Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 22
Sunnudagur 28. júni 1981 b ■ ií wm. mm ■ ■ % : ' ■-:-■■ s . • :m ' : .• xC v ’ ':'• ' ' •. ••' • :. í síðustu viku hófst hér í blaðinu sagan af Chris Costner Sizemore, „Evu". Hún fæddist árið 1927 í Syðri Karólínu í Bandarikjunum, var fjörmikiii krakki og greindur, en snemma fór að bera á alvar- legum bresti í sálarlíf i hennar. Hún var ósköp ung þegar hún þurfti að horfast i augu við dauðann, ósköp ung þegar hún varð fyrir hverjum vonbrigð- unum á fætur öðrum. Það er ekki vitað nákvæm- lega hvaðgerðisten persónuleiki hennar náði aldrei að mótast: þess í stað þroskuðust mismunandi eig- inleikar hennar útaf fyrir sig og úr urðu ólíkar per- sónur. Hún vissi það ekki sjálf, hún vissi bara að hún missti stundum minnið og var svo sökuð um að hafa qert hina ótrúleaustu hluti sem hún kannaðist ekki við. Staðnað og agað samfélagið í Syðri Karó- línu megnaði ekki að hjálpa henni og henni fór sí- versnandi. Nýjar persónur komu og fóru en Chris sjálf hvarf algerlega. Hún leyndist einhvers staðar i undirdjúpum hugar síns en aðrir fóru með stjórn á yfirborðinu. Ekki bætti úr skák að hún lenti í slag- togi með manni sem misþyrmdi henni hvað eftir annað og niðurlægði hana kynferðislega á hinn hrottalegasta hátt. Það var síðasti naglinn í líkkistu Chris — i bili að minnsta kosti. Það var einhver skel: feimin, hlédræg, sihrædd, sem tók við og gift- ist Ralph White og eignaðist með honum dóttur. Ralph var hinn versti durtur, leit á konu sina sem eldavél og hjásvæfu einu sinni í viku. Þegar hún varð ófrísk i annað sinn fylltist hún mikilli skelf- ingu — nú myndi eitthvað hroðalegt gerast, Ralph sem var þrátt fyrir allt eina stoð hennar og stytta myndi fara. Og hann fór út á fyllerí þegar hún hafði grátbeðið hann um að vera hjá sér og þá missti hún fóstrið. Henni fór að blæða og hún var að sökkva niður i myrkrið þegar hún heyrði allt í einu rödd, ekki sina eigin rödd en þó óhugnanlega nærri sér. Röddin sagði: „Gerðu eitthvað! Gerðu eitthvað! Annars deyjum við báðar!" Við báðar.... ■ Og Chris White hlýddi rödd- inni, sljó og dösuö: hiin reif sig ippilr blóöi sfnu meöan dóttirin Taffy horföi dauöskelkuö á. Og Chris White hélt áfram dauflegri tilveru sinni f dauflegri, fátæk- legri fbUöinni meö dauflega, til- litslausa manninum sinum. Hún haföi þolaö þetta illa áöur en nU var hUnaö sturlast: einmittaf þvi aö hUn hélt aö hún væri aö sturl- ast. Hún heyröi alltaf I röddinni öðruhvoru — þetta var hæðnisleg rödd sem skipaði henni hvaö eftir annaö fyrir: sagöi henni aö drifa sig nú i aö gefa þennan helvitis leiöindafýr, Ralph White, uppá bátinn og svo framvegis. En Chris White gerði þaö ekki, hún liföi sinu tilbreytingarlausa lifi sem var óðum aö hrynja til grunna. Stundum fékk hún ógur- legan höfuöverk, svima og siöan missti hún minniö, þegar hún fékk þaö aftur réöist Ralph á hana og ásakaöi hana fyrir aö hafa keyptsér finan og dýran kjól sem hún kannaöist ekkert viö og haföi aldrei séö áöur nema i búö- argluggum. Stundum fékk röddin hana til aö gera skrýtna hluti. Þau sátu einu sinni aö snæðingi, White-hjónin, þegar röddin skaut allt i einu upp kollinum. „Togaöu i borödúkinn og skelltu þessu matardrasli yfir skepnuna!” Og Chris White hlýddi ósjálfrátt og Ralph fékk yfir sig allan borð- búnaðinn og matinn. Hann varð vitlaus. „Djöfullin sjálfur! Hvað hefur komið fyrir þig!” ,,Æ, fyrirgefðu Ralph,” bað Chris Wtóte, „ég veit ekki hvaö hljóp eiginlega I mig.” „Komdu ekki nálægt mér. Þú er t búin að missa vitið,” sagði Ralph White og flýtti sér burt frá konu sinni. Röddin óskaöi henni til hamingju. ,,NU varstu góö stúlka. Þetta sýnir fíflinu hvað okkur finnst um hann.” Stundum voru afskipti raddar- innarbeinlinis óttaleg. Mary Elen Sain, frænka Chris og eina vin- kona hennar frá bernskunni, bauð henni einu sinni til sin. HUn var háskólagengin og var viö kennslu i noröurhluta Syöri Karólinu svo hUn sendi Chris bréf. Svo kom hún akandi og náöi i hana. Chris sagöi aö Ralph væri I burtu en Taffy væri hjá afa sinum og ömmu Zueline og Acie. Þær fóru norður en Mary Elen sem nú var farin aö kalla sig aöeins Elen komst fljótt aö raun um þaö aö þessi Chris var ekki sú Chris sem hún kannaðist viö. Hún