Tíminn - 07.06.1981, Síða 5

Tíminn - 07.06.1981, Síða 5
Sunnudagur 7. júni 1981 5 finnst dgætt að vera til svo liklega er það frekar skemmtilegt ’. Hrafn: „Sennilega verður það ennþá skemmtilegra eftir svona 20 ár. bá verður maður farinn að lita á þessi ár i rauða bjarman- um ”, Gunnhildur: ,,Mér fannst miklu B " Ég á mér bara einn draum í lífinu: að verða hærri en einn fimmtíuogfimm!" skemmtilegra á átta ára timabil- inu...” Hrafn: ,,Þeta fer eftir persón- um. Þeim sem hafa neikvæða af- stöðu til lifsins almennt finnst leiðinlegt að vera unglingur og öfugt”. — Hlakkiði til að verða „stór”? Gunnhildur: „Nei! Ég vildi helst minnka...” llrafn: „Að vissu leyti. Ég meina: Ekki getur maður verið unglingur i' 50 ár. Svo verður maður heldur ekki frægur meðan maður er unglingur...” Snorri: „Ég hef eiginlega aldrei hugsað úti þetta. Ég held að unglingar hugsi almennt mjög litið um þetta”. Hrafn: Nema þá þeir sem eiga sér einhverja mikilmennsku- drauma, eru búnir að marka sér braut i li'finu. En þeir eru fáir”. Snorri: „Það er helst meðan menn eru ennþá yngri. Litlir strákar vilja verða löggur, slökkviliðsmenn...” Gunnhildur: „Eða strætó- menn”. Snorri: „eða það. En svo eldist það af manni”. Gunnhildur: „Ég á mér bara einn draum i lifinu: að verða hærri en einn fimmtiuogfimm!” — Hvað ætliði að verða, þegar þið verðið „stór”? Hrafn: ,,Það verður að ráðast”. Gunnhildur: „Tja ha, ætli maður leggi ekki útá tónlistar- brautina og verði viðfrægur selló- leikari... Nei annars, ekki skrifa þetta”. Snorri: „Ég stefni nú ekki hærra en að komast á takkana i öskunni...” Hrafn: „Hvaða litillæti er þetta? Ætlarðu ekki i myndlistar- skóla?” Snorri: „Ég læt mömmu um þetta. Ég verð i sveitinni þegar þarf að skila umsóknum svo hún hefur öll ráð min i hendi sér”._ Snorri ■ />Ég læt mömmu um þetta... Hún hefur öll ráð mín í hendi sér." Hrafn: „Já, ætli ég láti ekki undan þrýstingi fjölskyldunnar og fari i menntaskóla...” — En nú skulum við tala um unglingasiðuna sem byrjar i næstu viku. Hvaö ætliði að hafa á henni? Snorri: „Hm”. Hrafn: „Hm”. Gunnhildur: „Hm”. Hrafn: ,,Nú við munum reyna að hafa þar efni sem unglingar geta hugsanlega haft áhuga á. En það er erfitt að alhæfa hvað þeir vilja”. Snorri: „Unglingavandamál- ið! ” Gunnhildur: „Kannski fjöllum við um herskipabækur...” Hrafn: „Við munum reifa ýmis mál”. — Svosem einsog hver? Hrafn: „Það viljum við ekki upplýsa að svo stöddu!” Gunnhildur: „Fólk á að kaupa Timann og komast að þvi. Eða er það ekki?” Hrafn: „Auövitað er þetta ekki alveg ákveöið. En við verðum til dæmis með pistla þar sem ung- lingar geta skrifað”. — Og hvað munu unglingarnir skrifa um? Hrafn: „Þeir geta skrifað um nokkurnveginn hvað sem þeim dettur i hug...” Snorri: „Ekki kæmi það mér á óvart...” Hrafn: „Nei, látið ekki svona. Það er ekki hægt að segja ná- kvæmlega á hverju unglingar hafa áhuga. En þetta verður efni tengt unglingum”. Snorri: „Og sumt ansi ná- tengt...” Þau Gunnhildur, Snorri og Hrafn komu sér saman um loka- orð. Þau fengust aftaná mjólkur- fernu: „Gott er að smakka gómsætt skyr og mjólk. Af þvf verða krakkarnir fullorðið fólk”. Hrafn ■ ,/Ætli ég láti ekki undan þrýstingi fjöl- skyldunnar og fari i menntaskóla."

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.