Tíminn - 07.06.1981, Side 16

Tíminn - 07.06.1981, Side 16
■ Hinn 26. febrúar árið 1930 seldist meira af dagblaðinu Tímanum í lausasölu í Reykjavík en nokkurn tíma fyrr eða síðar. Menn höfðu fregnað/ að Tíminn myndi f lytja óvenjulegt efni að þessu sinni. Þess vegna biðu menn eftir blaðinu og það rann svo ört út/ að prentsmiðjan hafði ekki undan að prenta það. Tíminn flutti að þessu sinni hina frægu grein //Stóru bombuna"/ eftir Jónas Jónsson, þáverandi heilbrigðisráðherra/ er var opið bréf til dr. Helga Tómas- sonar/ yfirlæknis á Kleppi. Segir hann þar frá heimsókn dr. Helga Tómassonar til sín, þar sem hann hafi látið það álit i Ijós, að hann þ.e. Jónas væri andlega sjúkur. ■ Forsögu þessa máls, þ.e. heimsóknar dr. Helga Tómasson- ar til Jónasar frá Hriflu og þ.a.l. „Stóru bombunnar” má rekja aftur til ársins 1927 þegar Fram- sóknarflokkurinn myndaði rikis- stjórn eftir alþingiskosningarnar það ár,sem m.a. hafði þær afleið- ingar að Jónas settist I stól heil- brigðisráðherra. Þvi er þetta rúmlega fimmtiu ára gamla deilumál rifjað upp hér og nú, til að minna á að fyrr en á siðustu vikum og mánuðum hefur stjórnvöldum og lækna- stéttinni lent saman i haröri rimmu, þó þaö væri með nokkr- um öðrum hætti en nú. Nú segja læknar upp til að freista þess að knýja fram hærri laun, en fyrir fimmtiu árum var m.a. deilt um embættisveitingar til lækna i formi „kalds striðs” sem endaði með „Stóru bomb- unni” þar sem yfirlæknirinn á Kleppi hélt þvi fram að heilbrigð- is- og dómsmálaráöherra lands- ins væri geöveikur. En áfram meö smjérið. Leynivínsala lækna stöðv- uð Fyrsta verk Jónasar frá Hriflu i embætti heilbrigðisráðherra var að beita sér fyrir þvi aö minnka sölu á áfengi. Bannlögin voru þá i fullu gildi, og var einungis hægt aö fá afgreitt úr apótekum gegn framsali lyfseöils. Hafði komið i ljós að læknar voru mjög örlátir á slika lyfseöla, og kannski ekki nema von.kynni einhver að segja. Vegna aðgerða Jónasar minnkaði sala á áfengi úr apótek- um um helming. En ekki nóg með það. Að auki beitti hann sér fyrir lækkun á meðalakostnaði, en álagning á þeim fannst honum full mikil. Eins og gefur að skilja litu læknar og lyfjafræðingar þetta athæfi óhýru auga. En um þver- bak fannst þeim þó key ra, þegar Jónas skipaöi i þremur læknis- héruðum unga lækna i embætti, vegna sérstakra tiimæla frá hér- aðsbúum. Með þvi gerði heilbrigðisráð- herra sig sekan um aö brjóta aldagamla hefð sem komin var á um veitingu læknishéraða, þ.e. að sá elsti og virtasti sem sækti um fengi stööuna. Hafði þessi gamal- gróna hefð i siauknum mæli kom- iö illa niður á sjúklingunum, þvi oft völdust allt að þvi farlama gamalmenni og heilsulausir læknar I héruö sem voru erfiö yf- irferöar. Endaöi þetta með þvi aö nokkr- ir utanbæjarmenn sendu heil- brigðisráðherra bréf, þar sem þeir létu 1 ljós þá ósk sina, að framvegis yrði ungum og heilsu- hraustum læknum veitt erfið læknishéruð. Undirstrikuöu þeir þessa ósk sina, meö þvi að segja aö hafa yrði hugfast aö „embætt- in væru ekki fyrir embættismenn- ina heldur fyrir almenning”. Fyrstu viðbrögö lækna Læknastéttin tók allar þessar aögeröir, en þó aöallega þá sið- ustu, þ.e. nýbreytni við veitingu læknisembætta, skiljanlega sem