Tíminn - 07.06.1981, Síða 9

Tíminn - 07.06.1981, Síða 9
Sunnudagur 7. júni 1981 9 menn og málefni ðrlagaríkustu vanda- mál vestrænu þjóðanna Spurningar Callaghans ■ James Callaghan, fyrrver- andi forsætisráðherra Breta, hefur sjaldan látið heyra til sin siðan hann lét af formennsku flokksins á siðastl. vetri. Hann hefur að mestu leitt deilurnar i flokknum hjá sér. Þegar hann kveður sér hljoðs, lætur hann sig helzt varða alþjóðamál. Callaghan hefur nyiega birt grein, þar sem hann fjallar um þau mál, sem hann telur nú mestu vandamál vestrænna þjóða. Hann varpar þeim fyrst fram iformispurninga, sem eru efnislega á þessa leið: Hvernig geta vestrænar þjóðirháttað svo skiptum sinum viö Sovétrikin á kjarnorkuöld, að það leiði ekki til styrjaldar? Hvernig geta vestrænar þjóö- ir oröiö við kritfum þróunarrikj- anna um grundvallarbreytingar alþjóölegra efnahagsmála, sem hefðu það m.a. i för með sér, að vestræn áhrif hlytu að minnka? Að dómi Callaghans veltur framtiö vestrænna þjóða og raunar allra á þvi, hvernig til tekst meö lausn þeirra vanda- mála, sem þessar spurningar snúast um. Svörin við þeim eru strið eða friöur, uppbygging eöa eyðilegging. Lifa saman eða deyja saman Callaghan vikur fyrst i grein sinni aö sambúöinni viö Sovét- rikin. Skoðanir manna i vest- rænum löndum skiptist þar i tvö horn. Sumir telja Sovétrikin i mik- illi sókn kommúnismi sé að breiðast Ut. Þetta verði ekki stöövaö, nema vestræn riki fái algera yfirburöi hernaöarlega og Sovétrikin finni til minni- máttar sins. Þá veröi hægt að semja við þau. Aðrir telji, aö kommúnisminn hafi siður en svo verið að vinna á, heldur sé reynslan af honum slik, aö hann sé á undanhaldi. Sovétrikin séu ekki heldur aö styrkja stöðu sina, heldur komi aukinn veikleiki þeirra meira og meira i ljós. Skæruliðar I Afganistan reynist þeim ærið verkefni og viðvörun um að fara varlega i slik ævintýri. Þau treysti sér ekki til að taka Pól- land sömu tökum og Tékkdslóvakiu og Ungverjaland áður fyrr. Efnahagsástandið heima fyrir sé I ólestri og mörg þjdöarbrot geti efnt til uppreisn- ar t.d. ef til styrjaldar kæmi. SU fótfesta sem rætt er um, að ■ Sovétrikin hafi náð utan landa- mæra sinna, t.d. i Angola og Eþ'ópiu, geti tapast hvenær sem er, líkt og I Egyptalandi. Þess sjáist t.d. þegar merki i Eþfópi'u. Valdhafar Sovétrikjanna hafi þviekki siður áhyggjur af fram- tiðinni en stjórnendur vest- rænna rikja. Það geti hins vegar ýtt undir vi'gbúnaðarkapphlaup og striðsævintýri af hálfu þeirra, ef þau óttist að mark- visst sé stefnt að þvi að þau veröi hernaðarlega minnimátt- ar. Þau myndu þá heröa vig- búnaöarkapphlaupið. Þetta kapphlaup risaveldanna gæti leitt aö lokum til sömu tortim- ingar i vestri og austri. Það er skoðun þeirra, sem þannig li'ta á málin, að reyna beri samningaleið til þrautar. Með þvi sé stefnt að þvi, að þjóðimar I vestri og austri geti lifað saman, en deyi ekki saman eins og endalok kjarn- orkustyrjaldar að likindum yrðu. Tillaga Kennans Annar þekktur maður, George F. Kennan, hefur nýlega hvatt sér hljóðs um framan- greint efni. Kennan er viður- kenndur sem einn mesti fræði- maður, sem Bandarikin hafa átt á þessari öld á sviöi alþjóða- mála. 1 viðurkenningarskyni fyrir það, voru honum nýlega veitt friðarverðlaun þau, sem kennd eru við Albert Einstein. I ræðu, sem Kennan flutti i sambandi við afhendingu