Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.01.2008, Blaðsíða 24
er eign FL Group í þýska bankan- um Commerzbank. af hluthöfum Stork NV samþykktu yfirtökutilboð London Asquistion í félagið. er hækkun á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum síðast- liðna 12 mánuði. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Vart má á milli sjá hvar ríkir meiri ringulreið: á hlutabréfamarkaði eða í borgarstjórn Reykjavíkur. Eitt er hins vegar víst og það er að á hvorugum vettvangi treysta menn sér til að spá fyrir um hve- nær eða hvar ósköpin endi. Nú þegar ásakanir ganga á víxl milli fylkinga í borgarstjórn og borg- arfulltrúar keppast við að losa hnífasettin úr bakinu, geta unn- endur hins frjálsa markaðar þó huggað sig við eitt: markaður- inn lýtur þá þrátt fyrir allt skyn- samlegum kröftum. Eftir það sem á undan er geng- ið eru fáir sem trúa því að hið sama gildi um borgarpólitíkina í Reykjavík. Órói víðar en á markaði Ekki eru þó allir jafn sannfærð- ir um að skjálftinn á hlutabréfa- markaði eigi sér eðlilegar skýr- ingar. Sú staðreynd að í gær voru 666 dagar síðan Úrvals- vísitalan stóð jafn illa og raun ber vitni skaut mörgum miðlar- anum skelk í bringu. Talan 666 hefur gjarnan verið tengd illum öflum og jafnvel Satan sjálf- um. Þannig var því spáð í Biblí- unni að antikristur kæmi fram á sjónarsviðið á því herrans ári 666. Hvort skynsamlegt er að leggja einhverja merkingu í þessa staðreynd er annað mál og gaman verður að sjá hvern- ig greiningardeildir bankanna taka á málinu. Ljóst er hins vegar að verðfall hlutabréfa heldur áfram, hvort sem Satan sjálfur er þar að verki eða eitt- hvað annað. Stendur Satan fyrir þessu? Handbolti er ekki jafn vinsæll alls staðar. Bretar, sem halda Ólympíuleikana árið 2012, hafa aldrei staðið framarlega í íþrótt- inni. Ríkisstjórn landsins hyggst nú eftirláta góðum mönnum að ráða bót þar á og hefur feng- ið bresku handboltahreyfing- unni um fjögur hundruð milljón- ir króna í hendur til að undirbúa breskt ólympíulið í íþróttinni. Matt Dickinson, leiðarahöfund- ur The Times, er ekki par hrif- inn. „Grikkir hafa álíka mikla þekkingu á hafnabolta og við höfum á Guðjóni Vali Sigurðs- syni, handboltastjörnu frá Ís- landi og markahæsta manni síð- asta heimsmeistaramóts,“ segir Dickinson. Guðjón Valur getur þó vel við unað, enda líklega fyrsti íslenski íþróttamaðurinn til að fá nafn sitt birt á leiðarasíðu bresks dagblaðs. Guðjón Valur í Times 1,15% 126,5%98%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.