Tíminn - 28.06.1981, Page 8

Tíminn - 28.06.1981, Page 8
8 Sunnudagur 28. jýni 1981 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrói: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helga- son, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdi- marsson, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einars- son, Guðjón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefáns- dóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.70.00— Prentun: Blaðaprent h.f. Osmekkleg árás ■ Forsvarsmenn hagsmunasamtaka berjast fyrir málstað sinum með ólikum hætti, enda er árangur þeirra oft misjafn. Dæmi um sérlega ósmekklegar baráttuaðferðir eru þær yfirlýsingar, sem formaður Félags isl- lenskra iðnrekenda hefur látið falla að undan- förnu um viðskiptaráðherra eftir viðræður, sem ráðherra átti við ráðamenn hjá Efnahagsbanda- lagi Evrópu i Brussel og Friverslunarsamtökun- um i Genf. Viðskiptaráðherra skýrði frá þvi eftir þær við- ræður, að fram hefði komið af hálfu ráðamanna hjá Efnahagsbandalaginu andstaða við hug- myndir íslendinga um að sett yrði á sérstakt að- lögunargjald fyrir iðnaðinn. Formaður samtaka iðnrekenda brást við þessum tiðindum með þvi að lýsa þvi yfir i fjölmiðlum, að sú andstaða, sem viðskiptaráðherra hafði skýrt frá, væri alls ekki fyrir hendi hvorki i Brussel né Genf, heldur væri hana að finna i viðskiptaráðuneytinu. Jafnframt fullyrti hann að viðskiptaráðherra ,,hefði pantað nei frá Brussel og Genf”. Til stuðnings slikum fullyrðingum vitnaði hann svo til orða einhvers fulltrúa hjá Efnahagsbandalaginu þótt sá starfs- maður Efnahagsbandalagsins vilji ekkert við slik ummæli kannast. Það er út af fyrir sig eðlilegt að forystumenn samtaka iðnaðarins, eins og annarra hagsmuna- samtaka, vinni að framgangi sinna mála af festu, en hér er farið út fyrir öll velsæmismörk, þar sem viðskiptaráðherra er ekki aðeins sakaður um ósannindi heldur beinlinis að hafa pantað frá er- lendum viðskiptabandaiögum afstöðu, sem sé andsnúin islenskum hagsmunum. Það eru skiptar skoðanir um það, eins og svo margt annað, hvort rétt sé að aðstoða islenskan iðnað með sérstöku aðlöðunargjaldi eða eftir öðr- um leiðum. En flestir hljóta að vera sammála um að ásakanir af þvi tagi, sem hér um ræðir, eiga alls ekki heima i þeirri umræðu. Formaður Fé- lags islenskra iðnrekenda ætti þvi að biðjast af- sökunar á þessum ummælum sinum. ESJ. Læknadeilan ■ Samkomulag hefur tekist i læknadeilunni, og hafa sjúkrahúslæknar tekið upp sin fyrri störf á ný. Læknar hafa litinn stuðning haft af hálfu al- mennings i þessari kjaradeilu, svo sem eðlilegt er. Sú aðferð, sem læknar beittu, — að segja störfum sinum lausum i trausti þess að rikisvald- ið yrði að gefa eftir til þess að komast hjá neýðar- ástandi á sjúkrahúsunum — hefur áður verið far- in af lægra launuðum hópum i heilbrigðiskerfinu. Slikar aðgerðir á þvi viðkvæma sviði, sem með- ferð sjúkra er, hijóta alltaf að vekjai andúð hver sem á i hlut, hvað þá þegar um tiltölulega vel- launaðar stéttir er að ræða. Það ber að fagna þvi að þessi deila er leyst og vonandi hefur hún engin alvarleg eftirköst. —ESJ. menningarmál S61- stöðu- tón- leikar ■ Upprisuhátiö Musica Nova lauk með miðnæturtónleikum i Háskólabiói aðfararnótt mánu- dagsins 22. júni, en um þær mundir eru einmitt sólstöður, á sumri. barna voru flutt tvö verk eftir Snorra Sigfús Birgisson: hann flutti sjálfur „Æfingar fyrir pianó”, sem var frumflutningur, en siöan lék óskar Ingólfsson „Rotundum” fyrir einleiksklari- nettu. Það verk var samið haustið 1978 og tileinkað hljóðfæraléikar- anum, sem frumflutti það árið 1979 i Amsterdam. Það virtist ofdirfska að taka stærsta hljómleikasal landsins undir tónleika af þessu tagi, og á jafnvondum tima sólarhringsins og lágnættið hlýtur að vera. Enda voru áheyrendur vart fleiri en 150, flest ungt fólk. Maður nokkur hafði látið þau orö falla, að lik- lega væri ástæðan fyrir hinni miklu grósku i nýtónlist hér á landisú, aö ekkert væri fyrir