Tíminn - 07.06.1981, Qupperneq 30

Tíminn - 07.06.1981, Qupperneq 30
M ' T t'í 'J-t .■ Sunnudagur 7. júni 1981 ■ Hann býr i kyrrlátu og rik- mannlegu hverfi i London og frá húsi hans virðist stafa friðsemd og ró. Dyrnar eru umkringdar plöntuskrúði, en handan þeirra er allt önnur veröld, veröld laun- morðingja, skuggalegra samsæra og rikisleyndarmála. Þetta er veröld Michael Eddowes, 73 ára gamals lögfræðings sem stendur á þvi fastar en fótunum að Vest- urlönd brjótist nú máttvana um i einum allsherjar samsærisvef. Eddowes telur að sönnunar- gögnin sem fært geti sönnur á samsæriskenningu hans liggi grafin i Fort Worth i Texas, i gröf Lee Harvey Oswalds, mannsins sem ætlað er að hafi myrt John F. Kennedy Bandarikjaforseta. Kenning Eddowes er sú, að það séu alls ekki bein hins rétta Os- walds sem hvila i þessari gröf heldur rússnesks njósnara og tvi- fara Oswalds, fyrirmyndarfull- trúa 13. deildar KGB, launmorða- og skemmdarverkadeildinni. Michael Eddowes hafði tekist að fá leyfi ekkju Oswalds til að gröfin yrði opnuð til að ganga úr skugga um réttmæti kenningar hans. Bróðir Oswalds, Robert, sagði hins vegar þvert nei og við það situr, en Eddowes biður nú úrskurðar dómstóls sem hann hefur beðið aö ógilda neitunar- vald bróðurins. Michael Eddowes er lágvaxinn maður, vel klæddur og vinnusam- ur. Þar sem hann situr með rauð- an og hvitdoppóttan tóbaksklút- inn um hálsinn, með gullna úr- keðjuna og klæddur látlausum en óaðfinnanlegum hversdagsfötum, minnir hann helst á enskan Holly- woodleikara sem komist hefur langt á framabrautinni. Hann stingur raunar talsvert i stúf við andrúmsloftið inni i skrifstofu sinni, þar sem allt minnir á glæsi- brag liðins tima, rauð teppin, flauelisgluggatjöldin og gull- slegnir speglar. Bækurnar á horninu á geysistóru leðurklæddu skrifborðinu fjalla flestar um John Kennedy, morðið á honum, og um KGB. Það er hátt til lofts i herberginu og stórir gluggar svo þar mundi vera bjart ef ekki væru dregin niður gluggatjöld. Fyrir vikið er skuggsælt inni, jafnvel um hábjartan dag, en þá er þess að gæta að samsæri þrifast betur i myrkrinu en dagsbirtunni. Varla verður hjá þvi komist að þaö hvarfli að manni hversu Eddowes virðist sprottinn upp úr sannbreskri hefð einkaspæjara, eins og þeir hafa birst á frægum bókum. Hann er auðugur maður sem ver tima sinum og fjármun- um til að kafa ofan i dularfull mál og velur viðfangsefni sin sjálfur. Maður veltir þvi óvart fyrir sér hvorthann finni til skyldleika við Lord Peter Wimsey og Sherlock Holmes. Eddowes þekkir lika marga ráðamenn og fyrirmenn i heiminum. Eins og Sherlock Holmes og Peter Wimsey virðist Eddowes ávallt sækja óviljandi á vettvang atburðanna. Er hann var á skemmtiferð i Þýskalandi ásamt nokkrum flugmönnum á fjórða áratugnum kom hann til Munch- en og dvaldi þar hina svonefndu „Nótt löngu hnifanna” (Þegar Hitler lét myrða alla hugsanlega keppinauta sina i nasistaflokkn- um). „Nótl hinna löngu hnífa” Tveimur árum siðar var Eddowes enn á ferðinni i Þýska- landi og veitti á einum stað at- hygli þýskum vinnuflokki sem þrammaði eftir götum uppi i sveit. Fyrir forvitnis sakir elti hann hópinn á hjóli sinu i nokk- urri fjarlægð. „Þeir báru skóflur um öxl og sungu mikilúðlega söngva. Þeir þrömmuöu allan daginn og tóku aldrei eina einustu skóflustungu. Um kvöldið fóru þeir i gegnum einhver hlið þar sem voru varðskýli og i þeim tveir menn meö skóflur um öxl.” Eddowes hraðaði sér heim til Englands og tjáöi John Walter (fjölskylda hans átti hlut i The Times) að Þjóöverjar væru að byggja upp her. „Ég vissi ekki þá”, segir Eddowes, „aö eigin- kona hans var félagi i þýsk-ensku vináttufélagi.” Þegar Eddowes var ásamt eiginkonu sinni og ungverskum greifa staddur i Búdapest hófst innrás Þjóðverja i landið. Þeim hjónunum tókst að flýja úr landi i ■ Eddowes hefur glimt við marga gátuna á ferli sinum. Hér stendur hann við dyrnar sem hann notaði til að sanna að dæmdur morðingi hefði f raun verið