Tíminn - 25.06.1981, Síða 12
Ekki að búast
við ógölluðum
vörum á útsölu
• Viö hverju býstu, þegar þú
kaupir fatnað eða annað álika á
útsölu? Því er kannske ekki auð-
svaraðf fljótu bragði, en í flestum
tilfellum gerum við vlst ráð fyrir,
að verið se' að selja fatnað, sem
kannski er kominn úr tízku, eða
er eitthvað gallaður, en sé hann
gallaöur, er venjulega auðvelt að
sjá gallana, eða fólki er jafnvel
bent á þá, þegar það kaupir fötin.
Kona nokkur kom að máli við
Heimi lis-Timann. Hún hafði
brugðið sér i Hagkaup i Kjör-
garöi, og sá þar á útsölu skyrtur.
HUn valdi sér skyrtu og fór með
hana heim. Þegar heim kom, og
hUn hafði tekið utan af henni og
tínt Ur henni tituprjónana og ætl-
aði aö smella henni I sundur
hrundu af henni smellurnar.
Ekkert hafði veriö tilgreint i
verzluninni, hver ástæöan væri
fyrirþvi, að skyrtan var á Utsölu.
Konan fór því aftur með hana og
sagði hana gallaöa.
AfgreiðslustUlkan spurði við
hverju hUn hefði bUizt. Skyrtan
hefði jU verið á Utsölu, og ekki
þyrfti að reikna með að fá heilar
vörur á Utsölu. HUn bætti lika við,
að ekkert væri auöveldara en
festa nýjar smellur á skyrtuna.
Það er að visu orð að sönnu, en I
þessu tilfelli voru smellurnar á,
en ekki saumaöar, og þarf til þess
sérstakt tæki, sem kostar tölu-
verða upphæð, auk þess sem nýj-
ar smellur myndu kosta sitt.
Væri ekki rétt fyrir verzlanir að
skýra frá þvi, hvað er aö vörum,
sem seldar eru innpakkaðar á Ut-
s(3u, og sér i lagi, þegar þær hafa
verið settar á Utsölu vegna þessa
ákveðna framleiðslugalla, sem
fram kom t.d. I þessu tilfelli.
Og afgreiðslustUlkan tók skyrt-
una aftur, þóttoftsé ekki venja að
gera slikt um Utsöluvörur, og
sagðist gera það vegna gallans.
En það var ekki hægt að fá skyrt-
una endurgreidda, né heldur
mátti taka Ut á hana annað, en Ut-
söluvörur.
Með það fór konan Ur verzlun
inni, meö innleggsnótu sina og
biður nU þess að eitthvað komi á
útsölu f Hagkaup, sem hún telur
sig þurfa á að halda. Segja má, að
i stórverzlun sem þessari ætti
ekki að skipta meginmáli, hvort
fólk tekur venjulegar vörur Ut á
útsöluvöruinnlegg, eöa aðrar Ut-
söluvörur, eöa hvaö?
fb
I grillveizlu
á svölunum
HAGKAUP
Staður
Inneignarnóta Kr
Nafn ÍMMÍWlgW^^l
37190
Móttekin gler Mótteknar umbúöir Krónur aur. Vöruflokkur
AÖrar vörur:
ída/jMa. uÁtAÍA, m.
' -— /..
> r
/ X
Samtals kr. Kr.: /~ ðtf ftjM, ^//Ö O ' ' ~~ m £
/$. 'iurú /c/8/ ......
Dagsetning
Undirskrift
I
■ Þvi miður getum við
ekki státað af jafnhlýi-
um sumaritvöldum og
nágrannar okkar á
Norðurlöndunum, en
samt sem áður er ekki
úr vegi að njóta sumar-
kvöldanna og til dæmis
griiia úti i garði eða úti á
svöium. Nýlega rakst ég
á smágrein i sænsku
blaði um grill á svölum.
Þar var fóiki ráðlagt, að
fara varlega sérstak-
lega með tiliiti til þess
að nágrannarnir kunna
kannski ekki að meta sót
og stybbu, sem getur
mvr.dast, þegar verið er
að grilla.
