Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 15
15FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2007MARKAÐURINN V I Ð Á R A M Ó T Á rsins 2007 verður lík- lega fyrst og fremst minnst fyrir áhrifa undirmálskrísunn- ar á alþjóðlegum fjár- málamarkaði og þann óróa sem hún framkallaði um allan heim. Angar þess vanda teygja sig víða og íslenskir bankar hafa fundið fyrir því ástandi sem ríkt hefur á heimsmörkuðum. Allir bank- ar verða fyrir áhrifum af þeirri stöðu sem nú er komin upp á markaðnum, líka þeir sem höfðu engan hluta eigna sinna í undir- málslánum, eins og Glitnir. Það mótlæti sem íslensku bank- arnir mættu á vormánuðum 2006, og reynslan af því, hefur skil- að sér í sterkari stöðu þeirra nú. Þeir voru þannig betur undir- búnir til þess að mæta erfiðleik- um á alþjóðlegum mörkuðum og titringurinn hefur því haft minni áhrif á rekstur þeirra og stöðug- leika en annars hefði verið. Þó ís- lensku bankarnir standi almennt vel að vígi er það deginum ljós- ara að fjármagn er dýrt um þess- ar mundir. Bankarnir munu því án efa halda áfram að leita nýrra leiða við fjármögnun, sem hefur hingað til gefið góða raun. Stóra verkefnið sem framund- an er á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum er að að leysa úr lausafjárvandanum. Bankar um allan heim bíða þess átekta að ástandið á fjármálamörkuðum lagist en það mun líklega ekki gerast fyrr en ársuppgjör fjár- málafyrirtækja fyrir árið 2007 birtast og í ljós kemur hvert heildarumfang undirmálskrís- unnar er í raun og veru. Ég tel að markaðsumhverfið muni lag- ast mikið á fyrri hluta nýs árs en verkefni fjármálafyrirtækja árið 2008 verður að laga sig að nýju umhverfi og leita tækifæra. Ég tel að þó til skamms tíma tapi allir bankar á þeirri þróun sem verið hefur muni þeir bank- ar sem koma sterkir og sveigj- anlegir inn í breytt markaðsum- hverfi eiga möguleika á að grípa þau tækifæri sem hafa og munu myndast á markaðnum. Árið 2007 hefur verið gjöfult og árangursríkt hjá okkur í Glitni. Bankinn keypti FIM, afar sterkt félag í Finnlandi, sem hefur bæði gefið okkur fótfestu í alþjóðlegri eignastýringu sem og aðgang að svokölluðum nýmörkuðum. Breytingar urðu á stjórnenda- teymi bankans á vormánuðum og hefur Glitnir fengið til liðs við sig alþjóðlegan hóp reynslumik- illa stjórnenda og 600 nýja starfs- menn, sem staðfestir þau miklu tækifæri sem liggja í framtíðar- rekstri bankans. Sú einstaka liðs- heild og sá framkvæmdaandi sem ríkir innan Glitnis birtist einmitt glögglega nú á tímum breytinga og umróts á mörkuðum. Á slík- um tímum reynir á samheldnina og innri styrk bankans og hafa starfsmenn Glitnis staðist prófið og gott betur en það. Þrátt fyrir þann vanda sem ríkt hefur á fjármögnunarmörk- uðum þá hefur fjármögnun Glitn- is gengið vel. Við hófum leikinn snemma á árinu og lukum endur- fjármögnun fyrir 2007 um mið- bik ársins. Við hófum móttöku innlána í Bretlandi fyrir rétt ári og sú starfsemi gekk vel á árinu og nú í október hófum við inn- lánastarfsemi í Finnlandi og hafa móttökur verið afar góðar. Þá opnuðum við skrifstofu í New York á haustmánuðum og hefur rekstur hennar farið fram úr okkar björtustu vonum. Það bíða