Tíminn - 07.06.1981, Side 14

Tíminn - 07.06.1981, Side 14
14 Sunnudagur 7. júni 1981 ■ Þarf ekki aö vitna i Tómas á slikri munúöarstundu, þegar miöborg Reykjavikur dansar i sólskini, hitamælar gleöjast, is- kaupmenn græöa á tá og fingri og meyjablóminn er ennþá létt- klæddarien i fyrra. Ég kann bara ekki aö vitna i Tómas — ,,nú fyll- ist strætiö af...” Austur-stræti, sem sumir vilja beturskira „Langastétt” uppá nýtt, var vissulega fullt, iöandi af lifi eins og borgarar og betri borgarar væru aö fagna nýrri dagsbrún. Sem er satt: Borgin hefur tekiö hreinum stakkaskiptum siöustu árin, hvort sem er nýja borgar- stjórnarmeirihlutanum og til- slökunum hans á reglugerðum aö þakka eöa vaknandi vitund borgarbúa um aö gamla ládeyöan væri mannskemmandi. Unglingarnir, pönkarar og hin- ir, eru auövitaö upprifnir af hvitasunnuferðum eða rokkinu i bænum um helgina. Um niuleytið i kvöld upphefst æði fjörugt mannlif gangandi og keyrandi æskulýðs i miðborginni með Hóteí Borg, Hallærisplaniö og pulsu- vagninn sem helstu leiöarsteina. Otlendingur benti eitt sinn á rúnt- inn og spuröi mig: „Hvert er þetta fólk að fara? Látum skáld- in um aö svara þvi. Viö Útvegsbankann selur ný- bylgjufólk — mestanpart kunnir borgarar af yngri kynslóð — i leöurjökkum, meö keöjur og sól- gleraugu, allt sem þarf til að verða töff á yfirborðinu — merki, áprentaða boli, páfuglsfjaðrir og kinaskó, sennilega frá Lúsinni s/f. Virðulegri borgarar geta „THIS PLACE IS REALLY BE- COMING Á SWINGING TOWN” keypt myndir, bækur, ávexti og grænmeti, blóm handa eiginkon- um og ástmönnum. Ferðamenn lopapeysur og þjóölegar kleinur — allar heimsins lystisemdir und- ir beru lofti. Nema ljúfar veigar sem eru keyptar af rikisvaldinu, handlangaðar niöri miöbæ og drukknar þar i trássi við veröi laganna. Argól — eitt litskrúöugt markaðstorg hégómans viö sund- in blá. A Bernhöftstorfu riöa sólbakaö- ir englakroppar húsum, eru að smiöa fornminjar eins og góöur framsóknarmaður sagði um árið. Torfan viröist hafa sannaö til- verurétt sinn i augum Reykvik- inga, enda gömul hús ofarlega á vinsældalistum þessa dagana. t Austurstræti gengum viö fram á ritstjóra sem hló tryllingslega uppúr þurru og skundaöi inná kaffihús á fund gáfumanna sem láta ekki sólina glepja sig. Arnar- hóll eins og „fifilbrekka gróin grund” — afdrep fyrir elskendur i umgjörð blóma. Andlit á fartinni flest hver ókunnugleg, enda blaöamaöur fyrrverandi táningur og unglingar i stórfelldum meiri- hluta. Ætli þeir syrgi nokkuð deyföina á vinnumarkaðnum þessa siðustu góöviörisdaga. Kjöftugum feröamanni rataöist satt á munn i heyrnarmáli viö mig: „This place is really becoming a swinging town” — þetta er sannarlega að veröa bær meö sveiflu.. Myndirnar tala sinu máli. eh. ÉÉPÍI EVfcl b w jr § ,\ i ■ ■ M

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.