Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 19
Sunnudagur 5. júli 1981
19
■ Willard (Marltu Sheen) starir vantrúaður á það sem fyrir augu ber er hann litur bækistöðvar Kurtz
— mannsins sem hann ersendur til að ráða af dögum.
metrana si'na i steikjandi hitan-
um. Þaö varð til þess að hann
fékk hjartaáfall, og var sex vikur
að ná sér. Hann telur þö sjálfur,
að ástæða áfallsins hafi verið sá
ótti við dauðann, sem Apocalypse
Now hafi vakið með sér: „Kvik-
myndin gerði mig virkilega
hræddan”, sagði hann.
En það voru ekki aðeins
vandræði með leikarana.
Kvikmynd um Vietnamstriðið
krefst margvislegs Utbúnaðar,
sem einungis er hægt að fá hjá
Bandarfkjaher eða herjum ann-
arra ríkja, sem kaupa vopn sin
frá Bandarikjamönnum. Banda-
riskir kvikmyndagerðamenn
hafa í slikum tilvikum yfirleitt
getað leitað til Bandarikjastjórn-
ar og fengið flugvélar og annan
útbúnað lánaðan. En nú sagði
bandariska varnarmálaráðu-
neytiðnei takk. Þaðan var engrar
aðstoðar að vænta, þar sem
Pentagon taldi óliklegt, að kvik-
mynd Coppolas yrði beinlinis já-
kvæður áróður fyrir bandarisk
hernaðaryfirvöld.
Coppola varð þess vegna að
sem ja við stjórnvöld á Filippseyj-
um um afnot af vopnabúnaði
þeirra og hermönnum. Það gekk
svo sem, en kostaði off jár i beinar
greiðslur og mútur undir boröið.
Sem dæmi má nefna, að á fyrsta
tökudegi eins eftirminnilegasta
atriðis kvikmyndarinnar —
þyrluárásar á litið þorp við
Mekong-fljót — greiddi Coppola
15 þúsund dali til yfirmanns i
flugher Filippseyja. Peningana
átti að greiða til flugmanna og
annarra hermanna i þyrlunum.
Herforinginn stakk hins vegar
peningunum i eigin vasa. Strax
daginn eftir gerðu þyrluflug-
mennimir verkfall, og Coppola
varð að borga þeim aftur! Nánast
daglega eftir það gerðu flug-
mennimir njíjar kröfur á hendur
Coppola um peningagreiðslur,
sem hann varð að inna af hendi til
þess að ljúka töku þessa atriðis.
Og svo komu máttarvöldin til
viðbótar við mannlegan breysk-
leika.
Aður en myndatökur höfust var
unnið að því mánuðum saman að
koma upp sviði á fjórum stöðum á
Filippseyjum, og þær kostuðu að
sjálfsögðu mikla fjármuni.
Skömmu eftir að myndatakan
hófst kom fellibylurinn Olga og
gerði þetta mikla starf að engu.
Svo aftur sé vitnað til Coppola:
,,St ormurinn tók sig upp i Suð-
ur-Kfnahafi og skipti sér i tvennt.
Annar hlutinn fór yfir einn smá-
bæ, og hinn hlutinn yfir annan
smábæ i 200 milna f jarlægð — og
á báðum stöðunum voru helstu
svið okkar”.
Fellibylurinn eyðilagði ekki
aðeins rándýr svið (þar á meðal
bækistöövar Kurtz), heldur voru
ýmsir starfsmenn Coppola inni-
ldtaðar hér og þar meðfram
ströndinni um tima. Einn
hópurinn var einangraöur i húsi
ásamt einni af Playboy-stúlk-
unum, sem koma fram i eftir-
minnilegu atriði i myndinni. Eitt-
hvað hefur hún þótt karlmenn-
imir sýna sér áhuga, þvi hún
lokaði sig inni i herbergi meö
yfiriysingu um, að hún gæti verið
án kynlífsi niu mánuði! Þeim var
nú vist bjargað á skemmri tfma.
