Tíminn - 25.06.1981, Síða 7
Fimmtudagur 25. júni 1981
7
erlent yfirlit
erlendar
fréttir
Ráðast Rússar
inn í Pólland?
Spenna eykst vegna flokksþings
■ I DAG á aö ljúka kosningu full-
tnía á flokksþing Kommúnista-
flokks Pdllands og mun eftir þaö
veröa ljóst hvaöa öfl i flokknum
eru likleg til aö ráöa mestu á
þinginu.
Þingiö á aö koma saman til
fundar 14. jiíli. Ýmsir fréttaskýr-
endur telja, aö Rússar muni sker-
ast i leikinn meö hervaldi fyrir
þann tíma, ef þeir ætla sér aö
gera þaö á annaö borö.
Þaö geti ráöizt verulega af þvi
hvaöa öfl séu liklegust til aö ráöa
á flokksþinginu. Mesti innrásar-
hættutiminn sé frá 25. júni. Þegar
ljöst veröur hverjir fulltrúarnir
veröa, og fram til 14. jUli, þegar
þingiö kemur saman.
KommUnistaflokkur Pöllands
heldur þing reglulega á fimm ára
fresti. Siöasta flokksþing var
haldiö 1980. Þetta þing nU er þvi
aukaþing, sem var ákveöiö á
siöastliönu hausti, vegna atburö-
anna þá. Kjör fulltrUa á þingiö
hefur aö sjálfsögöu ráðizt mjög af
hinum óvenjulegu aöstæöum.
Kjör fulltrUanna fer fram meö
nokkuð mismunandi hætti eöa
ekki ósvipaö og á flokksþinginu i
Bandarikjunum. Sums staöar eru
fulltrUarnir kosnir beinni kosn-
ingu, en annars staðar af héraös-
þingum eöa kjördæmaþingum.
Aö þessu sinni hafa allar kosning-
ar farið fram leynilega.
Um 15. þ.m. var búiö aö kjósa
um 500 fulltrUa af 2000 alls. Kosn-
ing þessara fulltrúa benti til þess
að svokallaöir miöjumenn eöa
fylgismenn þeirra Kania og
Jaruzelskis yröu I verulegum
meirihluta á þinginu. Sjálfur
hlaut Kania kosningu á kjördæm-
isþinginu f Krakow. Hann fékk 365
atkvæöi, en fulltrúar voru alls
396.
Aöur en flokksþingið kemur
saman, mun miðstjórnin halda
einn fund. Sumir spá þvi, aö hann
geti orðið tlöindasamur.
Sagt er, aö meölimir Kommún-
istaflokksins séu nú 2,9 milljónir,
en þeir voru 3.2 milljónir áöur en
átökin hófust á siðastliðnu sumri.
Siöan hafa 160 þús. fariö Ur
flokknum, en 140 þUs. verið rekn-
ir.
VANGAVELTUR eru nU i fjöl-
miölum um það, hvort RUssar
gripi inn i atburðina i Póllandi
meö hervaldi eða biöi átekta um
sinn i trausti þess, aö þróunin þar
veröiáþann veg, aö þeirgetisætt
sig við hana.
Þeir, sem spá innrás RUssa i
náinni framtið, byggja það ekki
sizt á samanburöi ,viö Tékkó-
slóvakiu 1968. Rússnesk blöð
skrifa nU ekki ósvipað um pólsk
málefni og þau skrifuðu um tékk-
nesk málefni fyrir innrásina i
Tékkóslóvakiu. Fullyröingar um
aö andbyltingaröfl magnist og
hyggist taka völdin hljóma nú
eins og endurtekning á fullyröing-
unum frá 1968.
Aörirfréttaskýrendur halda þvi
fram.aö samanburður á Póllandi
nU og Tékkóslóvakiu 1968 sé alveg
út i hött. Kania og Jaruzelski
hyggi hvergi nærri á eins róttæk-
ar breytingar og Dubcek og
félagar hans, en likur bendi til, að
Kania og Jaruzelski veröi i góð-
um meirihluta á flokksþinginu.