verð- launanna, ræddi hann um kjarnorkuvi'gbúnaðinn. Hann sýndi fram ¥\ að risaveldin, Bandarlkin og Sovétrikin, heföu hvort um sig nóg af eldflaugum og kjarnorkusprengjum til aö eyðileggja hitt, jafnvel þótt það hefði áður orðið fyrir árás. Kennan sagði, að I vopnabúr- um risaveldanna væru nú kjarnorkusprengjur, sem hefðu samanlagt meira en milljón sinnum meiri tortimingarmátt en sprengjan, sem féll á Hiroshima 1945. Kennan kvaðst harma að Salt- 2 samningurinn hef ði ekki verið samþykktur. Kennan sagði þó telja megin- þörf á þvi að ganga miklu lengra. Hann kvaðst gera þaö aö tillögu sinni, að Bandarikin leggðu til að risaveldin minnk- uðu nú þegar kjarnorkuvopna- birgöir sinar um 50%. Eins og nú er ástatt er ekki liklegt að þessi tillaga Kennans falli i frjóan jarðveg hjá for- ustumönnum risaveldanna. Salt-2-samningurinn er Ur sög- unni og engin sjáanleg viðleitni til aö hefja f alvöru viðræður um takmörkun langdrægra eld- flauga. Hins vegar er gefið i skyn, aö viðræður um meðal- drægar eldflaugar, staösettar I Evrópu, geti hafizt fyrir næstu áramót. Ef tölvurnar bregðast Hættan af kjarnorkuvopna- kapphlaupinu getur verið miklu nálægari en menn yfirleitt gera sér ljóst. Þessi hætta er ekki sizt sU, aö kjarnorkustyrjöld geti hafizt vegna misskilnings og mistaka. Samkvæmt frásögn enska blaðsins The Daily Telegraph 28. mai siðastliðinn, hefur rann- sókn á vegum bandariska þingsins leitt I ljós, að við- vörunarkerfi, sem á aö veita upplýsingar um yfirvofandi kjarnorkurárás, hafi hvað eftir annað brugðizt, þegar mest hafi reynt á það og er tölvum m.a. kennt um það. Þetta hafi fyrst komið I ljós fyrir fjórum árum og ekki hafi enn tekizt aö bæta fullkomlega Ur þvi. Af hálfu talsmanna hersins, er þvi haldiö fram að slikar bilanir komiekki að sök, þvi að gripið sé til vlötækrar könnunar áður en fyrirskipun sé gefin um að endurgjalda liklega eld- flaugaárás af hálfu Sovét- manna. Þrátt fyrir þetta, hefur þeim ugg ekki veriö Utrýmt, aö tölva eða tölvur geti orsakað kjarn- orkustyrjöld. Hættan er ekki eingöngu sU að bandariskar tölvur bili. RUssar hafa einnig viðvörunarkerfi, sem vafalitið byggist á tölvum eða einhverri slikri tækni að meira eöa minna leyti. Þeir eru taldir skemmra á veg komnir en Bandarikjamenn á þessu sviði. En þeir birta ekki skýrslur um þótt tölvurnar bili eða fullnægi ekki hlutverki sinu. Útbreiðsla kjarn orkuvopna Hættan af kapphlaupi risa- veldanna i framleiðslu kjarn- orkuvopna er ekki eingöngu sú, að þau kunni að gripa til þeirra af misskilningi eða ásetningi. Þetta kapphlaup ýtir að sjálf- sögðu undir það, aö fleiri þjóðir reyni að afla sér kjarnorku- vopna eða hefji framleiðslu á þeim. Indverjar hafa þegar búið til kjarnorkusprengjur, en ekki hafizt handa um framleiðslu á þeim I neinum mæli. NU eru horfur á, að Pakistanir hefjist handa um framleiðslu á þeim, esi þeir eru óðum sagðir nálgast það að geta framleitt þær. Bandarikin hafa hingað til spornað gegn þvi að Pakistanir framleiddu kjarnorkusprengjur og sett það sem skilyrði fyrir efnahagsaðstoð við þá. NU vill Bandarikjastjórn afnema þetta skilyrði, þvi að það myndi styrkja stöðu Pakistana gagn- vart Sovétrikjunum, ef þeir réðu yfir kjarnorkusprengjum. Indverjar óttast hins vegar, aö Pakistanir muni beina sprengjum sinum gegn þeim. Svar þeirra yröi að hefjast handa um framleiðslu á kjarn- orkusprengjum