Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 23. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T F R Í S T U N D I N Betra sport en golfið Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings, er mikill áhugamaður um jeppaferðir og á forláta Econoline-jeppa með risadekkjum til að nota í sportið. Hann segir jeppaferðir um margt fjöl- skylduvænna áhugamál en mörg önnur sem menn hafa tekið upp. „Já, ég er mikill jeppamaður,“ játar Friðrik S. Halldórsson, framkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs Kaupþings, þegar á hann er gengið varðandi áhuga- mál. „Þetta tekur stóran hluta frítímans,“ segir hann, en Frið- rik var að undirbúa ferð í Kerl- ingarfjöll með félögum sínum þegar hann var tekinn tali fyrir helgi. Bíllinn sem Friðrik ferðast á er engin smásmíði, Econoline- jeppi á 46 tommu stórum dekkj- um. „Alvöru bíll.“ Þá er Friðrik ekki einn í sport- inu heldur stundar jeppaferð- irnar með hópi vina, auk þess að vera félagi í jeppaklúbbnum 4x4. „Þar hef ég verið með frá stofnun og hef í gegnum tíð- ina gegnt þar formennsku í ein fimm ár þótt ég sé það ekki núna og setið í stjórn í einhver tíu ár, þannig að maður hefur verið viðloðandi þetta.“ Vinahópurinn í jeppasportinu segir Friðrik svo hafa komið sér upp aðstöðu til að gera við og stunda breytingar sem nauðsyn- legar eru á bílunum, svo sem að hækka þá upp og koma á þá aukabúnaði. Þar ræður bíla- delluhlutinn sem Friðrik segir að laði hann að jeppamennsk- unni, en fyrst og fremst segir hann það hins vegar vera úti- veruna sem sé stærsti kostur- inn við þetta. „Það er ekki ónýtt að njóta okkar fallega lands með þessum hætti. En svo er bíladellan náttúrlega yfirgengi- leg og ólæknandi.“ Friðrik segir að vinir hans frá í menntaskóla hafi að stór- um hluta haldið hópinn síðan í jeppamennskunni. „Við höfum farið í gegnum súrt og sætt í þessu og núna búin að koma okkur upp góðri aðstöðu þar sem við erum með tækin. Hluti af þessu er félagsskapurinn og einmitt að vera með aðstöðu þar sem menn geta komið, spjallað og unnið saman.“ Jeppamennskuna segir Frið- rik síst tímafrekara sport en annað og að mörgu leyti hafi hún kosti umfram önnur áhuga- mál. „Til dæmis er auðveldara að ná fjölskyldunni saman í þeta sport en golfið. Þar er maður oft einn með félögunum en þarna fer öll fjölskyldan saman og mætti því segja að jeppa- mennskan sé bæði fjölskyldu- og vinavænni en golfið.“ - óká BANKAMAÐUR Á TRYLLITÆKI Friðrik S. Halldórsson, sem er framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Kaupþings, segist lengi hafa verið haldinn ólæknandi bíla- dellu. Hann hefur gegnt ábyrgðarstöðum í félagsskap jeppamanna og komið sér upp viðgerðaraðstöðu með hópi vina í jeppa- sportinu. MARKAÐURINN/AUÐUNN Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Þetta var frábært en ég varð svolítið áttavillt- ur og enn að velta því fyrir mér í hvaða átt vatnið rennur,“ segir Miroslav Manojlovic, framkvæmda- stjóri og einn eigenda veitingastaðarins Austur- landahraðlestarinnar. Mirolav fagnaði jólum og áramótum í Ástralíu, þar á meðal á hinum einstöku kóralrifjum við austurströnd landsins. Þetta eru einstakar náttúruperlur og eiga engan sinn líka í veröldinni. Sagt er að vatnið renni rangsælis þarna sunnan miðbaugs þótt Miroslav hafi enn ekki kom- ist til botns í málinu. Hann segir hugmyndina um að leggja á sig langt og strangt ferðalag til að upplifa öðruvísi áramót hafa komið upp þar sem hann flatmagaði ásamt góðvini sínum, Kristjáni Ferrer, í Bláa lón- inu síðastliðið hásumar. Þeir hafi leitað sér upplýs- inga á netinu um ferðakosti og nánari tilhögun auk þess sem þeir höfðu samband við vini og kunningja í Ástralíu til að bóka gistingu. Miroslav flaug frá Keflavík til Lundúna á að- fangadag og varði þar einni nótt hjá vinafólki. Á jóladag flaug hann svo áleiðis til Sydney í Ástral- íu með millilendingu í Seúl í Suður-Kóreu. Kristján, sem býr í Barcelona á Spáni, hitti hann í Sydney. Miroslav, sem er ættaður frá Bosníu en hefur búið hér á landi frá miðjum síðasta áratug, hefur í það minnsta í þrígang varið jólum og áramótum erlendis hjá vinum og kunningjum fjarri heima- högum í þau ár sem hann hefur búið hér. Og er þá hvorki