Tíminn - 25.06.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 25. júni 1981
19
flokkstilkynningar)
Austurlandskjördæmi
Tómas Arnason, viöskiptaráöherra og Halldór Asgrimsson,
alþingismaður, halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum:
Hamraborg, Berufjarðarströnd 24. júni kl. 3 e.h.
Staðarborg, Breiödal 24. júni kl. 9 e.h.
Stöðvarfirði, 25. júni ki. 9 e.h.
Fljótsdal, 27, júni kl. 4 e.h.
Skjöldólfsstöðum, 28. júni kl. 4 e.h.
Jökulsárhlið, 28. júni kl. 9. e.h.
Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið og málefni kjördæmisins.
Orðsending frá Happdrætti Framsóknarflokksins.
Dregið hefur veriö i vorhappdrætti Framsóknarflokksins og vinningsnúmer innsigluð hjá
borgarfógeta. Dregið var úr öllum útsendum miðum. Næstu daga geta þeir sem fengið hafa heimsenda
miða og eiga eftir að gera skil, greitt skv.meðfylgjandigiróseðliinæstupeningastofnun, eöa á pósthúsi.
Leiðarþing
Alþingismennirnir Steingrimur Hermannsson og Ólafur Þórðarson,
halda leiðarþing á eftirtöldum stöðum:
Félagsheimilinu Suöureyri, fimmtudaginn 25. júni kl. 20.30
Brynjubæ Flateyri, föstudaginn 26. júni kl. 20.30
Félagsheimilinu Þingeyri, laugardaginn 27. júni kl. 16 Allir velkomnir.
Almennur félagsfundur F.U.F. i Reykjavik
verður haldinn að Rauöarárstig 18 fimmtudaginn 25. júni kl. 8.30
Dagskrá:
1. Fyrirhuguð lagabreyting.
2. Sumarstarf félagsins
3. Inntaka nýrra félaga
4. Onnur mál
Æskilegt er að þeir sem ætla aðstarfa með félaginu næsta vetur mæti á ifundinn.
_______________________________________ Stjórnin.
Framsóknarfélag Skagfirðinga.
Aöalfundur P ramsóknarfélags Skagfiröinga veröur haldinn i Framsóknarhúsinu á Sauöárkróki,
sunnudaginn 28. júni kl. 19.30.
Dagskrá. Skýrsla iormanns og gjaldkera, lögð fram endurskoðuð lög félagsins, þingmenn flokksins
kjördæminu flytja ávörp, kosningar og önnur mál.
Stjórn Framsóknarfélags Skagfiröinga.
Guð-
Siglfirðingar
Alþingismennirnir: Páll Pétursson, Stefán Guðmundsson og
Ingólfur Guðnason.boða tilalmenns stjórnmálafundar i Aöal|
götu 14, Siglufirði, fimmtudaginn 25. júni kl. 21.
Allir velkomnir.
Fundarboöendur.
Almennir stjórnmálafundir
Alþingismennirnir Ingvar Gislason, Stefán Valgeirsson og
mundur Bjarnason halda almenna stjórnmálafundi á
eftirtöldum stöðum:
Raufarhöfn, miðvikudaginn 24. júni i Hnitbjörgum kl. 20.30
Þórshöfn, fimmtudaginn 25. júni kl. 20.30
Mývatnssveit, föstudaginn 26. júni i Skjólbrekku kl. 20.30.
Stóru-Tjarnarskóli, laugardaginn 27. júni kl. 20.30
Sólgarður, Saurbæjarhreppi, sunnudaginn 28. júni kl. 20.30
Melar, Hörgárdal, mánudaginn 29. júni kl. 20.30
Allir velkomnir.
Sumarhátíð
I' ramsóknarfélags Bolungarvikur verður haldin
Félagsheimilinu laugardaginn 27. júni kl. 20.30
1. Skemmtun sett
Ávarp: Steingrimur Hermannsson, ráðherra
Gamanvisur
Eftirherman Jóhannes Kristjánsson
Ávarp: Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi.
Stórbingó, 3 umferðir.
Vinningar: 20 kg kaffi, 3ja gira reiðhjól, utanlandsferð fyrir tvo með
Samvinnuferðir-Landsýn.
7. Eftir skemmtun verður dansleikur, Hljómsveitin Gaukar frá
Reykjavik. Dansað verður til 02.00
í
Tilkynning
til diselbifreiðaeigenda
Frá og með 1. júlin.k. fellur niður heimild til þess að miöa
ákvörðun þungaskatts (kilómetragjalds) við þann fjölda
ekinna kilómetra, sem ökuriti skráir, nema þvi aðeins að
þannig sé frá ökuritanum gengið að hann verði ekki opn-
aður án þess að innsigli séu rofin, sbr. reglugerð nr. 264/-
1981.
Af þessum sökum skulu eigendur þeirra bifreiða, sem
búnar eru ökuritum, fyrir 1. júli n.k. snúa sér til einhvers
þeirra verkstæða, sem heimild hafa til isetningar öku-
mæla, og láta innsigla ökuritana á þann hátt sem greinir i
nefndri reglugerð. Að öðrum kosti skulu þeir láta útbúa
bifreiðar sinar ökumælum, sem sérstaklega hafa verið
viðurkenndir af fjármálaráöuneytinu, til skráningar á
þungaskattsskyldum akstri.
Fjármálaráðuneytið, 22. júni 1981.
K.Jónsson
& Co. h.f.
J
Höfum til afgreiðslu
nú þegar nokkra
STILL lyftara.