árás af hálfu veitingavaldsins gegn þeim. A aðalfundi Læknafélags Is- lands 28. - 29. júni árið 1929 sam- þykktu læknar, að skipa fimm manna embættisveitinganefnd og eftirfarandi tillögu: „Allir félags- menn Læknafélags Islands skulu skyldaðir til að senda allar um- sóknir um stöður og embætti til embættanefndarinnar einnar og skal henni heimilt að senda aö- eins eina eöa fleiri til veitinga- valdsins. óheimilt er félags- mönnum að taka setningu i em- bætti eða þiggja styrk til starfa i héruðum, sem standa óveitt nema með skriflegu samþyktti nefndarinnar”. Landlæknir lét strax i ljós þaö álit sitt að hann væri andvigur þessari samþykkt aðalfundarins, og boðaði úrsögn sina úr félaginu. Ljóst var að ef samþykktinni yrði haldið til streitu af læknum, þá hefði ráðherra aðeins eitt val, og þvi væri i reynd búið að taka veit- ingavaldiö úr hans höndum. Sigvaldi sækir um framhjá embættisnefnd lækna Haustið 1929 reyndi fyrst á þetta fyrirkomulag, er Keflavik- urlæknishérað var auglýst laust til umsóknar. Atján eða nitján læknar sendu umsóknir sinar til embættanefndarinnar og valdi hún úr umsókn Jónasar Kristj- ánssonar á Sauðárkróki. Gekk sú umsókn ein til ráðherra. Vandamenn Sigvalda Kalda- lóns, læknis og tónskálds, sem veriö haföi læknir við Isafjarðar- djúp og i Flatey, sendu umsókn fyrir hann beint til ráöherra, en Sigvaldi dvaldi erlendis um þetta leyti og hafði embættisnefndin þvi ekki haft samband við hann, og ekki heldur vitað af umsókn hans. Ráðherra veitti Sigvalda em- bættið þann 28. október árið 1929. Af hálfu lækna var reynt að fá Sigvalda til að draga umsókn sina til baka. Telja verður að hann hafi beygt sig fyrir vilja þeirra og þ.m. samþykkt læknafélagsins, þvi 1. nóvember sama ár sendir hann Jónasi frá Hriflu skeyti frá Danmörku, þar sem hann af- þakkar embættisveitinguna. Siðar þegar Sigvaldi Kaldalóns er kominn heim til Islands, ræð- ast þeir við hann og Jónas ráð- herra. Að þeim viðræðum loknum dregur Kaldalón afturköllun sina til baka að áeggjan ráðherra. Er ^ ©jaíbíert 04 «|»Kl»*l»m<>6i* Clmon» tt S««ni)«l4 poi»Uln*»4tHt. Mimt>an»»»ii*tnu, SirfjasK. Ctmon* « t Sombonínípe.liui Otnn Oojtaaa 9—U t). ítmt »9«. XIV. *r. Kfvkjnvík. 26. tclirínu I6SU. 6. blnS. helst taliö aö lögfræðilegar hjndr- anir hafivaldið þvi afturhvarfi.þvi samkvæmt lögum var Kaldálón skipaður I Kefiavikurhérað 28. október og missti samfara þvi Flateyjarhéraö. Hefði hann ekki hætt viö að draga umsókn sina til baka hefði hann misst bæði lækn- ishéruðin. Stjórn Læknafélagsins brást skjótt við þessu og rak Kaldalón umsvifalaust úr félaginu. Eftir þetta auglýsti ráðherra aldrei héruðin laus til umsóknar, heldur setti einungis i þau til bráðabirgða. Rannsóknardómari skip- aður með „bevis" frá kónginum Stuttu seinna var Þórður Eyj- ólfsson lögfræðingur, siöar próf- essor i lögfræði og hæstaréttar- dómari, skipaður með „bevis” frá kónginum rannsóknardómari i málinu. í niðurstöðum sinum sem hann siðar sendi I bréfi til dómsmálaráðuneytisins, sumarið eftir „bombuna”, „diskúterar” hann aðallega þrjár lagagreinar, þ.e. 43. gr. hegningarlaganna i sambandi við embættisveitingar, 69. gr. stjórnarskrárinnar um uppljóstr.un ólöglegs félagsskap- ar, og 