Tíminn - 07.06.1981, Qupperneq 31

Tíminn - 07.06.1981, Qupperneq 31
Sunnudagur 7. júni 1981 ■ Eddowes við grafreit Lee Harvey Oswald, morðingja Kennedys. Hann telur að i gröfinni sé að finna sannanir fyrir þvi að það hafi I raun verið Rússar sem létu myröa Kennedy en hann fær ekki að opna gröf- ína... hann taldi góðan markað fyrir „veitingahús sem ég hefði sjálfur kunnaö að meta á þritugsaldrin- um. Ég gat hvergi fundið neina staði sem sameinuðu ódýran mat og vistlegt umhverfi.” Formúla hans hefur sannarlega dugað og vönduð skemmtiatriði á kvöldin hafa enn aukið vinsældir veit- ingahúsanna hans. Hann læröi til verka i þessum rekstri með þvi að gera allt sjálfur. Hann á nú veit- ingahúsin einn þar sem hann hef- ur keypt félaga sina út. Hann litur við á þeim f jórum eða fimm sinn- um i viku og hirðir i arö af þeim um eina milljón punda á ári. Arið 1953 vaknaði áhugi Ed- dowes á undarlegum réttarhöld- um yfir manni að nafni Timothy Evans sem var dæmdur til dauða fyrir að myrða kornunga dóttur sina. Þaö vakti grunsemdir Eddowes að morðið hafði verið framiö i húsi sem verið hafði vettvangur fjölda annarra moröa en i húsi þessu hafði maður að nafni Reginald Christie myrt átta manns. Christie var hengdur árið 1953. Evans hafði verið leigjandi hjá Christie og Eddowes grunaði að það hefði verið Christie sem myrti barnið og ekki Evans. 1 13 ár safnaði hann sönnunargögnum og barðist fyrir þvi að málið yrði tekið upp aftur. Hann keypti jafn- vel húsið þar sem morðin höfðu verið framin til að auðvelda sér leitina að sannleikanum. Hann vann að málinu á eigin kostnað og einsamall.en lagði all- ar niðurstöður sinar fyrir Brabin- rannsóknardómstólinn árið 1964 og bar auk þess vitni fyrir dóm- stólnum. Ludovic Kennedy, sem einnig átti mikinn þátt i að Evans var á endanum sýknaður, segir að Ed- dowes hafi verið fyrsti og mikil- vægasti hlekkurinn i þeirri keðju sem leiddi til sýknunarinnar. ,,Ég var beðinn að fara yfir efni bókar Eddowes um málið, „Maðurinn sem þú hefur á samviskunni”. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér um atburðarásina og á þakkir skildar. Hefði það ekki verið vegna þessarar bókar held ég ekki að ég hefði nokkurn timann komið nálægt þessu máli.”En siðan þetta var hefur Eddowes tekið til við miklu stærra og viða- meira mál — morðið á John F. Kennedy fyrrverandi Banda- rikjaforseta. Kennedy var myrt- ur árið 1963 og atburöarásin i kringum það morð hefur valdið mörgum heilabrotum. Það virð- ast margir lausir endar i þvi máli og er á allan hátt þannig vaxið að það hlýtur að vekja áhuga Eddowes. Margir töldu að Lee Harvey Os- wald hefði myrt Kennedy einn sins liðs, enda ekki heill geð- heilsu, og sá varð og hinn opinberi úrskurður. En þeir eru varla mik- ið færri sem eru sannfærðir um að morðið var samsæri og fleiri en einn maður við það riðinn. All- sannfærandi rök hafa verið færð að þvi að tveir menn að minnsta kosti hafi skotið að forsetanum. Samsæriskenningin verður og þeim mun sennilegri að Oswald var sjálfur myrtur i höndum lög- reglunnar af manni með vafa- sama fortið, Jack nokkrum Ruby. Warrennefndin var sett á stól- ana til aö rannsaka máliö og úr- skurðaði sjö mánuðúm siðar að ónægar sannanir væru fyrir hvers konar samsæriskenningum. En Michael Eddowes var einn af mörgum sem ekki lét sannfærast. Fjölmargar bækur voru skrif- aðar um málið og um skeið voru næggögn og nægar „uppljóstran- ir” til að standa undir talsvert umfangsmiklum „samsæris- kenningaiðnaði”. Eddowes er hins vegar einn hinna fáu sem haldið hefur áfram að grúska i málinu eftir að áhugi almennings var tekin að dofna. Með sömu faglegum vinnubrögöum og hann beitti i fjölda ára við uppljóstrun Evansmálsins vinnur hann nú að þvi að reyna