blaöraöi stööugt um ekki neitt, svaf illa eða ekkert og þá sjaldan hún blundaöi þá engdist hún öll til og frá, andvarpaöi og stundi en hló stundum upphátt, glaölegum og áhyggjulausum hlátri. Þaö komst upp um allt saman þegar Ralph White birtist allt i einu meöTaffy á handleggnum. Þegar Chris sá þau féll hún f yfirliö og þegar hún rankaöi viö sér haföi hún ekki hugmynd um hvaö hún væri aö gera hjá Elen, né hvað hefði oröiö um Ralph og Taffy. Þaö var „röddin” sem haföi fengiö bréfiö fra Elen og stungiö þvi undan meðan hún fór með stjórnina yfir öllum lfkamanum: síðan þegar Elen kom á bilnum sinum haföi hún tekiö stjórnina aftur og bara labbaö Ut frá Ralph og Taffy. Chris White reyndi aö verjast röddinni þótt hún heföi litinn skilningá tilvist hennar og undir- meövitund hennar greip til sér- stæös ráðs. Þegar hún fékk höfuö- verkja- og svimaköst, sem merktu aö röddin væri á leiöinni „út”, þá bæði kúkaöi hún og piss- aði á sig! Þá trylltist röddin — hún ætlaöi sko ekki aö fara aö þrífa drulluna upp! Þetta dugöi nokkrum sinnum en svo lét röddin þaö ekki hindra sig og þvoöi sjálfa sig en lét vesalings Chris White um að þrffa upp gólf og hUsgögn sem sjaldnast fóru varhluta af herlegheitunum. „Hæ dokksi Loks sáu allir að við svo bUiö mátti ekki standa. Árum saman hafði bæöi Chris, Ralph og fjöl- skylda hennar lokaö augunum fyrir því aö hún væri alvarlega sjúk og nU gengu Zueline og Acie i að Utvega dóttur sinni geölækni. Þaö var ekki auövelt skref fyrir pena og stolta Suðurrfkjafólkiö en það varö aö gerast engu aö siö- ur. Fyrir valinu varö Dr. Corbett Thigpen. Hann skildi hvorki upp né niður i þessum sjúklingi sinum til að byrja meö, hélt helst aö hún væri mjög illa þunglynd (sem Chris White auövitað var) eöa þá hún væri meö snert af geöklofa, sem ekki var rétt. 1 marga mán- uði fór Chris White samvisku- samlega f tima til læknisins en ekkert virtist ætla aö duga. Svo geröist skyndilega dálitiö skrýtiö. Sem Chris White sat á skrifstofu Thigpen — niburlút, samanrekin og dauöfeimin einsog hún alltaf var — þá breyttist. hún allt i einu. Hún fékk höfuðverkjakast og svima og furðu lostinn læknirinn horföi á hana rétta úr sér, augun fengu glampa og hún sagöi kald- hæðnislega: ,,Hæ dokksi”. „H-halló,” sagöi læknirinn og vissi ekki hvaöan á sig stóö veðr- ið. „Gemmér sigarettu,” sagði hún ákveðið. Dr. Corbett Thigpen gaf henni sigarettu en spuröi svo tókandi: „Hver ert þú?” ,,Ég er ég,” sagði konan i stóln- um óþolinmóð. ,,0g hvað heitirðu?” „Ég heiti Chris Costner.” „Afhverju notaröu fööurnafniö þitt en ekki Chris White?” Konan slétti úr pilsinu sinu og togaöi það dálftiö hærra uppá fót- leggina. „Af þvi að Chris White er hiín.” Nú varð Thigpen ekki um sel. Hann var farið að gruna hvaö væri að: tvfskiptur, eöa marg- skiptur, persónuleiki. Hann hljóp og náöi f félaga sinn, Dr. Hervey Cleckley. Cleckley fór inná skrif- stofu hans og lagði nokkrar spurningar fyrir konuna sem sat i stólnum. „Hvernig líöur þér, frú White?” „Ég er sko engin frú White! Ég er ungfrú Costner.” „Af hverju notarðu það nafn?” „Af þvi' ég er ekki gift þessu andskotans fifli. Hún er gift hon- um. Ég er jómfrú. Ég hef aldrei gifst og ég æ tla aldrei aö giftast! ” „En barnið?” spuröi Thigpen. „Þetta er ekki mitt barn. Þetta er barnið hennar.” „En þaö kom úr þinum lik- ama.” „Þaö getur vel verið en þaö var diki ég.” „Getum við fengiö aö tala við Chris White?” „Sjálfsagt,” sagöi konan og augun lokuðust, hún greip um höfuö sér og þegar augun opnuð- ust aftur voru það óttaslegin augu Chris White sem horföu á lækn- ana tvo. Þetta var upphafið. Chris fór á næstu mánuöum til læknanna hvað eftir annab en þeir treystu sér ekki til aö segja hennihvað væri aö fyrren þeir væru alveg vissir. A meöan hrakaði henni stööugt. Chris Costner var farin að gera Chris White lifið verulega erfitt. Hún kom og fór að vild sinni án þess aö Chris heföi hug- mynd um meðan Chris Costner vissi allt um þaö hvað Chris White tók sér fyrir hendur. Einu sinni kom Chris Costner út meðan Chris White var að þvo glugga- rúöur og byrjaði þegar i staö aö nöldra viö Ralph. Taffy litla dótt- irin, varö hrædd viö breytinguna á móður sinni og fór að gráta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.