Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 13
H A U S MARKAÐURINN 13FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2007 V I Ð Á R A M Ó T M arkaðsöflin voru að verki á árinu 2007 líkt og áður. Eftir fimm ára þenslu á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum kom til leiðrétt- ing sem ekki er enn séð fyrir endann á. Hafði hún veruleg áhrif á starfsemi banka, fjárfest- ingafélaga, eignastýringasjóða, vogunarsjóða og annarra fjár- málafyrirtækja, þar sem skyndi- lega dró úr framboði á fjármagni eftir mörg undangengin misseri sem einkenndust af offramboði. Það urðu því tímamót í alþjóð- legu viðskiptalífi á árinu sem er að líða. ALÞJÓÐLEG UMSKIPTI Margir álíta að sviptingar und- anfarinna vikna marki upphaf endaloka bankabólunnar svoköll- uðu en hún tók við af netbólunni fyrir fimm árum. Bankabólan byggir á þeirri ranghugmynd að fjármálafyrirtæki skipti mestu máli í heiminum við sköpun verð- mæta og að skilvirkari nýting fjármuna geti ein knúið áfram aukinn hagvöxt. Dæmi eru um efnahagskerfi á Vesturlöndum þar sem hagvöxtur undanfarinna ára hefur verið knúinn áfram af skuldsetningu einni en ekki með betrumbótum á innviðum eða framleiðsluaukningu. Þetta hefur leitt til þess að Vesturlönd, þ.m.t. Bandaríkin, Frakkland og Ítalía, eru orðin gríðarlega skuldsett og lánardrottnar eru nýju efnahags- risarnir á borð við Kína, Rúss- land og Mið-Austurlönd. Umrót- ið á fjármálamörkuðum seinni hluta ársins 2007 dregur fram þau tvíþættu umskipti sem eru að eiga sér stað á fjármálamörkuð- um; annars vegar að framleiðslu- fyrirtækin og grunnvörur eins og vatn, orka, prótín og bygging- arefni eru aftur að verða ráðandi þættir á fjármálamörkuðum og hins vegar að fjármagnið leitar í æ ríkari mæli frá gamla heimin- um til hinna nýju, stóru hagkerfa í Asíu og Suður-Ameríku. Þess- ir þættir skipta miklu máli þegar þróun fjármálamarkaða á árinu 2007 er skoðuð. TÍMABÆRAR BREYTINGAR Miklar breytingar urðu á stjórn- endateymi og áherslum í Straumi- Burðarási á árinu í kjölfar ráðn- ingar Williams Fall í starf for- stjóra. Markmið þeirra var að styrkja stoðir fyrirtækisins sem alþjóðlegs fjárfestingabanka, auka vægi þjónustu- og rekstr- artekna en draga úr stöðutöku í hlutafélögum sem hafa einmitt verið að valda skráðum stórum innlendum fjárfestingafélögum erfiðleikum undanfarið eins og fram hefur komið í fréttum. Í ljósi þessara aðgerða, þróunar fjármálamarkaða í heiminum og stöðu bankans í því umróti sem verið hefur má segja að þær breytingar hafi verið tímanlegar. Stjórn Straums-Burðaráss hefur samþykkt að gengi bréfa í félag- inu verði skráð í evrum, m.a. í þeim tilgangi að verja hluthafa frá hugsanlegu tjóni sem hlotist getur af falli íslensku krónunnar. Af ástæðum sem eru innlendum og erlendum fjárfestum ekki að fullu ljósar hafa yfirvöld fjármála á Íslandi ekki getað orðið við ósk félagsins þar að lútandi. Er það von mín að þær tafir valdi ekki hluthöfum bankans frekari skaða en orðinn er. VIÐSKIPTAMENN ÁRSINS Á árinu 2007 gerði félag mitt Novator tilboð í öll hlutabréf í lyfjafyrirtækinu Actavis. Í ljósi þess hve samþjöppun á lyfjamark- aði var orðin hröð taldi ég heppi- legra fyrir fyrirtækið að vera óskráð þar sem keppinautar voru einkafyrirtæki sem ekki þurftu að lúta upplýsingaskyldu kaup- halla. Að auki hafði offramboð á fjármagni þanið verð lyfjafyr- irtækja og hafði Actavis tvisvar orðið undir í samkeppni um yfir- töku á öðrum lyfjafyrirtækjum. Áhættan við yfirtökur hafði auk- ist og því var það talið heppilegra að fyrirtæki í slíkri stöðu væri í einkaeigu. Yfirtakan á Actavis var stærsta yfirtakan sem