að upplýsa hver drap Kennedy, hvers vegna og á veg- um hverra. Ýmislegthefur raunar upplýst i málinu siðan Warrenskýrslan kom út og raunar hefur önnur rannsóknarnefnd fjallað um mál- iði Bandarikjunum ekki alls fyrir löngu með hliðsjón af nýjum upp- lýsingum en úrskurður hennar féll á svipaðan hátt og Warren- nefndarinnar. Eddowes telur sig hins vegar geta leitt að þvi hald- góð rök að sá Oswald sem fór til Sovétrikjanna sé ekki hinn sami og sneri aftur til Bandarikjanna. Ennfremur segist hann hafa fundið mjög ákveðnar visbend- ingar um að Kennedymorðið tengist Kúbudeilunni, innrás Kin- verja i Indland og Vietnamstrið- inu. Eddowes er sannarlega ekki smeykur við að hugsa stórt. Profumo- hneykslið Hann rekur afskipti sin af mál- inu til þess atburðar er hann fyrir tilviljun rakst á Ivanov á kaffi- húsi þar sem hann átti raunar stefnumót við Stepen Ward. Þetta vará timum Kúbudeilunnar. Þeir Eddowes og Ivanov tóku að spjalla saman og Ivanov lét svo um mælt að gripu Bandarikin til þess ráðs að stöðva sovésk skip á siglingu til Kúbu „mundi England verða lagt i rúst á innan við sjö minútum”. „Ég spurði hann þá: „Ertu hlynntur eða andvigur innrás Kinverja i Indland?”. Hann svar- aði: „Það eru góðir menn og slæmir i Kina alveg eins og á Indlandi”. Þetta fáránlega svar hans sannfærði mig um að það væru tengsl milli Kúbudeilunnar og innrásar Kinverja i Indland.” Nú er orðið óþægilega heitt á skrifstofu Eddowes og manni lið- ur eins og illa gefnum Watson og færengan botn i það hvers vegna svar Ivanov var nokkru fárán- legra en spurning Eddowes. „En hvað kom þér til að spyrja þessarar spurningar?” Það er löng þögn áður en hann svarar: „Innblástur... og reynsla. Gleymdu þvi ekki að ég hef mikla reynslu i þessum efnum. Þegar þú hefur stundað málflutnings- störf um árabil i Berkeley Square fer ekki hjá þvi að þú öðlist dýr- mæta reynslu.” „Og hver eru þá tengslin við Kina?” ' Michael Eddowes svarar með langri og ruglingslegri atburða- rás. Hann spyr spurninga um leið og hann svarar þeim. Andrúms- loftið er oröið mjög þungt. „Hvers vegna stöðvuðu Kin- verjarskyndilega innrásina i Ind- land hinn 20. október árið 1962? Var það vegna þess að hinn 16. október var verðandi morðingi Kennedys, maðurinn sem nefndi sig Oswald, að njósnarstörfum i framköllunarveri i Dallas þar sem verið var að vinna að leyni- legu verkefni fyrir bandarisk stjórnvöld? 1 framköllunarverinu var unnið meðefni sem komið var úr bandariskum njósnaflugvél- um, nánar tiltekið loftmyndir sem teknar voru yfir Kúbu hinn 14. október.” Til áherslu hamrar hann á borðinu með löngutöng. „Oswald vissi þvi að Bandarikja- menn vissu um eldflaugasmið Sovétmanna á Kúbu. Hann kom upplýsingum sinum til Sovétrikj- anna. Fyrir vikið ráðlögðu Sovét- menn Kinverjum að stöðva inn- rásina hinn 20. þótt Kennedy hafi svo ekki ljóstrað upp um vitn- eskju Bandarikjastjórnar opin- berlega fyrr en hinn 22.” „Sovétmenn báðu Kinverja að hinkra viö og biða útkomunnar úr Kúbudeilunni. Hefðu eldflaug- arnar fengið aö standa á Kúbu, og jafnvel verið notaðar til að eyða ; Bandarikjunum, hefðu Kinverjar fengið grænt ljós á að taka Ind- land og jafnvel alla Asiu og Indó- nesiu”. Eddowesdregur fram pipu sina og tekur að totta hana um leið og hann starir út um gluggann. „Ég er mjög tortrygginn i garð Kin- verja. Mjög svo. Kinverjar plata okkur alltaf. í her þeirra eru 250 milljónir þjálfaðra manna sem komastaf með eina byssu og lúku af hrisgrjónum. Imyndaðu þér þá koma, eins og engisprettufarald- ur.” Hann talar um „gulu hætt- una”. Dularfullar röntgen-myndir Hann telur einnig að forsendna Kennedymorðsins sé að leita i Asiu. Með morðinu vildu Sovét- menn undirbúa jarðveginn fyrir innrás Norður-Vietnama inn