Upplýsingar á skrif-
stofunni Hverfisgötu
72 simi 12452 og
26455.
skrifað og skrafaó
■ Friðrik óiafsson: hann er ekki öfundsverður af hlutverki sinu
sem forseti FIDE um þessar mundir.
Markviss
barátta
Friðriks
, ■ Friðrik ólafsson er svo
sannarlega ekki öfundsverður
af hlutverki sínu sem forseti
Fide, alþjóölega skáksam-
bandsins, um þessar mundir.
Deilur hafa oft verið haröar
innan skákhreyfingarinnar á
alþjóöavettvangi ekki siður en
hér á heimaslóðum. Forseti
Fide þarf þar oft aö fara meö
hlutverk sáttasemjarans, sem
reynir aö leysa deilurnar á
sem farsælastan hátt.
Deilan um heimsmeistara-
einvígið á milli núverandi
heimsmeistara, Sovétmanns-
ins Anatoli Karpovs, og áskor-
andans, Victor Kortsnojs, sem
er landflótta frá Sovétrikjun-
um, er sérstaklega erfið viö-
fangs.
Kortsnoj og stuöningsmenn
hans hafa lagt á það mikla
áherslu, aö eiginkona hans og
sonur, sem dvelur nú I fanga-
búöum fyriraö neita aö gegna
herþjónustu, fái aö fara frá
Sovétríkjunum áöur en heims-
meistaraeinvígiö hefst. Þeir
telja, að annars verði álagið á
Kortsnoj meira en á Karpov
og þeir standi þvi ekki jafnt að
vígi í einviginu.
Friðrik ólafsson hefur nú
sýnt þaö, aö hann er reiðubú-
inn að ganga eins langt og
honum er unnt til aö reyna aö
fá slfka lausn á málum fjöl-
skyldu Kortsnojs. Aðgeröir
Friöriks sýna enn frekar
hversu ómakleg sú gagnrýni
er, sem að honum hefur verið
beint af áköfustu stuðnings-
mönnum Kortsnoj — og
reyndar honum sjálfum. Frið-
rik hefur unniö aö málinu með
markvissum hætti, en ekki
farið hátt með þaö. Sumir eru
hins vegar haldnir þeim mis-
skilningi, að þeir sem hafi
hæst á opinberum vettvangi
vinni málum mestan fram-
gang. Það er auðvitað alrangt
eins og dæmin sanna. Hávaða-
mennirnir eru oft á timum
þeim málstað, sem þeir þykj-
ast berjast fyrir, hreinir
óþurftarmenn. Ekkert liggur
auðvitað fyrir um það, hvort
aðgerðir Friðriks bera tilætl-
aðan árangur. Það má jafnvel
færa sterkar likur fyrir þvi, að
svo veröi ekki. En það er þá
alla vega ljóst, að hann hefur
gert allt þaö, sem i hans valdi
stendur, til þess að fá farsæla
lausn málsins.
samvmnu-
Iðnaður
manna.
Jón Kristjánsson, ritstjóri
„Austra”, ritar forystugrein i
blað sitt um samvinnuhreyf-
inguna og iönaðarrekstur
hennar, og fjallar m .a.um þá
erfiðleika, sem viö er aö etja i
þeim rekstri. Jón segir m.a.:
„Iðnaður samvinnuhreyf-
ingarinnar átti I verulegum
erfiðleikum á siðasta ári.
Samvinnuhreyfingin i heild
mætti þessum áföllum og
áfram er haldið, utan hvaö
ekki hefur fundist lciö til aö
halda áfram rekstri klæða-
verksmiðju í Borgarnesi og
málefni skóverksmiðjunnar
Iðunnar eru til sérstakrar
meöferðar, eins og kunnugt
er. Reynt hefur veriö aö koma
við fyllstu hagræöingu og allur
rekstur Iðnaðardeildar hefur
verið endurskipulagður. Samt
er Utlitiö ekki nógu gott. Iðn-
aðinum verður að búa þau ytri
skilyrði að hann geti keppt I
þeim haröa heimi sem sala á
erlendum mörkuðum er. A
þetta ekki hvað sist við um
fjárm agnskostnaö iðnaðarins,
vexti og lánakjör, en þessi
kostnaður er gifurlega hár.
Stjörn Sambandsins mark-
aði á sinum tima þá stefnu I
iönaðarmálum, að dreifa
starfseminni nokkuð og það er
nauðsynlegt að sú stefna
standist. Iðnaður sá sem hér
um ræðir er ullar- og skinna-
iönaður og hann er gifurlega
mikils virði fyrir landbúnað-
inn og atvinnullf og byggöa-
þróun viða um land. Hags-
munir bænda og iönverkafólks
fara hér saman, sem og af-
koma þjóðarbúsins I heild.
Þessi iðnaður bæði á vegum
samvinnufélaga og annarra
aðila er með stærri atvinnu-
greinum hérlendis og kemst
næst áli i útflutningsverðmæti
iðnvarnings.
Nú eru ýmsar blikur á lofti
og slæmar fréttir berast einn-
ig frá þeim saumastofum, sem
aðrir aðilar en samvinnu-
félögin reka, og hér i þessum
fjdrðungi búa saumastofur við
fullkomið óvissuástand. Þvl
ber brýna nauðsyn til að taka
þessi mál til sérstakrar athug-
unar og finna með hverjum
hætti má renna styrkari stoð-
um undir þessa starfsemi”.
Það er ekki ofsögum sagt að
vandi saumastofanna út um
land er mikill, og áhyggjuefni
i mörgum byggöalögum ef
þessi iðnaðarframleiösla
stöðvast að verulegu leyti.
—ESJ.
Elías Snæland Jónsson
ritstjóri, skrifar