Tíminn - 25.06.1981, Side 8

Tíminn - 25.06.1981, Side 8
8 Fimmtudagur 25. júni 1981 WlKSillW Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- úrður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ölafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helga- son, Friðrík Indriðason, Fríða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdi- marsson, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir). utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.80.00.—Prentun: Blaðaprenth.f. Traust stjórn á fjármálum höfuð* borgarinnar ■ Reikningur Reykjavikurborgar fyrir árið 1980 sýnir mjög trausta stjórn á fjármálum borgar- innar. Þetta kemur glöggt i ljós i grein eftir Kristján Benediktsson borgarfulltrúa, sem birtist hér i blaðinu i fyrradag. Greinin fjallaði um reikning höfuðborgarinnar á siðastl. ári. í greininni segir m.a. á þessa leið: „Gjöldin fóru aðeins 1,1% fram úr áætlun. Það er án efa einsdæmi og frábær árangur miðað við þá miklu þenslu og verðbólgu, sem var á árinu. Heildarútgjöld á rekstrarreikningi urðu 30.608 milljónir króna en höfðu verið áætluð 30.272 miiljónir. Urðu þannig aðeins 336 milljónum króna hærri en áætlunin. Bókfærðar tekjur urðu 42.260 milljónir eða 6,6% meiri en áætlað hafði verið. Á eignarbreytingarreikning fóru þvi 11.651 milljón, sem er mismunur rekstrartekna og rekstrargjalda. Innheimta á álögðum gjöldum ársins var hins vegar i lakara lagi eða 71,3% en var 73,6% árið á undan. Sama er að segja um innheimtu eftirstöðva gjalda frá fyrri árum. Af þeim innheimtist á ár- inu 1980 57,6% miðað við 59,5% árið á undan. Aukning á eftirstöðvum nam um 2000 milljón- um króna. Slakari innheimtu á árinu var mætt á tvennan hátt. i fyrsta lagi með auknu aðhaldi bæði að þvi er varðaði rekstur og framkvæmdir. í öðru lagi með seinkun framkvæmda. Með þessum ráðstöfunum var hægt að halda greiðslustöðu borgarsjóðs i góðu lagi þrátt fyrir aukningu á útistandandi gjöldum er nam um 2000 milljónum króna um áramót. Hagur borgarsjóðs stóð þvi með miklum blóma i árslok. Um nýjar lántökur var ekki að ræða.” Þá skýrir Kristján Benediktsson frá þvi, að borgarsjóður hafi að fullu greitt erlenda lánið, sem fýrrv. borgarstjórnarmeirihluti tók siðla árs 1974. Á þessu kjörtimabili hafa engin langtimalán verið tekin, þegar undan eru skilin lán til landa- kaupa og hefðbundin lán, sem eru veitt til ibúða- bygginga, en borgin hefur reist mikið af ibúðum fyrir aldraða, þótt enn stærra átaks sé þörf i þeim efnum. Aukning á skuldum borgarsjóðs, sem lesa má út úr reikningunum, rúmar 600 milljónir króna, stafar aðallega af bókhaldsbreytingu. Skuld að upphæð 510 milljónir króna, sem áður var færð á Byggingasjóð, er nú umfærð á borgarsjóð. Þá telur Kristján Benediktsson að veltufjár- staðan hafi verið góð hjá Reykjavikurborg i árs- lok 1980 og stórum betri en i árslok 1978, þegar segja má að fyrrverandi meirihluti hafi skilað af sér. Sú hagstæða niðurstaða á reikningi Reykja- vikurborgar, sem hér hefur verið rakin, náðist ekki vegna þess, að litið væri um framkvæmdir á vegum borgarinnar. Þær voru þvert á móti mikl- ar, eins og siðar verður rakið. Þ.