Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 21

Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 21
Sunnudagur 28. júni 1981 ftAÉÉt 21 Norðdahl Það var Guðmund- ur Magnússon sem bjó i Meðal- landi og siðar i Elliðakoti sem tók þetta nafn upp meðan ættar- nafnalögin leyfðu snemma á þessari öld, en hann dró það af Norðurárdal en faðir hans hafði verið prestur i Hvammi i þeim dal. Niðjar Guðmundar hafa bor- ið nafnið siðan, skrifað á þann hátt. Lúðvik Norödal læknir á Eyrarbakka bar svipað nafn en afkomendur hans munu ekki hafa haldið þvi við. Proppe þag mun jjafa verjg j kringum árið 1850 að hingaö til lands kom ungur piltur frá Slés- vík- Holstein sem ýmist tilheyrði Danmörku eöa Þýskalandi. Hann var dönskumælandi og hét Claus Eggert Dietrich Proppé og gerð- ist iönsveinn I bakarii, fyrst Bern- höftsbakariien settisiðan upp sitt eigiö bakari i Hafnarfiröi. Hann gekk að eiga islenska konu, Helgu Jónsdóttur, og frá þeim er komin Proppé-ættin nil. Þetta nafn var tek- ið upp árið 1916, um það leytisem islensk ættarnöfn voru vel séö fyrir augliti laganna. Það voru fjórir synir hins kunna fræði- manns Jónasar Jónassonar frá Harfnagili i Eyjafirði sem tóku þetta nafn upp og byggðu á bæj- arheitinu Hrafnagili. Upphaflega átti nafnið að vera Harfnar en einhver vandkævði voru á þvi svo Rafnar varð niðurstaðan. Bræð- urnir fjórir hétu Oddur, Friðrik, Jónas og Stefán en tveir þeirra áttu enga syni og nú er það aðeins einn karlmaður i þriðja ættlið sem ber þetta nafn. Scheving Thorsteinsson Fyrra nafnið, Scheving, er komið frá tveimur sonum Lár- usar prófasts i Skevinge á Sjá- landi. Þeir hétu Hans og Hannes og fluttust hingað til lands á 17. öld. 1 stað þess að taka upp föður- nafnið Lárusson eða Láritz eða eitthvað i þá áttina þá kenndu þeir sig við heimabæ sinn Skev- inge og nefndu sig Scheving. Sið- ara nafnið Thorsteinsson er i þessu tilfelli komið frá Þorsteini Þorsteinssyni, kaupmanni i Æð- ey, en i viðskiptum sinum við Dani kallaði hann sig Th. Thor- steinsson. Hann gekk að eiga Hdili Guðmundsdóttur Scheving og sonur þeirra var hinn fyrsti Davið Scheving Thorsteinsson. Fæddur 1855. Nafnið Thorsteins- son varðveittist áfram eitt sér vegna þess að Þorsteinn átti son framhjá konu sinni Scheving og af þeirri grein eru meðal annars komnir Guðmundur Thorsteins- son Muggur og Pétur Thorsteins- son sendiherra. Auk þessarar ættar hafa ýmsir borið nafnið Thorsteinsson og má fyrstan frægan telja Steingrim Thor- steinsson, þjóðskáld. Segir sig enda sjálgt að allir þeir Þor- steinssynir sem fóru utan þurftu að skrifa nafn sitt á þennan hátt og einhverjir hafa ef til vill haldið þeirristafsetningu eftir að hingað kom á nújan leik. Þá er til ætt sem ber nafnið Thorstensen. Schram þag var niaður að nafni Christian Gumpher Schram sem fyrstur bar þetta nafn hér á landi. Hann var dansk-þýskur: frá Slésvfk Holstein sem Danir og Þjöðverjar deildu sifellt um, en kom til Islands um það bil árið 1780 og settist að á Skagaströnd þar sem hann starfaði i verslun dansks kaupmanns sem þar var. Þessi fyrsti Schram gekk að eiga norska konu frá Stavanger og áttu þau sjö börn. Frá þeim er komin ættin sem enn heitir þessu nafni. sen Þetta nafn er kinverskt en fyrsti forseti Kina, Sun Yat Sen, var einmitt af þessari sömu ætt. Þannig vildi til að islensk stiílka að nafni Oddný kynntist snemma á öldinni kinverskum manni er bæði voru við nám i Edinborgarháskóla i Skotlandi. Þessi maður bar nafniö Sen. Þ.áu giftu sig og fluttust árið 1918 til Kina þar sem Sen varð rektor há- skölans i Amoy en áriö 1937 flúði fjölskyldan undan sókn japanska hersins og settist aö á Islandí. Nafnið er nU boriö af af- komendum þeirra. Snævarr Þetta nafn tók upp Valdimar Valvisson árið 1916 en þá var sem kunnugt er leyfi- legt að taka sér ættarnöfn. Nafnið Valvis er Ur riddarasögum en Valdimar mun hafa leiöst það og valdi sér þvf ættarnafnið Snæ- varr. Það er kunnugt Ur fornum ritum en er nú eingöngu borið af afkomendum Valdimars. Solnes Þetta nafn er komið Ur Noregi. Norskur maður sem hét þessu nafni fluttist til Akureyrar i kringum árið 1910 og afkomendur hans hafa slðan heit- ið þessu nafni. Thorarensenþetta nafn er komiö frá Þórarni Jónssyni, sýslumanni á Grund I Eyjafirði en hann var uppi á árunum 1719- 