Tíminn - 07.06.1981, Page 11

Tíminn - 07.06.1981, Page 11
Sunnudagur 7. júni 1981 íþróttir Víkingar efstir — 1 1. deild eftir 3-0 sigur gegn Þór Vi'kingar hafa tekiö forystuna i 1. deild Islandsmótsins i knatt- spyrnu eftiraö þeir sigruöu Þór 3- 0 á Akureyri í gærkvöldi. Vikingar voru betri aðilinn i leiknum og sigur þeirra var fylli- lega verðskuldaöur. Leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. Leikið var á mölinni og i norðangarra, en þó brá oft fyrir skemmtilegum leik sérstaklega af hálfu Vikinga. Lárus Guðmundsson var iðinn við kolann hann skoraði tvö af mörkum Vikings i leiknum, fyrra markið og reyndar fyrsta mark leiksins kom um miðjan fyrri hálfleik. Bakvörðurinn Þórður Marels- son lék þá upp vinstri kantinn og lék á einn varnarmann Þórs og gaf sfðan fyrir markið þar sem Lárus tók boltann viðstöðulaust og skoraði. Þannig var staðan i hálfleik en á 71. mín skoraði Jóhann Þor- varðarson frá vitapunkti, en Jó- hann hafði rétt áður átt skot af svipuðu færi. Þórsarar hófu siðan sókn og tökst að skora, en markið var dæmt af vegna rangstöðu og fannst mörgum það hæpinn dóm- Lárus Guðmundsson innsiglaði siðan sigur Vikings i leiknum er aðeins um tíu min. voru til leiks- loka og kom það mark eftir slæm varnarmistök. Þörarinn Jóhannesson ætlaði að gefa til markvarðarins en Haf- þór Helgason fyrrum Þórsleik- maður komst á milli og skaut en i markvörðinn og af honum hrökk boltinn til Lárusar sem skoraði. GK-Akureyri. LétthjáÍBV - sigraði FH 2-0 i 1. deild í gærkvöldi Enn einn ösigurinn átti ser stað hjá FH-ingum og nú var það gegn Vestmannaeyingum og fóru Eyjamenn með 2-0 sigur af hólmi eftir að staðan hafði verið 1-0 i hálfleik i 1. deild i Hafnarfirði i gærkveldi. Sigur IBV var sist of stór og \éku þeir FH-ingana oft grátt, sérstaklega i siðari hálfleik, en þá voru FH-ingar lika einum manni fiærri. Gunnar Bjarnason var rekinn af leikvelli á 64. min. þvi hann hafði fengið gult spjald i fyrri hálfleik og braut siðan gróflega á Sigurlási. En það var einmitt Sigurlás sem gerði fyrsta markið á 17. min. er hann einlék i gegn um vörn FH og skoraði. Það var siðan Kári bróðir Sig- urlásar sem skoraði seinna markiðum miðjan seinni hálfleik eftir sendingu frá Sigurlási. röp,- fréttir Nýtt fisk- verð ákveðið Nýtt fiskverð var ákveðið á fundi Yfimefndar Verðlagsráðs sjávarutvegsins i gær. Að meðal- talierum 8% fiskverðshækkun að ræða. Gildir hið nýja verð frá 1. júnf til 30. september nk. Þorskur og ufsi hækka um 9,1%, grálúða hækkar um 3%, verð á ýsu verður tíbreytt og aðr- ar fisktegundir hækka um 8%. Gert er ráð fyrirað greidd verði uppbot úr verðjöfnunardeild Aflatryggingarsjóðs, er nemi 25% á verö karfa og ufsa, og 15% á verö skarkola, þykkvalúru og grálúðu. Verðið var ákveðið af odda- manni nefndarinnar, ólafi Davfðssyni, og fulltrúum seljenda i nefndinni, þeim Ingólfi Ingólfs- dyni og Kristjáni Ragnarssyni, gegn atkvæðum fulltrúa kaup- enda, þeirra Áma Benediktsson- ar og Eyjólfs tsfeld Eyjtílfssonar. Kás 11 Útboð Vatnsleysustrandarhreppur óskar eftir tilboðum i gatnagerð og lagnir i Vogum. Verkið nær til jarðvegsskipta i götuslæð- um og lagningar vatns og skolplagna. Heildarlengd gatna er um 460 m. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps, Valfelli Vog- um og á Verkfræðistofu Suðurnesja h.f., Hafnargötu 32, Keflavik gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps mánudaginn 22. júni 1981 kl. 11.00 Sveitastjóri Vatnsleysustrandarhrepps Gaddavír, túngirðingarnet I f *r -v t j|:* BESTU KAUPINIAR ZTR 165 SLÁTTUÞYRLAN Þeysir inn á íslenska markaðinn á ótrúlega lágn verði Sterkbyggð. Fullkominn öryggisbúnaður. Driföryggi á reimskífu. Útsláttaröryggi. Auðveld i flutningsstöðu. Einföld hnifaskipting. Þrir hnifar á tromlu. Vinnslubreidd 1,65 m. Orkuþörf 40-60 ha. Klutningsstaöa tryggð með öryggis- búnaöi. Öryggiskúpling. Staðsetning sláttuhnifa. Umsögn Kristjáns Finnssonar, Grjótevri, Kjós. „Ég fékk ZTR sláttuþyrlu sumarið 1976 og hef slegið með henni um 50 ha. á ári s.l. 5 ár og hefur hún reynst slá mjög vel bæði fyrri slátt og há. Sláttuskifur eru efnismiklar og sér ekkert á þeim, þréU fyrir að mikið grjót er i túnum hjámér. Engar bilanir hafa átt sér stað á vélinni utan eðliiegt hnifaslit”. G/obusn LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 Hafið samband við sölu- menn okkar sem gefa nánari upplýsingar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.