Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 28. júni 1981 Uppruni nokkurra ættarnaf na ■ Hér kemur listi yfir uppruna nokkurra ættarnafna sem telja má allal- geng á Islandi. Þau eru valin nokkurn veginn af handahófi og sjálfsagt hafa ýmis kunn nöfn orðið útundan. Það skal tekiö fram að ekki er í þessari samantekt gerð tilraun til ættfræðslu heldur kastljósinu einungis beint að því hvernig nöfnin hafa orðið til eða þá á hvern hátt þau eru til íslands komin. Skrifaður fróðleikur er enn sem komið er af skornum skammti um flest þessara nafna svo mest er byggt á viðtölum við þá aðila sem nöfnin bera. Þeir eru auðvitað manna fróðastir um sögu nafna sinna en þó höfum við fyrirvara á um endanlega nákvæmni. Bergmann Þaö eru nokkrar og aðskildar ættir á Islandi sem bera þetta nafn. Sú fjölmennasta þeirra mun vera komin af öðrum tveggja bræðra á Þingeyrum snem ma á 19. öld en hann tók sér þetta nafn, Bergmann, en bróðir hans tók sér nafnið ólsen og frá honum eru komnir Björn M. Ólsen rektor og fleiri. Þá munu fleiri Islendingar hafa tekið sér nafnið en einnig hafa að minnsta kosti einhverjir útlendingar flutt nafniö með sér til landsins. Þeir Bergmenn sem Helgar-Timinn náði i reyndust vera litlir áhuga- menn um ættfræði svo fáu má slá föstu. ■ Sigurður Nordal við heimabæ sinn og nefndist i fyrstu Gunnlaugur Brján en það breyttist i' Briem þar eð fyrra nafnið þóttióþjált i munni. Gunn- laugur hélt nafni sinu er til Islands kom og er af honum kom- in mikil ætt og stór. Claessen þag mun j,afa verið árið 1868 að hingað til tslands kom 18ára gamalldansk- ur piltur, Valgarð Claessen að nafni, og kom fyrst á Sauðárkrók. Valgarð varð siðar landsféhirðir en nafnið Claessen er frá honum. Upphaflega mun það komið frá Hollandi en þaðan voru forfeður hans. ■ Benedikt Gröndal ( sá gamli) Agúst Teódór Flygenring en sá var auðvitað Þórðarsonur eftir sem áður. AgUst gerðist fyrst skdtuskip6tjóri en siðar kaup- maður i Hafnarfirði og hafði hann þá eðlilega mikil samskipti við Dani. Tók hann þá að kalla sig Flygenring að ættarnefniog hefur nafnið haldist hjá afkomendum hans siðan. uigja „Mörður hét maður og var kallaður Gigja...” Eitt- hvaö á þessa leið hefst Brennu- njálssaga en þetta nafn tók sér Geir Gigja snemma á þessari öld þegar ættarnöfn voru i tisku. Varla mun sérstök ástæða hafa legiö til nafnavalsins en það er nU nokkrar kvi'slar eru þærþó tengd- ar innbyrðis að ýmsu leyti og má nefna að kona Júliusar Havsteen var systurdóttir Hannesar Haf- stans. Þess má geta að Július Hav- steen hafði skýringu á nafninu sem er skemmtileg enda þótt telja verði hana fremur lang- sótta. Þannig er að uppá Fær- eyjará að hafa rekið sjóræningja nokkurn sem bar nafnið Hreini, sem þýðir steinn, og siðan eiga afkomendur hans að hafa tekið sér nafnið Havsteen (og siðar á íslandi Hafstein) sem þýðir þá „særekinn steinn”. Hjörvar t>aö var Heigi Salómonsson, einn hinna alkunnu ■ Helgi Hjörvar ■ Thor Jensen nafnið haldist frammá þennan dag. Líndal Fyrsti maðurinn sem bar þetta nafn á Islandi mun hafa verið Hans Jakob nokkur Lindal, en það var danskur mað- ur sem starfaði sem skrifari hjá stiftamtmanninum skömmu fyrir aldamótin 1800. Ekki er vitað hvaðan hann hafði þetta nafn né hvort það var upptekið hér á landi þá. Svo gerðist það um og fyrir aldamótin siðustu að að minnsta kosti þrjár ættir taka nafnið upp og eru allar Ur Linakradal i Vestur-HUnavatnssýslu. Nafnið er að sjálfsögðu stytting Ur Lin- akradal i þessum