1767. Hann átti fimm syni sem all- ir fóru til náms til Kaupmanna- hafnarog þar tóku þeir sér nafnið Thorarensen. Frá þessum fimm sonum, Stefáni amtmanni á Möðruvöllum, Vigfúsi sýslu- manni á Hliðarenda, séra Gisla i Odda, séra Friðrik á Breiðaból- staðog Magnúsi klausturhaldara, eru komnar þær ættir sem nú bera nafnið Thorarensen. Thorlaciust0rlakur skula son (1597-1656) var biskup aö Hól- um frá 1628 en hann var dóttur- sonur Guðbrands biskups Þor- lákssonar. Hann áttifimm syni og eina dóttur: Gfsla Hólabiskup, Þórð Skálholtsbiskup, Guöbrand sýslumann, Skúla prest, Jón sýslumann og Elinu. Tóku þau og . afkomendur þeirra sum hver iqip ættarnafnið Thorlacius en það er latnesk versjón á föðurnafninu. Thorlacius hefur stundum verið nefnt næstelsta ættarnafnið á Islandi, aðeins Vidalln mun vera eldra. Thoroddsen þöroddur het maður og var Þóroddsson, Ut- vegsbóndi á Vatneyri við Patreksfjörð. Hann átti fjölda- mörg börn og þar af átta sýni. Sjö þeirra sendi hann i iðnnám i Kaupmannahöfn og var það framtak annálað á sinum tima. Bræöurnir lærðu hver sina iðn: Einar var gullsmiöur, MagnUs vefari og mUrari, Jón hattari, Gisli söölasmiður, Þóröur beykir, Klement klæöskeri og Þóroddur seglageröarmaður. 1 Kaup- mannahöfn notuöu bræöurnir eftimafnið Thoroddsen af býsna skiljanlegum ástæðum en þvi nafnihéldu þeir eftir að til tslands kom. Eru frá þeim komnir þeir sem nU heita Thoroddsen á Islandi. Það var Þórður sem var faðir Jóns Thoroddsen, skálds, ef af honum er meöal annarra kom- inn Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra. ThorS Þetta vita nU allir. Thor Jensen kom hingað ungur fra Danmörku og auðgaðist mjög á Utgerð og ýmiss konar kaup- sýslu. Hann átti fjöldamörg börn og báru þau öll ættarnafniö Thors, sem afkomendur þeirra hafa gert síðan. Vídalín Þetta er elsta ættarnafnið á Islandi eftir þvi sem best verður vitað og þekkist enn. Það var Amgrimur lærði sem uppi var á fyrri hluta 17. aldarsem tók sér nafnið Widalin- us er hann þurfti að kynna sig erlendis. Mun hann með nafninu hafa verið að kenna sig viö Vfði- dal. Barnabörn Arngrims tóku siöan nafnið Vidalin upp sem ættarnafn en af þeim eru komnir biskuparnir Jón og Páll Vidalin. Waage Þetta nafn er komið úr Vogunum en þaðan var MagnUs Jónsson nokkur sem á nitjándu öld fór að stUdera Uti i Danmörku og siðar Þýskalandi. Einsog algengt var um Islendinga sem fóru utan tók Magnús upp ættarnafn og kenndi sig við Vogana. Stafsetning nafnsins var nokkuð á reiki til að byrja meö, þaö var skrifað bæði Vog, Voog, og Waage, en hefur nú á sföari ti’murn alltaf veriö skrifað Waage. Eingöngu afkomendur MagnUsar munu bera það. Zoéga Þetta nafn er komið alla leið frá Italiu, og það mun hafa veriö maður að nafni Vil- helm Zoega sem flutti þaö hingað. Hann bjó um timai Danmörku en er hann missti konu sina fluttist hann til Islands. Fyrst settist hann að f Vestmannaeyjum en færði sig síöar yfirá „meginland- ið”. Þetta var á 17. öld og er þvi Zoega-nafnið orðið býsna gamal- gro'ið hér á landi og ættin greind niður i nokkrar kvislar. Þormar Þetta nafn var tekiö upp af átta börnum Guttorms VigfUssonar alþingis- mannsíGeitageröi og löggiltárið 1919. Sigurður Nordal mun hafa veriö með i' ráöum er nafniö var bUiö til en þaö var byggt á hinu forna nafni Goöþormur sem siðan breyttist smátt og smátt i Gutt- ormur, en það nafn var mjög al- gengt i ættinni og skiptist á við Vigfús. Nafnið Goðþormur kemur reyndar hvergi fyrir i fornum rit- um en Sigurður Nordal sagði það merka: ,,Sá sem guðirnir þyrma”. Úr Goðþormur var sem sagt búið til nafnið Þormar og það bera afkomendur barna Gutt- orms i Geitagerði. i j <9> Tíl O með Flugleiðum Ferðir: í sumar, á hverjum föstudegi frá 3/7 til 28/8. Verð: 2305 krónur, - sérfargjald. Heimferð: Frá Amsterdam eða Luxemborg. Skilmálar: Pöntun, bókun í heimferð og greiðsla þarf að farafram samtímis. Ef farþegar forfallast fá þeir endurgreitt hálft fargjaldið. FLUGLEIDIR Traust fólkhjá góðu félagi Sértilboð til þeirra sem búa úti á landi: í tengslum við ferðina 3. júlí veita Flugleiðir 50% afslátt af fargjöld- um á innanlandsleiðum til Reykjavíkur. Kynnið ykkur ferðamöguleika í Evrópu í sambandi við Amsterdam hjá söluskrifstofum Flugleiða, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.