108.gr. hegningarlaganna þar sem segir: „Hver sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur, og sem þeir einir geta beitt, sem hafa opinbert em- bætti, sýslun, eða umboð á hendi, skal sæta sektun eða fangelsi”. Taldi Þóröur siðastnefndu lagagreininga ná til þeirra er blekkingarlaust tækju hið raun- verulega veitingavald i sinar hendur. Aldrei var þó gert meira i þessu máli af hálfu hins opinbera. //Stóra bomban" fer af stað Þannig stóðu málin I byrjun árs ii „Stóra bomban Opið bréf til Helga Tómassonar é Kleppí Kt iiaíift, ivr. Ilelgj Tðnwuuion. tiú um mvkkra stunil, ó!hi&í& '>k tilwínisiaust ftá minni itúlíu gmt ydur, & nijiíy undnrU'gim or ft um- írgun hitt. títt ant mína iiagi. og |>aí! aitíí hi-iiu atbtirBum, nú eg 'ttyiíg «*-skik-Kt, ckki nízt vegna yAar n.tálfs i« framtíSar yðar, tM niiUitié on Iwknis. »» «e(a y8- ui t»kif»ri til a& skýra opinber- > uomtiAWíiimtin ditifAurí «i fvÁ fáciiium möan- uir., som unuu > nánustu sam- haiuii víft yftur. Og svo sóni vou- lcgx vai, cftn mólRvoxtum, báru \mr yður fyrír, ftSérfraeftingUi‘- íunf< á Klcppi fuilyrti aft dóras- máhiráfthemmn va*rí brj&ÍHður Ofr ófær tH aft gcgnr. starfi sinu. Pómur áiiks mamis hlaut aft vera lóttur, Rögðu jfui!ds«umhcrjunpr, flutfn vÍRinrfi vftar út um asthvar i byjrgöum Umdiáns htur atmemnnjgur n iHvaunír »em hér sltmdift aft. meft R»in:biaudi af fyrírlitningu og undrun yfír rangíleitni vkkar. J>v» aft Runuleíkuriun er sá, uft m aftstaftf? vkkar tii Iféknaveit- sttganna kugun yift borgara iandsins. Sctjurn svo, að þéi' vair- uft tú ícngdar geðvuíkraisftknir C Kieppi, Dungal aðRtoðammÖur vift hnskóiann og fíjami Snas bjönmor. embætUsiaus læknir í linfnarfirði. iivafta nauðsyn ruk- ur ykkur tii aft hcngja upp ó Oaiameuu gomlum Iwkni, «**,m þeir viija ekki htfyra ué ajá, og meina btdm aft fá uttgwi og rösk- m víkið að |>vi, hveruig tslauds- hankttfnóUft lilandaðlst inn í „bombumál" ykkar. Áftur en vikið er aft hetbragfti pví, er i’ér hafið titjyst svo mik- íft íl. mun eg vikja nokkrum orð- unt aft skyidum aftgerftum aom andstabftingar minir hafa gripíð til gagnvart mér. l’ar sem cg hefi nú um M áta skeíft tekift aUmíkímt hátt í um hót aatas'f; F rainsóknarfiok k s~ ins, hafi eg taisvcrða reynziu um vopmihyrð andt»t«ft»»«amui. Því nicirí oy oauðsynicgTÍ 'sem um- hotin rr, jn-í mejrí ér fjandskap- ur <>g. j'ógur heírra sem á ntóti jstanda. bví b-'tri »óin máistaftur hartti iánaða orku frá ókomnum ánim. ölafur Thors o£ V&itýr Stcfáns&on geugu i ílokki sítiura fram fyrir skjoldu meft penn&n skcmmiiega rógburð um eitur- nautn mina, unnar k iandsmóla- fuitdi í Vík, hinn 1 biafti sínu, Háftir vissu, nð þeú- fóru með vis- viíamii ósannindi. Béftir skrökuftu í sama tiígangi og hér. Heigí Tómssaon. l>eii gótu ekki onníft roál sín mcft rokum. Heldur en tapa kik | byrjun, vildu þeir frvi-íta aft vinna meft siikum rueð- Uiun;. Seímia mun h»ð ef til viil }>ykta morkilegt, þeyar frá verð- tir RRgt, að rnenn Sent engan dag átainsv cru saurír v*ð eitnráhrtf v>»«Ti<?r< «>«' tóbaks hafi reynt aft Forsiöa Tlmans 26. febrúar áriö 1930. ljósu fálmi yöar þóttist ég vita um „bombuna” og segi, aö ef þér sendiö eitthvert skjal af þvi tagi, þá mundi þaö veröa „historiskt” plagg. Þér