okkar mörg spennandi tækifæri á erlendum mörkuð- um. Við munum halda áfram að byggja upp stöðu okkar á Norð- urlöndunum á sviði fyrirtækja- lána og fjárfestingabankastarf- semi. Það hafa verið umtalsverð umsvif á þessu ári utan Evrópu á þeim markaðssyllum sem bank- inn hefur skilgreint sem sérsvið sín. Við erum rétt að hefja sókn okkar innan þessara sviðað og sjáum þar mikil tækifæri, eins og til dæmis á sviði jarðvarma þar sem Glitnir hefur skapað sér sterka stöðu. Markaðssyll- ur Glitnis á sviði sjávarútvegs og jarðvarma standa mjög nærri okkar sögu og uppruna sem ís- lenskt fyrirtæki og skapa okkur samkeppnislega sérstöðu alþjóð- lega. Einnig eru þær, fæða og orka, í eðli sínu mjög einangr- aðar frá hagsveiflu. Við horfum því afar björtum augum til fram- tíðarinnar og sjáum mörg spenn- andi tækifæri. Ef ég lít mér nær þá hefur nýtt starf sett mark sitt á árið. Ég er einstaklega ánægður með að vera kominn aftur til Glitn- is. Þessir fyrstu átta mánuðir í starfi hafa verið annasamir en jafnframt gríðarlega skemmti- legir. Hjá Glitni starfar sam- hentur hópur að sama markmiði, þrátt fyrir mismunandi þjóðerni, menntun og reynslu, það er að stöðugt bæta og stækka bankann og skila hluthöfum okkar góðri ávöxtun. Ég er sannfærður um að okkur tekst það á árinu 2008 þrátt fyrir breyttar aðstæður í rekstrarumhverfi fjármálafyrir- tækja á heimsvísu. Lárus Welding, forstjóri Glitnis banka: Titringur á alþjóðlegum mörkuðum A tvinnulíf á Íslandi stóð í miklum blóma á árinu 2007 þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum og hærri stýrivexti en annars staðar á byggðu bóli. Ljóst er að undirstöður atvinnu- fyrirtækja eru traustar, stjórn- endur þeirra kunna fótum sínum forráð við erfiðar aðstæður og margir þeirra hafa komið auga á ný tækifæri sem óháð aðstæð- um eru alltaf innan seilingar ef þeirra er leitað. Útrás íslensku fyrirtækjanna hélt áfram á árinu. Þau námu ný lönd í margvíslegum skiln- ingi – ný verkefni, ný þjónusta, nýir markaðir, fleiri lönd og fleiri heimsálfur. Í þeim fyrirtækjum sem ég fylgist best með eins og í Landsbankanum, Eimskip og Icelandic Group var framhald á markaðri stefnu um að treysta rekstur með öflugri og mark- vissri starfsemi erlendis. Nýjar skrifstofur í Kanada, Hong Kong, Kína og víðar sýna að áfram er unnið að því að gera íslenskum fyrirtækjum kleift að nýta tæki- færi hvar í heiminum sem þau gefast. Árið 2007 verður líklega mörg- um minnisstætt fyrir umrót á innlendum og erlendum fjár- málamörkuðum síðustu mánuði ársins. Eftir samfelldan uppgang fjármálafyrirtækja í heiminum í yfir fimm ár kom niðursveifl- an sem margir höfðu varað við. Óvissa ríkir nú um hversu lengi hún varir og hvort hún eigi enn eftir að dýpka. Við slíkar aðstæð- ur hægir á starfsemi fjármála- fyrirtækja og fjármagn verð- ur eðlilega dýrara. Í ljósi þess hve hratt íslensk fjármálafyrir- tæki hafa vaxið undanfarin ár og umfang viðskiptanna var orðið mikið má ætla að hin snöggu um- skipti hafi orðið einhverjum fyr- irtækjum og fjármagnseigendum erfið. En fjárfestingarstarfsemi fylgir alltaf áhætta og eftir vel- gengni undanfarin ár má ætla að margir hafi haft borð fyrir báru. Þá er það svo