tón- listarmennina gert. En einhvern veginn hafði þó tekist að útvega þennan stóra sal með besta flygli landsins, og fullkomnum upp- tökutækjum, enda var sú vist ástæðan fyrir ofannefndri of- rausn, að tónleikarnir voru „teknir upp”. Ég hlýt að viðurkenna það, að þessir tónleikar „voru ekki fyrir mig”. „Æfingarnar”, sem eru 21 að tölu, bera nöfn trompa úr Tarot-spilum — skráin segir að kveikju verkins sé að finna i þeim. Ég trúi þvi illa, að nokkurt samband sé á milli þessara æf- inga og Tarot-trompanna — nöfn- in og greind tildrög eru ekki ann- að en prjál. Hins vegar mætti vel, úr þvi verið er að flytja svona- verk, leggja meira i sviðssetn- ingu þeirra — þetta skildu gömlu mennirnir, enda var sitthvað i gjörningalistinni beinlinis til þess gert að losa hana úr viðjum hins staðlaða konsertforms. T.d. er þarflaust, með svo stórt svið sem i Háskólabiói er, að hafa það allt og salinn uppljómað: kannski einhvert Tarot-stemmning heföi orðið til, ef Snorri hefði setið i sviösljósi, en aörir i myrkri. Tónlistin hefur það umfram aðrar listgreinar, að i henni verð- ur ekki komist upp með neinn moðreyk, það leikur enginn vafi á þvi, hvort tónlistarmaður kann handverkið eða ekki. Snorri Sig- fús er snjall pianisti, eins og hann sýndi bæði þarna og áður, og hann kann vafalaust mikið fyrir sér i tónsmiöalist, svohonum hlýtur að vera alvara — hann er að skapa list. Mér finnst það hins vegar skrýtið, aö einmitt þessu lik voru „nútimaverkin” fyrir 10 og 20 árum, enda hafði ég haldið að menn væru farnir aö gera annað. En hvað er Tarot hjá Rotund- um? „Heiti verksins er fengið að láni hjá alkemistum, sem notuðu þetta orð — Rotundum — til að lýsa sérstakri kristöllun i til- raunaglösum sinum. Sumir segja, að þeir hafi ekki eingöngu fengist við að búa til gull úr óæöri málmum, heldur hafi smám sam- an runniö saman fyrir þeim leitin að gullgeröarformúlunni og löng- un til að skilja sinn innri mann þar til á endanum að „efni” var orðið hið sama og „andi”, „gull” hið sama og „innri friöur”. Aldrei hljóta fákunnandi „gagnrýnendur” að finna sárar til kunnáttuleysis sins en þegar þeim er ætlaðað „dæma” ný verk ungra manna, hafandi aldrei heyrt þau áður, skiljandi ekkert i þeim, og trúandi þvi hálfpartinn að hinir graf-alvarlegu tónlistar- menn á sviöinu séu að reyna að gera grin að áhorfendum. Enda get ég ekki annan dóm á þetta verk lagt, en að mér þótti það dæmalaust leiðinlegt, og auk þess óhreinn tónn i lúðrinum hjá ósk- ari. En allt er þetta þó af hinu góða: tónskáld semur, hljóðfæraleikari fær nýtt að spila, áheyrendur nýtt ■ „Geturðu hjálpaö mér? Mig langar tilað verða venjuleg aftur”. að heyra, „gagnrýnandi” eitt- hvað til aö skrifa um, og lesendur eitthvað til að lesa, hvort sem all- ur þessi dans er „á staðnum”, áfram eða áfturábak. Eða, eins og Arni Magnússon sagði i öðru viöfangi: „Svo gengur það til i heiminum, að sumir hjálpa erroribus i gang, og aðrir leitast siðan við að útryðja aftur þeim sömu errooribus. Hafa svo hver- irtveggju nokkuð að iðja”. Músik- hópurinn Afram leið Skerpla ’81, og mánudaginn 15. júni hafði Músik- hópurinn tónleika á Kjarvalsstöð- um, sem voru fjölsóttir. Efnis- skráin var fjölbreytt, og skemmtileg á köflum. Fyrst léku Guðný Guðmunds- dóttir (fiðla) og Snorri Sigfús Birgisson (pianó) „Miniatury” eftir Pólverjann Pendercki þrjú örstutt smálög, sem samin voru 1959. Þetta er kurteisleg „gjörn- ingalist” og geðþekk i flutningi þeirra Guðnýjar og Snorra. Næst fylgdu tvö rafeindaverk, eftir Lárus H. Grimsson og Þor- stein Hauksson. Þrátt fyrir all— yfirlætislegar skýringar i efnis- skrá (þar sem farið er rangt með orðið „tölva”, sem heitir ekki „talva” i nefnifalli), var ekkert i þessum verkum sem ekki heyrist i hvaöa ódýrum geimferðasjón- varpsþætti sem vera Startr ek eða Geimsvinum. Rafeinda- hljómlistarmenn virðast mér annars furðulega nægjusamir: i vetur hitti ég drukkinn mann á kaffihúsi, sem sagðist eiga heim- ilistölvu, sem hægt væri að spila á Gamla