þögöuö viö þvi, en virt- ust vera aö tæpa á þvi, aö ég léti undan læknunum um veitingu embætta. Ég benti yöur á, aö ekki væri læknislegt aö koma I slika heimsókn á þeim tima dags. Um læknana væri ekkert nýtt aö segja. Nokkrir þeirra heföu gert uppreisn gegn lögum landsins. Stjórnin heföi gert sinar ráöstaf- anir. Eftir fimm ár skyldum viö lita yfir vigvöllinn, ef viö liföum báöir. Þá rétti ég yöur höndina og gaf yöur til kynna, aö samtalinu væri lokiö.” Ekkert bréf borist enn Enn hefur Alþingi ekki borist neitt bréf frá læknunum þremur. í athugasemdum sinum viö „Stóru bombuna” sem birtust i Morgunblaöinu 28. febrúar, sagöi dr. Helgi Tómasson, aö búiö heföi veriö aö skrifa bréfiö. Hann svar- ar opnu bréfi Jónasar, en segir aö ekki komi til greina, aö gefa þjóö- inni upplýsingar um þaö á hverju niöurstööur hans um heilbrigöi, STÖRA BOMBAN” Rifjuð upp rúmlega fimmtíu ára gömul deila milli læknastéttarinnar og þáverandi heUbrigðisráðherra. Yfirlæknirinn á Kleppi lætur í ljós það álit sitt að heilbrigðisráðherrann sé ekki „normal” I k#í4£ll£tltxy//=í^y>\-\\^ i áriö 1930, þegar orörómur fór aö kvisast um „Stóru bombuna”. Um miðjan febrúar, en þá stóöu átökin um Islandsbankamáliö sem hæst I þinginu, gekk Helgi Tómasson á fund Ásgeirs Ás- geirssonar, sem þá var forseti Sameinaös þings, og skýröi hon- um frá þvi, að hann myndi ásamt þremur læknum öörum skrifa Al- þingi bréf, þar sem þeir lýstu þvi Jónas og læknamir Þannig leit Spegillinn á deilur lækna og Jónasar frá Hriflu út af veitingu héraöslæknisembætta. Þessi skopmynd sýnir nokkra forvlgismenn læknasamtakanna gera aöför aö ráöherra. áliti sinu, að Jónas Jónsson frá Hriflu, heilbrigðisráöherra, væri geöveikur, og yröi bréfiö birt op- inberlega innan tiu klukkustunda, ef Jónas hefði ekki látiö af ráö- herradómi fyrir þann tima. Asgeir reyndi að afstýra þessu og fékk Bjarna Asgeirsson i lið með sér, en þeir Bjarni og Helgi voru góöir kunningjar. Bjarni lýsti þvi m.a. yfir viö Helga, aö hann myndi gera Jónasi aövart og varö niöurstaöan sú, að Helgi bauöst til þess sjálfur aö segja Jónasi frá þessu. Aö áeggjan þeirra Asgeirs og Bjarna fór Helgi þó áöur á fund Tryggva Þórhallssonar, þáver- andi forsætisráðherra. Þeir Tryggvi og Helgi ræddust við i meira en fjórar klukkustundir siödegis þann 19. febrúar árið 1930. Lét Tryggvi það óspart I ljós, aö hann liti eingöngu á þetta sem pólitiskt mál og myndi haga sér eftir þvi. Er taliö aö viötalið viö Tryggva hafi haft mikil áhrif á Helga, og þá hafi honum verið ljóst, að eftir þaö var leikurinn tapaöur. Frá Tryggva fór Helgi á fund eins stéttarbróöur sins og hringdi þaðan til Jónasar og óskaöi eftir viötalinu viö hann, en þaö fór fram þetta sama kvöld á heimili Jónasar. // Bjóðiö þér mér á Klepp?" Sem fyrr segir ritaöi Jónas Jónsson frá Hriflu opiö bréf til dr. Helga Tómassonar sem hann nefndi „Stóra bomban” sem birt- ist i Timanum 26. febrúar árið 1930, þar sem hann segir frá heimsókninni og aödraganda hennar. Þar segir Jónas, að þeim sögum hafi verið haldiö á lofti um sig, bæði á prenti og i oröræöum, aö hann hafi verið vondur viö fermingarsystkini sin, væri drykkjusvoli, notaöi eiturlyf o.fl. Siöan minnist hann á þaö, aö dr. Helgi