i stórum stil. Israelsmenn hafa bæöi kunn- áttu og getu til að framleiða kjarnorkusprengjur. Sum Arabarikin eru einnig talin vel á veg komin, m.a. Libýa. Það muni ekki draga úr striðshætt- unni I þessum hluta heimsins, þegar þessi riki geta orðið beitt kjarnorkusprengjum, án þess að veröa háð samþykki risa- veldanna. Meðan risaveldin keppast við að framleiöa kjarnorkuvopn, geta þau ekki vænzt þess, að aörir haldi að sér höndum. Hér gildir ekki minna er. fullkomið bann, sem nær til allra. Hungurdauði yfirvofandi Sambúð vesturs og austurs er vafalitið það vandamál, sem nú er ábyrgum vestrænum stjórn- málamönnum, eins og Callaghan efst i huga. SambUÖ norðurs og suðurs eða rikra þjóða og fátækra er þó ekki siður örlagarikt vandamál, eins og kemur fram i áðurnefndri grein Callaghans. Callaghan getur þess i grein sinni, að fundur 77-rikja hóps- ins, sem haldinn verður I Mexi- kó i október, geti oröið þýðingarmikill fyrir hinar svo- nefndu riku þjóðir, en þar eru vestrænar þjóðir I fremstu röö. Um 110 riki eru nU i 77-ríkja hópnum, sem dregur nafn sitt af þvi að f upphafi voru þátttöku- riki ekki nema 11. Aöalmálefni fundarins i Mexikó verður að ræða um mat- vælaskortinn i heiminum og hvernig brugðizt skuli við hon- um. Tillögum um úrbætur munu að verulegu leyti beint til hinna riku þjóða. Tölur alþjóðasamtaka sýna aö um 800 milljónir manna búa nú við meiri eða minni fæðu- skort i' Afriku, Asiu og Suður- Ameriku. Verst er ástandið i Af- riku. Þar ríkir raunveruleg hungursneyö i löndum og lands- hlutum, þar sem 150 milljónir manna bUa. Vegna langvarandi þurrka hefur kornframleiðslan dregizt geigvænlega saman á þessum landsvæöum. Ekkert nema metuppskera I heiminum á þessu ári, getur bætt Ur þessu ástandi fullnægj- andi. En þetta nægir þó ekki eitt, þvi að bæöi skortir fjár- magn og skipulag til kaupa og dreifingar, þótt korniö væri fyrir hendi. Skylda ríku þjóðanna Hér þurfa riku þjóöirnar að koma til hjálpar fljótt og myndarlega. Þegar hefur veriö hafizt handa um nokkra hjálparstarf- sem i og frekari ráðstafanir eru I undirbUningi, en þó virðist hungurdauði þUsunda og jafnvel milljóna manna framundan, ef ekki verður meira að hafzt en þegar hefur verið ráögert. Sök riku þjóöanna veröur þung ef ekki verður brugðizt ' myndarlega við af þeirra hálfu til aö afstýra þeim hörmungum, sem nU vofa yfir af völdum mat- vælaskorts. Aðeins brot af vigbUnaöarUt- gjöldum þeirra myndi nægja til þess að koma i veg fyrir þetta. Þó er þetta aðeins litill hluti þess vandamáls sem hér biöur úrlausnar til aö jafna lifskjör og efnamun I heiminum. Meöan sú mismunun helzt, sem nU rikir I heiminum, er mikil hætta á, að andúð I garð vestrænna þjóða aukist i þróunarlöndunum, þvi að þær eru taldar bera meiri ábyrgð á rikjandi efnahagsskipulagi i heiminum en austant jalds- þjóöimar. Vestrænu þjóðirnar eiga yfir höfði sér, að áróður byltingar- afla i þriðja heiminum gegn þeim magnist og verði þar vatn á myllu kommúnismans, nema þærhjálpi eindregið til að stuðla aö bættum hag og meiri áhrifum þróunarþjóðanna á efnahags- mál heimsins. Vestrænum þjóðum stafar ekki siöur hætta af þessari keppni við Sovétrikin en vig- búnaðarkapphlaupinu, eins og nýlega var bent á i enska blaö- inu The Economist, sem er þó siður en svo hliöhollt valdhöfun- um i Kreml. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.