Kvikmyndatakan hófst i mars
1976. Coppola hafði upprunalega
áætlað, að þessa 12 mQljón dala
mynd væri hægt aö taka á fjórum
mánuðum. En tökumánuðirnir á
Filippseyjum urðu alls 16 —■ þótt
eiginlegir tökudagar væru aðeins
360 þar sem myndataka féll niöur
Og milljónimar sem myndin
kostaði, urðu rúmlega 30.
■ KurfzvMarlon Brando) og Willard ræðast við.
TAKA
■Söguþráðurinn i Apocaiypse
Now er i sjálfu sér einfaldur:
Bandariskur kapteinn I Vietnam,
B.L. Willard (Martin Sheen) er
falið leynilegt verkefni af hálfu
bandariskra hernaðaryfirvalda
og leyniþjónustunnar: hann á að
fara upp Mekongfljót með varð-
báti bandariska flotans, finna
bækistöðvar bandarisks offúrsta,
Walter E. Kurtz (Marlon
Brando), sem hefur safnað um
sig sveitum frumstæöra manna,
sem lita á hann sem guð, og út-
ryma honum. Honum er jafn-
framt tjáð að þessi sendiför hans
„sé ekki til og verði aldrei til”.
Myndin iysir ferð Willards upp
Mekong-fljót, þar sem hann, og
áhorfendur, verða vitni að Viet-
namstriðinu i hnotskurn. Þessi
þáttur myndarinnar tdcur um
þrjá fjórðu af lengd hennar.
Lokaþátturinn gerist hins vegar
þegar Willard kemur til bæki-
stöðva Kurtz, sem eru óhugnan-
legt musteri i eins konar Angkor
Wat-stil, þar sem dauðir og lim-
lestir menn liggja eins og hrá-
viði innan um frumstæða
dyrkendur Kurtz. Nánar verður
fjallað um þennan lokaþátt
myndarinnar siðar.
Aðalstöðvar Coppola voru i
Oagsanjan, litlum bæ við fljót eitt
norður af Manila, höfuðborg
Filippseyja. tbúarnir þar voru
vanir að hafa um jafngildi
tveggja bandariskra dala i tekjur
á viku. En um niu mánaða skeið
eyddi Coppola um 100 þúsund
dollurum á viku á þessum stað og
setti allt mannlif á annan end-
ann.
Vegna þess hversu mikiö var
um vopn og sprengiefni á
staðnum var mjög strangur
hervörður i aöalbækistöðvunum
allan timann. Coppola var
sjálfum ekið um af einum af lif-
vörðum Ferdinands Marcosar,
forseta Filippseyja.
Rikisstjórn Marcosar leigði
Coppola 18 þyrlur, sem reyndar
þurfti að breyta verulega til þess
aðþær væru nákvæmlega eins og
striðsþyrlur Bandarikjamanna i
Vietnam. A kostnað Coppola.
Hermenn Marcosar flugu
þyrlunum, en þyrluatriðum
myndarinnar var stjórnað af
Dick White, sem var þyrluflug-
maður i Víetnam.
„t þessari mynd notum við allt
nema raunverulegar byssu-
kúlur”,sagði hann. „Með þyrlun-
um minum, varðbátunum, dugn-
aði og þjálfun statistanna, hefð-
um við getað lagt undir okkur
nokkur lönd auðveldlega”!
Það sem Coppola vildi fá fékk
hann. Blaðamaður lýsti eitt sinn
þvi, sem fyrir augu bar er hann
heimsótti kvikmyndageröar-
mennina, svohljóðandi:
„Það var um miðjan dag I rök-
um frumskógi Filippseyja. Sólin
var miskunnarlaus. Leikstjórinn,
Francis Ford Coppola, klæddur i
krumpúö, hvit Mao-föt, hélt hægt
upp eftirf ljótinu í vélbáti. „Hérna
eigum við að hengja likið upp”,
segir hann við sviðsstjóra sinn,
Dean Tavourlaris. „Ég vil haus-
kúpur — f hrúgu, nei vegg af
hauskúpum.” Þeir halda áfram.
