Tíminn - 25.06.1981, Qupperneq 9
9
Fimmtudagur 25. júni 1981
//Innlendur lyfjaiðnaður er
nauðsynlegur öryggisþáttur í
heilbrigðisþjónustu hverrar
þjóðar. Þvi öflugri, sem þessi
iðnaður er, þeim mun meira
öryggi veitir hann landinu.
Land, sem ekki getur sjálft
framleitt sín nauðsynlegustu
lyf, er illa á vegi statt".
■ ,,A undanförnum árum hefur Pharmaco h.f. veriö i fararbroddi inn-
lendrar lyfjaframleiöslu”. Myndin er úr Pharmaco.
fyrir þvi að hlutaðeigandi innlend
lyf séu jafngild samsvarandi er-
lendum sérlyfjum i verkun.
Veigamikill liður i rannsóknum
á lyfjum er mat á aðgengi þeirra i
mönnum i samanburði við þekkt
lyf með sama lyfjaefni. 1 þessum
rannsóknum er leitast við að
meta, hvort lyfin komist i sam-
bærilegu magni inn i blóðbraut
þeirra, sem lyfjanna neyta. Hér
er augljóst að samvinna verður
að vera milli hins opinbera og
lyfjaframleiðenda og þörf er á þvi
að i lög komi ákveðnar reglur um
lyfjatilraunir á mönnum.
í Rannsóknarstofu i lyfjafræði
við Háskóla tslands er sérstök
lyfjarannsóknardeild, sem ann-
ast ákvarðanir á blóðsýnum er
berast frá sjúkrastofnunum og
læknum. Þessi deild hefur tekið
að sér að annast frásogsrann-
sóknir á mönnum með innlend lyf
i samanburði við erlend lyf. Á
sjúkrahúsum hefur einnig verið
unniö að slikum rannsóknum og
þarf að bæta aðstöðu þeirra til
þess að fást við kliniskar rann-
sóknir á lyfjum.
Mikilvægt er að efla Rann-
sóknarstofu i lyfjafræði og rann-
sóknarstofu i lyfjafræði lyfsala
við Háskóla Islands, þannig að
þær geti tekið aö sér grundvallar-
rannsóknir, sem nýtist islenskum
lyfjaiðnaði.
Skráning
sérlyfja
Lögum samkvæmt er það verk-
efni lyfjanefndar að gera tillögur
til ráðherra um skráningu sér-
lyfja. Það hefur verið lögð mikil
áhersla á að nefndin starfaði
mjög sjálfstætt og er bað nauð-
synlegt þar sem nefndin veröur
fyrst og fremst að hafa öryggis-
sjónarmið i huga við ákvarðanir
sinar. Ýmsir hafa þó orðið til þess
að gagnrýna langan umfjöllunar-
tima nefndarinnar. Nauðsynlegt
er þvi að bæta starfsaðstöðu
nefndarinnar, þannig að hún geti
betur sinnt þessu hlutverki sinu
og starfsemi hennar gangi hraðar
fyrir sig.
Rannsóknir og þróunarvinna
eru alltaf kostnaðarsamar og
eðlilegast er að þeim fjármunum,
sem varið er til þess að staðla lyf
og tryggja gæði þeirra fáist aftur
i söluverði lyfjanna. Þvi er nauð-
synlegt að hvert lyf sé verðlagt
sérstaklega og er slikt heimilt,
þegar um sérlyf er að ræða en
Lyfjaeftirlit rikisins þarf að stað-
festa framleiðsluverð.
Við verðlagningu staðlaðra for-
skriftarlyfja eru enn notaðar þær
aðferðir að smásöluverð er
ákvarðað með opinberum reglum
án tillits til framleiðslukostnaðar
hvers lyfs. A meðan sá háttur er
hafður, getur heildsöluverð fram-
leiðslunnar vart verið hærra en sá
hluti af smásöluverði lyfja, sem
eftir veröur þegar heimiluð smá-
söluálagning þeirra hefur verið
dregin frá, án tillits til raunveru-
legs kostnaðar við framleiðsluna,
sem mætir sivaxandi kröfum um
eftirlit og gæði.
Skyldur rlkisins
Rikiðhefurmiklum skyldum að
gegna i viðleitni til þess að efla
innlendan lyfjaiðnað og verður nú
getið þeirra helstu:
• Innlendur lyfjaiðnaður veitir
landinu öryggi i lyfjabirgðum.
• Innlendur lyfjaiönaður veitir
erlendum lyfjaframleiðendum
samkeppni og stuölar aö þvi að
halda lyfjaverði ínnan sann-
gjarnra verðlagsmarka.
• Innlendur lyfjaiðnaður sparar
þjóðinni verulegan gjaldeyri.
