Tíminn - 07.06.1981, Qupperneq 24

Tíminn - 07.06.1981, Qupperneq 24
24 Sunnudagur 7. júnl 1981 „Eg heyrði drunurnar frá fallbyssum Þjóðverja við Moskvu9f Hann stjórnaði skipshljómsveitinni á Mauretaníu, kom til Islands 1940, var sendur til ráðstefnunnar í Casa Blanca, þá til Moskvu og loks í átökin á Kyrrahafi, - nú er hann tónlistarkennari í Ástralíu - Tímamyndir: ELLA ■ Eyjólfur Jónsson og Joseph Walsh fyrir framan Fálkagötu 36, æsku- heimili Eyjólfs. ■ Striösárin færast fjær i tíman- um, þtítt enn muni margir íslend- ingar eftir strlösárunum ( Reykjavik, braggaþyrplngum þeirra, gaddavlrsflækjum, sand- pokahleöslum og dátum, bresk- um og ameriskum. Enn getur margur landi sagt frá ýmsu minnisveröu frá þessum árum, en hitt er sjaidgæfara aö rekast á einn þeirra „nafnlausu” lítlend- inga, sem fylltu raöir hernáms- liösins og heyra hvernig þessi tlmi komi honum fyrir sjónir og þaö þvi' fremur sem umræddur maöur á aö baki mjög svo sér- stæöa sögu og þá ekki slst eftir aö hann fór frá Islandi til starfa á öörum vettvangi i styrjöldinni. Þetta er Englendingurinn Joseph Walsh, sem nd hefur gerst Astraliumaöur, en hann er nU staddur á lslandi I nokkurs konar pilagrlmsför á gamlar slóöir. Hann dvelur þessa dagana hjá fornvini sinum, Eyjólfi Jónssyni sundkappa og lögregluþjóni og Katrinu konu hans, en þeir Eyjólfur kynntust á gamla Grimsstaöaholtinu áriö 1940 Hljómsveitar- maður á Mauretaniú ,,Ég er fæddur i Leeds áriö 1907,” segir Walsh, þar sem viö sitjum meö honum á heimili Eyjólfs viö Rauöageröi 22. ,,Ég fór I menntaskóla hjá JesUItum sem unglingur, en siöar, þar sem ég haföi ákaflega mikinn áhuga á tónlist, hélt ég til Amerlku og geröist saxófónleikari, en þaö var ekki algengt þá aö Englendingar lékju á saxófón. Mér sóttist tón- listamámiö ágætlega og ég fékk stööu sem hljómsveitarstjóri um borð I farþegaskipinu Mauretania, sem sföar varö mjög frægt, er þvi var sökkt. Ég lék þar um borð á árunum 1929 til 1935 og sigldi meö þeim um öll heimsins höf. Þessi ferill var þó ekki samfelldur, þvl ég vann um skemmri tlma sem hljóöfæraleik- ari i ýmsum löndum, svo sem Þyskalandi, Egyptalandi, Vestur Indfum, - Jamaica. í Englandi hóf ég þá rekstur sem hljóöfærasali og haföi opnaö þar átta verslanir, þegar striöiö byrjaöi. Ég verslaöi með öll möguleg hljóöfæri, nótur og ann- aö sem tónlist varöaöi, þó ekki pi'anó. Lifiö á farþegaskipunum I þá daga var dásamlegt. Viö hljóm- sveitamennirnir liföum eins og kóngar, áttum frl þegar skipiö var ihöfn og nutum ella sama at- lætis og farþegar á skipinu. Svo kom striöiö. Ég gekk I sjó- herinn, en vissi auðvitaö ekki fremur en aörir hvert ég yrði sendur. Ég hlaut þjálfun sem loft- skeytamaður og kom til Islands áriö 1940, mjög skömmu eftir aö fyrstu bresku hermennirnir stigu hér á land. Reykjavik var þá ekki stór, ég held aö fbiíarnir hafi ver- iö um 30 þiisund. Fólkiö var vin- samlegt, en alls ekki neitt meira en þaö, — ekki óvingjarnlegt. Ég vann i'gömlu loftskeytastööinni á Melunum á bak við háskólann og verkefni mitt