Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 32

Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 32
Sunnudagur 28. júni 1981 læti útaf list 29. mai 1913 var frumfluttur i Théatre des Champs Élysées i Paris ballet sem sá frægi dansari Nijinsky haföi samiö við tónlist eftir Igor Stravinski. Ballettinn hét Vorblót. Og er skemmst frá þvi aö segja að tónlistin var svo byltingarkennd að mörgum áhorfendum og hlustendum fannst hún ekkert vera nema anarki. Ekki bætti úr skák að Nij- insky dansaði á mjög svo eggj- andi máta! Fjölmargir áhorfenda urðu svo hneykslaðir að þeir tóku aðkalla frammi, blistra og láta á annan hátt i ljósi óánægju sina. Aðrir reyndu að stilla lýöinn en gekk illa. Það kom til handalög- mála á göngum leikhússins og hermenn mættu á vettvang til að stilla til friðar. Aður en varði brutust óeirðir aftur út og héldu áfram allt til loka sýningarinnar. Mörgum árum siðar lét Pierre Boulez, tónskáld og hljómsveitar- stjóri, þau orð falla að Vorblótið væri eitt mesta tónverk nútima- tónlistar... Þegar fjórða sýning á leikriti Sean O’Caseys, Plógur og stjörn- ur, stóð yfir i Abbey-leikhúsinu i Dublin á Irlandi þann 11. febrúar 1926 kom til mikilla óeirða. 1 öðr- um þætti gerist það meðal annars i leikritinu — sem fjailar um sjálfstæðisbaráttu Ira gegn Bret- um — að nokkrar irskar frelsis- hetjur sem taka þátt i Páskaupp- reisninni koma með irska fánann inná sviðið og nota hann fyrir borðdúk. Mörgum góðum írum meðal áhorfenda fannst þetta hin versta móðgun við þá menn sem látið höfðu lif sitt i Páskaupp- reisninni og á f jórðu sýningu kom til mikilla slagsmála. Ekki tókst að hemja þau og brátt höfðu leikararnir blandast inni þau. William Butler Yeats, það fræga skáld, var leikhússtjóri og hann kallaði I lögregluna en steig siðan uppá svið til að reyna að róa fólk- iö áður en lögreglan kæmi. Nokkru siðar barst honum hótun um að leikhúsið yrði sprengt i loft upp. A öllum sýningum sem eftir voru var lögreglan viðstödd til að koma i veg fyrir uppþot en áhorfendur létu nærveru hennar ekki aftra sér frá þvi að kalla si- fellt svivirðingar aö leikurunum eða þá kasta að þeim fýlusprengj- um. Það var i Paris i desember árið 1930 að tveir frægir listamenn, Luis Bunuel og Salvador Dali hugðust frumsýna kvikmynd sem þeir höfðu gert i sameiningu. Hún hét L’Age d’Or og er um illsku mannsins og hræsni borgaralegs þjóðfélags. 1 myndinni er gert miskunnarlaust gys að siðum og venjum sem tiökuðust i þjóðfé- laginu, sem og þeim stofnunum sem borgararnir reistu allt sitt á. Einsog viö mátti búast var þeim ekki skemmt. Eitt dagblaö sagði myndina vera „klámfengna, subbulega og ógeðslega” og ann- aö tók fram i varúðarskyni að i myndinni væru „föðurlandið, fjölskyldan og trúarbrögðin dreg- in niður i skitinn.” Harðorð grein i mjög hægrisinnuðu dagblaði varö til þess að öfgamenn til hægri gerbu stöðugar árásir á kvikmyndahúsið þar sem myndin skyldi sýnd. Arásunum linnti ekki i sex daga en þá höfðu öfgamenn- irnir eyöilagt húsbúnaö og inn- réttingar biósins að verðmæti 120 þúsund franka. Vegna þessara miklu deilna var myndin ekki sýnd opinberlega fyrr en eftir 35 ár. Dadaistar voru sem kunnugt er „anti-listamenn” sem lögðu sig fram um að vekja hneykslun