Tíminn - 25.06.1981, Side 5
Fimmtudagur 25. jiini 1981
fréttirl
Orkustofnun og Sala varnarliðseigna bftast um bílastæði:
VEGGUR STEYPTUR UMHVERFIS
SEXTÍU BÍIASTÆÐI A BflKLÓÐ
■ Undarleg deila er nú i gangi á
milli Orkustofnunar og Sölu
varnarliðseigna um skiptingu
bilastæða fyrir framan og aftan
húsið númer 9 við Grensásveg,
þar sem báðar stofnanirnar eru
til húsa. Telur Orkustofnun veri
lega á hag sinn gengið eftir a
Sala varnarliðseigna hefur steyp
vegg umhverfis alla baklóð húss
ins, þar sem rúm á að vera fyri
um 60 bilastæði, og notað han;
undir vörulager.
Samkvæmt teikningum hússins
eiga að vera rúmlega 90 bila-
stæði, 30 fyrir framan og 60 fyrir
aftan húsið. „Með fyrrgreindri
ráðstöfun baklóðarinnar eru bila-
stæðihússins stórlega skert. Eftir
eru aðeins um 32 bilastæði við
Grensásveg”, segir Þórður Þ.
Þorbjarnarson, borgarverk-
fræðingur.
Að tillögu borgarverkfræðings
hefur borgarráð samþykkt að
eigendum Grensásvegar 9 verði
gert að ganga nú þegar frá 59
bilastæðum á baklóð húseignar-
innar eins og samþykkt afstöðu-
mynd sýnir. Skal þessum fram-
kvæmdum vera lokið eigi siðar en
1. ágúst nk.
I bréfi sem Alfreð Þorsteinsson,
forstjóri Sölu varnarliðseigna,
hefur sent borgarráði segir að
„enginn fótur sé fyrir greinar-
gerð borgarverkfræðings um
vöntun á bilastæðum við
Grensásveg 9, samkvæmt sam-
þykktum teikningum. Þar er gert
ráð fyrir 91 bilastæði, en bilastæði
eru nú um 100 talsins. Þar af nýtir
Orkustofnun u.þ.b. 40-50 bilastæði
götumegin, en ætti samkvæmt
eignarhlutföllum i húsinu að hafa
einungis 35 stæði.”
„Ot yfir allan þjófabálk tekur
þó, að stofnuninni skuli ekki einu
I Veggurinn frægi sem steyptur hefur verið upp á baklóð Grensásvegar 9.
Timamynd: G.E.
sinni vera tilkynnt um afgreiðslu
borgarráðs á þessu tiltekna
máli”, segir Alfreð Þorsteinsson,
en Orkustofnun var tilkynnt um
afgreiðsluna, en ekki Sölu
varnarliðseigna. „Sýnist ein-
kennilegt”, segir Alfreð, „að
borgarstjóri sem er jafnframt
stjórnarformaður Orkustofnunar,
skuli standa i bréfaskriftum við
sjálfan sig i stað þess að tilkynna
réttum aðila um afgreiðslu
borgarráðs.”
Gunnlaugur Pétursson, borgar-
ritari, hefur hins vegar bent á að
fjármálaráðuneytinu sem yfir-
umsjónaraðila með fasteignum
rikisins.hafi verið tilkynnt um af-
greiðslu borgarráðs, „sem hlýtur
að teljast fullgildur hagsmuna-
aðilií þessu máli”, eins og segir i
greinargerð hans.
Ef ekki verður hafist handa við
lagfæringar á bilastæðum við
húsið innan tiðar, verður málið
sent til byggingarnefndar, með
það fyrir augum að ákvæðum
byggingarreglugerðar verði
beitt.
— Kás
Misjafnar tekjur flugmanna
■ t dag er meiningin að giugga i
skatta nokkurra fiugmanna, sem
valdir hafa verið af algjöru
handahófi. Flugmenn hafa löng-
um þótt tekjudrjúgir, a.m.k. segir
þjóðsagan það. Þessir hafa orðið
fyrir valinu: Baldur Oddsson,
Kristján Egilsson, Óskar Sigurðs-
son, Stefán Gislason og Stefán
Gunnarsson.