þarna var aö taka viö allra handa fjarskiptum, einkum frá skipum og ég heyröi mörg neyöarköll, — gjarna voru þau á þá leiö aö skip tilkynnti um kafbát eða þá aö tundurskeyti frá kafbát heföi sést. Oftsinnis heyrö- istekki meira frá þvi skipi. Þarna I stööinni fylgdist ég meö viöur- eign Bismarck og Hood frá upp- hafi til enda, en fjarskiptin fóru fyrst um stööina hjá okkur á Is- landi og viö sendum þau svo áfram til Englands. Ég man vel eftir siöasta kallinu frá herskip- inu De\'onshire, þegar hin ógur- lega atlaga aö Bismarck var á enda. HUn var svona: ,,Ég hef sökkt Bismarck með tveimur tundurskeytum. Allar byssur voru þagnaöar og flaggiö enn við hUn.” Oftsinnis heyrði ég þrem eða fjórum skipum sökkt á einni nóttu, og fyrir kom aö þar voru islensk skip á meðal.” Talaði íslensku eftir sex mánuði „Ég lagði strax mikla áherslu á aðlæra islensku og aö sex mánuö- um liönum var mér falið aö þýöa þaö helsta Ur islensku dagblööun- um fyrir yfirboöara mina. Ég notaöi til dæmis Islenska bæna- bók, meöan ég dvaldi hér á Islandi, en ég er kaþólskur. Ég geröist meira aö segja svo djarf- ur aö fá prentaða eftir mig frá- sögn á i'slensku I Morgunblaöinu, sem nefndist: „Sjóliöi lýsirskoö- un sinni á íslandi.” Þessi kunnátta geröi mér auöveldara aö eignast vini á Islandi og þar ber frystan aö telja Eyjólf Jóns- son, en heimili hans og foreldrar varö sem mitt eigiö heimili og mínir foreldrar. Vegna Islensku- kunnáttu minnar var mér einnig fengiö þaö verkefni aö rita niöur athugasemdir Islendinga, sem sátu i nefnd þeirri, sem banda- riskir og enskir foringjar áttu sæti i' ásamt einum fimm hátt- settum íslendingum og fjallaði um notkun siglingaleiöa viö Island, vegna hernaöarþarfa. Auövitaö töluöu Islendingarnir ensku, en samt var þess óskað aö ég sæti þessa fundi einnig og skrifaöi niöur þaö sem tslending- arnir sögöu. Þetta mun svo hafa verið boriö saman. Dvölin hér á íslandi varö mér annars til hinnar mestu ánægju og þaö á ég Eyjólfi Jónssyni og hans fólki aö þakka og einnig Ein- ■ A reiöhjóli á Grimsstaðaholti áriö 1940 ari heitnum Jóhannessyni hafn- sögumanni og hans fjölskyldu, sem var mér mjög hjálpleg. Viö Eyjólfur fórum i hjólreiðaferðir út fyrir Reykjavik og nutum lifs- ins i ríkum mæli, ekki sist á fimmtudögum, þegar hermenn- irnir áttu ella aö halda sig I búö- um slnum, en ég naut tiltölulega mikils frelsis I minni stööu hér. íslendingar sem ég ræddi við töldu yfirleitt aö ég væri Norð- maöur. Þeir heyröu á mæli minu aö ég var ekki íslendingur, en töldu fráleitt aö þetta væri Breti. Tundurdufla- lagningar „Til þess aö tdjast fullgildur I breska flotanum, uröu menn aö vera minnst sex mánuöi á sjó og ég var sendur til Englands aö nýju áriö 1941, til þess að afplána þessa skyldu. Ég var látinn um borö I tundurduflalagningaskipiö „Adventure” og viö sigldum þeg- ar upp i' sundið á milli Islands og Grænlands, þar sem viö vorum um hriö. Þá lá leiöin austur að Noregsströndum og þar vorum við lengi viö duflalagningar. Þetta var afskaplega kuldalegt og oft erfitt