Þ. á vettvangi dagsins Lyf jaidnaöur getur ordið mikilvæg at- vinnugrein á íslandi eftir Guðmund Steinsson, deildarstjóra ■ Samkvæmt lyfjalögum nr. 49/1978 er lyfjum, sem heimilt er að selja hér á landi skipt i 3 flokka. 1. Stöðluð forskriftarlyf. 2. Skráö sérlyf. 3. Forskriftarlyf lækna framleidd i lyfjabúðum samkvæmt sér- stökum fyrirmælum á lyfseðli. Stöðluð forskriftarlyf og skráð sérlyf skulu framleidd af þeim lyfjafyrirtækjum, sem hlotið hafa starfsleyfi. Til ársloka 1983 er þó heimilt að framleiða stöðluð for- skriftarlyf i lyfjabúðum, þar sem þau eru framleidd fyrir gildistöku laganna, ef Lyfjaeftirlit rikisins telur búnað þeirra fullnægjandi. Nú hafa Lyfjaverslun rikisins, Pharmaco hf, heildverslun Stefáns Thorarensen hf og Reykjavikurapótek fengiö starfs- leyfi og öll hafa þessi fyrirtæki fengið skráð sérlyf á sérlyfjaskrá hér á landi. Lyfjaverslun rikisins hefur nýlega lokið uppbyggingu endurbættrar aðstöðu til lyfja- framleiðslu og er nú vel útbúin til framleiðslu stungu- og dreypi- lyfja auk annarra lyfjaforma. Þess má einnig geta að Lyfja- verslun rikisins hefur ekki byggt upp sina framleiðsluaðstöðu fyrir eigið fjármagn. Pharmaco hf stundar alhliða lyfjaframleiðslu, en framleiðir þó ekki dreypilyf. A undanförnum árum hefur Pharmaco hf verið i fararbroddi innlendrar lyfja- framleiðslu og varð það fyrst is- lenskra fyrirtækja til þess að fá skráð islensk sérlyf. Fyrirtækið hefur nú framleiðsluleyfi til bráðabirgða en er að innrétta nýtt húsnæöi fyrir lyfjaframleiðslu sina. Heildverslun Stefáns Thorarensen hf ræður yfir nýrri aðstööu til töfluframleiðslu og Reykjavikurapótek hefur endur- bætt framleiðsluaðstöðu sina. Kröfurnar beim kröfum, sem geröar eru til lyfjaframleiðslu hér á landi veröur best lýst með þvi að visa i gildandi samþykkt EFTA-rikja um gagnkvæmt eftirlit með lyfja- framleiðslu, svo og grundvallar- staðla EFTA-rikja um góða framleiðsluhætti i lyfjagerð (GMP). Staðlar þessir greina meginreglur varðandi góða fram- leiðsluhætti og eru grundvallar- staölar, sem fyrst komu fram i reglugerö um Lyfjaeftirlit rikis- ins 1974. Samkvæmt þessum ákvæðum er gert ráð fyrir að sá aðili, sem framkvæmir eftirlit og gæðamat á lyfjaframleiöslu sé óháður framleiöslunni. Aðili utan framleiðsludeildar veröur þvi að samþykkja framleiðsluna á öllum stigum þ.e. allt frá gæðaprófun hráefnis og þar til lyfið er komið i endanlegar umbúðir með áletrun. bessi krafa um að sá, sem stund- ar framleiöslu eða hefur umsjón með framleiöslu megi ekki fram- kvæma eftirlit með eigin fram- leiðslu er mjög eðlileg frá öryggissjónarmiði. Lyfjafram- leiðslufyrirtæki verða þvi að starfrækja innan fyrirtækjanna sjálfstæðar gæðaeftirlitsdeildir, sem annast prófanir og eftirlit með gæðum framleiðslu. bó er gert ráö fyrir aö nota megi þjón- ustu rannsóknarstofu utan fyrir- tækisins, en i sliku tilviki ber framleiðanda að hafa hæfan mann til þess aö bera ábyrgö á ákvæöum varðandi