Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR12 A T V I N N U L Í F I Ð Björgvin Guðmundsson skrifar „Það hefur verið mjög öflug vöruþróun í tengslum við fram- leiðslu á alifuglakjöti,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri á alifuglabúinu að Reykjum í Mosfellsbæ. Í fyrra jókst framleiðsla á kjöti um sjö prósent og nam alls 26.864 tonnum samkvæmt upp- lýsingum frá Bændasamtök- um Íslands. Mest jókst fram- leiðsla á alifuglakjöti, um 14,2 prósent, og rúmlega ellefu pró- sent á hrossa- og nautgripakjöti. Framleiðsla svínakjöts jókst um sex prósent en kindakjötsfram- leiðsla var óbreytt milli ára. Jón Magnús segir mikla framþróun hafa verið síðustu ár í framleiðslu á kjúklinga- kjöti sem er tilbúið til neyslu. Einnig hafi sala á kjúklingaá- leggi aukist. Kjúklingakjöt sé mjög vinsælt hjá ungu fólki sem er að byrja að búa. Það sé samkeppnishæft í verði, fitulít- ið og hægt að matreiða á fjöl- breyttan hátt. Heildarsala á kjöti jókst um 6,3 prósent í fyrra. Mest seld- ist af alifuglakjöti og er það í fyrsta skipti sem meiri sala er á annarri kjöttegund en kinda- kjöti á ársgrundvelli. Jón Magnús segir meira jafn- vægi á alifuglamarkaðnum en áður. Stórir bankar hafa að mestu komið sér út úr rekstr- inum, sem sé jákvætt fyrir þá sem eftir standa. Vissulega sé samkeppnin hörð og verð mætti vera hærra að hans mati en þró- unin sé í rétta átt. Nýjum neyt- endum fjölgar og búin eru laus við stór áföll. Í alþjóðlegum samanburði segir Jón Magnús að íslensk- ir framleiðendur standi sig vel. Þeir noti betra og dýrara fóður en margir erlendir framleiðend- ur svo kjötið verður betra. Eins er íslensk framleiðsla laus við öll vaxtaaukandi efni. Þróunin í Evrópu sé í þá átt að minnka notkun þessara efna en Banda- ríkjamenn noti enn þá slíkar að- ferðir við sína framleiðslu. - bg Alifuglakjöt selst meira en lambakjöt Kjötsala jókst um sex prósent í fyrra. Mest seldist af ali- fuglakjöti. Lambakjötið hefur misst efsta sætið í fyrsta sinn. METFRAMLEIÐSLA Á KJÚKLINGAKJÖTI Sala á alifuglakjöti var í fyrsta skipti í fyrra meiri en sala á lambakjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Stjórnendur fyrirtækja í rækjuvinnslu segja verð fyrir rækjuna enn þá lágt á heimsmarkaði. Það sé þó að hífast upp hægt og rólega. Hins vegar setji hátt olíu- verð stórt strik í reikninginn því dýrt sé að toga veiðarfæri fyrir rækjuna. Það svari varla kostnaði að sækja það litla sem má á Íslandsmið. Því er mest af þeirri rækju sem unnin er hér á landi keypt frosin af erlendum útgerðum. Hún er þýdd, pilluð, pökkuð og send aftur út. Þröstur Friðfinnsson hjá Dögun á Sauð- árkróki segir að verð á rækju hafi náð botninum árið 2006. Á síðasta ári hafi þetta svo heldur hækkað en vel verði að halda utan um reksturinn svo dæmið gangi upp. Þá skipti lykilmáli að vera með hagkvæma vinnslu og afkastamikla og hafa aðgang að hráefni. Ástæðan fyrir lágu verði segir Þröst- ur hafa verið mikið framboð frá Kanada, sem fór á fullt í rækjuvinnslu árið 2000. Frá þeim tíma hafi verið offramboð á pill- aðri rækju. Þá sé framboð á eldisrækju frá Asíu og Suður-Ameríku vaxandi. Nú eru einungis fimm rækjuvinnslur starfandi