Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 21

Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 21
MARKAÐURINN 21FIMMTUDAGUR 27. DESEMBER 2007 V I Ð Á R A M Ó T Þ egar ég horfi til baka yfir atburði líðandi árs eru mér efstar í huga þær miklu hræringar sem hafa átt sér stað í fjármálaumhverfinu á síðari hluta ársins. Mikill vöxt- ur og velgengni hefur verið í banka- og fjárfestingarstarfsemi á Íslandi og raunar í öllum heiminum. Samfara örum vexti hafa verið miklar sveiflur í þessari starfsemi og mikið verðfall undir það síðasta. Verðfallið í þessari grein er hinsvegar ekki mikið ef það er skoðað í samhengi með verðbreyt- ingum undanfarin ár. Undirmálslánakrísan og verðfall á fasteignamörkuðum erlendis er ákveðið áhyggjuefni og einnig fjár- mögnun banka og fjárfestingarfyrirtækja hér á landi. Ný stjórn tók við á Íslandi á árinu. Fráfarandi stjórn hafði skapað gott um- hverfi fyrir atvinnuvegina og ég vona að þessi muni gera slíkt hið sama. Mikið þensluástand ríkir á Íslandi og samfara því aukinn kostnaður á nánast öllum sviðum. Óöryggi er samfara nýjum samningum á vinnumarkaði og áhyggjuefni ef hinum mikla sveigjanleika sem hefur einkennt íslenskan vinnumarkað verður kastað fyrir róða eins og mér sýnast ítrustu kröfur verkalýðshreyfingarinnar ganga út á. Hvað Össur varðar erum við sem betur fer ekki í sveiflukendum iðnaði þannig að stöðnun og niðursveifla á mörkuðum hafa ekki nema lítil áhrif á okkar starfsemi, nema hvað að fjármögnun ytri vaxtar gæti orðið erfiðari næstu misseri ef ástandið á fjármálamörkuðunum jafnar sig ekki í bráð. Þegar ég lít yfir árið hjá Össuri hefur það einkennst af innri uppbyggingu. Mikil sam- hæfing hefur verið gerð á sölukerfi okkar í Bandaríkjunum og munum við njóta þess á næsta ári. Hátæknivörulínan okkar hefur haldið áfram að hljóta verðskuldaða at- hygli á árinu og staðfestir enn frekar þá afgerandi forystu sem Össur hefur á sviði stoðtækja. Varðandi stuðningsvörurnar einkennir það árið að mikil orka fór í að samræma vöruframboð á hinum ýmsu mörkuðum, en okkar markmið er að ná af- gerandi tækniforystu á sviði stuðnings- tækja. Í október var hlutafé aukið í félag- inu og bættist þá stærsti lífeyrissjóður Danmerkur í hluthafahóp Össurar. Ég er mjög bjartsýnn á komandi ár. Við hjá Össuri erum bjartsýn, enda eru marg- ar nýjar vörur í burðarliðnum og örugg staða á okkar lykilmörkuðum, svo ekki er annað hægt en að líta björtum augum fram til næsta árs. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar: Innri uppbygging einkenndi árið FORSTJÓRI OG HLAUPARI Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, ásamt Oscar Pistorius, einum af liðsfélögum „Team Össur“, liði sem í eru fatlaðir íþróttamenn sem Össur styrkir. MARKAÐURINN/GVA Á rið 2007 var ár breytinga. Í hinu pólitíska landslagi, milli flokka og innan flokka. Í viðskiptalíf- inu, tími mikils uppgangs og síðar mikils bakslags og síðast en ekki síst hjá fólkinu í landinu, sem þarf að glíma við nýjan efnahagslegan veru- leika og stendur frammi fyrir samdrætti í einkaneyslu. Árið 2007 er árið þegar uppsveiflan sem hófst með vaxtalækkunum í kjölfar 11. september 2001, sem settar voru til bjarg- ar hinu frjálsa hagkerfi, náði hámarki og fundu markaðir á seinni hluta árs fyrir af- leiðingum af þessu tímabili. Á sama tíma eru þróunarríki Suðaustur-Asíu í mikl- um uppgangi sem hefur leitt af sér áður óþekktar stærðir í fjárfestingum, auknum hagvexti og háu verði hráafurða. Tímabil sem einkennst hefur af miklum hagvexti, lágri verðbólgu og lágum vöxtum getur ekki verið viðvarandi. Á slíkum tímum hækkar eignaverð mikið. Í kjölfarið hefst leiðréttingarskeið og vinda tekur ofan af þeim hækkunum sem orðið hafa á eigna- verði og vonandi næst jafnvægi sem fyrst. Það sama gildir um íslenskt samfélag og alþjóðasamfélagið – sem eru farin að sveiflast í meiri takti en áður hefur þekkst. Við þurfum að komast út úr því ójafnvægi sem við erum í. Hér á landi erum við í efna- hagslegu ójafnvægi sem vonandi kemst á réttan kjöl á árinu 2008. Árið 2007 er líka árið þegar heimur- inn áttaði sig á þvi mikla ójafnvægi sem ríkir í neyslu heimsins á náttúruauðlind- um og kemur m.a. fram í útblæstri gróð- urhúsalofttegunda. Núverandi ástand er óásættanlegt og því blasir við að verðum að finna jafnvægi milli nýtingu auðlinda og umhverfisverndar. Þrýstingur á slíkt jafn- vægi mun aukast gríðarlega á næstu árum. Vistvæn orkuframleiðsla er lykilþáttur í slíku ferli. Fyrir mig er ákveðinn söknuður að yfirgefa Glitni eftir geysiskemmtilega tíma með einstöku fólki og vil ég nota þetta tækifæri til að þakka það frábæra samstarf. Þetta eru ögrandi tímar, en með réttu viðhorfi styrkja þeir okkur fremur en skaða. Minni söknuður er að nánum sam- skiptum við stjórnmálamenn um málefni REI og Orkuveitunnar. Þar bíður engu að síður brýnt verkefni; hvernig við Íslend- ingar getum stuðlað að vistvænni heimi á arðbæran hátt með þeirri þekkingu sem við höfum á nýtingu jarðvarma hér á landi. Grunnurinn að því var því miður ekki lagð- ur á árinu 2007. Vonandi verður hið sama ekki á ferð árið 2008. Árið sem fram undan er mun snúast um jafnvægi. Stór hluti þess er að sjálfsögðu að spurja spurninga um hvers konar sam- félag við viljum byggja upp. „Allir vilja breyta heiminum en enginn vill breyta sjálfum sér.“ Það er lykilatriði í hverju sem við gerum að við séum sátt við sjálf okkur og okkar gjörðir. Gleðilegt nýtt ár. Bjarni Ármannsson fjárfestir: Ögrandi tímar fram undan MARAÞONHLAUPARINN BJARNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.