i Suöur-Vietnam. „Tveimur mán- uöum eftir aö skýrsla Warren- nefndarinnar var birt”, segir Ed- dowes, „réðust Norður-Vietnam- ar yfir landamæralinuna ". „Dauði Kennedys markar upp- haf að hrörnun og falli Vestur- landa i minum augum”, segir hann ennfremur. „Það voru ekki liðnar sex klukkustundir frá morðinu er yfirvöldum var orðið ljóst að moröinginn var sovéskur svikari. En FBI gat engan veginn viðurkennt að það hefði hleypt sovéskum svikara inn i landið og hvað þá nálægt forsetanum.” Hann telur einnig að yfirvöld hafi ákveðiö að láta ekkert uppi um máliö af ótta við að viðbrögð al- menningsálitsins i Bandarikjun- um og á Vesturlöndum mundu leiða til styrjaldar. Robert Oswald, bróðir Lee Har- vey Oswalds, hefur sakað Eddow- es um aö halda málinu til streitu til að vekja athygli á sér. Hvað sem frægöinni liöur hefur Eddow- es að minnsta kosti ekkert grætt á rannsókn sinni. Bók hans um málið, „Hvernig þeir drápu Kennedy”, seldist aðeins i 2.500 eintökum i Bretlandi svo ágóðinn hrökk ekki einu sinni til að kosta silungsveiðar hans i eitt ár. Það eru raunar veitingahúsin hans sem staðið hafa undir rannsókn- inni. Rannsóknir Eddowes kosta mikið fé. Hann hefur fjölda að- stoðarmanna á sinum snærum („Þeir kjósa af ýmsum ástæðum að njóta nafnleyndar”). 1 baráttu sinni við að fá lik Oswalds grafið upp hefur hann haft tvær mál- flutningsskrifstofur i fullri vinnu fyrir sig i Bandarikjunum. Hann hefur varið llOþúsund pundum til málsins. Hann hefur safnað ógrynnum gagna til að reyna að sanna að Oswald hafi verið sov- éskur svikari. Merkust þeirra eru eflaust röntgenmyndir sem hann hefur komist yfir af raunveruleg- um tönnum Oswalds. Yrði likið grafið upp ætti að vera hægt að ganga ótvlrætt úr skugga um hvort það er af hinum raunveru- lega Lee Harvey Oswald eða ekki með aðstoð þessara röntgen- mynda. Michael Eddowes telur að minnsta kosti að þessar rönt- genmyndir geti átt eftir að segja sögu sem kynni að koma okkur öllum á óvart. Þýtt og endursagt/KE J 3* Hjáokkur fáið þið garðaplastið í fullri breidd á tveoivja metra breiðum rúlium EKKERT BROT STERKARA PLAST LÉTTARI VINNA V id eif»unt einnip; fyrirliggjandi heiidsölubirgðir af byggingarplasti PLASTPOK AR O1 8 26 55 PLASTPOKAB tl' 8 26 55 c lastpokaverksmiðja Odds Sigurðssonar • Bíldshöfða 10 • Reykjavil' Byggingaplast • Piastprentun * Merkimiöar og vélar SAMYINNUTRYGGIINGi\R Ármúla 3 - Reykjavík - Siml 38500 Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t., Lif- tryggingafélagsins Andvöku og Endur- tryggingafélags Samvinnutrygginga h.f., verða haldnir i fundarstofu Samvinnu- trygginga Ármúla 3, Rvik., þriðjudaginn 23. júni 1981 og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá verður samkvæmtsamþykktum félaganna. Stjórnir félaganna Frá Framhaldsskólanum í Neskaupstað Nú i haust tekur til starfa i Neskaupstað nýr framhaldsskóli sem tekur við hlut- verki Gagnfræðaskólans og Iðnskóla Austurlands. Skólinn heitir Framhaldsskólinn i Nes- kaupstað (F.Í.N.) Innritun nemenda á haustönn stendur nú yfir. Hægt er að hefja nám á eftirtöldum brautum: Iðnbraut málmiðna (fyrsta önn) Iðnbraut rafiðna (fyrsta önn) Iðnbraut tréiðna (fyrsta önn) Verknámsbraut tréiðna Heilsugæslubraut 2 íþróttabraut 2 Sjávarútvegsbraut 2 Viðskiptabraut 2 Almennar bóknámsbrautir — Grunn- nám. Fornám (ath. aðeins á haustönn) Lýst er eftir nemendum i þriðja áfanga iðnbrauta (samkvæmt námsskrá Iðn- fræðsluráðs). Heimavistarhúsnæði fyrir hendi. Upp- lýsingar veita skólastjóri Gagnfræðaskól* ans i sima 7285 eða 7698 og skólafulltrúi i 7147 og skal umsóknum skilað til þeirra. Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júli Skólanefnd Heskaupstaðar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.