Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 27

Tíminn - 28.06.1981, Blaðsíða 27
Sunnudagur 28. júni 1981 27 leika og samt er alltaf fullt lít úr dyrum. Eftir stuttsumarleyfi á St. Tropez i Frakklandi hélt hljömsveitin vafalaust sina frægustu hljómleika til þessa. Þeir leigðu herskipið „H.M.S. Belfast” og héldu tónleika á dekkinu þar sem skipið ld fyrir utan Tower of London. Sem endranær voru þeir ekkert aug- lýstir en sam yfirfylltist allt og skipið varð fyrir drás hundruöa smábdta fullum af fólki sem vildi komast um borö. Stuttu eftir þetta geröu þeir samning við plötufyrirtækið „Chrysalis” sem var mjög áhugaverður og stefnumark- andi. Þeir fengu að ráða list- rænni stefnu sinni sjálfir, án allrar ihlutunar fjármála- spekiilanta og þeir stofnuðu sitt eigið merki „Reformation”. Allt þetta þykir benda til þess að plötufyrirtækið bindi miklar vonir við hljómsveitina og er þvi tilbúið til að gera allt fyrir þá! Og það sannaði sig að þetta var rétt mat hjá plötufyrirtæk- inu þvi fyrsta smáskifa þeirra,,To Cut A Long Story Short” seldist mjög vel (og selst enn) og hljómsveitin varð strax á hvers manns vörum. Sumir hökkuðu hana i sig og sögðu að þetta væri léleg eftirliking af Bowie þegar hann var upp á sitt besta en aðrir lofuðu þá i há- stert og sögðu að nú væri nýtt timabil að renna upp i tónlist. Hvað sem öðru liður þá var „Spandau Ballet” orðin „Sex Pistols” nýjustu bylgjunnar i Bretlandi. Það sem á eftir kemur. t mars s.l. gáfu þeir út sina fyrstu breiðski'fu „Journeys To Glory”. Eftirvæntingin eftir plötunni var þá svo mikil að hún var þegar orðin silfurplata bara á grundvellipantana. Og nú hef- ur Steinar hf. sem má skv. samningi við „Chrysalis” gefa út plötur þessa fyrirtækis hér á landi pressað plötur i Hafnar- firði, lækkað þannig verðið, og sent hana á markaðinn. tit i gegn er þetta dansplata. Fimir fætur eru Uklega bestu gagnrynendur á þessa plötu. Eittmega þeir eiga að tónlistin er vönduð ogég hef sérstaklega gaman af söngnum. Mest megnis byggist þetta upp á sterkum rythmiskum trommu- taktiog melódium úr hljóðgervli (synthesiser). Takturinn er einfaldur, engin gitarsóló og söngur er einfaldur, engar hamóniúr, eða bakraddir. Til þess að fá samanburð má geta þess að aðrar hljómsveitir sem spila svipaða tónlist eru „Visage” og „Ultravox”. Um framtiðina. Ekki ætla ég að gerast spá- maður. En nokkrar hugleiðing- ar um möguleika „Spandau Ballet”. Eins og áður getur er hún sprottin úr býsna sérkenni- legum jarðvegi i Bretlandi. Vinsældir sinar á hún ekki sist að þakka þessari tiskubylgju sem hún er hluti af. Vissulega er tónlist þeirra vel boðleg, en i þeirri hörðu samkeppni sem rikir á þessu sviði er það hverri hljómsveit nauðsynlegt að geta skorið sig úr. Þar sem þeir eiga mestum vinsældum að fagna eru þeir annaðhvort sjálfir starfandi (Bretland eða Banda- rikin, sem þeir eru nú vist að leggja að fótum sér) eða ein- hverjar aðrar hljómsveitir með sama „mentalitet” og svipaða tónlist. A meðan „Spandau Ballet” eignast ekki sina full- trúa hér á landi þá gerir ein plata ekkert fyrir þá. Það verö- ur ekki fyrr en tsland hefur eignast sina eigin „Blitz Kids”. —M.G. Verð kr. 650.00. Sendum i póstkröfu Leikfanga húsið Sími 14806 SkólavöróustíglO ÚTBOÐ Vegagerð rikisins óskar eftir tilboði i styrkingu á vegi og lögn slitlags á Vesturlandsvegi i Hvalfirði. Leggja skal olíumöl, aka út burðarlagi og finjafna það á um 5,5 km kafla frá Hvammsvik að Fossá og um 1,1 km kafla frá Brynjudalsá að Múlanesi. Breidd akbrautar 6,5m. Verkinu skal að fullu lokið 80. sept. 1981. Otboðsgögn verða afhent hjá aðaigjaldkera Vegagerðar rikisins, Borgartúni 5, frá og með þriðjudeginum 30. júni, gegn 500 kr. skilatryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og breytingar skulu berast til Vegagerðar rikisins skriflega, eigi siöar en 3. júli. Gera skal tilboð I samræmi við útboðsgögn og skila i lok- uðu umslagi merktu nafni útboðs ti! Vegagerðar rikisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavik, fyrir kl. 14:00 hinn 7. júli 1981 og kl. 14:15sama dag verða tilboðin opnuð þar að viðstödd- um þeim bjóðendum, er þess óska. Reykjavik i júni 1981, Vegamálastjóri Sjómannadagsráð óskar eftir tilboði i lyftur ásamt tilheyr- andi búnaði fyrir hjúkrunarheimili Hrafn- istu, Hafnarfirði. Útboðs- og verklýsingu má vitja á skrif- stofu Sjómannadagsráðs að Hrafnistu i Reykjavik alla virka daga næstu viku nema laugardaga, kl.l4:00-16:00. Tilboð verða opnuð þann 17. ágúst kl,14:00 á skrifstofu ráðsins. Stjórnin. íi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.