sendingu framleiðslu á markaö. Sam- kvæmt stöðlum þessum eru einn- ig gerðar miklar kröfur til vand- aðs framleiðsluhúsnæðis viö lyfjaframleiðslu. Miðskipun Lyfjaeftirlit rikisins fram- kvæmir reglulegt eftirlit með lyf jaframleiðslufy rirtækjum. Auknar kröfur um gæði og gæöaeftirlit hafa það i för með sér að nauðsynlegt er að miðhverfa lyfjaframleiðsluna og hefur sú þróun orðið á öllum Norður- löndunum. Framleiðsluforskriftir eru alltaf háðar framleiðsluað- stæðum og vélakosti á fram- leiðslustað. bess vegna er nú al- mennt viðurkennt að þróun og rannsóknir á nýjum framleiðslu- forskriftum verði framvegis i höndum lyfjaframleiöenda, en verði að hljóta viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda. betta er gert með þvi að skrá lyfin á sér- lyfjaskrá. A árinu 1977 gerði lyfjanefnd tillögur til heilbrigöismálaráð- herra, sem hann fyrir sitt leyti samþykkti, að stefna beri aö þvi að framleiðsla lyfja samkvæmt núgildandi forskriftum og öðrum verði skráö á sérlyfjaskrá á næstu árum. Nú hafa allar Norðurlandaþjóöirnar nema Is- land fellt úr gildi framleiðslufor- skriftir sinar en i þess stað skráð nauðsynleg lyf á sérlyfjaskrá. öryggisrád- stöfun Miðskipun lyfjaframleiöslu hefur lengi verið til umræðu hér á landi. 1 bréfi, sem undirbúnings- nefnd Apótekarafélags íslands sendi 1967 ásamt bráðabirgða- greinargerð til fjármálaráðherra og heilbrigðismálaráöherra, kemur fram að lyfsalar töldu þá, að framleiðsla apóteka væri þjóð- hagslega óhagkvæm. Lögðu lyf- salar til að rikið og lyfsalar sam- einuðust um stofnun hlutafélags um lyfjaverksmiðju, þar sem rik- ið ætti 20% hlutafjár en lyfsalar 80%. Ekki fóru neinar formlegar viðræður fram svo kunnugt sé milli Apótekarafélags Islands og viðkomandi yfirvalda, en i svar- bréfi yfirvalda kemur fram að viðkomandi ráðuneyti voru reiðu- búin aö athuga frekar tillögur, sem fram kynnu að koma af hálfu lyfsala, um að stofnsetja lyfja- verksmiðju, er hefði möguleika til fullkominnar lyfjaframleiðslu og gæti að einhverju eða öllu leyti annað þörfum Lyfjaverslunar rikisins fyrir lyf, sem unnt er að framleiða innanlands. A 93. löggjafarþingi 1972-1973 var lagt fram frumvarp til laga um lyfjaframleiöslu af þáverandi heilbrigðis og tryggingamálaráö- herra. betta frumvarp var samið á grundvelli stefnumörkunar þá- verandi rikisstjórnar um ,,að endurskipuleggja lyfjaverslunina með þvi að tengja hana við heil- brigðisþjónustuna og setja hana undir félagslega stjórn”. 1 þessu frumvarpi er rikinu heimilað að gerast stofnaðili að fyrirtæki um lyfjaframleiðslu ásamt lyfsölum og lyfjafræðingum og skyldi rikiö eiga helming fyrirtækisins. betta frumvarp náöi ekki fylgi á Al- þingi og dagaði uppi. bað var ekki flutt aftur i tið þeirrar rikisstjórn- ar, sem þá sat, og hefur ekki veriö tekið upp af siðari rikisstjórnum. 