í Tékkóslóvakiu hafi RUssar
ekki þurft að reikna með veru-
legri mótspyrnu, þvi aö þar voru
engin samtök fyrir hendi i likingu
við óháöu verkalýöshreyfinguna
og óháðu bændasamtökin i Pól-
landi. 1 Póllandi geti innrásarher
átt von á langri og harðri mót-
spyrnu.
Þá sé efnahagsástandiö allt
annaö i Póllandi en þaö var i
Tékkóslóvakiu 1968. Efnahags-
staöan var sæmileg i Tékkó-
slóvakiu og Rússar þurftu engar
áhyggjur aö hafa af henni. Pól-
verjar séu hins vegar raunveru-
lega gjaldþrota og þurfi á mikilli
efnahagsaöstoö aöhalda utan frá.
Hernaðarleg ihlutun RUssa i
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
B Kania aö flytja ræöu á miöstjörnarfundi.
■ Jaruzelski og Kania.
Póllandi hlyti óhjákvæmilega að
hafa i'för meö sér, að Pólland yröi
mikil efnahagsleg byröi fyrir
Sovétrikin, sennilega enn meiri
en KUba. RUssar mega illa við
sliku, eins og ástatt er hjá þeim
sjálfum.
ÞESSAR ástæöur og fleiri
benda til þess, að RUssar reyni i
lengstu lög aö komast hjá hern-
aðarlegri ihlutuni Póllandi. Hins
vegar vilji þeir reyna að hafa sem
mest áhrif á stjórnmálaþróunina
þar eftir öörum leiöum.
Það er taliö, aö bréfið, sem
rUssneski kommúnistaflokkurinn
sendi pólska kommúnistaflokkn-
um, hafi veriö skrifaö i þeim til-
gangi aö Kania og Jaruzelski yröi
ýtt til hliðar og menn, sem væru
RUssum þægari, tækju viö af
þeim. Þetta fór á aöra leið á miö-
stjórnarfundinum, sem var hald-
inn rétt á eftir. Bréfiö haföi ótvi-
rætt styrkt stööu Kania.
Flest bendir nú til, aö þeir
Kania og Jaruzelski fari meö sig-
ur af hólmiaf flokksþinginu og fái
umboö til aö fylgja þeirri um-
bótastefnu, sem þeir hafa mark-
aö. Katólska kirkjan og Walesa
munu sennilega reyna aö styrkja
þá-
Staöa þeirra verður eigi aö siö-
ur erfiö. Þeir munu þurfa aö
glima viö óáúægjuöfl bæði tii
hægri og vinstri. Efnahags-
ástandiö er uggvænlegt. Þaö
veröur illviöráöanlegt verkefni aö
auka framleiösluna og losna úr
skuldasUpunni.
Fyrir Fólland og Evrópu alla
gæti þaö haft hinar verstu afleiö-
ingar, ef stefna Kania og
Jaruzelskis misheppnaöist og
upplausn tæki viö. Afleiðingarnar
gætu ekki sizt orðið alvarlegar
fyrir Sovétrfkin. Væntanlega
munu þvi öldungarnir i Kreml
gera sér ljóst, aö þaö er bezt aö
lofa Pólverjum einum undir leiö-
sögu manna eins og Kania og
Jaruzelski aö gllma viö þennan
vanda.
Ráðist á
kristni-
boðsstöð
■ 1 fréttum frá Uganda segir
að meir en fimmtiu manns
hafi týnt lifi, þegar stjórnar-
hermenn gerðu árás á kristni-
boðsstöð i norðanverðu land-
inu, nálægt landamærum þess
við Zaire.
