Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 18

Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 18
MARKAÐURINN 27. DESEMBER 2007 FIMMTUDAGUR18 V I Ð Á R A M Ó T Á rið 2007 var fyrir margra hluta sakir athyglisvert. Íslenskt við- skiptalíf náði hæstu hæðum á sumarmánuðum en allnokkrum lægðum á síðustu vikum, í það minnsta ef horft er til úrvalsvísitölu OMX. Þó svo að þróun hérlendis á síðari hluta árs hafi að miklu leyti verið tengd óhag- stæðri þróun á erlendum mörkuðum hafa einhverjir gengið svo langt að spá enda- lokum íslenskrar útrásar. Það er auðvitað firra. Það hefur verið haft fyrir satt að einn meginstyrkleiki íslenskra stjórnenda og fyrirtækja sé hve sveigjanleg þau eru og snögg að bregðast við. Þessir eiginleikar kristölluðust í viðbrögðum íslenskra fjár- málastofnana við gagnrýni sem fram kom á vormánuðum 2006. Á um einu og hálfu ári var undið ofan af krosstengslum eign- arhalds, fjármögnun bankanna bætt svo eftir er tekið og upplýsingamiðlun einn- ig. Þetta kemur glögglega fram í skýrslu dr. Richard Portes og dr. Friðriks Más Baldurssonar, sem gefin var út af Við- skiptaráði nú í nóvember. Það sama mun verða uppi á teningnum núna. Íslensk fyr- irtæki, í fjármálum sem og öðrum geir- um, munu bregðast við óróa undanfar- inna vikna og standa sterkari á eftir. Það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af íslensku viðskiptalífi né útrás þess. Velgengni síðustu ára er fyrst og fremst til komin vegna þess hagfellda umhverf- is sem stjórnvöld hafa skapað fyrirtækj- um og einstaklingum hér á landi, þar sem flestar breytingar hafa verið í átt til frels- is og minni hafta. Þetta er jákvæð þróun en þó eru umtalsverð tækifæri til að gera öflugt atvinnulíf enn samkeppnishæfara. Þessi tækifæri voru reifuð í níutíu ára af- mælisskýrslu Viðskiptaráðs, sem út kom í september. Þar var meðal annars lögð áhersla á mikilvægi langtímastefnumót- unar, skilvirkrar stjórnsýslu og einfalds og gagnsæs skattkerfis. Allt eru þetta stór hagsmunamál en það er tvennt sem ástæða er til að draga sérstaklega fram nú um áramót. Í fyrsta lagi er ástæða til að huga sér- staklega að gæðum menntunar hér á landi. Nýlegar niðurstöður PISA-könnunarinn- ar voru mikil vonbrigði, en þar dragast íslenskir nemendur aftur úr jafnöldrum sínum víðsvegar um heim. Það blasir við að þörf er á uppstokkun menntakerfis- ins og þar horfi ég sérstaklega til grunn- skólanna. Til að mynda er afar mikilvægt að auka fjölbreytni í rekstrarformum og opna enn frekar á að kraftar einkafram- taks fái að njóta sín. Breytingar á grunn- skólalögum frá því í fyrra eru skref í rétta átt. Þess er vonandi skammt að bíða að álíka þróun fari af stað í grunnskólum landsins og átt hefur sér stað á háskólaum- hverfinu frá stofnun Háskólans í Reykja- vík 1998. Í öðru lagi er þarft að skoða umhverfi til nýsköpunar hér á landi. Viðskiptatengd umræða síðustu missera hefur verið með örfá íslensk fyrirtæki í brennidepli, þ.e. þau sem mest hefur kveðið að. Þetta er ekki óeðlilegt, en það vill gleymast að hér á landi eru hundruð lítilla fyrirtækja sem auðga mannlíf og íslenskt samfélag og eru að mörgu leyti undirstaða þess að stærri fyrirtæki þrífist. Þessu þurfum við að halda betur á lofti, ungu fólki til hvatning- ar um þá fjölbreyttu kosti sem það stend- ur frammi fyrir. Það er frábært að eiga þess kost að hefja störf hjá öflugu og al- þjóðlegu fyrirtæki líkt og útrásarfyrir- tækin eru orðin í dag, en að sama skapi eru einnig kjöraðstæður til að láta að sér kveða á ýmsum öðrum sviðum. Nýsköpun, í formi stofnunar nýrra fyrirtækja, er og verður mikilvægur vaxtarbroddur. Með samstilltu átaki umræðu, réttum áhersl- um í menntakerfi og skilvirku stoðkerfi nýsköpunar og sprotastarfsemi tryggjum við áframhaldandi góðan grunn atvinnu- lífs á Íslandi. Þrátt fyrir tímabundnar þrengingar er ég ekki í nokkrum vafa um að framtíð ís- lensks viðskiptalífs er björt. Sveigjan- leiki, seigla og aðlögunarhæfni hafa ein- kennt Íslendinga í aldanna rás og þetta eru eiginleikar sem munu nýtast okkur vel á næstu misserum. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands: Uppstokkun í rekstri grunnskóla F yrir nákvæmlega ári síðan, er enn eitt ævin- týraárið í sögu hinna títt- nefndu íslensku útrás- arfyrirtækja var gert upp, virtist engan óra fyrir þeim sviptingum sem voru framundan á fjármálamörkuðum. Við þessi áramót hvarflar hugurinn óneit- anlega að því hversu mikilli vel- gengni íslensk fyrirtæki hafa átt að fagna á alþjóðavettvangi á undanförnum árum. Atburðir ársins hafa á hinn bóginn minnt á hinn nýja alþjóðlega veruleika sem við búum við og á mikilvægi þess að sótt sé fram á ný svið á traustum grunni. Íslenskt viðskiptaumhverfi hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum árum sem skap- að hefur tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að hasla sér völl og ná árangri á alþjóðavettvangi. Bakkavör Group er eitt þessara fyrirtækja sem vaxið hafa hratt og náð framúrskarandi árangri á erlendri grundu. Í dag er Bakka- vör alþjóðlegt matvælafyrirtæki, leiðandi í framleiðslu ferskra tilbúinna matvæla með starfsemi í átta löndum, 20 þúsund starfs- menn og með metnaðarfull mark- mið um framtíðarvöxt. AFTURHVARF TIL RAUNVERU- LEIKANS Alþjóðavæðing íslenskra fyrir- tækja hefur orðið til þess að ís- lenska hagkerfið hefur orðið berskjaldaðra gagnvart erlend- um áhrifum en áður. Þetta hefur sannreynst á árinu, en útlit er fyrir að sú lausafjárkreppa sem steðjað hefur að og á upptök sín í Bandaríkjunum muni hafa áhrif á íslenskt efnahagslíf á næstu misserum, til að mynda á fjár- mögnun og rekstur fyrirtækja. Undanfarin ár hefur mikið framboð af fjármagni meðal ann- ars haft þær afleiðingar að eign- ir hafa verið yfirverðlagðar. Ég tel að sú leiðrétting sem hafin er sé mikilvægt afturhvarf til raun- veruleikans hvað þetta varðar. Í raun hefur þetta bakslag ýmis tækifæri í för með sér fyrir fyr- irtæki eins og Bakkavör, en þessi þróun dregur meðal annars úr harðri samkeppni við fjárfest- ingarfélög sem verið hefur áber- andi undanfarin misseri um kaup á fyrirtækjum. Það er ljóst að á tímum sem þessum eru fyrir- tæki sem starfa á vaxandi mörk- uðum, hafa traustan undirliggj- andi rekstur, góða markaðsstöðu og sterkt sjóðstreymi, hvað best í stakk búin til að ná árangri. Í þessu felast framtíðartækifæri fyrir Bakkavör. BAKKAVÖR Í LYKILSTÖÐU Þrátt fyrir krefjandi tíma, meðal annars vegna hækkana á hráefn- isverði, styrkti Bakkavör Group stöðu sína enn frekar á sviði ferskra tilbúinna matvæla með kaupum á fimm fyrirtækjum á árinu, í Bretlandi, Frakklandi, Tékklandi og í Kína. Auk þess var félagið endurfjármagnað á árinu á afar hagstæðum kjörum sem skapar félaginu svigrúm til áframhaldandi vaxtar. Við höfum metnaðarfull áform um framtíð- arvöxt og stefnum að því á næstu árum að auka hlutfall starfsem- innar utan Bretlands, aðallega í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum, en um 90% starfseminnar fer fram í Bretlandi í dag. Eftirspurn eftir hollum, hand- hægum matvörum sem fram- leiddar eru úr úrvalshráefni eykst sífellt út um allan heim. Aukin velmegun og aukin vitund um mikilvægi hollrar fæðu hafa einnig orðið til þess að neytend- ur eru tilbúnir til að borga meira en áður fyrir matvæli sem upp- fylla þessar kröfur. Bakkavör hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á framleiðslu á fersk- um tilbúnum matvælum og með fjárhagslegan styrk að vopni er félagið því í lykilstöðu til að leiða þróun og uppbyggingu þessa markaðar. MIKILS AÐ VÆNTA Á KOMANDI ÁRUM Undanfarin ár hafa verið ævin- týri líkust og hafa fært okkur gríðarlega reynslu og þekk- ingu sem mun án efa nýtast í áframhaldandi þróun íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi. Þær sviptingar sem verið hafa á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum á árinu hafa hins vegar gert okkur ljóst að sterkar undirstöður og traustur rekstur er það sem skiptir máli til þess að tryggja áframhaldandi árang- ur. Ég horfi bjartsýnn til ársins 2008 og vænti mikils af Bakka- vör sem og íslensku atvinnulífi í heild á komandi árum. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group: Sóknarfæri á traustum grunni T eymi var stofnað og skráð á mark- að 20. nóvember 2006, þannig að árið 2007 er fyrsta heila rekstrar- ár félagsins. Teymi setti sér skýr markmið og hélt fókus á árinu þar sem við einsettum okkur að byggja upp sterkt félag sem veitti viðskiptavinum góða þjónustu og skilaði góðum rekstrarárangri. Nú í lok árs er ljóst að árangurinn er um- fram væntingar, fyrirtækin okkar vaxa hraðar en markaðirnir sem þau starfa á og verðmæti félagsins hefur aukist umtals- vert á árinu. Gengisþróun félagsins hefur því verið jákvæðari en flestra annarra fé- laga á árinu. MIKILL INNRI VÖXTUR OG GÓÐ AFKOMA Teymi er rekstrarfélag í fjarskiptum og upplýsingatækni. Alls á Teymi ellefu fyr- irtæki og starfsmenn þeirra eru 1.200 tals- ins. Fyrirtækið er skráð í Kauphöll Íslands og er eitt þeirra fyrirtækja sem mynda úr- valsvísitöluna. Á árinu var mikið um að vera á þeim mörk- uðum sem okkar fyrirtæki starfa á. Nýir keppinautar komu fram á sjónarsviðið, ýmsar tækninýjungar settu svip á árið - til dæmis í fjarskiptaþjónustunni - og almennt má segja að samkeppnin hafi harðnað á öllum sviðum. Neikvæð þróun hlutabréfa- markaðarins á seinni hluta ársins setti auð- vitað sterkan svip á rekstrarumhverfið en engu að síður sýndu öll fyrirtæki Teymis góðan innri vöxt og bæði góða og vaxandi afkomu. Okkar fólk getur því sannarlega verið stolt af frábærum árangri ársins, sem er alls ekki sjálfgefinn. SKÝRARI ÁHERSLUR Teymi leggur áherslu á að eiga að fullu þau fyrirtæki sem félagið fjárfestir í. Að- eins þannig getum við stýrt félögunum á okkar eigin forsendum og laðað það besta fram í hverju þeirra. Í samræmi við þetta ákváðum við að minnka eignarhlut okkar í Hands Holding úr tæpum 50 prósentum í 14,5 prósent og eignast samhliða breyting- unni tvö öflug fyrirtæki að fullu, HugAx og Landsteina/Streng, sem styrktu mjög samkeppnisstöðu okkar í upplýsingatækn- inni. Rekstur þeirra fellur vel að öðrum eignum Teymis á þessu sviði og við sjáum mikil tækifæri framundan. Teymi eignað- ist á haustmánuðum veflausnafyrirtækið Innn, sem var sameinað Eskli og úr varð öflugasta veflausnafyrirtæki landsins. Þá var fyrirtækið Kerfislausnir keypt í lok árs en allar fjárfestingarnar miða auð- vitað að því að auka verðmætið og bjóða upp á heildstæðari þjónustu á þeim svið- um sem við störfum á fyrir. Að sama skapi drógum við okkur út af öryggismarkaðn- um þegar við í upphafi árs seldum Secu- ritas, sem þó er mjög gott félag með ein- staka markaðsstöðu á sínu sviði. Fyrirtæk- ið féll ekki að okkar áætlunum auk þess sem gott verð fékkst fyrir það. Áhersl- ur okkar hafa því aldrei verið skýrari og þær munu koma enn betur í ljós þegar við hrindum í framkvæmd metnaðarfullri stefnu næsta árs. TILTRÚ FJÁRFESTA MIKIL Mikil tiltrú fjárfesta á Teymi er okkur auð- vitað mikið gleðiefni og það er greinilegt að margir gera miklar væntingar til félagsins. Þetta er sérlega ánægjulegt í ljósi þess að stundum dugar góður rekstrarárangur einn og sér ekki til að fjárfestar öðlist næga til- trú til lengri tíma og sýni það í fjárfestingu í viðkomandi félagi, heldur þarf fleira að koma til. Í upphafi virtust líka einhverjir ætla að taka okkur með fyrirvara og spáðu Teymi erfiðu fyrsta ári en reyndin hefur verið allt önnur. Það sást t.d. í hlutafjárút- boðinu okkar í mars en þá höfðu fjárfest- ar áhuga á að kaupa um það bil helmingi meira en var til sölu. METNAÐARFULL STEFNA TIL NÆSTU ÁRA Þótt árangurinn á þessu ári hafi verið góður ætlum við okkur enn stærri hluti og höfum markað okkur afar spennandi og metnað- arfulla stefnu fyrir næstu ár. Fyrirtæk- in okkar eru öll með sterka stöðu á sínum mörkuðum og tilbúin til þess að sækja fram. Þessa stundina ríkir vissulega mikil óvissa um almenna verðþróun í íslenska viðskiptalífinu, eftir þann mikla óróa sem einkenndi seinni hluta ársins, en við reikn- um með að markaðurinn taki við sér aftur á fyrri hluta ársins 2008. Það er mikilvægt fyrir alla Íslendinga að þessi niðursveifla verði ekki langvinn heldur jafni sig fljótt. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis: Úrvalsvísitölunni slegið við

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.