tilfellum. Hér er um að ræða ættir Björns Lin- ■ Jón Thoroddsen Blandont>rir bræöur, Einar, Þorkell og Ami Erlendssynir tóku sér þetta nafn snemma á öldinni þegar „ættarnafnaaldan” skall yfir landið. Þedr voru Ur Austur- HUnavatnssýlu og kenndu sig við Blöndu. Blöndal & Blöndahl Þetta naf n tók upp Björn Auðunarson er hann var i Danmörku i byrjun 19. aldar, fyrstsem laganemi við há- skólann i Kaupmannahöfn og sið- ar sem skrifari Grims Jónssonar, siöar amtmanns i Skelskör á Sjá- landi. Dönum mun haf a þótt erfitt aö bera fram fóöurnafn hans og hann þvi' kennt sig við fæðingar- stað sinn Blöndudalshóla. Björn Blöndal var siöar frægur sýslu- maður. Stafsetning nafnsins var nokkuö á reiki til að byrja meö: Blondahl, Blondal, Blöndahl og Blöndal en þeir sem bera siöasta nafnið nU eru allir komnir I bein- an karllegg frá Bimi sýslumanni. Nafnið Blöndahl, sem allnokkrir bera nU, er hinsvegar þannig til komið að Sigriöur einkadóttir Björns átti með séra Sigfúsi af Reykjahlíðarætt son sem hét Magnús Þorlákur (1861-1932), en hann tók upp nafniö Blöndahl sem ættarnafn og kallaði sig Magnús Th. S. (SigfUsson) Blöndahl. Hef- ur nafnið siöan haldistiþeirri ætt. Brekkan Tvær ættir á Islandi skarta þessu nafni og tóku báðar upp án þess að vita um hina. Annars vegar er um að ræða Friðrik Asmundsson, rithöfund, sem bjó i tuttugu þrjátiu ár I Dan- mörku á fyrri hluta þessarar ald- ar og tók þar upp nafniö Brekkan eftir heimabæ si'num, Brekkulæk i Miöfiröi. „An”-endingin er fyrir keltnesk áhrif sem i tisku voru meðal Islendinga á þessum tima. Er Friðrik Brekkan fluttist heim hélthann nafninu.Hins vegar tók Sigdórnokkur frá Brekku IMjóa- firöi þetta sama nafn upp og um svipað leyti, eins og áður segir. Sigdór Brekkan mun ekki hafa eignast börn sjálfur en kjörbörn átti hann og hafa afkomendur þeirra notaö nafniö sfðan. Er það að mestu bundið við Austfirði. Bnem >etta nafn er mnnið úr Barðastrandasýslu, frá Brjánslæk. Gunnlaugur Guð- brandsson hét maður, bóndason- ur frá Brjánslæk, og var samtiða Bertil Thorvaldssen á listaskóla i Danmörku. Einsog Islendinga var gjarnan siður kenndi hann sig VldUseil Það munu vera tvær ættir á Islandi sem bera þetta nafn. Annars vegar er um aö ræða ætt danskra kaupmanna á Snæfellsnesi sem gengu jafnan að eiga islenskar konur og blönduðust þvi smátt og smátt Islendingum. Nafnið varöveittist alla tið i karllegg og er ætön nú oröin býsna fjölmenn. Nefna má aö þeir bræöur, Haukur og örn Clausen,eru komnir I sjötta lið af hinum fyrsta Clausen og eru þvi Danir að einum/32. önnur Clau- sen-ætt er af A ustfj örðum en hún mun öllu fámennari og upphaf- lega komin úr Noregi. Cortes Upprunalega mun Cortes-ættin vera komin frá Spáni, svo sem hljómur nafnsins bendir til, en fyrir alllöngu fluttist einhver úr ættinni til Danmerkur. Þaðan barst ættin til Svlþjóðar en i báöum þessum löndum er hún ennþá til. Til Islands náði hún rétt eftir aldamótin siðustu þegar Emanúel Cortes kom til Reykja- vikur, til þess að starfa i prent- smiðjunni Gutenberg, þar sem hann var yfirprentari. Hann gekk að eiga islenska konu, Björgu Jóhannesdóttur Zoega, og siðan hefur allt gengið af sjálfu sér. eingöngu borið af afkomendum Geirs. Gröndal Hinn fyrsti Gröndal hét Benedikt Jónsson úr Mý- vatnssveit sem gekk i Hólaskóla en fór siðar til náms i Kaup- mannahöfn og varð enn siðar dómari á Islandi. Einsog tiska var tók hann sér ættarnafn i Dan- mörku og mun hafa valið Gröndal eftir einhverjum staðháttum