Orsök árásarinnar er talin
sú, að skæruliðar uppreisnar-
manna i landinu hafi reynt að
leita hælis við kristniboðsstöð-
ina, þar sem þúsundir manna
hafa safnast saman undanfar-
ið, vegna óróa á svæðinu.
Nokkrum klukkustundum
siðar geröu sveitir, klæddar
einkennisbúningum stjórnar-
hers Uganda, skotárás á stöð-
ina, með fyrrgreindum af-
leiðingum.
Undanfarið hefur stjórnar-
herinn átt i nokkrum skærum
við uppreisnarmenn á þessu
svæði, meðal annars við
skæruliða sem halda tryggð
við Idi Amin, fyrrum forseta
Uganda.
Áhyggjur
kommúnista
gGeorge Bush, varaforseti
Bandarikjanna, sagði i gær að
þátttaka kommúnista i hinni
nýju rikisstjórn Frakklands,
ylli nokkrum áhyggjum meðal
ráðamanna i Bandarikjunum.
Hann sagði jafnframt, að
ákvörðunin um skipan ráð-
herraembætta væri að sjálf-
sögöu franska þingsins og
frönsku þjóðarinnar að taka.
Bush gaf þessa yfirlýsingu
að afloknum viðræðum við
Mitterrand, forseta Frakk-
lands, i Paris. Eftir fundinn
sagði Mitterrand, að Frakk-
land yrði áfram trútt banda-
lagsriki Bandarikjunum.
Bush átti siðar fund með
hinum nýja forsætisráðherra
Frakklands.
Rotterdam-
höfn lokuð
■ Mikil sprenging, sem varð i
gær um borð i sjötiu þúsund
tonna grisku flutningaskipi, i
höfninni i Rotterdam i Hol-
landi og lokaði höfninni alger-
lega um tima. Að minnsta
kosti einn maður fórst i
sprengingunni og margir
særðust.
Fimmtán manna er saknað,
þar af niu manna úr áhöfn
skipsins og sex verkamanna.
Ekki er vitað hvað olli
sprengingunni.
Barist í
Afganistan
■ Fregnir frá Kabúl, höfuð-
borg Afganistan, herma að
miklir bardagar hafi staðið i
landinu undanfarna viku, milli
afganskra uppreisnarmanna
annarsvegar en sovéskra og
afganskra hermanna hins
vegar.
Mest munu átökin hafa ver-
ið skammt frá höfuðborginni
sjálfri og var beitt bæði flug-
vélum og vélvæddum her-
sveitum gegn uppreisnar-
mönnum þar.
Haft er eftir stjórnarerind-
rekum i Kabúl, að átök i borg-
inni sjálfri hafi færst i aukana
undanfariö.
iRAN: Irönsk yfirvöld hafa tilkynnt, að forsetakosningar muni fara
I fram þar I landi, þann 24. júli næstkomandi. Verður þá kjörinn for-
seti, til að taka við af Bani Sadr, sem nú er á flótta, eftir að hafa ver-
|ið sviptur öllum embættum sinum.
VATIKAN: Læknar paia tilkynntu i gær, að hejlsa hans færi nú
I batnandi og að virus sá, sem hann var lagður á sjúkrahús vegna,
| væri að hverfa.
i BRETLAND:Breska þingið afgreiddi á þriðjudag sem lög umdeilt
Ifrumvarp, þar sem lagt er bann við þvi að refsifangar á Bretlandi
Igeti boðið sig fram til þings.
I PERU: Mikill jarðskjálfti gekk yfir Pérú á þriðjudag og mældist
Ihann fimm og hálft stig á Richter-kvarða. Skjálftinn olli miklum
lusla á mannvirkjum.
BANDARtKIN: Wayne Williams, sem grunaður er um aö vera
Ivaldur að Atlanta-morðunum svonefndu, veröur aö likindum
lákærður fyrir þau, þar sem dómarinn i máli hans telur sannanir |
Igegn honum nú nægar.