saklaus af að myrða kornunga dóttur sina. SAMSÆRI! Michael Eddowes er auðugur einkaspæjari sem eyðir öllum tíma sínum og peningum í að grafa upp sannanir um ógurlegt samsæri kommúnista gegn Vesturveldunum. Hann sér merki þess í hverju horni.... tæka tið en tæpara mátti ekki standa. Greifinn var hins vegar myrtur af Þjóðverjum daginn eft- ir. England á nú i höggi við aðra óvini og Eddowes er þegar kom- inn á sporið. Hann kveður hvert samsærið hafa rekið annað af hálfu þessara óvina allt frá Pro- fumomálinu til innrásar Kinverja i Indland, Kúbudeilunnar, Kennedymorðsins og Vietnam- striðsins og enn sé ekkert lát þar á. Eddowes segist fyrst hafa orðið þess áskynja árið 1962 er hann hafði lent i bilslysi og leitaði læknishjápar hjá beinasérfræð- ingnum Stephen Ward. 1 gegnum hann kynntist Eddowes Christine Keeler og sovéska flotaforingjan- um Eugenie Ivanov. „Læknis- stofa Ward var njósnahreiður”, segir hann. „Sambönd hans voru geysileg og náðu alla leið upp i rikisstjórnina. Mér varð ljóst að ég var kominn á skelfilega slóð. Ward-málið var allt skipulagt af Krúsjof, alveg eins og það lagði sig. Breska stjórnin reyndi að snúa þvi upp i kynlifshneyksli og það likaði dagblöðunum. I raun- inni var það njósnahneyksli.” Opinber þáttur Eddowes i mál- inu er nokkuð ruglingslegur. Hann skrifaði og birti opinberlega bréf til flotamálaráðuneytisins þar sem hann heldur þvi fram að Ivanov hafi beðið Christine Keel- er að komast yfir leynilegar upp- lýsingar um kjarnorkuhernaðar- áform Vesturlanda frá John Pro- fumo, hernaðarmálaráðherran- um. Skömmu eftir þetta hélt Ed- dowes til Bandarikjanna. I Bandarikjunum átti hann tal við yfirmann FBI i New York, John Malone, og kveðst hann hafa átt þátt i að sanna að Ward hafi verið viðriðinn skipulagningu á för þokkadísarinnar Mariu No- votny tii Bandarikjanna þar sem henni var ætlað að komast I kynni við nýkjörinn Bandarikjaforseta, John F. Kennedy, og siðan að eyðileggja mannorð hans með uppljóstrunum um „náin kynni”. Þetta var i fyrsta en ekki siðasta skipti sem Eddowes vakti athygli háttsettra ráðamanna i Bandrikj- unum. Michael Eddowes vinnur i 14 tima á dag og stundar nú aðallega rannsóknir á máli Lee Harvey Oswalds eða „tvifara” hans. Hann sefur fram eftir en tekur svo til starfa en hvilir sig á milli viö umönnun ávaxtatrjáa sem hann ræktar i þakgarði sinum eða hann ekur á Rolls-Royceinum sinum i veiðitúr til Wales eða Derbyshire. Eddowes fæddist i Derbyshire. Hann er kominn af mikilli lög- fræðingaætt og gekk i skóla i Upp- ingham. Siðan var honum ætlað að fara i Oxford en úr þvi gat ekki orðið þar sem faðir hans fékk hjartaáfall og 19 ára gamall varð Michael Eddowes að fara til að aðstoða hann á skrifstofu hans. Hann lauk siðan prófum i Lecest- er og London en hóf þá störf á skrifstofu föður sins að nýju. Þar starfaði hann i tvö ár en metn- aðurinn rak hann siðan tii London. Þar vann hann sem framkvæmdastjóri fyrir veit- ingahús i eitt ár en opnaði siðan eigin lögfræðiskrifstofu i Holborn. Einu ári siöar, árið 1931, fluttist hann til West End, i finna hverfi. „1 fyrstu var þetta örvænt- ingarfulltstriðvið að afla tekna”, segir Eddowes. „öll skrifstofu- húsgögnin og jafnvel teppin á gólfunum voru leigð.” En honum vegnaði vel og árið 1956, er hann var aðeins 49 ára gamall, hafði hann efnast svo að hann gat lagt niöur málflutningsstörf og snúið sér aö hugðarefnum sinum. „Maðurinn sem þú hefur á samviskunni” Ahugamálhans hafa ávallt ver- ið mjög fjölþætt auk þess sem hann er þrikvæntur. Hann teikn- aöi einu sinni sinn eigin bil og lét smiða hann og hann hefur viða komiö við i viöskiptum. Sonur hans rekur nú ljósritunar- og fjöl- ritunarfyrirtæki sem Eddowes stofnaði einu sinni en sjálfur sér hann um og lifir á afrakstri veit- ingahúskeðju sinnar, Bistro Vino veitingahúsanna i Kensington og Fulham. Hann hóf rekstur þeirra viö þriðja mann árið 1958 þar sem

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.