íslensk- ir aðilar hafa staðið fyrir en heild- arverðmæti viðskiptanna voru 5,7 milljarðar evra og ein sú stærsta í Evrópu þar sem einn aðili stóð að yfirtökunni. Viðtökur við tilboð- inu voru góðar enda var ávöxt- un í evrum talið af hlutabréfum í fyrirtækinu 60% frá áramótum til söludags. Seljendum var greitt í evrum en ekki í krónum og námu greiðslur til annarra hluthafa en félaga á mínum vegum yfir 2 milljörðum evra. Er það stærsta inngjöf á erlendu fjármagni í ís- lenskt viðskiptalíf frá því Sam- son keypti Landsbankann fyrir fimm árum. Í ljósi þess hvern- ig hlutabréf hafa misst verðgildi frá því í haust þegar seljend- um bréfa í Aktavis var greitt út tel ég að þeir séu viðskiptamenn ársins á Íslandi – að því gefnu að þeir hafi ekki skipt á evrum fyrir krónur. KRÓNAN SÉRLAUSN Íslenska krónan var stærsta vandamál íslenskra fyrirtækja á árinu 2007. Umræðan hér á landi um mikinn viðskiptahalla og mikla skuldsetningu á rétt á sér en vandinn er sá að styrk- ur gjaldmiðilsins ræðst ekki af innlendum efnahagsþáttum, þar ráða alþjóðlegir spákaup- menn mestu. Ég tel útséð með að íslenska krónan ráði við þann al- þjóðleika sem nú ríkir í íslensku viðskiptalífi. Sem dæmi um hve einstök krónan er má nefna að af 200 sjálfstæðum þjóðum heims eru um 40 sem hafa minna en eina milljón íbúa, þar af er aðeins ein þjóð sem hefur sína eigin mynt, Ísland. Því má segja að íslenska krónan sé sérlausn. Einhliða upp- taka nýrrar myntar, svo sem evru eða svissnesks franka, er mjög ákjósanleg leið út úr þeim skuld- setningarvanda og ójafnvægi sem ríkir nú á Íslandi. Það er önnur sérlausn sem er fær að mínum dómi. Með því er settur tappi í líklegt gengisfall krónunnar, verulegum verðmætum siglt í ör- ugga höfn og aukinn stöðugleiki tryggður til frambúðar. Kínverska táknið fyrir erfið- leika er það sama og fyrir tæki- færi. Í aðsteðjandi vandamálum leynast nýjar lausnir. Sveiflur á mörkuðum undanfarnar vikur og mánuði hafa styrkt og treyst það besta í íslensku atvinnu- og fjár- málalífi. Ég er því viss um að árið 2008 færir okkur möguleika sem við höfum aldrei haft áður. Það er full ástæða til tilhlökkunar. Gleðilegt ár. Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir og stjórnarformaður Straums-Burðaráss fjárfestingabanka og Actavis Tímamót á alþjóðamörkuðum Þ að sem stendur upp úr á árinu er að Kaupþing breyttist úr því að vera lítill evrópskur banki í meðalstóran evrópskan banka. Árið fór vel af stað. Sá ótti sem verið hafði á markaðinum á árinu 2006 og tengdist Íslandi var að mestu horfinn. Við nýttum okkur hins vegar þá gagnrýni sem fram kom og gripum til sérstakra að- gerða til að auka laust fé í bankan- um, auka áhættudreifingu í fjár- mögnun bankans með því að sækja fé á fleiri markaði, eyða kross- eignartengslum í gegnum hlut okkar í Exista, auka vægi innlána í fjármögnun bankans og sýna fram á góðan rekstrar árangur í öllum einingum bankans. Breytingar á fjármögnun bankans leiddu til þess að við vorum vel undirbúin þegar hin svokallaða undirmálslánakrísa hófst og gátum nýtt okkur þau tækifæri sem hún gaf til enn frek- ari vaxtar. Með kaupunum á NIBC breyttist Kaupþing úr litlum evr- ópskum banka í meðalstóran evrópskan banka. MIKILL VÖXTUR Rekstur allra helstu starfsstöðva bankans gekk mjög vel á árinu. Sérstaklega ánægjulegt hefur verið að sjá hve starfsemi bank- ans í Danmörku, Bretlandi og í Lúxemborg hefur vaxið og eflst. Kaupin á NIBC standa þó upp úr. Við höfðum haft auga- stað á NIBC í töluverðan tíma. Þegar bankinn lenti í vandræð- um vegna fjárfestinga í banda- rískum undirmálslánum gripum við tækifærið. Sterk