1 frumvarpi til laga um lyfja- dreifingu, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi er starfssvið Lyfja- verslunar rikisins markaö á þann veg aö hún á að annast fram- leiðslu lyfja til sjúkrahúsa, dvalarheimila aldraðra, heil- brigöisstofnana og Almanna- varna. Ekki hefur náðst sam- komulag um að Lyfjaverslun rikisins hefði viðtækara lyfja- framleiðsluhlutverk en þarna er gert ráð fyrir. Öryggisþáttur Innlendur lyfjaiðnaður er nauð- synlegur ögyggisþáttur i heil- brigðisþjónustu hverrar þjóðar. bvi öflugri, sem þessi iðnaður er, þeim mun meira öryggi veitir hann landinu. Land, sem ekki getur sjálft framleitt sin nauð- synlegustu lyf er illa á vegi statt, ef náttúruhamfarir, hópslys eða samgöngur við önnur lönd bregð- ast. Lyfjaiðnaður er i eðli sinu þannig að hann gæti hentað mjög vel við islenskar aðstæður, ef rétt er á málum haldiö. Hráefni til lyfjaiðnaðar veröur að flytja til landsins, en þau eru oftast tiltölu- lega ódýr miðað við fullunna vöru, eða aðeins um 30% af heildarkostnaði. baö er einmitt þessi mikla verðmætaaukning, sem gerir innlenda framleiðslu lyfja svo sjálfsagða að furðulegt er, aö hún skuli ekki nú þegar vera orðin álitleg atvinnugrein hér á landi. Nágrannar okkar á Noröur- löndum hafa fyllilega gert sér grein fyrir þessu og þar hafa risið upp stórar lyfjaverksmiðjur, sem jafnframt þvi að selja lyf á innan- landsmarkað, eru einnig stórir útflytjendur lyfja. Danir og Sviar framleiða og selja lyf fyrir meiri fjármuni en samsvarar heildarneyslu land- anna i lyfjum. Einkaleyfi Augljóst er að alltaf þarf að flytja talsvert magn af lyfjum til landsins vegna sérstöðu þeirra svo og vegna þess að ýmsir lyfja- framleiðendur öðlast einkaleyfi á framleiðslu þeirra lyfjaefna, sem þeir hafa þróað i eigin rann- sóknarstofum. Hér á landi er ekki hægt að öðlast einkaleyfi á lyfj- um, en hægt er að fá einkaleyfi til 15 ára á sérstökum aðferðum til framleiöslu lyfjaefna, ef notaðar hafa verið aðferðir, sem áður eru óþekktar. beir, sem geta fram- leitt þessi lyfjaefni með öðrum .aðferðum, selja oft þessi lyfjaefni á frjálsum markaði. Einnig selja einkaleyfishafar lyfjaefna þau oft á frjálsum markaði. Island nýtur hér nokkurrar sérstöðu, þar sem lyfjamarkaöur er ekki stærri en svo að mörg stærri lyfjafyrirtæki hafa ekki hirt um að útvega sér einkaleyfi á lyfjaefnum hér á landi. bróun lyfjaefna i lyfjaform er vinna, sem lögð er fram af fram- leiöanda viðkomandi sérlyfs og verðurhann að staðla framleiðslu sina og gera á henni nauðsynleg- ar rannsóknir, til þess að fullvissa sig um gæði hennar. bað er þvi engan veginn öruggt að uppruna- lega lyf jaformið, sem framleitt er úr ákveðnu lyfjaefni þurfi endi- lega að vera besta lyfjaformið. Miklar rannsóknir og sifelldar nýjungar i ýmsum þáttum lyfja- framleiöslu verða til þess að fram koma ný hjálparefni og nýjar framleiösluaðferðir, sem nota má við seinni þróanir á lyfjaformum úr þekktum lyfjaefnum. Rannsóknir Framleiðsla fullgerðra lyfja úr lyfjaefnum byggist á rannsókn- um og ‘þróunarvinnu við stöðlun framleiðslu. Við framleiðsluna veröur siðan að vera virkt eftirlit á öllum framleiðslustigum og á sjálfu lyfjaforminu. Ef brestur veröur á þessu er engin trygging

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.