr. Þá var stjórn Stork í rúmt ár búin að
standa í stappi við hluthafa um hvort selja
mætti frá félaginu starfsemi.
Desember
Í byrjun desember gengu loks í gegn
breytingar á eignarhaldi Icebank, en fyrr
á árinu var aflétt skorðum sem voru á
eignarhaldi hans. Icebank hét áður Spari-
sjóðabankinn.
Fimmtudaginn sjötta desember lækk-
aði gengi bréfa FL Group um 15 prósent,
en það var fyrsti viðskiptadagur eftir
að tilkynnt var um umfangsmikla hluta-
fjáraukningu og forstjóraskipti. Gengi FL
Group hélt áfram að vera brothætt, en
áhugi er engu að síður töluverður á félag-
inu. Þannig var umframeftirspurn í hluta-
fjárútboði þess sem lauk 14. desember.
Fjárfestar vildu kaupa hlutafé í FL Group
fyrir 20,6 milljarða króna.
Fjárhagserfiðleikar í óróleika og lausa-
fjárþurrð komu víðar fram. Ellefta desem-
ber seldi fjárfestingafélagið Gnúpur bréf
í Kaupþingi fyrir að minnsta kosti tuttugu
milljarða króna.
Út spurðust starfslok Jóns Karls Ólafs-
sonar um miðjan mánuðinn. Hann lætur
15. janúar næstkomandi og við tekur Björ-
gólfur Jóhannsson, fyrrum forstjóri Ice-
landic Group.
Seðlabanki Íslands ákvað á vaxta-
ákvörðunarfundi 20. desember að stýri-
vextir skyldu haldast óbreyttir. Ásgeir
Jónsson, forstöðumaður greiningardeild-
ar Kaupþings var ekki mjög bjartsýnn á
efnahagshorfur næsta árs í hádegisvið-
tali Markaðarins á Stöð 2 rétt fyrir jólin.
Á honum mátti skilja að nauðsynlegt væri
að þrengdi aðeins að
og nauðsynlegt í
því ferli að ná
hér einhverju
jafnvægi í
efnahagslíf-
inu.
Stiklað á stóru á árinu 2007
Mikil bjartsýni var ríkjandi í upphafi árs. Úrvalsvísitalan stóð í 6.500 stigum og sérfræðingar spáðu
uppgangi hennar. Segja má því að spádómar sem settir voru fram á fyrri hluta ársins hafi ræst og
gengið til baka. Hlutabréfaverð hefur fallið og verðmæti félaga víða komið neðar en fyrir ári. Óli
Kristján Ármannsson fer yfir helstu viðburði á árinu sem nú er að líða.