i Mývatnssveiönni þó ekki sé alveg ljóst hvaöa staðhætör það voru. Benedikt átti enga syni en hins- vegar tvær dætur. önnur þeirra giftist Sveinbimi Egilssyni, skáldi, og átti með honum son sem skirður var Benedikt Svein- bjarnarson. Fljótlega festist nafnið Gröndal við hann og hét hann það uppfrá þvi. Er það Benedikt Gröndal skáld og er út frá honum kominn einn bálkur Gröndal-ættarinnar. Hinsvegar átti Sveinbjörn Egilsson dóttur sem Valborg hét og hún átö son sem skirður var Benedikt. Hann var Þorvaldsson en fékk einnig nafnið Gröndal. Var hann oftast kallaður Benedikt Þ. Gröndal og frá honum komin önnur grein ætt- arinnar, sú sem meðal annarra Benedikt Gröndal, fyrrverandi forsætisráðherra, er af. Dungal i Njálu er minnst á Dungal Guðröðarson konung á Mön og einnig Dungal Skotakon- ung. Er Þuriður Nielsdóttir, eiginkona Páls Halldórssonar, eignaöist son árið 1908 kom Haraldur Nielsson, prófessor og bróðir Þuriðar, þvi til leiðar að drengurinn var skiröur Friðrik Dungal Pálsson, en honum fannst nafnið mjög fallegt. Sfðan er þaö bróðir Friðriks, Niels, sem lög- leiöir Dungal sem ættarnafn þeirra bræðra allra, en þeir voru alls sex, skömmu fyrir 1920, þeg- ar sem mest var um ættarnöfn. Kostaði það tiu krónur til stjórn- arráðsins. Bræöurnir sex komu siöan nafninu áfram til afkom- enda sinna enaf þeim er Friörik Dungal, hinn fyrsö, einn á lifi. Flygenring þannig var að Þórður Sigurðsson frá Fiski- læk i' Borgarfirði tók sig upp á ni't jándu öld og fór Ismlöalæri eöa edtthvert annaö iðnnám til Dan- merkur. Segir ekki meira af þvi en I Danmirku kynntist Þóröur dönskum manni og varö þeim vel tilvina. Þessi maður hét Flygen- ring. Þegar heim kom skirði Þórður einn af sjö sonum sinum Hafstein Þetta nafn er upphaflega danskt en það báru hingaö danskir kaupmenn sem versluðu á Norðurlandi fyrir tvö til þrjú hundruð árum. Þeir skrif- uðu nafnið uppá dönsku: Hav- steen. Kaupmenn eignuðust af- komendur á Islandi og á siöustu öld varð einn þeirra, Pétur, amt- maður á Mööruvöllum. Hann islenskaði nafnið að nokkru leyti og tók að skrifa sig Havstein en siðan var það sonur Péturs, Hannes ráðherra og skáld, sem steigskrefiðtilfullsog kallaði sig Hafstein. Hann mun reyndar hafa nefnt sig Haísteinn til að byrja með en siðan látið annað n- ið flakka. Hefur nafnið verið i þessari mynd frá þvi fyrir siðustu aldamót. Bræður Hannesar, Mari'nó og Gunnar, tóku upp sama hátt. Eftir sem áður var myndin Havsteen til,en rétt fyrir slðari heimsstyrjöld fengu börn Júlfusar Havsteen, sýslumanns á Húsavi'k, leyfi hjá börnum Hannesar Hafsteins til að breyta nafninu i sama form. Havsteen þekkist þó enn þvi JUlius haföi ætöeitt tvo syni einnar dóttur sinnar og héldu þeir gömlu staf- setningu nafnsins. Þótt Hafsteins- ætön hafi nú greinst niöur i Salómonssona, sem tók sér þetta nafn árið 1916 og fékk fyrir kort frá Sigurði Nordal með hamingjuóskum. Helgi var fylgj- andi þvi að tekin yrðu upp ættar- nöfn á Islandi og aukinheldur þóttu honum hvimleið erlend nöfn á islenskum mönnum, þar með taliö Salómon, enda þótt honum þætti vænt um fööur sinn. Nafnið er væntanlega komið beinustu leið af hjör= sverð. Eftir að islenska rikisUtvarpið var stofnað árið 1930 varðHelgi Hjörvar sem kunnugt er mjög vinsæll Utvarps- maður og voru þá margir ungir drengir skirðir i höfuðið á honum en nafnið þá aðeins notað sem fornafn. Reyndar hefðu lög- helgunarlögin frá fyrri hluta aldarinar átt að koma i veg fyrir slikt. Kva.l’ail þag voru bræðurn- ir Einar H. Kvaran, rithöfundur, og Sigurður Kvaran, læknir á Seyðisfirði, sem fyrstir tóku þetta nafn upp hér á tslandi en uppruni þess er irskur. 