• Innlendur lyfjaiðnaður eykur
innlenda þekkingu á sviöi lyfja-
rannsóxna og lytjatramleiðslu
og skapar islenskum rann-
sóknarstofnunum frekari
möguleika á hagnýtum rann-
sóknarverkefnum.
0 Innlendur lyfjaiðnaður getur
tekið við auknum mannafla
bæði með og án sérþekkingar.
• Innlendur lyfjaiðnaður er hag-
kvæmari en ýmis annar iðnað-
ur, þar sem ekki er um að ræða
mikla hráefnisflutninga til
landsins og framleidd er háþró-
uð og dýr vara, þannig að hrá-
efniskostnaöur er innan við
30% af heildarverðmæti i flest-
um tilvikum.
• Innlendur lyfjaiðnaður getur i
framtiðinni orðið visir að út-
flutningi lyfja.
• Innlendur lyfjaiðnaður gefur
innlendum umbúðaframleið-
endum aukna sölu.
• tslensk stjórnvöld tapa engum
tolltekjum þó að þau styðji inn-
lendan lyfjaiðnað.
A islenskum lyfjamarkaði er
fjöldi erlendra lyfja, sem á til-
tölulega stuttum tima er hægt aö
staöla og hefja framleiðslu á hér
á landi með tækjakosti, sem að
mestu leyti er til staöar nú þegar.
Hér er um nægilega stóran mark-
að að ræða til þess að hægt sé að
leggja i nauðsynlegan kostnað og
verðlag þessara erlendu lyfja er
þannig að innlendur lyfjaiðnaður
hefur góöa samkeppnismögu-
leika.
Samræmt átak
Hvernig til tekst með þessi
verkefni er að verulegu leyti háð
þvi, hvort á skynsamlegan hátt
takist að samræma átak inn-
lendra lyfjaframleiðenda til
eflingar innlendum lyfjaiðnaði.
Þörf er frekari stefnumörkunar
rikisvalds um hvern hlut þaö ætl-
ar sér á þessu sviði og hver af-
skipti það hyggst hafa af lyfjaiðn-
aði meö lánum eöa fjárframlög-
um. Samkvæmt lyfjalögum nr.
49/1978 er eitt af hlutverkum lyf-
sölusjóðs að efla með lánum eða
styrkveitingum innlenda lyfja-
framleiðslu, en lyfsölusjóður hef-
ur ekki fengið lögboðnar tekjur
ennþá.
Fyrir Alþingi liggur nú tillaga
til þingsályktunar um eflingu inn-
lends lyfjaiðnaðar, sem flutt er af
5 þingmönnum Framsóknar-
flokksins. Hér er um mikilvægt
mál að ræöa, þvi að lyfjaiönaður
getur vel hentað fámennri þjðð,
þar sem hann þarfnast ekki
mikils hráefnis en framleiðslan
leiðir til mikillar verðmætaaukn-
ingar, sem myndast i landinu
sjálfu. Flestir islenskir lyfja-
fræðingar hafa hlotið menntun i
Danmörku og Sviþjóð, þar sem
lyfjaiðnaður er mikilvægur at-
vinnuvegur og eru þeir þvi vel
menntaðir til þess að vinna að
lyfjaiðnaði. Nálægð markaðarins
á einnig að veita innlendum lyfja-
iðnaði tækifæri til hagkvæmrar
kynningar og sölu á framleiðsl-
unni. Vinna þarf frekar úr þeim
atriðum, sem þingsályktunartil-
lagan fjallar um og mun þá reyna
á það meðal þingmanna, hver
áhugi er á þvi að taka málefni is-
lensks lyfjaiðnaðar upp af skyn-
semi og stórhug.
Verði vel að málum staðið á
lyfjaiðnaður að geta orðið mikil-
væg atvinnugrein á tslandi og
með hóflegri bjartsýni má vænta
þess að hér verði siðar hægt að
framleiða lyf til útflutnings.
Reykjavik 15. mai 1981
Guðmundur Steinsson
(Guðmundur flutti ræðu þessa á
ráöstefnu um stöðu og framtið
iðnaðar á tslandi á vegum SUF.
Hún er hér örlitið stytt. Milli-
fyrirsagnir eru blaösins)
borgarmál
■ Meðferðarheimilið að Kleifarvegi 15.
IVIedferdar-
heimilið að
Kleifarvegi
lagt niður?
Meðferðarheimili hefur verið rekið undanfarin ár fyrir
taugaveiktuð börn að Kteifarvegi 15 i Reykjavik. Það var
Heimilissjóður taugaveikiaðra barna og Hvitabandið sem gáfu
húsið undir starfsemina, en rfkið og Reykjavikurborg hafa fjár-
magnað reksturinn.