Tómasson hafi frá þvi um nýár borið út þá sögu, aö hann væri geöveikur. Þá kveöst hann hafa veriö lasinn um sinn og rúm- fastur nokkra daga. Þá hafi Helgi Tómasson hringt og beðiö leyfis að mega eiga tal viö sig. Segir siöan orðrétt i greininni: „Þér komiö litlu siöar og yður var boöiö sæti hjá rúmi minu. Ekki eruö þér fyrr setztur en þér segið, aö þér komið frá forsætisráð- herra og hafiö verið að reyna að hindra, aö framkvæmt yröi eitt- hvert reginhneyksli. Þér bætiö viö, aö ýmsar sögur gangi um mig i bænum, sem séu kenndar yður, en þér segizt treysta mér til aö trúa ekki slikum áburði. Þér sátuð dálitla stund undarlega „nervous” og flöktandi. Erindi kom aldrei neitt, en eitt sinn létuö þér i ljós, að yður fyndist ýmis- legt „abnormalt”* viö framkomu mina. Ég spurði spaugandi, hvort þér kæmuö til að bjóöa mér á Klepp. Þér svöruöuö þvi ekki, en af ó- S E n D 1 F 0 R Aldrei hefur enn i manna minnum, meira riöiö okkur tslendingur”, var ort um Daniel Danielsson, dyravörö i stjórnarráðinu, sem varö frægur fyrir þaö aö riöa meö uppsagnarbréf dr. Helga Tómassonar austur á Klepp. Mynd úr Speglinum árg. 1930. eða réttara sagt óheilbrigði, ráð- herrans byggjast, þvi hún sé alls ekki dómbær i sérfræöilegum efn- um sálsýkisfræöinnar. Stingur Helgi Tómasson upp á þvi, aö Al- þingi fái hingaö nefnd erlendra sérfræöinga til aö rannsaka heil- brigöi ráðherrans. Hinn 2. mars á eftir birtist I Morgunblaðinu traustsyfirlýsing frá 28 læknum til dr. Helga Tóm- assonar, þar sem þeir segjast treysta dómgreind hans. Nokkrum dögum seinna barst Jónasi undirskriftarlisti frá 3089 manns þar sem lýst er yfir trausti og stuðningi viö hann vegna framkominna árása á hann. //Þér eruð sendur sem geð- veikralæknir" I byrjun mai birti dr. Helgi Tómasson „Skýrslu um heimsókn mina til dómsmálaráöherra og aödragandi hennar”. Lýsir hann þvi þar fyrst að þaö hafi verið skoöun ýmissa lækna um Jónas Jónsson , „aö hann væri sennilega geösjúkur maöur”. Hafi komiö til oröa, aö nokkrir læknar sendu Alþingi aðvörun um þetta „til aö firra sig allri á- byrgð”. Lýsir hann einnig sam- tölum sinum um þetta viö Asgeir Asgeirsson og Bjarna Asgeirsson. Þá minnist hann á samtal sitt og forsætisráöherra og segir siöan um heimsókn slna til Jónasar Jónssonar: „Við heilsuöumst, og ráöherra spuröi hvort ekki væri allt gott aö frétta innan að frá mér. Jú, nokk- urn veginn, svaraði ég, en annars væri ég aðallega kominn til aö tala um annaö málefni og út af ýmsum sögum um hann, sem ég heyrði mig borinn fyrir, en ég vildi mótmæla aö væru réttilega eftir mér hafðar.... Ég sagöist nú ekki hafa ætlaö aö tala svo mjög um þetta (veit- ingamál lækna). Þá hálfreis ráö- herra upp i rúmi sinu og sagði I spurnarróm: „Þér eruð sendur sem geöveikralæknir?” Ég neitaði þvi, sagöist vera hér kominn sem maöurinn Helgi Tómasson, aö visu meö nokkra sérþekkingu á sviöi geösjúk- dóma. En af þvi aö ég skoðaði mig sem frekar vinveittan ráö- herranum, þá heföi ég viljaö koma til hans og segja honum, aö ég og nokkrir aörir læknar litum svo á, sem ýmislegt i fasi hans og framkomu væri — ekki normalt. Ráöherran bað okkur aö segja hverjum sem hafa vildi að hann væri geöveikur. Ég vildi reyna aö foröast þaö