Ef ætlunin er að grilla Uti á
svölum, er bezt að hafa grill, sem
er með upphækkuðum hliðum til
KÍGHÓSTI
■ Kighósti getur oft
verið erfiður sjúkdóm-
ur, sem orsakast af
bakterium. Venjuleg-
asta leiðin til smitun -
ar er við snertingu eða
af úða frá öndunarfær-
um.
Kighósta getur fólk
fengið á öllum aldri.
Sviar segja, að þar i
landi hafi mátt greina
fjölgun fullorðinna kig-
hóstasjúklinga.
Þvi miður hafa
ungaböm ekki ,,inn-
byggt” ónæmi gegn
kighósta eins og gegn
mörgum öðrum sjúk-
dómum, og geta þau
þess vegna smitast af
veiki þessari.
Meðgöngutiminn:
Hann er nokkuð breytilegur.
Venjulega er hann þó 7-9 dagar,
en í undantekningartilfellum
hefur hann reynst vera allt aö
tveimur vikum.
Einkenni:
Kiöióstinn byrjar eins og
hvert annaö kvef, með nef-
rennsli, svolitlum hita og þurra-
hósta.
Eftir þvi sem frá liöur versn-
ar hóstinn og verður stöðugt
verri og verri. Hóstaköstin
koma með styttra milli bili og
verða lengri og þegar sjUkdóm-
urinn hefur náð hámarki finnst
sjUklingum að hann sé að kafna
i verstu hviðunum.
Hóstaköstin koma kannske
fjögur fimm I röð, og sjUkling-
urinn á erfitt um andardrátt.
Fyrirkemuraö fólk kastar upp i
verstu köstunum.
Því miður er þvi svo varið
með ki'ghóstann, aö hóstaköstin
eru verst á næturnar, og mæðir
það ekki aðeins á sjUklingnum
sjálfum heldur allri fjölskyld-
unni.
Kighóstinn er langvarandi
sjUkdómur. Hóstaköstin haldast
i aö minnsta kosti nokkrar vik-
ur, og jafnvel i meira en mánuð.
Kighóstiersmitandi I alltað sex
vikur.
Meðferð:
Hægt er að stytta sjUkdóms-
tímann og draga úr áhrifum
sjUkdómsins meðlyfjagjöf. Best
er að byrja aö gefa lyfin áður en
sjUkdómurinn hefur náö sér
verulega á strik. Reynið að
fylgjast vel meö þvi, hvort barn
kann að hafa smitast af kig-
hósta og hafa þá samband við
lækni ef hægt er.
Sagt er aö ferskt og gott loft
hafi ævinlega góð áhrif á kig-
hostasjUklinga. Börn mega þvi
gjarnan vera Uti, þó að þvi til-
skyldu, að þau geti ekki smitað
önnur börn.
Eftirköstin:
Kighósta getur fylgt lungna-
bólga. Einkenni samfara
lungnabólgu eru aö hitinn hækk-
ar. Kighósa fylgiraldreihitiyfir
38.5 stig. Einnig ætti fólk að
vera vel á veröi, ef hitinn hverf-
ur, en kemur svo aftur I annað
sinn. Þaö getur verið merki um,
að ekki sé allt sem skyldi.
Hvenær á að hafa sam-
band við lækni?
Möguleikinn á aö hægt sé að
hafa áhrif á kighóstann er betri
eftir því, sem sjUklingurinn fær
fyrr viðeigandi lyf. Þess vegna
erréttaö tala við lækni, ef grun-
ur leikur á aö barn hafi smitast.
Alltaf verður að hafa sam-
band við lækni, ef ungabarn fær
kightísta.
Börn innan við 6 mánaða eiga
erfitt meö að verjast hóstaköst-
um og geta fengiö öndunartrufl-
anir, ef þau veikjast alvarlega
af kighóstanum.
Hafið i huga, að hóstaköst
samfara kighósta geta verið svo
alvarleg, aö fólk getur rifbeins-
brotnað eöa skaddast á lungum
vegna þeirra.
í skóla eða dagvistun?