og andúð almennings með þvi að virða aðengu hefðir i listum. Allir mestu dadaistarnir tóku þátt i sýningu sem fram fór i Salle Gaveau i Paris 26. mai 1920. Var það einn af hápunktum dada- hreyfingarinnar. Listamennirnir gengu á svið og kynntu ljóð sin, stefnuyfirlýsingar og teikningar klæddir hinum furðulegustu bún- ingum. André Breton var meö tvær skammbyssur, Paul Eluard var klæddur einsog ballerina og sumir hinna voru með nokkurs konar strompa á höfðinu. Þessir búningar ásamt með þvi efni sem þeir fluttu — en það innihélt gróf- ar árásir á listina,heimspekinga, siðfræðina, og um það bil allt sem hið borgaralega hjarta taldi nokkurs vert — kveiktu þvilika reiði i brjóstum áhorfenda að þeim fannst þeir ekki geta setið þegjandi undir þessu. Tómötum, eggjum og heilum steikum var fleygt i listamennina og mikil slagsmál hófust. Að sjálfsögðu litu dadaistar svo á að sýningin hefði tekist hið besta... Arið 1962 var hinn frægi banda- riski skemmtikraftur Lenny að skemmta á Establishment klúbbnum i London. Hann er óor- þódox með afbrigðum og skemmtiþættir hans fólust aðal- lega i þvi að hann lýsti skoðunum sinum á svo viðkvæmum málum 'sem klámi, kynlifi og eiturlyfjum og fleiru. A hverju einasta kvöldi urðu einhver uppþot, margir köll- uðu frammi og aðrir gengu út. Þeirra á meðal var rússneska skáldið Jevgeni Jevtúsénkó — öldungis hneykslaður. Leikrita- skáldið John Osborne fór sömu leið. Framkvæmdastjóri klúbbs- ins fékk marga pústra fyrir að hafa boðið Lenny að skemmta þarna og var stundum laminn illa. Ekki hafði þetta gengið lengi þegar Lenny var lýstur óæskileg persóna i Bretlandi og fluttur aft- ur til heimalandsins þar sem hann var nokkru siðar dreginn fyrir rétt — ásakaöur um klám... 15. september 1974 komu marg- ir sovéskir málarar saman i Moskvu og héldu sýningu. Þessir málarar máluðu i öllum hugsan- legum stiltegundum nema einni — sósialrealisma sem stjórnin fyrirskipaði og þvi voru þeir álitnir mjög ómögulegir. Er þeim tókst ekki að halda sýningu sina i sjálfri borginni héldu þeir á úti- svæði i úthverfi borgarinnar. Sovéska leyniþjónustan mætti á staðinn vopnuð jarðýtum og sprautubilum sem ruddust um sýningarsvæðið og sköpuðu mikla hættu fyrir áhorfendur. Lögreglu- menn réðust á málverkin og skáru þau i sundur eða brenndu þau, sflian börðu þeir listamenn- ina. Lögreglan kvaðst aðeins hafa verið að verja vinnuvélarnarsem hafi verið að rýma til fyrir skemmtigarð. Tveimur vikum siðar var svipuð sýning leyfð i Moskvu og var það gert fyrir þrýstingfrá Bandarikjamönnum. Þá var detente stefnan i hávegum höfð. VÉLA VERKSTÆÐI SVEINBIÖRNSSON HF ARNARVOGI - GARÐABÆ - SIMAR 52850 52661 Ný framleiðsla: Splittvindur með sjáifvirkri útslökun Autotrawl Ný framleiðsla: Deiligírar fyrir vökvadælur Koma í staö framlenginga. Tvær aöalgeröir 80 og 120 hö, en sérsmíöað stærra ef meö þarf. -9, Henta einkum fyrir hæggengar vélar. Fimm úttök: fjögur hraögeng eitt hæggengt. Einnig sambyggöar togvindur fyrir 900 faöma af vír fyrir veiöar á 300 faöma dýpi. Höfum umboð fyrir: Hæggengir, kraftmiklir vökvamótorar. Vinsælustu vindumótorarnir í dag. i^K*X Alhliða vökvabúnaöur í háþrýstikerfi, a þ.á.m. vindukerfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.