„Getum við lýst þetta upp fyrir
næturtöku?” spyr hann mynda-
tökustjóra sinn, Vittorio Storaro.
Storaro stynur og strýkur skegg-
ið. „Eldar eiga að loga á bak við
teppið”, segirCoppola við Tavou-
laris og bendir á skærrauð silki-
teppi eru bugðuðust um 300 metra
meðfram fljótsbakkanum. Þegar
báturinn kom að landi kveinar
einn aðstoðarmannanna: „Hvar
eigum við að fá 200 hauskdpur?”,
Tavourlaris yppir öxlum. Eftir
það sem hann og allir hinir höfðu
mátt þola voru 200 hauskúpur
ekki meira mál en 200 kókóshnet-
ur”.
Starfsmenn Coppola, sem voru
bandariskir, filippinskir og
italskir höfðu vissulega mátt þola
margt. Og til þess að hvila sig á
óþægilegu frumskógarlifinu voru
þeir sendir reglulega i afslöppun-
arferðir til Hong Kong — á sama
hátt og bandariskir hermenn i
Vietman á striðsárunum. En þeir
fundu einnig upp á ýmsu öðru til
að láta sér ekki leiöast. Glæfra-
gosarnirstyttu sér t.d. stundir við
að stökkva út um glugga á fjórðu
hæð hótelsins ofan I sundlaugina
fyrir neðan.
TAKA
■ Já, það sem Coppola þurfti til
kvikmyndagerðarinnar, það fékk
hann. Þurfti að aka 400 milur til
þess að ná i sérstaka tegund af
hnifi? Þá var það gert. Vantaöi
snáka? Sérstakur maður var
fenginn til þess að koma með full-
an poka af snákum á hverjum
degi. Gátu itölsku starfsmennirn-
irekki lifað án italskrar fæðu? Þá
var hún sótt til Italiu. Vantaði
2000 manns til að leika suður-viet-
namska hermenn og þorpsbúa.
Þá voru þeir sóttir i næstu flótta-
mannabúðir, margir þeirra fyrr-
verandi hermenn.
Þurfti eitt stykki þorp með
frumstæðum fjallabúum til að
„leika” dýrkendur Kurtz? Þá var
sh’kt þorp búið til á staðnum og
frumstætt fjallafólkið sótt til
heimkynna sinna og komið fyrir i
nýja þorpinu.
Eva Gardos, sem m.a. haföi
stundað kennslu i Harlem i New
York var send upp i fjallabyggð-
imar i noröurhluta Filippseyja til
þess að „finna frumstætt fólk” i
myndina. Hún fékk 250 manns af
Ifúgaos-kynþætti til þess að flyt ja
um stund inn i kvikmyndaver
Coppola. Ættbálkur þessi mun
hafa stundað hausaveiðar allt
fram á heimsstyrjaldararin sið-
ari, en lagt þann sið þá niður
vegna utanaðkomandi áhrifa.
Marlon Brando bauð tfúgao-
fólkinu til mikillar veislu, sem
hann hélt fyrir allt starfsliðið.
Þar var ekkert til sparað. — Upp-
lýstar Oscar-styttur úr is, stór-
fenglegar flugeldasýningar og
töfrabrögð settu svip á veisluna.
Ifúgao-fólkið var sérlega hrifið af
flugeldunum.
Coppola notaði ýmsa hefð-
bundna þætti i lifilfúgao-fólksins,
svo sem helgisiði og dansa, I
myndina, auk þess sem hann
kenndi þeim að nota byssur.
tfúgaosarnir héldu Coppola
einnig veislu. Þar fórnuðu þeir
■ Frumstæðir fjallabúar, sem dýrka Kurtz sem guö.
%