að umskipti búa til ný tækifæri og á meðan almenn atvinnustarfsemi í landinu dafn- ar vel finna kraftar athafnalífs- ins sér alltaf ný verkefni. Fyrir íslensku bankana var þetta annað árið í röð sem þeir þurftu að takast á við erfiðar að- stæður undir sterku kastljósi al- þjóðlegra matsfyrirtækja og fjöl- miðla. Fátt bendir nú til annars en að þeir muni standa af sér hretið. Það er athyglisvert til þess að hugsa að um þessi áramót, þegar fimm ár eru liðin frá einkavæð- ingu Landsbankans og upphafi útrásar og uppgangi fjármálafyr- irtækjanna íslensku, hafa þau í tvö ár staðið í mótvindi sem lýsir sér m.a. í verri kjörum á skulda- bréfamörkuðum en fullkomlega sambærileg norður-evrópsk fyr- irtæki njóta. Þrátt fyrir mótlæt- ið í tvö ár af fimm hefur Lands- bankinn jafnt og þétt styrkt inn- viði sína, eflt rekstur sinn, aukið umsvifin og fjölgað starfsstöðv- um og ég leyfi mér að segja um þessi áramót það sama og ég hef sagt undanfarin fjögur áramót; Landsbanki Íslands er traustari og öflugri en nokkru sinni fyrr í langri sögu sinni. Efnahagur og markaðir eru háðir sveiflum. Íslendingar hafa oftar en einu sinni sýnt í verki að þeir vinna af krafti í uppsveiflu og þeir glíma af lagni við nið- ursveiflur. Ekkert hefur gerst á árinu 2007 sem segir mér að það hafi breyst. Þjóðin sem kom sér úr örbirgð í allsnægtir á einum mannsaldri er enn uppi á dekki að verka aflann og skapa verð- mætin. Á meðan getum við öll leyft okkur að vera bjartsýn á framtíð okkar. Björgólfur Guðmundsson, athafnamaður og formaður bankaráðs Landsbankans: Áfram numin ný lönd Á rsins 2007 verður hjá flestum íslenskum við- skiptamönnum og fjár- festum minnst fyrir þá lexíu sem hlutabréfa- markaðurinn kenndi viðskipta- lífinu. Hve skjótt skipast veður í lofti og hve fallvölt gæfan er. Þó við Íslendingar hugsum − og oft framkvæmum − stórt, gleym- ist stundum hve hagkerfi Ís- lands er í raun smátt og markað- ir hér grunnir. Ofan á það bætist svo sveiflukennd króna og háir vextir. Þetta eru áhættuþætt- ir sem markaðsaðilar mega ekki gleyma, því áhrifanna gætir um allt hagkerfið. Þrátt fyrir gott gengi og mikinn vöxt voru ís- lenskir fjárfestar minntir á þess- ar staðreyndir á árinu sem er að líða. Nordic Partners hefur hins vegar ekki tekið þátt í fjárfest- ingum á íslenska hlutabréfa- markaðnum. Næstum öll starf- semi félagsins fer fram erlend- is, þar sem það hefur einbeitt sér að fjárfestingum í fasteign- um, matar- og drykkjavörufram- leiðslu og hótelfjárfestingum. Fyrir Nordic Partners var 2007 einstaklega ábatasamt og ánægjulegt ár. Umtalsverð aukn- ing varð á fasteignasafni sam- steypunnar sem jókst í um 700 þúsund fermetra af húsnæði auk mikilla landfjárfestinga. NP Properties AB, fasteignaarmur Nordic Partners, hefur skapað sér sérstöðu í þróun og rekstri stærri viðskiptagarða í Austur- Evrópu og fyrirséð er að fjárfest- ingar í þessum geira munu halda áfram af miklum þunga á næstu árum. Með mikilli hækkun leigu- verðs í þessum heimshluta hefur orðið veruleg verðmætaaukning í fasteignasafni Nordic Partners árið 2007 sem ekki sér fyrir end- ann á ennþá. Þó svo að leiguverð sé eingöngu um fimmtíu prósent af því sem hægt er að