Hefur verið hægt að koma þar fyrir þeim börnum, sem verst
eru fariu andlega, til sólarhringsvistar, meðan þau geta ekki
dvalið á heimilum sinum.
|Nu bendir allt til þess að
veruleg uppstokkun verði á
starfsemi heimilisins. Rikið
hefur kippt að sér hendinni
hvað rekstraraðild snertir og
vitnar til þess að Mennta-
málaráöuneytið eigi að bera
allan kostnað vegna vistunar
barna i sérskóla sem orsakast
af f jarlægð skólans frá heimili
nemenda, hvort sem heldur er
vistað á einkaheimilum eða i
heimavist.
„Meðferðarheimili tauga-
veiklaðra barna Kleifarvegi 15
er eins og nafnið ber meö sér,
stofnað og starfrækt til að
annast lækningu og meöferö
taugaveiklaðra barna, en ekki
vistun vegna skólasóknar af
ofangreindum ástæðum. Ljóst
er að einhverjir aörir en
Menntamálaráðuneytið eiga
aö bera kostnað af þessari
stofnun. Ráðuneytið vill hins
vegar ekki ákvarða hverjir
þeir aðilar eru”, segir i stuttu
bréfi til borgarinnar frá ráðu-
neytinu. M.ö.o. rikið tekur
ekki frekari þátt i rekstri Með-
ferðarheimilisins að Kleifar-
vegi 15.
1 framhaldi af þessu sam-
þykkti fræðsluráð Reykja-
vikurborgar, sem rekstur
heimilisins heyrir undir, til-
lögu frá Þorsteini Sigurðssyni,
sérkennslufulltrúa, þar sem
gert er ráð fyrir aö núverandi
meðferðarheimili verði breytt
i dagskóla fyrir 10 nemendur
meö atferlistruflanir. „Jafn-
framt dagskólanum verði
starfrækt að Kleifarvegi 15
göngudeild fyrir bráðatilvik
(nemendur, sem brotið hafa
brýr að baki sér i heimaskóla
vegna atferlistruflana)”, eins
og segir i samþykkt fræöslu-
ráðs.
Ekki eru allir á eitt sáttir
um ágæti þeirrar tillögu sem
samþykkt var i fræðsluráöi.
Sjálfstæðismenn voru uppi
með hugmyndir um að hefja
viðræður viö Menntamála-
ráðuneytiö þar sem leitað yrði
eftir þvi að áfram yrði rekið
sólarhringsheimili að Kleifar-
vegi 15 næsta vetur. Þeirri
hugmynd var visaö frá, þar
sem talið var af meirihluta
fræösluráðs, aö afstaða ráðu-
neytisins heföi þegar komiö
skýrt fram i þvi bréfi sem
vitnað var til hér aö framan.
Auk þeirrar tillögu sem
nefnd var hér fyrr, hefur
fræðsluráð samþykkt að fela
fræðslustjóra i samráði við
stjórn Heimilissjóös tauga-
veiklaðra barna og stjórn
Hvitabandsins að hefja undir-
búning að stofnun nýs með-
feröarheim ilis fyrir tauga-
veikluö börn i tengslum viö
Bústaðaskóla i Reykjavik.
„Skal við það miðað að það
taki til starfa haustiö 1982.
Skal við það miðaö aö húsið að
Kleifarvegi 15 veröi selt og
andviröiö notað til þess aö
fjármagna stofnkostnaö.
Rekstur heimilisins skal
tryggður i samráði við
menntamálaráðuneytið, enda
er tryggur rekstur forsenda
farsæls starfs”, segir i sam-
þykkt fræðsluráðs.
Sjálfstæöismenn i fræðslu-
ráöi voru ekki ánægðir með
þessa framvindu mála og bók-
uðu: „Við eigum ekki von á að
léttara verði að byrja upp á
nýtt og koma upp nýju sólar-
hringsheimili til meðferöar
taugaveiklaöra skólabarna, ef
það verður nú lagt niður, þótt
ekki sé nema 1-2 ár, svo erfiö-
lega sem gengið hefur að fá
skilning á nauðsyn þess nú...
....Engin rök hniga aö þvi að
bæði borg og riki vilji af hörku
leggja meöferðarheimilið niö-
ur i ár, en veröi siðar fús til að
taka upp rekstur aftur,” segir
i bókun þeirra.
A siðasta fundi borgar-
stjórnar var endanlegri
ákvörðun um breytt fyrir-
komulag Meðferðarheimilis-
ins að Kleifarvegi 15 frestað,
vegna óskar sem kom fram
þar að lútandi. Það verður
spennandi aö sjá hver af-
greiöslan veröur á fundi
borgarstjórnar nk. fimmtu-
dag. Guðrún Helgadóttir hefur
haft ákveönar efasemdir um
ágæti þeirrar niðurstöðu sem
meirihluti fræðsluráðs varð
sammála um. Það gæti þvi allt
eins fariö að ákvörðun
fræösluráðs yröi á einhvern
hátt, að meira eða minna
leyti, breytt,
Kristinn Hallgrímsson,
bladamaður, skrifar: