Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 14
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR14
V I Ð Á R A M Ó T
V
iðburðaríkt ár er að baki
hjá FL Group. Samsetn-
ing eignasafns hefur
tekið stakkaskiptum og
hefur félagið nú að stóru
leyti selt eignir sínar í félögum
tengdum flugrekstri og lagt aukna
áherslu á fjárfestingar sínar í öfl-
ugum fyrirtækjum á sviði fjár-
mála, trygginga og fasteigna jafn-
hliða því að auka við fjárfestingar
í óskráðum fyrirtækjum.
Undanfarna mánuði höfum við
upplifað mikinn óróa á fjármála-
mörkuðum sem á að stærstum
hluta rætur sínar að rekja til mik-
illar óvissu um umfang og áhrif
fasteignalánavandans í Banda-
ríkjunum. Þessi óvissa hefur ýtt
undir aukið flökt á mörkuðum og
enn eru fjárfestar efins um að öll
kurl séu komin til grafar. Ég tel að
við séum að nálgast jafnvægi en
þó gætu markaðir haldið áfram
að sveiflast þar til ársuppgjör
liggja fyrir.
FJÖLBREYTT EIGNASAFN
Eignasafn FL Group er fjöl-
breytt en mest áhersla verður
áfram lögð á kjarnafjárfesting-
ar félagsins í Glitni banka, Trygg-
ingamiðstöðinni og Landic Prop-
erty, sem og fjárfestingar í
óskráðum fyrirtækjum. Í árferði
líkt og verið hefur síðustu mán-
uði er mikilvægt að eignir félags-
ins séu í fyrirtækjum þar sem
undirliggjandi rekstur og sjóð-
streymi er gott og framtíðarsýn
skýr. Þrátt fyrir lækkun á virði
okkar helstu eigna teljum við
áfram mikil tækifæri í þeim og
munum við vinna náið með stjórn-
endum þeirra til frekari sóknar á
næstu misserum.
MIKILL FJÁRHAGSLEGUR
STYRKUR
Fjárhagslegur styrkur FL Group
hefur aldrei verið meiri, en
heildareignir félagsins hafa nú
náð um 440 milljörðum króna
og eigið fé um 180 milljörðum
króna. Á umrótstímum er mikil-
vægt að félagið geti staðið af sér
sveiflur, stutt við sínar lykilfjár-
festingar og nýtt áhugaverð tæki-
færi. Sterk sjóðs- og eiginfjár-
staða gerir okkur þetta kleift en
við munum hinsvegar flýta okkur
hægt í þeim efnum.
SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ
Samhliða miklum vexti
undanfarin ár leggjum við
einnig áherslu á að rækta hlut-
verk okkar sem ábyrgur þátt-
takandi í samfélaginu. Á árinu
höfum við tekið þátt í margvís-
legum áhugaverðum verkefnum
og sem stór styrktaraðili BUGL
stóðum við fyrir glæsilegum
styrktartónleikum fyrir félag-
ið nú í desember. Einnig höfum
við stutt myndarlega við frum-
kvöðlastarf Auðar Guðjónsdóttur
og stofnun Mænuskaðastofnunar
og munum leggja okkar af mörk-
um til að gera það starf að leið-
andi afli á þessu sviði í heiminum.
Þá héldum við áfram að styðja vel
við verkefni okkar með Unicef,
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
stuðningi okkar við Garðar Thor
Cortes á erlendri grund.
HORFI MEÐ TILHLÖKKUN TIL
ÁSKORANA NÆSTA ÁRS
Undirstöður FL Group eru mjög
sterkar. Við höfum öfluga fjár-
festa að baki félaginu, reynslu-
mikla stjórnendur og skýra fram-
tíðarsýn. Við munum leitast við að
vinna vel úr þeim fjárfestingum
sem við höfum ráðist í nú þegar
og skoða vandlega okkar næstu
skref. Ég hef mikla ánægju af því
að takast á við áskoranir og ljóst
að þær hafa verið allnokkrar á
árinu sem nú er senn á enda. Það
eru spennandi tímar framund-
an hjá FL Group, fjöldi fjárfesta
hefur verið að bætast í hópinn
og styrkja stöðu sína í félaginu
og við munum leggja okkur fram
við takast á við nýjar áskoranir á
komandi ári.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group:
Ár breytinga og áskorana
V
öxtur og framganga
Milestone og tengdra
fyrirtækja hélt áfram
á árinu sem er að líða.
Aldrei fyrr í stuttri sögu
félagsins hefur gengið betur,
þrátt fyrir mjög neikvæða þróun
á ýmsum sviðum fjármálalífsins
nú á síðari hluta ársins.
Mjög róttækar breytingar voru
gerðar á eignasafni félagsins í
kjölfar nýrrar stefnumörkunar.
Helstu eignir félagsins í skráð-
um hlutabréfum voru seldar á
vormánuðum, þar á meðal eignir
sem höfðu á einn eða annan hátt
gegnt lykilhlutverki við uppbygg-
ingu Milestone fram að þessu.
Hlutabréfstöður í Glitni, Actavis
og Iceland Ltd. voru seldar með
umtalsverðum hagnaði.
Fjárfesting í hlutabréfum í
Glitni hófst í ársbyrjun 2004 og
um leið tókum við virkan þátt í
uppbyggingu félagsins. Með sam-
stilltu átaki stjórnar og stjórn-
enda hófst mikið framfaraskeið
í sögu bankans. Á árunum 2004–
2007 þróaðist bankinn úr því að
vera lítill íslenskur viðskipta-
banki í það að vera meðalstórt
norrænt fjármálaþjónustufyrir-
tæki. Á sama tímabili tvöfaldað-
ist hagnaður bankans ár frá ári.
Þessi ár í bankanum voru mér
afar ánægjuleg og lærdómsrík
og það var ekki einföld ákvörðun
að selja.
Á sama hátt kvöddum við annað
félag, Actavis, með nokkrum
söknuði. Í tilfelli Actavis var um
enn lengri eignatengsl að ræða
þar sem Milestone tók þátt í ein-
stöku uppbyggingar- og vaxtar-
ferli. Faðir minn Werner Rasmus-
son var einn af stofnendum Delta,
forvera Actavis. Hann gegndi
jafnframt stjórnarformennsku
þar um margra ára skeið. Á þess-
um fyrstu árum Delta var unnið
mikið frumkvöðlastarf sem lagði
grunninn að því sem síðar kom.
Fjárfesting Milestone í sænska
fjármálfyrirtækinu INVIK, sem
í framhaldinu var afskráð úr
sænsku kauphöllinni, var gerð
í anda nýrrar stefnumörkunar
samstæðunnar. Tekin hafði verið
ákvörðun um að breyta félaginu
úr íslensku fjárfestingarfyrir-
tæki í norrænt fjármálaþjónustu-
fyrirtæki. Við kaupin tvöfaldað-
ist efnahagsreikningur Miles-
tone og nemur í árslok u.þ.b. 450
milljörðum króna.
Fjárfestingarbanki innan sam-
stæðu Milestone tók til starfa á
árinu og hlaut nafnið Askar Capi-
tal. Gríðarleg vinna hefur verið
lögð í uppbyggingu bankans á
árinu. Opnaðar hafa verið starfs-
stöðvar í Reykjavík, London,
Búkarest, Lúxemborg og Bombay
á Indlandi. Mikilvæg viðskipta-
sambönd hafa verið byggð upp
og fjöldi verkefna settur af stað.
Tryggingarmarkaðurinn ís-
lenski hefur verið í miklu umróti
breytinga. Til marks um það er
að Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá,
sem starfað hefur hjá okkur í rétt
tvö ár, hefur langlengsta starfs-
aldur á meðal sinna kollega, sem
allir hafa setið skemur en eitt
ár. Fyrir örfáum árum sátu for-
stjórar tryggingafélaga sjaldan
skemur en 20 ár í sínum stólum.
Rekstur Sjóvá hefur gengið vel
á árinu og mikill og góður árang-
ur hefur náðst í því að bæta sam-
sett hlutfall tjóna og rekstrar-
kostnaðar, samanborið við tekjur
af tryggingariðgjöldum. Er svo
komið að við nálgumst norræn
meðaltöl og sett markmið á þessu
sviði og erum klárlega í forystu
á íslenskum tryggingamarkaði.
Við teljum afar mikilvægt að
grunnrekstur tryggingafélaga sé
í góðu lagi til að standa undir
skuldbindingum félaganna gagn-
vart viðskiptavinum sínum.
Lyf og heilsa hefur á árinu
tekið virkan þátt í umræðu um
framtíð íslensks lyfjamarkaðar.
Lyf og heilsa styður heilshugar
allar hugmyndir sem stuðla að
virkri samkeppni með afnámi
tæknilegra hindrana og teljum
það forgangsverkefni að lækka
innflutningsverð lyfja með öllum
ráðum. Allar aðrar stærðir á
markaðnum svo sem útsöluverð
lyfja, greiðsluhluti sjúklinga og
heildarútgjöld ríkisins eru af-
leiddar stærðir í þessu sam-
hengi.
Svo mikið hefur verið fjallað
um niðursveiflur á heimsmark-
aði að það væri að bera í bakka-
fullan lækinn að bæta nokkru
við þá umræðu. Ef til vill má
þó velta fyrir sér hvaða lær-
dóm megi draga af atburðum
ársins. Niðursveiflan á fjármála-
markaði hófst í Bandaríkjun-
um og dreifðist hratt um heim-
inn. Einna verst kom hún niður
í hinum þróaðri ríkjum Evrópu,
en ljóst er að afskriftir á eignum
tengdar bandarískum fasteigna-
skuldabréfum eru ekki einskorð-
aðar við Evrópu og Bandaríkin.
Þar er allur heimurinn undir og
því er ljóst að heimsmarkaður
fjármála er að vaxa saman.
Ástæðuna fyrir því að hinir svo-
kölluðu þróuðu markaðir lenda
illa í niðursveiflunni má rekja til
þess að mínu mati að hagvöxtur
í þessum löndum er tiltölulega
lítill og þegar kreppir að er að
litlu að hverfa. Undirliggjandi
hagvöxtur á svæðum eins og
Indlandi, Kína og Austur-Evr-
ópu gerir það að verkum að fjár-
málakreppur hafa minni áhrif
en ella. Hið sama má segja um
mismunandi eignaflokka þegar
kemur að fjárfestingum. Við
ávöxtun sjóða er því mikilvægt
að dreifa áhættunni og búa sig
með þeim hætti undir sveiflur
sem óhjákvæmilega koma fram
öðru hvoru.
Hvað varðar ástand og horfur
á næsta ári skiptir miklu hvern-
ig árið fer af stað. Ef búið er að
ná utan um afskriftir af töpuð-
um fjárfestingum á fjármála-
mörkuðum taka hjólin að snú-
ast á ný. Undirliggjandi rekstur
ýmissa af stærstu fjármálafyrir-
tækjum heims er styrkur og með
hreint borð í upphafi árs ættu
þau að geta endurheimt traust
markaðarins og skilað hluthöf-
um sínum ásættanlegri arðsemi,
en það kemur allt í ljós.
Karl Wernersson, stjórnarformaður Milestone:
Árangur og áherslubreytingar
KARL WERNERSSON Ásamt Guðmundi
Ólasyni, forstjóra Milestone.
Á
rið sem er senn á enda
hefur verið eftirminni-
legt, bæði á markað-
inum almennt og hjá
Straumi, en með býsna
ólíkum hætti.
Um þetta leyti fyrir ári var
starfsemi Straums nær eingöngu
bundin við Ísland, ef frá er talin
lítil skrifstofa í Kaupmannahöfn.
Síðan þá hafa umsvif okkar á
Íslandi tvöfaldast og um sex-
tíu nýir starfsmenn verið ráðn-
ir til starfa, en jafnframt hefur
starfsemi okkar verið færð út til
tíu landa. Við keyptum eQ, sem
er leiðandi banki í Finnlandi, og
hlut í Wood & Company, stærsta
fjárfestingarbanka í Mið-Evr-
ópu. Einnig opnuðum við skrif-
stofur í London og Stokkhólmi.
Starfsmenn okkar voru um 100
í upphafi árs en eru nú ríflega
450. Breytingin sem orðið hefur
á fyrirtækinu á umliðnum tólf
mánuðum er því sannarlega bylt-
ingarkennd.
Hvað eðli starfseminnar varðar
voru stór skref stigin á árinu í þá
átt að auka vægi þóknanatekna
frá viðskiptavinum með það fyrir
augum að ná fram jafnara tekju-
streymi, í stað þess að treysta
nær alfarið á fjárfestingar. Það
varpar ljósi á breytinguna sem
hefur orðið að bein eign bank-
ans í skráðum hlutabréfum var
minnkuð úr 35 milljörðum króna
í lok fyrsta ársfjórðungs í 10
milljarða í lok þess þriðja. Með
hliðsjón af því hvernig mál hafa
þróast að undanförnu er óhætt að
segja að þessi grundvallarbreyt-
ing hafi verið okkur til heilla.
Kaupin á eQ mörkuðu tímamót
að því leyti að þau voru fyrsta
stóra skref Straums út fyrir
landsteinana. Mikilvægi þeirra
felst þó ekki síður í sérfræði-
þekkingunni sem fyrirtækið býr
yfir og á eftir að verða okkur
mikil lyftistöng. Og þar sem
starfsemi eQ gengur út á þjón-
ustu við viðskiptavini fremur en
fjárfestingar voru kaupin einnig
mikilvægur áfangi á þeirri leið að
breikka tekjugrundvöll okkar.
Kaupin á Wood & Company eru
einnig spennandi áfangi því þau
opna okkur leið inn á nýja mark-
aði í Mið-Evrópu. Færa má rök
fyrir því að þeir verði áhugaverð-
ari kostur með hverjum degi sem
líður.
Markaðsaðstæður að undan-
förnu eru þær verstu sem ég hef
upplifað á 27 ára ferli innan banka-
geirans. Þær eru mun verri en
eftir að netbólan sprakk og eftir
kreppurnar í Rússlandi og Asíu.
Vandinn felst í því að tiltrú manna
hefur dvínað, sem aftur veldur
því að framboð á fjármagni hefur
snarminnkað. Ástandið mun ekki
líða hjá eins og hendi sé veifað og
við verðum að bíða og sjá hverjir
þrauka og hverjir ekki.
Víst er þó að Straumur mun
standast þessa raun og verða
sterkari fjárfestingarbanki en
áður. Við komum vel út úr álags-
prófum Fjármálaeftirlitsins
í sumar, þar sem öðru fremur
er horft til þess hvort fjármála-
fyrirtæki séu í stakk búin til að
standast margvísleg áföll sam-
tímis.
Afkoman af ýmsum sviðum
starfseminnar hefur ennfrem-
ur verið ágæt, jafnvel við hinar
erfiðu aðstæður upp á síðkast-
ið. Þóknanatekjur í fyrirtækja-
ráðgjöf hafa aukist umtalsvert
og lánasviðið skilaði metafkomu
á þriðja fjórðungi ársins. Þá er
þýðingarmikið að fjármögnun
bankans hefur gengið vel.
Við hlökkum því til komandi árs
og stöndum við hið metnaðarfulla
markmið okkar að verða leiðandi
fjárfestingarbanki í Mið- og Norð-
ur-Evrópu. Ein helsta auðlind
Straums er hugarfarið og verk-
lagið sem eru svo einkennandi
fyrir Íslendinga: öll verkefni má
leysa; ákvarðanir eru teknar hratt
og án þess að menn velti sér um of
upp úr fortíðinni; snerpa, sveigj-
anleiki og öguð vinnubrögð eru í
hávegum höfð. Þessir eiginleikar
eru ein helsta ástæða þess að við
viljum hlúa að íslenskum rótum
okkar og halda áfram að byggja
upp starfsemi okkar hér.
Ég vil nota tækifærið og óska
þér, lesandi góður, farsældar á
komandi ári.
William Fall, forstjóri Straums
Sterkari en nokkru sinni fyrr