leigja sam- bærilegt húsnæði á hér á Íslandi, hefur leiguverð í þessum löndum hækkað um 35 til 40 prósent á ári síðustu árin. Þessi þróun mun halda áfram þar til leigan verð- ur svipuð því sem gerist í ná- grannalöndunum í Evrópubanda- laginu, auk þess sem byggingar- verð mun verða hið sama. Matar- og drykkjarvörufram- leiðsla Nordic Partners sam- steypunnar, sem er í sérstöku dótturfélagi NP Confectionary AB, tók miklum stakkaskiptum árið 2007 með verulega bættri rekstrarafkomu ársins. Er fyrir- séð að sú mikla aukning rekstr- arhagnaðar muni halda áfram í það minnsta út 2010. Sterkt stjórnendateymi auk innri fjár- festinga hafa skilað umtalsverð- um árangri. Á næsta ári verð- ur þessum mikla vexti viðhald- ið auk þess sem á næstunni eru miklar fjárfestingar og yfirtök- ur félaga sem munu enn frekar styrkja þessa stoð Nordic Partn- ers. Félagið hefur í dag sterka stöðu á öllum sínum mörkuðum í sælgætis- og kexframleiðslu, drykkjarvörum og ferskum matvælum. Nordic Partners hefur ekki farið hátt á Íslandi undanfar- in ár en með stofnun NP Hotels AS og kaupum á hótel- og veit- ingarekstri í Danmörku breytt- ist það nokkuð. Við það varð til ný kjarnastarfsemi í samstæð- unni. Rekstur Hótel D´Angle - terre, Hótel Front, Hótel Kong Frederik og veitingastaðarins Copenhagen Corner er að breyt- ast mikið með aðkomu Nordic Partners. Þar er góður rekst- ur að verða enn betri með mikl- um rekstrarbreytingum sem á hefur verið komið. Sömu sögu er raunar að segja um annan rekst- ur félagsins, svo sem flugfélag- ið IceJet og skyld þjónustufé- lög, sælkeraverslanirnar Fiski- saga og Gallerí Kjöt, hafnar- og timburvinnslustarfsemi auk byggingaverktakastarfsemi. Fram undan er spennandi ár fyrir Nordic Partners. Mjög stór- ar fjárfestingar eru á lokastig- um sem munu enn styrkja sam- steypuna. Enn fremur mun bæt- ast við stjórnunarteymi félagsins en unnið hefur verið gagngert að innri styrkingu stjórnunar og nýtt skipurit er í vændum. Þar við bætist að Nordic Partners mun taka í notkun nýjar höfuð- stöðvar í Ríga en félagið keypti 1.500 fermetra húsnæði í gamla miðbænum og hefur unnið við að endurbyggja þetta sögufræga hús frá 1823 undanfarna átján mánuði. Um þessi áramót er eigna- safn Nordic Partners að nálg- ast 100 milljarða króna og fyrir- séð að sú eignaaukning sem náðst hefur undanfarin ár er ekki liðin. Lág skuldsetning, eignasafn fyr- irtækja í fasteignum og fram- leiðslufyrirtækjum sem skila góðu og jákvæðu sjóðstreymi er sá sterki grunnur sem Nordic Partners samsteypan mun halda áfram sínum vexti á. Íslendingar hafa sýnt og sann- að að þeir hafa getað nýtt við- skiptatækifæri í mörgum lönd- um. En það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hve fjárfestar eru farnir að vera virkir í löndum Austur-Evrópu og þá sérstaklega hve margir eru farnir að feta í fótspor Nordic-samsteypunn- ar í Eystrasaltslöndunum. Von- andi heldur sú þróun áfram og verður öllum til velfarnaðar. Með þessum orðum vil ég fyrir hönd allra starfsmanna Nordic Partn- ers óska landsmönnum gleðilegs nýs árs. Gísli Reynisson, forstjóri Nordic Partners: Ábatasamt ár að baki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.