starf og ég man eftir óhugnanlegu slysi, þegar viö vor- um aö leggja. Menn stóðu viö borðstokkinn og veltu duflunum út fyrir og einn félagi okkar fest- ist viö dufliö og fór út meö þvi. Það flaut um stund, en byrjaöi svo aö sökkva. Hann fékk ekki losaö sig og ekki var um aö ræða aö snúa við, heldur varð að sigla áfram þar tilöll keöjan með dufl- unum var komin út. Af Casa Blanca ráðstefnunni til Rússlands ,,AÖ lokinni þessari sjómennsku minni var ég sendur á skóla breska sjóhersins i Dartmouth. Aö lokinni skólun þar var ég send- ur til Casa Blanca ráðstefnunnar, þar sem verið var aö ræöa innrás I Evrópu og ákveöiö var aö ráöast inn i ítallu, en fresta innrásinni I Normandi. Ég haföi lært talsvert I rússnesku á árum mlnum I Amerlku, ekki sist vegna kynna af manni sem ég hitti þar og haföi veriö I flota Rússakeisara á sln- um tíma, en gerst landflótta eftir byltinguna. Hann var yfirtúlkur Bandarikjamanna siðar viö Niirnbergsréttarhöldin. Ég var auðvitað ekki afbragös snjall rússneskumaöur, en þessi kunnátta varð til þess að ég var sendur til RUsslands, þegar aö loknum þeim dögum sem Casa Blanca ráðstefnan stóö... Ég átti aö fara til Sochi, sem er viö Svartahaf, en þeirri ráðagerö varö aö breyta, þar sem Þjóö- verjar tóku Sevastopol þessa dag- ana og ég gat ekki náö til þessa ákvöröunarstaðar. Þvl lá nU leiö- in til Moskvu. Þar var ég geröur aö foringja i bresku fjarskipta- deildinni, sem ekki sist haföi þaö starf meö höndum aö gefa RUss- um upplýsingar um þær birgöir, sem væntanlegar voru með skipalestum frá Bandarlkjunum. Ég var i Moskvu haustiö 1941, þegar Þjóöverjar komust mjög nærri Moskvu og heyrði glögg- lega drunurnar frá fallbyssunum. RUssar voru geysilega kröfuharö- ir og samskiptin við æöri menn þeirra jafnerfiö og allur almenn- ingur var mikiö indælisfólk. For- ingjar RUssa létu til dæmis rifa hvert plagg af sendingunum sem komu meö skipunum, sem sýndi að þetta væri aöfengiö og aldrei létu þeir minnsta þakklæti I ljósi. „Viö erum aö bjarga ykkur, —fá- iö okkur þetta undir eins.” Þann- ig var tónninn i þeim. Fyrir kom aö skipunum ætlaöiekki aö takast aö fá vatnsballest til heimferðar- innar i' rUssnesku höfnunum. Þeir fylgdust afskaplega vel meö okk- ur Utlendingunum. Stundum hélt ég að viö værum lausir við út- sendara þeirra og leynilögreglu menn , en löngu siöar vissi ég aö það var misskilningur. Þeir vissu alltaf hvar við vorum og hvaö viö höfðumst að, hverja stund sólar- hringsins. Ég bý nú I Astrallu og ég varö var viö þaö I mörg ár eftir striöiö aö þeir vissu mætavel um mina hagi þar, vini og lifnaöar- hætti, — menn gætu haldið aö þetta væri imyndunarveiki en þaö er langt frá þvi. Kyrrahafs- stríðið 1 RUsslandi var ég frá þvi siöla árs 1941 til 1944, en þá var ég sendur til eyjarinnar Manus, þar sem Bretar höföu flotastöö, en hUn er skammt norðan Nýju Glneu og haföi unnist Ur höndum Japana fyrir ekki alls löngu, þeg- ar ég var þangaö sendur. Mér er minnisstætt aö okkur var skil- I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.