lausafjár- staða okkar gerði okkur kleift að kaupa bankann. Grunnrekst- ur NIBC er góður og má nefna að hagnaður NIBC á þriðja árs- fjórðungi var 69 milljónir evra eða um 6,2 milljarðar króna. Sú upphæð hefði skipað bankanum í fjórða sæti yfir hagnað fyrir- tækja í Kauphöll Íslands hefði hann verið skráður þar. Með kaupunum á NIBC erum við komin með traustar stoð- ir í Hollandi og Belgíu. Jafn- framt er NIBC með skrifstofur í Þýskalandi, sem er að okkar mati afar spennandi markaður, og í Singapúr, en við erum nú þegar komnir með töluverð viðskipti í Asíu sem við sinnum frá London. Vægi fjármálaþjónustu í ís- lensku efnahagslífi hefur verið að aukast töluvert á liðnum árum og svo verður áfram. Sem dæmi má nefna að stærð efnahags- reiknings allra banka í Danmörku jafngildir 4,8 sinnum landsfram- leiðslu Danmerkur en efnags- reikningur Kaupþings eins og sér eftir yfirtökuna á NIBC er tæplega sjöföld landsframleiðsla Íslands. VATNASKIL Ég tel að það hafi orðið vatnaskil á fjármálamörkuðum í sumar. Greiður aðgangur að fjármagni hafði gert það að verkum að fjár- festar höfðu endurmetið viðhorf sitt til áhættu þannig að þeir kröfðust mun minni umbunar en oftast áður. Því skeiði er lokið. Þetta þarf þó engan veginn að þýða að íslensk fyrirtæki hætti að fjárfesta utan landsteinanna. Margar arðbærustu fjárfesting- ar íslenskra fyrirtækja erlendis, þar á meðal Kaupþings, áttu sér stað áður en þetta endurmat áhættu varð. Nú reynir á hvort rekstur þeirra fyrirtækja sem keypt voru sé að skapa verð- mæti. Í flestum tilfellum mun svo eflaust vera, í öðrum ekki, eins og gengur, enda eru gömlu lögmálin um samspil áhættu og ávöxtunar enn í gildi. VERKEFNIN FRAM UNDAN Helstu verkefnin sem eru fram undan hjá Kaupþingi eru að ljúka yfirtökunni á NIBC og samþætta bankann við rekstur Kaupþings. Jafnframt munum við leggja mikla áherslu á aukningu innlána í bankanum. Við höfum meðal annars sett upp í Svíþjóð og Finn- landi sérstakan innlánabanka á netinu til að auka innlánin en stefnan er að setja upp fleiri slíka net-innlánabanka á næstu mán- uðum í fleiri löndum. Þá munum við einbeita okkur að því að sam- þætta enn frekar rekstur bank- ans en mjög góð skref voru stig- in í þeim efnum á árinu 2007. Enn fremur munum við sem fyrr sýna aðhald í rekstrinum og gæta þess að vera áfram með traustan efnahag. Það er erfitt að spá fyrir um þróunina á næstu mánuðum enda ræðst hún að miklu leyti af þróun erlendra lánsfjármarkaða. Það er ljóst að það hafa verið fjárfest- ingaákvarðanir sem grundvöll- uðust á meiri aðgangi að lánsfé en raunhæft var að yrði til lengri tíma. Undanfarið höfum við séð markaðinn vinda ofan því. Ég tel hins vegar að meðan fyrirtæki séu að sýna árangur í rekstri sé útlitið gott. Persónulega er ég já- kvæður á árið 2008 fyrir rekst- ur Kaupþings enda tel ég bank- ann mjög vel í stakk búinn til að takast á við þau verkefni sem fram undan eru. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings: Ár sóknar að baki NIBC KYNNT TIL SÖGUNNAR Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, kynnti kaupin á NIBC-bankanum í Hollandi hinn 15. júlí. Óróleiki á fjármálamörkuðum Órói á fjármálamörkuðum er forystumönnum í íslensku atvinnulífi hugleikið við áramót. Skal engan undra. Lausafjárkreppan hefur ekki bara haft áhrif á íslenska banka og fjárfesta heldur líka venjuleg fyrirtæki sem þurfa að fjármagna starfsemi sína. William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss, segir að markaðsaðstæður séu þær verstu á 27 ára ferli hans í banka. Hér á eftir fara greinar forstjóranna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.