hneyksli, sem af þvi mundi hljót- ast, sagði ég, en ég,ief nýlega sagt forsætisráöherra frá þvi, aö viö heföum grun um þaö. Ráöherran svaraöi: „Ég skoöa þetta aðeins sem eina læknaó- svifnina enn — ég hef 37.4 stiga hita og kvef — dettur ekki i hug aö tala um þetta viö yöur. Þér fáiö mig aldrei á Klepp, og nú rétti ráöherrann mér höndina til kveðju... En ráöherra hélt áfram meö augunum aftur: Bardaginn held- ur áfram, hvort sem ég verð ráö- herra eöa ekki. Sá sterkari skal sigra. Berjist þiö meö ykkar vopnum og vottorðum. Viö lifum máske báðir eftir 5 ár og skulum þá lita yfir vigvöllinn”. Jónas víkur dr. Helga úr embætti Hinn 1. mai vikur Jónas dr. Helga fyrirvaralaust úr embætti yfirlæknis á Kleppi, en skipar 01- af Thorlacius fyrrverandi héraös- lækni I Reykjavik I hans staö til bráöabirgöa. Siöar var Lárusi Jónssyni lækni á Höfn i Horna- firöi veitt embættið. Enn höföu samtök lækna beöiö ósigur fyrir ráöherra, en þau höföu ætlaö sér að koma I veg fyrir að nokkur tæki viö af Helga á Kleppi. Stjórn Læknafélags Is- lands brást við þessari veitingu Lárusar likt og Sigvalda Kalda- lóns, og rak hann tafarlaust úr fé- laginu. Nokkur ágreiningur hlaust út af brottrekstrum þeirra og töldu sumir læknar aö brottvikningarn- ar væru ólöglegar. Visuðu þeir til 11. greinar i lögum Læknafélags- ins þar sem segir, aö stjórnin geti vikið félögum um stundarsakir úr félaginu, en veröi siöan að leggja til úrskuröar næsta aöalfundar, sem ekki var gert. Lék þvi veru- legur vafi á lögmæti aðgerða stjórnarinnar. Vandkvæöi uröu i sambandi við skjöl og meöalaskrár sem Helgi Tómasson tók meö sér viö bottför sina af Kleppi. Taldi hann ýmist þau vera sína einkaeign eöa sagöi aö þau væru alls ekki til. í sumum tilvikum reyndist nauösynlegt aö fá hjálp fógeta viö endurheimtur þeirra. 1 kjölfar „Stóru bombunnar” fylgdi nokkur fjöldi meiöyröa- mála. T.D. unnu Matthias Ein- arsson og Bjarni Snæbjörnsson, báöir læknar, meiöyröamál gegn Jónasi frá Hriflu. Úr þessu fór kraftur bombunn- ar óðum þverrandi, landskjör var framundan og menn höföu þvi um nóg annaö að hugsa. Eftir stendur atburöarrásin ein og óstudd og skipar sér viröulegan sess meöal margra skemmtilegra mála sem skráö eru á spjöld Islandssögunn- ar. // Yfirgengilegur prakk- araskapur" Þegar skyggnst er yfir atburö- arrás bombu-málsins, nú rúm- lega fimmtiu árum siðar, liggja linur skýrar en áöur. Sjálfsagt deilir enginn um þaö aö Jónas Jónsson frá Hriflu var umdeildur stjórnmálamaöur sem haföi sínar skoöanir á málunum og fylgdi þeim eftir af haröfylgi. Spurning- in um geöheilsu Jónasar kemur málinu raunverulega ekkert viö, þvi burtséö frá hvernig andlegri heilsu hans hefur veriö háttaö, er hitt vist aö bomban var fyrst og fremst pólitiskt moldviöri, átök milli ólikra hagsmuna- og hug- sjónahópa. Halldór kallinn Laxness kemst vist næst sannleikanum um bombu-máliö i grein sem hann skrifar I Timann 8. mars áriö 1930. Þar er hann m.a. að ræöa um heimsókn dr. Helga til Hriflu-Jónasar og segir m.a. aö honum hafi „blöskrað jafn yfir- gengilegur prakkaraskapur”. (Kás tók saman) Jónas Jónsson frá Hriflu Dr. Helgi Tómasson Ásgeir Ásgeirsson Sigvaidi Kaldaións

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.