Tíminn - 25.06.1981, Qupperneq 3

Tíminn - 25.06.1981, Qupperneq 3
fréttir Samstarfsnefnd útvegsmanna og tveggja ráðuneyta sett á stofn: AFLA SKIPULEGA MIÐLAÐ A MILLIVIN NSLUSTÖÐVAN N A! 11 Algjörlega byggt á samkomulagsgrundvelli Hermannsson sjávarútvegsráðherra ” segir Steingrímur ■ Samkomulag hefur náðst um það milli sjávarútvegsráðu- neytisins, viðskiptaráðuneytisins og Lit', um að stofna sérstaka samstarfsnefnd þessara aðila sem fær það hlutverk að taka á móti upplýsingum frá fiskkaup- enduni og fiskseljendum um eftirspurn og framboð á fiski, og greiða fyrir viðskiptum á milli þeirra. LIÚ tekur að sér að annast skrifstofu fyrir nefndina. Þangað geta aðilar sem vantar hráefni leitað og lagt inn pantanir, og sömuleiðis þeir sem þurfa að losa sig við fisk. Er þetta i fyrsta skipti sem á skipulegan hátt er reynd fiskmiölun milli hinna ýmsu fiskverkunarhúsa. Viðskiptin eru þó háð þvi skil- yrði að viökomandi fiskverkun geti greitt fyrir aflann, og hafa bankar lofað að vera innan hand- ar um útvegun fjár i þvi skyni, svo framarlega sem um er að ræða fyrirtæki sem sæmilega stöðu hafa gagnvart þeim. „Þetta er algjörlega byggt á samkomulagsgrundvelli,” sagði Steingrimur Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, i samtali við Timann i gær. „Það er ekkert lögboðið i þessu samkomulagi, og ég ætla að sjá til hvernig þetta reynist. Eg vil hins vegar taka það fram, að ég tel aö það eigi ekki að leyía að sigla með þorsk, ef það vantar fisk á staði þar sem viðkomandi skip getur landað á. Ég viðurkenni að það er erfitt að senda skip sem er við veiðar suð- vestan lands austur á firði með afla, en svona innan skynsam- legra marka tel ég að löndun heima, þar sem þorsk vantar og hægt er að fá greiðslu fyrir, tvi- mælalaust eiga að ganga fyrir. Ég ætla að sjá til hvernig þetta gengurá þennan frjálsa máta, en gefi það ekki nógu góða raun, kann að verða að setja einhverjar hömlur á siglingar með þorsk”, sagði Steingrimur. — Kás Vidmidunarreglur um stödur frétta- og dagskrárgerdarmanna: „Hæfnispróf eina lausnin” — segir Hákon Sigurgrfmsson miðunarreglur” við mat umsækj- enda. Var hún flutt vegna þess uppistands sem nú hefur orðið vegna veitingar stöðu afleysinga- fréttamanns viö sjónvarpið. „Þessar sifelldu uppákomur i sambandi við ráðningu i störf frétta- og dagskrárgerðarmanna eru náttúrlega óþolandi”, sagði Hákon Sigurgrimsson, útvarps- ráðsmaður, i samtali við Timann i gær. „Ég óttast hreinlega að hógvært og hlédrægt fólk leggi ekki i að sækja um starf hjá Rikisútvarpinu ef þessu heldur áfram. Eina lausnin á þessu er sú, held ég, að umsækjendur gangist undir hæfnispróf, eins og ég hef gert tillögu um i útvarps- ráði”, sagði Hákon. — Kás ■ Alltaf er eitthvað aö gerast „fyrir sunnan Frfkirkjuna”. Hvort einhver var að gefa undir fót f gær, likt og hér áður fyrr, eins og segir i ljóðinu, vitum við ekki. Hvað sem olli er ljóst að blessaöur billinn valt. Timamynd: GE. ■ Útvarpsráð samþykkti á sið- asta fundi sinum að kjósa fjóra menn úr röðum útvarpsráðs- manna til að afla uauðsynlegra upplýsinga um eðlilegar menntunarkröfur umsækjenda um störf frétta- og dagskrár- gerðarmanna við Kikisútvarpið. Jafnframt á þessi hópur að kanna viðhorf starfandi frétta- og dag- skrárgerðarmanna um nauðsyn hæfnisprófs fyrir umsækjendur, og um námsmat i sliku prófi. A nefndin að skila áliti sinu fyrir næsta haust. 1 nefndinni sitja Eiöur Guðna- son, Ellert B. Schram, Markús A. Einarsson og Ólafur R. Einars- son. Það var Ólafur sem flutti til- lögu um að settar yröu „við- Véiðivon glæðist f Vatnsdalsá ■ Veiðin i Vatnsdalsá byrjaði vel að þessu sinni að sögn Ingibjarg- ar Þorkelsdóttur ráðskonu veiði- félags Vatnsdalsár að Flóðvangi, þegar við ræddum við hana i gær. Áin var opnuð hinn 17. júni sl. og veiddust tiu laxar frá kl. 16-22. Næstu dagana á eftir var veiðin hins vegar dræmari, þar sem mjög mikið rigndi og var áin alla vatnsmikil þessa daga. Sagði Ingibjörg að i gær hefð'i hins veg- ar brugðið til betri tiðar og væri þegar farið að minnka mikið i ánni. I gær var verið að skipta um „holl”, og mega þeir nýju eiga von á góðum veiðidögum, ef allt fer að óskum. Sex stengur eru leyfðar i Vatnsdalsá og eru tveir um hverja stöng, — sem sagt tólf manns i húsinu i einu. Við spurð- um Ingibjörgu frétta af Viðidalsá, Laxá i Asum og Blöndu, og kvaðst hún hafa frétt að veiöin hefði byrjað dræmt i þeim öllum. Fyrsti dagurinn i Vatnsdalsá var afturá móti einn hinn allra besti i langan tima. Nú eru komnir 52 laxar upp úr Vatnsdalsá og sá stærsti er 21 pund. Rúmlega þúsund laxar komu úr ánni i fyrra. Það eru þeir Viðir Björnsson og Sverrir Sigfússon, sem hafa með Vatnsdalsá að gera. AM BÆNDUR RZ.SLÁTTUÞYRLURNAR KOMNAR 2 STÆRÐIR Kr. 11.159 - kr.12.789 VINNSLJUBREIDD 135og165sm Margra ára reynsla tryggir gæðin. Mestselda sláttuþyrlan íáraraðir. Fullkomin varahlutaþjónusta. VÉLADEILD ^ SAMBANDSINS Ármúla 3 Reykjavik S. 38 900 (HALLARMÚLAMEGIN)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.