Ohætt er að senda börn aftur i
skóla eða i dagvistum eftir ca.
sex vikur.
Kemur sjúkdómurinn
aftur?
Þaö mun vera heldur sjald-
gæft.
Ónæmisaðgerðir?
Ekki mun vera um tryggar
ónæmisaðgerðir að ræða gagn-
vart kighóstanum.
Latneska nafnið:
Pertussis.
Athugasemdir:
Börn, sem eru með hjarta-
galla eðaastma eru mjög
viökvæm fyrir kighóstanum.
Ráöfæriö ykkur þvi við lækni
barnsins um hvernig bregðast
eigi við, ef barnið skyldi smit-
ast.
Barnasjúkdómar
skjóls. Einnig er gott að hægt sé
að stilla grindina á grillinu, þann-
ig aö ekki þurfi aö hafa kjötið
alveg niður við kolin, eöa langt
fyrir ofan þau. Bezt er aö geta
sem sagt stillt ristina eftir þvi
hvað er verið að matreiða.
Mörgum gengur illa aö kveikja
i grillkolunum, en til þess að gera
það auðveldara er notaður
kveikjuvökvi. Nú erulika komin á
markaöinn grillkol, sem á að vera
hægt að kveikja í án þessa vökva.
Þau fást til dæmis i Sportval á
Laugaveginum og kosta 38 krón-
ur, 4 punda poki, og 69 krónur átta
punda poki.
Aður en þið setjið grillkolin i
grillið skulið þið setja álpappir
undir i' botninn. Það heldur kolun-
um saman og hitinn frá þeim nýt-
ist betur vegna endurvarps geisl-
anna frá álpappimum.
Stundum notar fólk sérstaka
oliu til þess að pensla kjötiö, sem
það ætlar að steikja. Nokkur
stybba myndast af þessari oliu,
eins og reyndar allri fitu, sem
txennur eða lekur niður I grillkol-
in og brennur þar. Þessi stybba
getur f arið i' taugarnar á fólkinu I
ibúðunum við hliðina eða fyrir of-
an mann, ef bUið er i blokk. Þess
vegna er rétt að sleppa þvi að
nota hana, ef verið er að grilla á
svölunum.
Setjið grillið Ut i horn á svölun-
um, svo ekki sé hætta á að börn
reki sig i það. Grillið er glóandi
heitt ekki bara rétt á meðan verið
er aö grilla, heldur lengi á eftir,
eða allt þar til dautt er i kolunum.
Það getur eins og allir vita tekið
óralangan tima, og finnst mörg-
um mesta synd, að geta ekki nýtt
kolin allan þann tima.
Það getur veFið mjög gott að
grilla fisk i álþappir á Utigrilli.
Setjið fiskflakið i álpappir,
kryddið að vild og setjið svolitla
smjörklipu með i bréfið. Brjótiö
þaö svo þétt og vel utan um fisk-
inn. Það á að nægja að steikja fisk
inn i 5-10 mfnUtur á hvora hlið,
eftir þvi hversu þykkt flakiö er.
Samlokur i álbréfi eru lika
gómsætar. Setjið ost, skinku,
tómat og jafnvelsveppiá milli, og
vefjið svo álpappir utan um sam-
lokurnar. Ef hægt er aö stilla rist-
ina á grillinu er óhætt að hafa
samlokur i álpappimum I neðsta
gati, en ef þiö ætlið að grilla sam-
lokur án álpappirs veröa þær að
vera eins ofarlega og hægt er i
griliinu.
Þýðingarmikið er aö gæta þess
að grillið ósi ekki á meðan verið
er að grilla.ekki aðeins vegna ná-
grannanna, heldur lika vegna
manns sjálfs. Það er ekkert gam-
an að fá stít upp um alla svala-
veggi, á gluggana og jafnvel inn i
stofur. Gætið þess vegna vel aö
þvi, að kjötiö brenni ekki og farið
varlega með grilloliuna, ef þiö
þurfiö að kveikja i kolunum með
hjálp hennar. Best er að þurfa
alls ekki að nota hana.
fb