Tíminn - 05.07.1981, Qupperneq 20
20
Sunnudagur 5. júli 1981
■ Tavoularis, sviösstjórinn, Coppola, leikstjóri og handritahöfundur, og Storaro, kvikmyndatökustjór-
inn, i Pagsanjan á Filippseyjum.
■ Ruglaöur Ijósmyndari (Dennis
Hopper) segir Willard frá kynn-
um sinum af „stórmenningu”
Kurtz þegar komiö er til bæki-
stööva hans.
■ Þessi sá um snákana: hann
haföi fullan poka af þeim ávallt til
taks.
nautgrip honum til heiðurs. —
Coppola lét mynda veisluna og
hann notaði slátrun þessa sem
áhrifamikið táknrænt atriði i
myndinni. Fyrst töluðu þeir viö
nautgripinn i tvo daga, að sögn
sjónvarvotta, og sögðu honum að
vera ekki hræddur við dauðann.
Þá drápu þeir fjögur svin og fórn-
uðu kjiíkling. Kjötið var látið
ganga á milli og étið, stundum
hrátt.Þá tóku cfldungarnir i hópn-
um fram langa hnifa og létu þá
riða fjórum sinnum aftan á
hnakka dyrsins. Á meðan heyrð-
ist ekki stuna frá dýrinu, en það
sást stórt tár i auga þess. Fjórða
höggið drap nautið. I kvikmynd-
inni drepur Willard svo Kurtz á
sama hátt.
Það segir nokkuð um ástand
þeirra sem unnu við töku mynd-
arinnar, að sumir telja, að
ífúgaos-fólkið hafi með ró sinni
dregið Ur þvi æði sem rann á
suma við gerð lokaatriða mynd-
arinnar í musteri Kurtz.
Tavoularis, sem áður er nefndur,
gaf frumstæðum tilfinningum
sinum t.d. lausan tauminn þegar
hann vann að þvi aö endurreisa
musterið eftir fellibylinn. Hann
hrUgaði upp hauskúpun og dreifði
blóöi um allt til að lýsa þeim
.jirylh'ngi”, sem Kurtz sér alt i
einu svo skýrt áöur én hann deyr.
Tavoularis fékk gömul bein hjá
veitingamanni i Manila. Það var
jafnvel bUiö að gera ráðstafanir
til þess að fá raunveruleg manns-
lik, en Coppola kveðst hafa
stöðvað þá fyrira&tlan. En dýra-
kjöt kom aö sama gagni. Brátt
fylltist allt af rottum og starfs-
menn kvörtuöu undan megnri
fýlu af rotnandi kjöti.
„fcg liföi þetta hús dauöans sem
ég varaö búa til. fcg var svo langt
leiddur, aö einhvern veginn virt-
ist þaö eölilegt aö rjóöa blóöi á
stiga og velta hausum niöur
tröppur.”
TAKA
■ Og þá er það Brando og loka-
þáttur myndarinnar.
Marlon Brando tók eina mihjón
dala fyrir að vinna i fimm vikur
við Apocalypse Now. Hann kom
til Pagsanjan ásamt sjö aðstoðar-
mönnum sinum, og var mun feit-
ari en Coppola hafði gert ráö fyr-
ir. Hann reyndist tæplega 145 kiló
aö þyngd, sem auðvitaö gat ekki
gengið fyrir bandáriskan offursta
á vfgvellinum í Kambódíu.
Coppola ákvað þvi að gera
Kurtz nokkru hærri en Brando
var i reynd og nota staðgengil
fyriröll þau skot, þar sem Kurtz
sést i fullri likamsstærð. Sá nefn-
ist Péte Cooper, og var einn af
ráðgjöfum Coppola i hertækni en
hann hafði tekið þátt i Vietnam-
striðinu.
Brando lét krúnuraka sig og
heimtaði fimm þumlunga skósóla
til þess að hækka sig og fá „til-
finningu” fyrir persónunni. En
fyrsta daginn sem hann notaði
þennan sérstæða útbúnað mis-
steig hann sig!
Það sem skipti þó öllu meira
máli var að Coppola var ekki bú-
inn að skrifa niðurlag kvik-
myndahandritsins, þegar Brando
mætti!
„Ég reyndi að skrifa niðurlagið
þarseni Kurtz missir vitiö, meira
cn 100 sinnum” segir Coppola,
„Ég fór aö sof a á hverri nóttu um
klukkan fjögur og sagöi viö konu
mina ef hún var hjá mér: ég get
ekki skrifað þetta, ég get ekki
skrifað þetta”.