1 fornsögunum er sagt frá Ólafi Kvaran, konungi i Dýflinni, en ekki er þekkt önnur skýring á að bræðurnir skuli hafa tdcið það upp en að þeim hafi hreinlega litist vel á þaö. Aö þvi er best er vitað eru allir þeir sem bera nafið Kvaran nútildags komnir af öðrumhvorum bræðr- anna. Þetta nafn er til á Norður- löndum, að minnsta kosti Dan- mörku, samanber Bodil Kvaran óperusöngkonu, en ekki skal full- yrt um það hér hvort um skyld- leika sé þar að ræða. Kúld Upphaflega mun þetta nafn vera komið frá norsk- um kaupmanni sem verslaði i Færeyjum og eignaðist af- komendur hér á landi. Var það liklega á 17. öld. Slðan gerist það að einn afkomandi Norðmanns- ins, sem ekki hafði eignast börn, arfleiðir mann nokkurn aö öllum eigum sinum og þar á meðal nafninu. Sá maður var séra Eirikur Kúld. Börn séra Eiriks dóu ung en nafninu var haldið við á sama hátt og þaö barst til hans. Þannig var að Jón Eyjólfsson á ökrum á Mýrum — sonur Eyjólfs úr Svefneyjum — hafði nýlega eignast son en Svefneyjafólkið var venslað við Þuriði Svein- bjarnardóttur, eiginkonu séra Eiriks, og ef til vill við Erik sjálfan. Þau presthjónin arf- leiddu nú son Jóns að öllum eig- um sinum meö þvi fororði aö hann veröi látinn heita Eirikur og taki nafniö Kúld. Þannig hefur dals á Svalbarfii, Jónatans Lin- dals á Holtastöðum og Jakobs Li'ndalsá Lækjarmóti. Viðgengst það meðal afkomenda þeirra enn i dag. Að auki munu ýmsir aðrir bera nafnið Lindal en h’tteða ekki skyldir fyrrnefndu ættunum þremur og er óvist um uppruna nafnsins meðal þeirra. Melax Það var Stanley Guðmundsson sem tók þetta nafn upp fyrir sig og fjölskyldu sina snemma á þessari öld. Hann var alislenskur en mun hafa verið ski'rður eftir hinum fræga land- könnuði, Henry Morton Stanley. Er hann komst á fullorðinsár og fór að huga að hjónabandi og barneignum mátti hann ekki til þess hugsa að börn sin yrðu kölluð Stanleysson eða Stanleysdóttir svo hann ákvað að taka sér ættar- nafn. Melax varð fyrir valinu en það er nafn á melgresistegund sem var mjög algeng I Fljótum, þar sem Stanley ólst upp. Einnig hefur heyrst sú skýring á þessu nafni að i menntaskóla hafiStanely jafnan verið kallaður Melas sökum þess að hann var dökkur yfirlitum, en malas er gri'skt orð og merkir svartur. Morthens Þetta var upp- runalega ekki ættarnafn. Norskur maður sem fluttist hingað til lands átti Morthen fyrir föður en hann stytti föðurnafnið i Morthens. Börn hans hafa siöan notað þetta fyrir ættarnafn en þeirra á meðal er hinn vinsæh söngvari Haukur Morthens. Bróöursonur Hauks er ekki siður vinsæll söngvari: Guðbjörn Morthens, kallaður Bubbi. Þessi ættmunþóekki vera hin eina sem ber nafnið Morthens hér á landi en aðrar Morthens-ættir munu komnar frá Danmörku og/eöa Færeyjum. Nordal Þetta nafn mun vera stytting úr Norðurárdal en það tóku ipp nokkrir bræður sem héldu til Kanada skömmu fyrir siðustu aldamót. Einn bræðr- anna, Jóhannes Guðmundsson Nordal, sneri heim til Islands og gerðist forstjóri íshússins, en hans sonur var Sigurður Nordal. Eru afkomendur hans hinir einu sem bera þetta nafn á Islandi nú en hins vegar þekkist nafnið i íslendingabyggðunum I Kanada, komið frá bræörum hins fyrsta Jóhannesar Nordals. Til að mynda mun Jónas nokkur Nordal búa stórbýli skammt fyrir utan Gimli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.