Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 17
V ..Evrópu m< v«rfta latuf - Eg kaun betur- vlft New sinásvnin antlskir Timamvnd j- hugmyndabanki ólymphileikarnír F Moskvu mikill • Krr« er mjojí anægftur meft nj:ja sttuikáA. þar sem veggpláiss er geysilegt, kiu tíl lofts og birtan hin ikjisanlegasta. ................... 1.':.; Sunnudagur 5. júlí 1981. Sunnudagur 5. júli 1981. 17 og þaö stóö á endum. Ég kom á timmtudegi og hringdi undir eins i eigandann. Hann sagöi mér aö þessi kunningi minn vildi kaupa stúdióiö og hann heföi jú peninga, sem hann vissi aö ég heföi ekki. Ég sagöi þá viö hann: „Þú lofaðir mér að ég fengi forkaupsréttinn og ég á það mikiö af góöum kunningjum, aö ég get örugglega fjármagnað þessi kaup.” Hann sagöi þá, að þvi miður væri þetta frágengiö mál af sinni hálfu, þvi hann og kunninginn heföu ákveöiö að skrifa undir kaupsamninginn á hádegi föstudagsins, sem var næsti dagur. Næst gerðist það, að árla næsta dags hringdi eigand- inn i mig og sagöist vera búinn að fá nóg af viðskiptum sinum við þennan kunningja minn, þvi undirskrift drægist stööugt og hann væri meö stööugar tilraunir i þá átt að pina veröiö niöur. Ég gæti þvi fengiö vinnustofuna. Við gætum gengið frá samn- ingnum næsta mánudag, sem viö- og geröum. Þegar viö hitturnst á mánudeg- inum varö þaö aö samkomulagi aö hann tæki heilmikiö af mál- verkum minum upp i veröiö, sem bjargaöi mér algjörlega. Hann reyndist mér svo afar hjálpsamur eftir kaupin, þvi ég þurfti auð- vitaö aö gjörbreyta öllum innrétt- ingum hérna og útvega til þess alls konar efni. Þetta hljómar ef til vill eins og hjátrúarsaga, en i Thailandi eru svona atburðir daglegt brauð”. //Gæti hugsaö mér aö fara heim með smásýningu " — llvaö með aödáendur þína lieirna á tslandi? Er langt i það aö þeir fái að skoöa sýningu eftir þig heinia á skerinu? ,,Ég er nú ekki með neinar á- ætlanir um sýningu heima á næsf- unni. Hins vegar gæti ég vel hugsað mér að fara heim með litla sýningu — 15 myndir eða svo, eftir svona eitt ár. Mér list ágæt- lega á þennan nýja sal hjá Lista- safni Alþýöu. Ég hef séð hann á myndum, og hann virkar afar fallegur. Er þaö rétt að hann sé þaö?” Hrifandi persónuleiki, for- vitinn, brosmildur Þetta er alls ekki i fyrsta sinn i ÞAÐ GETUR VERIÐ AÐ MITT HOFUÐ- VANDAMÁL SÉ AB ÉG VINNI OF MIKIД 99 /,AAér er það algjör nauð- syn að losna við mikið af málverkum héðan af vinnustofunni. Ég veit að þegar ég ligg með lítið af málverkum hérna þá vinn ég miklu betur. Þá hef ég á tilfinningunni að ég sé að byrja á öllu á nýjan leik, alveg óháður því sem ég hef verið að gera áður". Það er islenski listamað- urinn Erró, sem lét þessi orð falla í viðtali við blaða- mann Tímans í París fyrir nokkrum dögum. Erró hefur undanfarin 23 ár verið búsettur í Parísar- borg Blaðamaður Timans fékk að heimsækja Erró í vinnustofu og íbúð lista- mannsins, en hann hefur nú aðsetur sitt við Rue Fondary, sem er í 15. hverfi Parísar. Þetta hverfi er gamalt og ein- staklega aðlaðandi. Þetta forna andrúmsloft og frið- sæld virðist laða marga listamenn að sér, því f jöldi vinnustofa þeirra þar hefur farið vaxandi með hverju árinu. Erró tekur á móti mér, léttur á sér, kvikur, brosmildur meö ein- dæmum. Lifsfjöriö geislar af hon- um. Stúdióið er stórt, bjart, fallega innréttað, og á veggjum hanga ýmist fullkláraöar eöa hálfunnar myndir listamannsins. Erró býöur mér sæti og viö fá- um okkur friskandi hollenskan bjór, sem kemur blaöamanni afar vel eftir mikiö gatnarangl i 25 stiga hita. „Sýning min núna gengur allt of vel!" — Aö hvaöa verkefnum ertu aö vinna núna? ,,Ég er aö vinna myndir fyrir þrjár mismunandi sýningar. 1 fyrsta lagi er ég að vinna póli- tiskar myndir af helstu atburðum siðastliöins árs. Þar spila stór hlutverk menn eins og Carter og Khomeini, atburöir eins og Ólympiuleikarnir i Moskvu og á- standið á Kúbu, en ég hef viöað að mér heilmiklu efni um Kastró. Þá er ég aö vinna að seriu um þúsund og eina nótt og er hún langt komin. Mig langar til þess aö fá einhvern ritfæran mann til þess aö rita eins konar skýringa- texta við myndirnar í þeirri seriu, en ég hef enn engan fundið. 1 þriöja lagi er ég að vinna syrpu um klassiska tónlist og tón- listarmenn. Þaö finnst mér vera afskaplega hrifandi og skemmti- legt verkefni. Ég byrjaði á Stravinsky fyrir nokkrum mán- uöum, en nú er ég búinn að skipu- leggja og undirbúa þetta verk miklu betur. Það má eiginlega segja að ég vinni þetta verk eftir stafrófinu. Ég byrja á A og held svo áfram. Ég hef mjög gaman af þessari seriu, þvi meö hverju tón- skáldi, sem ég byrja á, þarf ég aö skipta um stil. Ég hafði hugsað mér aö sýna pólitisku sýninguna hér nú i haust, en þaö veröur aö biöa þvi ég er nú, og alveg út júnimánuð, meö smásýningu á klippimynd- um á Rue Genegaud, og hún gengur bara allt of vel. Otrúlegt, en satt! Sýning þessi hefur nefni- lega fengiö afar mikið og jákvætt umtal gagnrýnenda og ég hef selt um 90% af verkunum sem þar eru sýnd. Það var aldrei meiningin aö þessi sýning vekti mikla athygli, þvi þegar það gerist veröur myndlistarmaöurinn að biða i a.m.k. eitt og hálft ár áður en hann heldur aöra sýningu, Stór farandsýning á Norðurlöndunum Þá er stór yfirlitssýning eftir mig i förum um Norðurlöndin núna. Sýningin er nýafstaöin i Lundi i Sviþjóö, og þaöan fer hún siöan til Bergen i Noregi. 1 haust verður hún svo sett upp i Finn- landi og siðasti sýningarstaöur- inn veröur Kaupmannahöfn, en þar verður sýriingin fram i byrjun nóvember. Sýning þessi er næstum jafn- stór og sýningin min heima var fyrir þremur árum, en myndirnar eru miklu stærri á þessari sýningu. Þar er mikið af mynd- um sem ég hef aldrei sýnt áður, þ.a.m. margar pólitiskar mynd- ir.” Erfitt að sýna pólitískar myndir í París Erró segir nánar frá hinum pólitisku myndum, sem hann vinnur nú að. Svo talandi er andlit hans, svo tjáningarrikar eru handahreyfingar hans, að þaö er eins og sjá megi fyrir sér þessa pólitisku atburði, sem eru inn- blástur hans, án þess að heyra orð af þvi sem hann segir. En þegar orðin bætast að auki við, þá er stundum eins og maður sjái „kómiska” kvikmynd, stundum „tragiska”, stundum „realiska”, oftast „iróniska”, og „absurdisma” bregöur fyrir öðru hvoru. Enginn efast um að allir þessir eiginleikar finnast i mynd- um Errós, og ótal margir aðrir aö auki. En skyldu þeir vera margir, sem sjá Erró fyrir sér sem si- breytilega og sikvika mynd? Erró segir: „Það er mjög erfitt að sýna þessar pólitisku myndir hér i Paris. Þær eru næstum þvi óseljanlegar, þannig að svo til ekkert galleri vill sýna þær. Þá fær maöur ekki heldur svo oft inni með svningar i söfnunum — það verða helst aö liöa svona 5 til 10 ár á milli slikra sýninga. Þaö getur vel veriö aö mitt höfuövandamál sé aö ég vinni of mikiö,” segir Erró og hiær hjartanlega. „Get stungið mér með verk min inn i önnur lönd" „Sem betur fer get ég stungið mér með verk min inn i önnur lönd og horfið um hrið á brott úr Frakklandi. Þaöer alveg útilokaö aö hafa ofmikiö af málverkum i Paris. Þaö gildir auövitaö það sama um önnur lönd, en þó hygg ég að það sé ekki i jafn rikum mæli. Ég hef til dæmis haft mjög góöan