Nóa. Drukkni maðurinn sagöi, að tölvan væri sinn besti vinur, og hann yndi við hana öll- um stundum, og enga tónlist þyrfti hann aöra en þá, sem hún gæfi honum. Rafeindatónlist er til vegna þess, að hægt er að fram- leiða ýmis hljóö með slikri tækni, sem ekki fást úr hljóöfærum, en hins vegar virðist þarflaust að halda sér alltaf við sama fá- breytta heygarðshornið. Nú Íék Manuela Wiesler „Itys” eftir Askel Másson, ein- leiksverk fyrir flautu. „Hug- myndin að verkinu varð til eftir lestur samnefndrar sögu úr griskri goðafræði. Tónverkið fylgir þó ekki sögunni i smáatrið- um, heldur er megináhersla lögð á að kalla fram þau áhrif, sem lestur þessarar óhugnanlegu en jafnframt hrifandi sögu vekur.” Fyrir þá, sem ekki voru á tónleik- unum, en kynnast vildu óhugnaöi en jafnframt töfrum þessarar sögu, var „Itys” gefið út á plötu ásamt með ýmsum öðrum verk- um Áskels Mássonar fyrir tæpu ári siðan. En vilji menn söguna milliliðalaust, I stuttu máli, er hún svona: Prokne og Filómela voru dætur Pandions Aþenu- kóngs. Prokne átti Tereus Þrakiukóng, sem girntist mág- konu sina Filómelu og svivirti hana, og skar siðan úr henni tung- una svo hún segði ekki eftir. En Filómelu tókst að koma hinu sanna i útsaumi til Prokne systur sinnar, sem hefndi ó'fara þeirra systra með þvi að bana Itysi syni sinum og Tereusar, og matreiða hann fyrir föðurinn. Tereus brá sverði sinu og ætlaði að granda systrunum, en breyttist i herfugl (Upupa epops) áður en hann gæti komið þvi við, Prokne i nætur- gala, og Filómela i svölu. Eins og að likum lætur gerði Manúela allt það, sem á mann- legu valdi stendur, til að koma verkinu til skila, en jafnvel þrátt fyrir það komst það ekki á flug með hinum fuglunum — herfugli, næturgala og svölu. bá kom skemmtilegt verk: Einar Jóhannesson (klarinetta) og Anna MálfriðurSigurðardóttir (pianó) léku „ópus eitt” Hjálm- ars H. Ragnarssonar — þrjú lög fyrir klarinettu og pianó. Miölag- iövarfyrst flutt af Gunnari Egils- syni og höfundi á tónskáldskvöldi á tsafirði vorið 1975, en hin tvö eru nokkru yngri — þau gróf Ein- ar Jóhannesson upp, eins og skrá- in segir, og frumflutti þau nú. Ekki veit ég, hversu ungur Hjálmar var árið 1975, en þá var hann greinilega alveg bráðefni- legt tónskáld, eins og hann er raunar ennþá. Þvi miður var „In vultu solis” eftir Karólinu Eiriksdóttur miklu siðra, en það lék Guðný Guð- mundsdóttir. Þetta var sömuleið- is frumflutningur, verkið var samið sumarið 1980 og tileinkaö Guðnýju. „Form verksins er frjálst, það byggir hvorki á stefjaúrvinnslu né endurtekning- um.” Eftirtektarverðast allra verk- anna á þessum tónleikum voru „Hieroglyphics” eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, leikið á „Synthesizer” af höfundi, en nú flutt af segulbandi. Magnús lauk þessu verki i mai — „það er sam- ið undir þeim áhrifum, er höfund- urinn varð fyrir þegar hann gekk um sali fornminjadeildar Metro- politan-safnsins i New York og kom þar inn i grafhvelfingu Forn- Egypta”. Magnús nýtir þarna rafeindatæknina vel til að ná mögnuðum áhrifum, sem vel mætti heimfæra á grafhvelfingar og helgirúnir. Og ekki var nema maklegt að enda tónleikana á þvi að gera dá- litiö grin að gömlu mönnunum: kvintett flutti útsetningu Jónasar Tómassonar á pianóverki Eriks Satie „Embryons desséches” eða skrælnuð frjó” (nafnið er vafa- laust táknrænt) frá 1913. Þessi út- setning var frumflutt á Isafirði árið 1975 af ýmsum málsmetandi mönnum, en nú léku Bernard Wilkinson (flauta), Einar Jó- hannesson (klarinetta), Laufey Sigurðardóttir (fiðla), Carmel Russill (knéfiðla) og Anna Mál- friður Sigurðardóttir (pianó). Skrælnuð frjó eru semsagt þrjú smálög, þar sem settar eru sam- an ýmsar „klisjur” úr klassiskri tónlist og dregnar sundur og sam- an i háði, enda var siöasta lagið klappað upp i lokin. Og mikið er nú gaman, þrátt fyrir allt, að Musica Nova skuli vera á dögum að nýju. 25.6. Sigurður Stein- þórsson skrifar um tónlist.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.