Það er alveg greinilegt að
Stefán Gislason er duglegastur
við tekjuöflunina. Hann greiðir
um 9.3 millj. gkr. i skatta, og hef-
ur liklega haft um rúmar 29 millj.
gkr. i tekjur. Hinir fjórir eru
varla hálfdrættingar á við Stefán
Gislason, enda mjög likiegt að
hann hafi riflegan skammt tekna
sinna annars staðar frá en flug-
inu.
Næstur Stefáni kemur nafni
hans Gunnarsson. Hann hefur
greitt um 7.4 millj. gkr. i skatta,
og liklega haft tekjur i kringum
tæpar 18 millj. gkr. 1 þriðja sæt-
inu eru Óskar Sigurðsson. Hann
greiðir um 7 millj. gkr. i skatta,
og hefur haft nálægt 16 millj. gkr.
i tekjur.
Eignaskatti flugmannanna er
mjög misjafnt komið. Stefán
Gislason er himinhátt yfir kollega
sina hafinn. Hann greiðir rúmar 2
millj. gkr. i eignaskatt, meðan að
sá sem næst honum kemur sem er
■ Óskar Sigurösson
Baldur Oddsson greiðir aðeins
tæpar 290 þús. gkr.
En látum töfluna tala sinu máli.
Allt í gömlum krónum:
Nafn: tekjusk.
Stefán Gislason 4.209.541
Stefán
Gunnarss 4.658.379
óskar Sigurðss 4.741.113
Baldur Oddsson 3.615.806
Kristján Egilss 2.527.962
ATH: Skattar ársins 1980
■ Stefán Gunnarsson
Eins og fyrri daginn skal það tek-
ið fram að hér er um að ræða
skatta ársins 1980, vegna tekna
gStefán Gislason
ársins 1979. Frá árslokum 1979 er
talið að launatekjur hafi hækkað
að meðaltali um 60-70%. Kás
Opinber
ákæra á
hendur
„sölu-
mönn-
unum”
■ Tveir menn, þeir Edvald Löv-
dahl og Sigurður örn Ingólfsson,
hafa nú verið opinberlega ákærð-
ir af embætti rikissaksóknara
fyrir fjársvik og skjalafals.
Þetta mál var talsvert i fréttum
á fyrra sumri, er i ljós kom að
þeir höfðu keypt mannvirki
gömlu sildarverksmiðjunnar á
Djúpuvik og notað vixla úr þeim
viðskiptum, svo og leikfangasölu,
sem þeir höfðu með höndum, til
þess að svikja út stórfé, einkum
við bilakaup, og skiptu fjárhæðir
tugmilljónum gamalla króna.
Hafa mennirnir verið i farbanni,
frá þvi er rannsókn máls þeirra
lauk.
Þá hefur verið höfðað mál á
hendur tveimur mönnum sem
tengjastþessumáli, kaupmanni á
Vesturlandi og heildsala i
Reykjavik, sem mun hafa flutt
inn leikföngin. AM
eignask.
2.026.924
útsvar
3.503.000
227.843 2.116.000
62.090 1.916.000
284.201 1.846.000
3.660 1.045.000
vegna tekna ársins 1979.
samtals
9.334.020
7.403.190
7.085.571
6.098.965
3.793.257
áætl. tekjur
29.346.531
17.811.447
16.127.946
15.538.720
8.796.296
VOLVQ
LESTIN'
Kristján Tryggvason lestarstjóri
Volvolestarinnarog áhöfn hans þakka
öllum þeim, sem greiddu götu þeirra á
hringferðinni um landið, kærlega fyrir
hjálpina.
Jafnframt senda þeir félagar öllum
þeim sem skoðuðu lestina bestu
Volvo-kveðjur.
Eittað lokum:
Hjá Velti á Suðurlandsbraut 16
eru allir dagar Volvodagar!