Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2008 S K O Ð U N Gísli Reynisson fer fyrir ört vaxandi fjár- festingarfélaginu Nordic Partners, sem nýverkið keypti Hamé, stórt matvælafyrirtæki sem starfar í Mið- og Austur-Evrópu. Þrjú þúsund manns starfa hjá þessu félagi, sem veltir um sautj- án milljónum króna ár- lega. Með kaupunum stækkar enn fjárfestingarfélagið en eignasafn þess var um áramót um 100 millj- arða króna virði. Gísli á ríflega helm- ingshlut í Nordic Partn- ers, en félagið var stofn- að fyrir aðeins rúmum tíu árum. Gísli er rúmlega fertug- ur, fjögurra barna faðir í sambúð. Hann býr í Lett- landi en heldur jafnframt heimili hér á landi og í Kaupmannahöfn. Hann er doktor í fjár- málahagfræði frá háskólanum í Tampere í Finnlandi og hefur stundað rannsóknir við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum. Áður hafði hann lokið MBA-gráðu frá Oregon-háskóla, svo nokkuð sé nefnt. Undir hatti Nordic Partners er mikill rekstur, einkum í Lett- landi, en líka í Litháen, Tékk- landi, Póllandi og víðar. Upphafið að því voru kaup á plastverksmiðju í Lettlandi, sem mátti muna sinn fífil feg- urri. Þeim rekstri var umpólað og breytt í iðngarða. Síðan hafa ýmis fyrirtæki og rekstur bæst í hópinn: Verksmiðjur sem fram- leiða sælgæti og sætabrauð, sam- lokur og kex, flugfélagið IceJ- et, fiskvinnsla í Færeyjum, auk hafnarreksturs í Lettlandi. Þá er ótalin dönsk hótelkeðja þar sem helsta skrautfjöðrin er viðkomustaður Nóbelsskáldsins, Hotel D‘Angleterre við Kóngsins Nýjatorg. Snertiflötur félagsins við Ís- lendinga er þó sennilega einkum fólginn í verslunum Fiskisögu, Ostabúðarinnar og Gallerýs kjöt. Nordic Partners er alls ekki fyrsta viðskiptaævintýri Gísla. Samhliða doktorsnáminu stofn- aði hann fjárfestingarfélagið Finnish Venture Capital sem hann raunar seldi þegar Nordic Partn- ers keyptu plastverksmiðjuna. En viðskiptasögu Gísla má raunar rekja miklu lengra aftur. Hermt er að þegar sem ungur drengur hafi hann byrjað sjopp- urekstur úti á götu í Kópavogi og rekið keðju pylsuvagna á ungl- ingsárunum. Þeir sem til þekkja segja að Gísli sé mikill keppnismaður en umfram allt skemmtilegur. Þá má geta þess að hann er eini starfsmaður Nordic Partners sem tekur Macintosh fram yfir PC. - ikh Í allt úr engu á áratug GÍSLI REYNISSON Draumur spákaupmanns Yfirleitt sef ég afspyrnuvel og iðulega dreymir mig ágætlega. Það er meira en margir stæra sig af um þessar mundir. Aðfaranótt mánudags dreymdi mig að ég væri á leið til fundar við þá Bakkabræður, Ágúst og Lýð í London. Hvort ég var að koma frá Reykja- vík eða sumarhúsinu okkar á Costa del Sol man ég ekki. Hitt var hins vegar kýrskýrt að til að nálgast þá bræður þurfti að fara um einkaflugvöll sem þeir bræður höfðu reist utan um alla starfsemina enda með marga á launaskrá. Og þarna stóð ég á Bakkavelli í jakkafötunum með ráð og bollaleggingar á tungu- broddinum. Þetta var fínasta stöð, hag- anlega lagaðar stelpur með skut, stefni og ljósar stríp- ur við innritunarborðið. Lítið situr eftir um öryggiseftirlit- ið, ef það var þá nokkuð, enda starfsfólk Bakkabræðra ekki varasamt. Handan innritunar- borðsins var svo míní-útgáfa af fríhöfn og þar mátti finna mýgrút af bókum, DVD, tón- list, raftækjum á lágu verði og víni í betri kantinum. Þetta var svona eins og uppsköluð Leifs- stöð bara minni og taldi í örfá- um fermetrum. En betri fyrir vikið. Ég settist við barinn og greip í blað. Sem ég stóð og blaðaði í ný- legu innanhússblaði Bakka- veldis á Bakkavelli með flenni- stórri mynd af þeim bræðrum á forsíðunni – mig minnir að þeir hafi verið í þann mund að gæða sér á fersku salati úr Tesco – þá gall í kallkerfinu að þeir far- þegar sem ætli til Póllands fari um hlið 1, þeir til Tékklands um hlið 2 en Kínafarar ættu að haska sér að hliði 3. Fyrir utan beið skínandi vél, hvítlituð eins og sakleysið. Veit ekki hvað Freud segði við því. Sem ég sat í sætinu pikkaði í mig Hreiðar Már í Kaupþingi, spurði hvort ég vildi kaffi. Í sama mund skaust Hannes Smára úr flugstjórnarklefanum í fullum skrúða. Sagðist vera syfjaður og ætlaði að taka einn skrens á tæki frá Flögu. „Ef allt klikkar: Hvar eru björgunar- hringirnir?“ spurði hann. Við það vaknaði ég af raun- verulegum blundi, hrökk upp af værum blundi. Hristi af mér drómann og langaði í viskí. Veit ekki hvers vegna. Hringdi í Ríkið og spurði hvort ein- hverjir hefðu skilað sérpönt- uðu viskíi, svona eins og staðan væri. Jú, þar var nóg til. Mikið búið að skila sér í hús og von á meiru. Ég tók þrjár flöskur. Fæ mér í glas í kvöld og annað á morgun. Skál. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Staðgreiðsla 2008 Nánari upplýsingar eru á vef ríkisskattstjóra www.rsk.is Um leið og ríkisskattstjóri óskar landsmönnum gæfuríks árs er minnt á að frá 1. janúar sl. tóku nýjar fjárhæðir gildi í staðgreiðslu. Skatthlutfall er óbreytt 35,72% Persónuafsláttur er kr. 408.409 fyrir árið eða kr. 34.034 á mánuði Skattleysismörk eru kr. 1.191.002 fyrir árið miðað við að greidd séu 4% af launum í lífeyrissjóð Sjómannaafsláttur er 874 kr. á dag. Frítekjumark barna 15 ára og yngri er 100.745 kr. Almennt tryggingagjald er 5,34%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.