á Íslandi af einhverri alvöru. Það er á Sauðárkróki, Ísafirði, Bolungar- vík, Hólmavík og Grundarfirði. Jón Guðbjartsson, sem stendur ásamt fleirum að rekstri Kampa á Ísafirði, segir verðið á rækjunni verða að fara upp í ár svo útgerðir geti mætt hækkandi olíu- verði og staðið jafnfætis og í fyrra. Verð- ið hefur verið að stíga síðustu mánuði og fari vonandi áfram upp. Þau séu ekki í þessu til að græða peninga heldur til að lifa. Hann segir ekki gróðavænlegt að gera skip út á rækju þessi misserin. Í fyrra var í fyrsta skipti veitt undir þúsund tonn- um af rækju við Íslandsstrendur. Á yfir- standandi fiskveiðiári var rækjukvótinn aukinn til að mæta niðurskurði á þorsk- kvóta í um sjö þúsund tonn. Jón segir að sjávarútvegsráðherra hefði hæglega getað leyft veiðar á tuttugu þúsund tonn- um. Þeir sem áður veiddu bolfisk munu líklega reyna við rækjuna til að nýta skip og mannskap. - bg Verð á rækju á uppleið ERLEND RÆKJA PILLUÐ Meirihlutinn af allri rækju sem unnin er á Íslandi er keypt af erlendum útgerðum. „Við vildum rækta viðskipta- sambönd okkar milliliðalaus og því stofnuðum við dótturfélag í Færeyjum,“ segir Baldur Þor- geirsson, framkvæmdastjóri innlendrar starfsemi Kvosar. Eignarhaldsfélagið Kvos, sem meðal annars á prent- smiðjuna Odda og Kassagerð- ina hefur stofnað dótturfyrir- tæki í Færeyjum til að halda utan um sölustarfsemi félags- ins þar. Fyrirtækið hefur feng- ið nafnið Kassagerðin Føroyar P/F og er ætlað að styrkja stöðu Kassagerðarinnar í Færeyjum. Baldur segir miklar hræring- ar hafa verið á umbúðamark- aði í Færeyjum að undanförnu. Það fyrirtæki sem sá um sölu Kassagerðarinnar þar í landi hafi sameinast öðru. Því hafi stjórnendur Kvosar viljað taka sölu og markaðssetningu í eigin hendur. Helstu kaupendur umbúða í Færeyjum eru fyrirtæki tengd sjávarútveginum. Baldur segir Kassagerðina framleiða um- búðir úr bylgjupappa, eina fyr- irtækið á Íslandi. Einnig séu þau með í sölu innri og ytra byrði í öskjum. Mest sé selt til sjávarútvegsfyrirtækja en líka til fyrirtækja í lyfja- og mat- vælaiðnaði. Baldur segir margt hafa breyst á þessum markaði undan- farin ár. Áherslan á eigin fram- leiðslu hafi minnkað á kostn- að innflutnings. Hér heima sé framleitt það sem hagkvæmt þykir að flytja ekki inn. Hvað varðar framleiðslu úr bylgju- pappa hafi Kvos sérstöðu. Hann segir reksturinn ganga þokkalega. Í Færeyjum starfi tveir á vegum fyrirtækisins en um áttatíu manns starfi við um- búðarhlutann á Íslandi. Kvos er alþjóðlegt eignar- halds- og fjárfestingarfélag í prentiðnaði og skyldum rekstri og rekur meðal annars Odda á Íslandi. Kvos á 10 dótturfélög á Íslandi, í Bandaríkjunum og Evrópu og hjá því starfa rúm- lega 1.300 starfsmenn. - bg Aðstæður í Færeyjum breyttust STÓRIR Í SJÁVARÚTVEGI Kvos framleiðir mikið af umbúðum fyrir sjávarútveginn, bæði innri og ytra byrði á öskjum sem afurðum er pakkað í áður en þær eru sendar á erlenda markaði. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI S J Á V A R Ú T V E G U R O R K A & I Ð N A Ð U R L A N D B Ú N A Ð U R FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H Ö R Ð U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.