átt við jólafagnað í foreldrahúsum í Bosn- íu eða hér á landi. Ein eftirminnilegustu áramót- in voru að hans mati síðustu aldamót í París þegar flugeldar lýstu upp Eiffelturninn. Ætlunin var að ferðast vítt og breitt um Ástr- alíu á þeim þremur vikum sem ferðin varði. „Við urðum hins vegar fljótlega að einskorða okkur við ákveðna staði enda landið geysistórt,“ segir Mir- oslav en í Sydneyborg hittu þeir Kristján sameig- inlegan kunningja áður en þríeykið hélt áleiðis til lítillar eyju á kóralrifjunum miklu, sem eru að mestu friðuð. „Eyjan heitir Lady Elliot Eco Island, er innan þjóðgarðsins á kóralrifjunum og einungis tveir ferkílómetrar að stærð. Maður gengur hana enda á milli á um tuttugu mínútum,“ segir Miroslav. Næstum ekkert er á eyjunni fyrir utan nokkur hús á hluta hennar. „Eyjan sjálf, sem mótaðist úr kóral, er viðkvæm svo mannaferðum er haldið í lágmarki. Aðeins hundrað manns er leyft að vera þar á hverj- um degi,“ bætir hann við en þar má bæði njóta ein- stakrar náttúru, fylgjast með ferðum skjaldbakna og stunda köfun svo fátt eitt sé nefnt. Miroslav segir mjög einfalt að ferðast á eigin vegum, slíkt geri fólk í auknum mæli í stað þess að festa sig undir verndarvæng ferðaskrifstofa. Ferðin hafi að sjálfsögðu kostað sitt. Flugið eitt til Sydney í Ástralíu, sem tók um 25 klukkutíma, hafi hlaupið á um 150 þúsund krónum en flug til Lady Ellios Eco-eyju ásamt gistingu í þrjá daga um 75 þúsund krónur. „Þetta er algjörlega þess virði,“ segir hann. Naut ástralskrar sólar á nýársdag Einstakt að upplifa áramótin sunnan miðbaugs, að sögn framkvæmdastjóra Austurlandahraðlestarinnar. D A G U R Í L Í F I … Steinunnar Sigurðardóttur, fatahönnuðar STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Það var rétt að Steinunn gæfi sér tíma til að líta upp frá undirbúningi Bandaríkjafarar þegar ljósmyndara bar að garði síðstastliðinn föstudag. MARKAÐURINN/EYÞÓR Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður er margverðlaunuð fyrir störf sín. Síðast fékk hún aðalverðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri. Í fyrradag, mánudaginn 21. janúar, undirbjó Steinunn myndatöku í New York. 5.45 Vaknaði í miklum kulda í New York. Fór í gegnum 50 tölvu- pósta og svaraði, vann með Iðunni í gegnum Skype til að klára bún- ingana fyrir Íslenska dansflokkinn. Fór í sturtu. 8.40 Komin á kaffihúsið á Grand Street og fékk mér tvo góða kaffi- bolla. Labbaði aftur í stúdíóið, dúðuð í margar peysur og tvo trefla. Þar kláraði ég að taka upp úr töskunum fyrir tökuna og áttaði mig á að „steama“ þyrfti allan fatnaðinn. Mary Ellen mætti og við töl- uðum saman. 10.00 Fékk aðstoðarmanneskju sem byrjaði að setja „steamerinn“ í gang og fór að vinna við fötin. Náði að brenna mig illa á tveimur fingrum. Var með klaka á fingrum fram á kvöld. Kláraði allan tölvupóst. Mikið gengur á í Danmörku þar sem næsta sýning verð- ur. 13.00 Talaði við Ísland og skrifstofuna, fór í gegnum ansi margt sem þurfti að leysa. „Set designer“ mætti og fór í gegnum „back- drop“ og fleira. Fór svo í bæinn með Mary Ellen að skoða skó, keypti eitt par fyrir myndatökurnar. 15.00 Staðfesti með tölvupósti mætingu fyrir alla á þriðjudags- morgni. Fór í gegnum öll fötin, raðaði í þeirri röð sem við munum „skjóta“ og kláraði allt sem þeim viðkemur. 17.00 Allt sölustaffið mætti á staðinn til að fara í gegnum línuna. Þau voru búin að bíða lengi eftir að sjá hana og voru yfir sig hrifin. Ég hitti þau ekkert fyrr en í næstu viku þegar „press event“ er þann 1. febrúar á 14th Street. Fer heim í millitíðinni og meira að segja til Danmerkur að vinna. 18.00 Kláraði að ganga frá öllu fyrir morgundaginn. Allt tilbúið, fingurnir orðnir góðir og ekki mikil blaðra. 19.00 Fór heim frekar þreytt og syfjuð eftir langan vinnudag. Fór samt út að borða með vinkonu minni. Hringdi heim og talaði við fjölskylduna. Strákarnir mínir voru hressir og kátir, en borgar- stjórnin enn og einu sinni fallin meðan ég er stödd erlendis. ÞREMENNINGARNIR FAGNA NÝÁRSDEGI VIÐ ÓPERUHÚSIÐ Í SYDNEY Miroslav Manojlovic (lengst til vinstri) segir það einstaka upplifun að ferðast til kóralrifjanna við austurströnd Ástralíu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.