mann i Danmörku i nokkur ár, og þar hef ég getað haft mikið afmálverkum, sem hann hefur varla undan að selja. „Þegar ég ligg með lítið af málverkum vinn ég betur" Mér er það algjör nauösyn að losna við mikið af málverkum héöan af vinnustofunni. Ég veit að þegar ég ligg með litið af mál- verkum hérna, þá vinn ég miklu betur. Þá hef ég það á tilfinning- unni aö ég sé aö byrja á öllu á nýj- an leik alveg óháöur þvi sem ég hef gert áöur. Ég er annars að veröa hálflatur núna. Ekki kannski við að mála, en við skipulagningu sýninga og undirbúning. Ég vil bara fá aö helga mig starfinu og fá annað fólk til þess aö sjá um undir- búning, skipulagningu og upp- setningu. „Helga mig mest pólitískri list" — Nú eru mótifin þrjú, sem þú nefndir áöan: pólitisk list, kiassisk músik og Þúsund og ein nótt, afskaplega óiik. Er það fyrir tilviljun aö þú talar mest um póli- tiska list, eöa er hún þér hug- leiknust? „Ég helga mig mest pólitiskri list nú orðiö. Ég held aö hún hafi mjög mikiö aö segja. Fyrir u.þ.b. tveimur árum fór ég til Thailands i fylgd með spesialista sem er thailenskur prófessor. Viö fórum til þess aö skoöa thailensku hofin, og dvöldum þar um nokkurt skeið. I þessum hofum skoöaöi ég mikið af fornum höggmyndum, sem allar höföu veriö höggnar út i stein. Ég sá viö þessa könnun, aö sama mótifiö gekk i gegn um allar þessar höggmyndir, — trú- arlega mótifiö. Þá hugsaöi ég, hversu miklu betra og merkilegra það heföi veriö, ef listamenn þessara tima heföu höggvið út myndir af þvi sem efst var á baugi hverju sinni — myndir at þvi sem var aö gerast — myndir af þvi hvernig hofin voru byggð, hvernig lif fólksins var, hverjir stjórnuðu o.s.frv. Það er min skoðun aö betra hefði veriö að þessir listamenn heföu gert sögu- legt höggmyndayfirlit af sinum eigin timum. Þegar ég kom til baka frá Thailandi var ég þess fullviss aö ég ætti aö halda áfram i pólitiskri list.” „Listamenn túlka alltaf atburöi á eftir fímanum" „Þaö á enn frekar viö lista- mann i pólitiskri list, en aöra listamenn, að hann er alltaf aö sýna eða túlka atburði eftir á. Þó held ég að aldrei hafi verið gert málverk sem sér fram i timann — maður er óhjákvæmilega alltaf á eftir. „Ég kann betur viö New York" Mér finnst ekki mikið vera á seyði i Evrópu um þessar mundir, i listalegum skilningi. Eini staö- urinn, þar sem eitthvað er um að vera, er hér i Paris. Nú orðið finnst mér New York vera aöal staöurinn. Ég kann betur viö New York. Þar er einhvern veginn meira stuð á öllu. Þeir i New York eru aö visu algjörlega á móti okk- ur Evrópumálurum, en samt sem áður eru þeír aölaöandi fyrir þaö, hversu beinskeyttir þeir eru. Þaö er i raun miklu auöveldara fyrir mig að ræöa viö Bandarikjamenn en Evrópubúa um myndlist. Bandarikjamenn virka miklu ferskari og áhugasamari en Evrópubúar. Þeir viröast vita mikið, lesa mikið og þegar þeir skoða verk min, þá gera þeir það á miklu nákvæmari og meira rannsakandi hátt en Evrópu- menn. Evrópumenn eru svo róman- tiskir og uppteknir af fortiðinni. 1 Bandarikjunum er ég t.d. talinn frekar fullorðinn listamaður, en hér i Paris og viðar um Evrópu er ég talinn vera mjög ungur lista- maöur.” — Nú sé ég á öllu, aö þú hefur ekki verið lengi i þessari vinnu- stofu, en ég veit aö þú hefur búiö hér i Paris i mjög langan tima. Hvar varst þú áður? „Það er rétt ég er eiginlega ný kominn hingaö i þetta stóra og mikla stúdió. I 23 ár var ég með vinnustofu viö St. Germain, og mér fannst þaö mjög erfitt að skipta um umhverfi. St. Germain er eiginlega mitt hverfi, en ég varö að flytja úr þvi stúdió og þetta var