Tíminn - 05.07.1981, Qupperneq 7
Sunnudagur 5. júli 1981.
Charles Bukowski:
Notes of: a Dirty Old
Man
City Lights Books
■ Hann lætur sig ekki, gamli
hrúðurkarlinn Bukowski, og
hefur hér tekið á sig mynd
gamla saurlifisseggsins sem
sendir frá sér minnisblöð úr
undirheimum. Þetta eru sög-
ur, sögubútar — ofsafengnir,
brjálæðislegir, organdi, sárs-
aukafullir sögubútar. Það er
ekki smáfriður heimur og þvi
siður smáfritt fólk sem Bu-
kowski er að lýsa en það má
merkja undarlega viðkvæmni,
eða alla vega samúð, höfund-
arins með persónum sinum,
sem væntanlega eru allar
beinustu leið úr raunveruleik-
anum. Sú fræga bók Bukowsk-
is, Erections, Ejaculations,
Exhibitions and General Tales
og Ordinary Madness, var
kynnt hér á siðunni fyrir
nokkru siðan: það er sami lifs-
krafturinn — þrátt fyrir allt —
i þessari.
ttw mm WHH BRiftk HMHtS 0
Tom Keene & Brian
Haynes:
Spy Ship
Penguin 1981
■ Muna menn eftir breska
skuttogaranum Gaul sem
hvarf árið 1974 i norðurhöfum
— algerlega sporlaust þó hann
væri fullkomnasti og talinn
öruggasti togari Bretaveldis?
Þetta hvarf vakti mikla at-
hygli á sinum tima og allskon-
ar getgátur voru settar fram.
Nú hafa reyfarahöfundarnir
Keene og Haynes leyst málið
— á sina visu. Gaul, sem i bók-
inni heitir Artic Pilgrim, var
notaður til njósna fyrir Breta
og Sovétmenn létu sér það illa
lika. Spinnst af þessu mikil
saga og spennandi. Nú er það
rétt að sögusagnir gengu um
að Gaul hefði verið njósnaskip
en fyrst og fremst er þessi bók
tilbúinn reyfari og góður sem
slikur. Flest af þvi sem prýða
má góðan reyfara er til staðar
i þessari bók. Og alltaf krydd-
ar sannleikskornið...
Sir Basil Liddell
Hart:
History of the First
World War
Pan Books 1979
■ Það er langt siðan þessi
bók var fyrst gefin út — 1930
eða svo og hét þá The Real
War, siðari heimsstyrjöldin
ekki komin til sögunnar. Hún
hefur verið talin klassisk i
striðssagnaritun og hrapar
vart úr þeim sessi úr þessu:
hún ernákvæm, yfirgripsmikil
og troðfull af fróðleik. Liddell
Hart var sjálfur korpóráll i
Stóra striðinu en sneri sér sið-
an eingöngu að sagnaritun
þess. Svo má deila um hvort
sú áhersla sem hann leggur á
hina herfræðilegu hlið striðs-
ins, strategiuna, er kostur
eða galli. Liddell Hart er her-
maður i húð og hár og segir
söguna út frá þvi sjónarhorni.
Um það sem að baki viglin-
unnar bjó segir litt eða ekki.
En þá leitar maður bara að
þvi annarsstaðar, Liddell Hart
stendur fyrir sinu sem orr-
ustusagnfræðingur.
<lu
flviny kofunan
A (tkHJMfltlV
f ally IHagnuuon
f':portraytíd
“CHARIOTSOF f IRE'
<i Majof W»ti by 2CXh CerUury
Sally Magnusson:
The Flying Scotsman
Quartet Books Ltd.
1981
■ Þessi bók er eftir hana
frænku okkar, Sallý Magnús-
dóttur Magnússonar sem
skrifaði hana á hálfum mán-
uðiað þvi er blöðin i Englandi
herma og var þá vist orðin
ansi þreytt. Sallý er ekki langt
yfir tvitugt en þegar orðin
kunnur blaðamaður i öðru
heimalandi sinu, Skotlandi.
Nú, Skotinn fljúgandi var Eric
nokkur Liddell og var hlaupa-
garpur. Hann fór á Ólympiu-
leikana 1924 fyrir Skota, átti
þar að keppa i 100 metra
hlaupi en neitaði — af trúar-
legum ástæðum. Það átti að
keppa á sunnudegi. Liddell
sigraði þess i stað i 400 m
hlaupi, fór svo til Kina sem
trúboði og dó þar i fangabúð-
um Japana. Viðburðarik ævi.
Kvikmynd, Chariots of Fire,
hefur verið gerð um ævi hans
og bók Sallýar er bæði
skemmtileg og fróðleg. En er
það rétt að nú sé sá timi að við
þurfum hetjur?
Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bóka-
verslun Máls og menningar.
.. MlSSIf) EKKIAF
MOGULEGUM VIMHIMGI
7. flokkur
Endurnýjið tímanlega.
Við drögum 10. júlí.
18 @ 10.000 180.000
90 — 5.000 450.000
1.548 — 1.000 1.548.000
7.659 — 500 3.829.500
9.315 6.007.500
36 — 2.500 90.000
9.351 6.097.500
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
VERTU MEÐTILVIMIÍIMC55
meðal efnis:
y
„íslendingar eru komnir
af Norðmönnum
í föðurætt og írum
í móðurætt
— viðtal við Dr. Grethe Jacobsen
um uppruna islendinga og stöðu
kvenna á söguöld.
Dagstund
í Feneyjum
//Þaö veit enginn hvað hann getur,
fyrr en hann reynir"
— viðtal við Steinunni Jóhannes-
dóttur um fyrsta leikrit hennar.
„Ljúfir í skapi og öruggir
í leit”
Sporhundarnir
í Hafnarfirði heimsóttir
SUNNUDAGS
BLADIÐ
DJOÐVIUINN
— vandað
lesefni
alla
helgina
argus