eini staöurinn þar sem ég gat náð i vinnustofu. Ég er að visu mjög ánægður með hana núna, enda búinn að vinna mikiö i henni ti! þess að gera hana svona. Þeita er raunar ansi skemmti- legt hverfi, gamaldags og sjarin erandi. Það er andskoti skemmti- leg saga hvernig ég fór aö þvi aö ná i þessa vinnustofu. Þaö var málverkasafnari sem átti þetta húsnæöi áður, en hér var áður en hann keypti þaö eins konar gifs- verksmiöja. Hann keypti þennan staö sem sagt og hugöist breyta honum i stóra ibúð og sundhöll, sem væri umkringd pálmatrjám. Rétt eftir að hann haföi fest kaup á þessum staö fann hann annan, sem var miklu hentugri fyrir þær breytingar sem hann haföi i huga. Hann sagði mér þvi að ég gæti fengið þennan staö, en verðið var hærra en ég réöi viö. Þaö varö samt aö samkomulagi okkar á milli að ég skyldi hafa forkaups- rétt aö húsnæöinu. Eftir þetta fór ég til Thailands ásamt vinkonu minni thailenskri. Aöur en ég fór ákváöum við aö ég myndi hafa samband simleiðis frá Thailandi öðru hvoru svona til þess að it- reka forkaupsrétt minn. Við fórum til Suður-Thailands, þar sem viö heimsóttum thailenskt hof, en þar hitti thai- lenska vinkona min prest, sem getur sagt manni til um lramtið- ina eða öllu heldur aefiö hér ráö- leggingar varðandi þina eigin framtiö. Þessi prestur sagði við thailensku vinkonu mina, þegar hún fór til hans: „Þú býrð i borg, langt héöan, framandi borg, við framandi götu og þar rétt hjá er foss.” „Kunningi minn reyndi að fara á bak við mig" „Þaö tók mig langan tima aö finna út um hvaða svæði hann haföi verið aö tala, þegar hún sagöi mér frá þessu. En hérna rétt hjá eru St. Michelle gos- brunnarnir og i þeim eru þrir griðarstórir fossar. Hún sagði prestinum að vinur hennar, sem gerði málverk væri að leita sér að vinnustofu. Presturinn lýsti þá nánar fyrir henni staösetningu þessarar vinnustofu, og sagöi henni að segja mér, aö þetta væri besti staðurinn sem ég gæti fund- iö, þvi annars yrði ég aö flytja mig úr miöborginni. Sagði hann henni, aö kunningi minn i þessari borg (Paris) væri aö reyna að ná þessari vinnustofu frá mér og aö fara á bak við mig. Ég yröi þvi þegar aö fara til þessarar borgar til þess aö festa mér vinnustof- una. Ég tók fyrstu vél til Parisar viðtalinu sem Erró snýr við hlut- verkunum og fer aö yfirheyra blaðamanninn um ýmislegt heima á tslandi. Hann er logandi forvitinn um það, sem er að ger- ast i pólitikinni hjá okkur. Hann dáist mikið að nýju peningaseðl- unum okkar, sem hann skoöar i krók og kring og segir siöan: „Þeir eru mjög fallegir .og vcl geröir”. Hann vill fá aö vita allt um verðbólguna og það hvaö sjálfstæöismenn segi um Gunnar Thoroddsen. Þaö er eiginlega jafn skemmti- legt aö sitja fyrir svörum hjá hon- um eins og spyrja hann út úr. Persónutöfrar hans eru svo mikl- ir aö tvær stundir með honum virka sem andartak. Hann veður úr einu i annaö, spyr þig ööru hvoru spurningar eöa segir bara ,,eh?” til þess að vera þess full- viss aö þú fylgir þankagangi hans,enþaötótrif:'*issulega veriö erfitt, þvi jfiann bókstaflega geislar af frumleika. Stundirnar tvær eru liönar, og afskaplegá elskulega segir Erró við blaöamann, sem er oröinn uppáþrengjandi, án þess aö hafa hugmynd um þaö: „Nú má ég ekki vera aö þvi aö tala iengur viö þig. Ég þarf að fara annaö. Ég er meö aldna frænku mina frá tslandi i heimsókn um tima. Ég ætla kannski aö fara meö hana i siglingu undir Parisarborg. Þú mátt koma meö ef þú vilt. Hringdu bara i rnig i vikunni.” Og þar meö er listamaöurinn rokinn á dyr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.