Svo fór að Coppola varð að
stöðva myndatökuna i nokkra
daga á meðan hann skrifaði enda-
lokin. SU töf ein kostaði um 60
þúsund dali.
Coppola notaöi timann til þess
að ræöa um Conrad við gamlan
kunningja og skólafélaga, Dennis
Jakob, sem er ákafur Nietzsche-
aðdáandi. Hann ræddi einnig um
Vfetnam-striöið timunum saman
við Brando. Og siöan skrifaöi
hann og skrifaði, aftur og aftur.
Niðurstaöan varö eins konar
blanda, m.a. af Conrad og T.S.
Eliot, en Kurtz vitnar m.a. til
„The Waste*í myndinni. Reyndar
segir Coppola, að setning Ur
þeirri merku bók haf i ráðið miklu
um, hvernig myndin endar, þvi
ein setning hafi sifellt leitað á
hann: „Ekki meö hvelli heldur
meö snökti”.
Ekki svo að skilja að kvalræði
Coppola yfir lokum myndarinnar
væri lokið þegar myndatakan var
afstaðin.
Þegar tekiö var til við að
klippa þau um 1.1 milljón fet af
filmu, sem tekin höfðu verið — en
þaö mun átta sinnum meira en
venja er við gerö leikinna kvik-
mynda — vafðist mjög fyrir hon-
um, hvarhann ætti að ljUka klipp-
ingunni!
Þegar Coppola sýndi loks kvik-
myndina til prufu fyrir kvik-
myndahUsaeigendur vestra i mai
1978 kom i ljós, að myndin endaði
öðru vi'si i New York en i San
Francisco!
1 einni Utgáfunni sést Willard
drepa Kurtz og ganga siöan út á
musteriströppurnar, þar sem
honum verður allt i einu ljóst, að
hann hefur tekið viö hlutverki
Kurtz i hugum hinna frumstæðu
fjallabúa: — konungurinn er lát-
inn! — lengi lifi konungurinn!
Myndin endaöi þannig meö Will-
ard á tröppunum sem hinn nýja
Kurtz.
EnhinUtgáfan endaði ekki með
Willard á tröppunum, heldur sést
hann halda á brott eftir að hafa
unnið verk sitt.
Miklar deilur urðu um þessar
mismunandi Utgáfur, og Coppola
frestaði frumsýningu myndarinn-
ar. Það var ekki fyrr en i águst
1979 að hUn var loks sýnd i banda-
riskum kvikmyndahúsum.
Margir munu hafa lagt fast að
Coppola að enda myndina með
„hvelli”. Hann lét þvi taka mynd-
irafþvf, þegar bækistöðvar Kurtz
voru sprengdar i loft upp i mikl-
um loftárásum. Hann neitaði hins
vegar að láta myndina enda á
slikum ragnarökum, en sam-
þykktiloks að nota sprengingarn-
ar undir langan lista meö nöfnum
þeirra, sem unnu að gerð mynd-
arinnar, sem birtist aftan við
myndina sjálfa. Þessi kafli tekur
um fjóra og hálfa minutu. Copp-
ola leggur hins vegar áherslu á,
að þessar sprengingar séu ekki
hluti af myndinni sem slikri,
heldur aðeins „skreyting”.
TAKA
7
■ Og hvernig hafa svo viðtökurn-
ar verið?
Coppola varö að veöset ja eigur
sinar til þess að geta gert
Apocalypse Now. Sumir spáðu
þvi að hiin yrði svo illa sótt, að
hann færi á hausinn. Sá ótti
reyndist ástæðulaus.
Coppola sagði eitt sinn: „Þeg-
ar um er aö ræöa kvikmvnd eins
ogApocalypse þá eru biógestirnir
einu gagnrýnendurnir sem skipta
máli”. En hvað hafa aðrir gagn-
rýnendur sagt?
Viðbrögö þeirra hafa auðvitað
veriö misjöfn. Apocalypse Now
var sýnd á kvikmyndahátiðinni i
Cannes 1979 sem „kvikmynd i
vinnslu” og hlaut þar Gullpálm-
ann sameiginlega með annarri
mynd. Gagnrýnendur, sem sáu
hana, þar, voru yfirleitt mjög
hrifnir af þremur fjórðu hlutum
myndarinnar — för Willards upp
fljótið — en skoðanir voru mjög
skiptar um lokakaflann. En jafn-
vel þeir, sem eru óánægöir með
þann hluta myndarinnar, eru ekki
sammála um, hvers vegna: sum-
ir kenna Brando þar um en aðrir
Sheen. Og enn aðrir telja, að
myndin hefði átt að enda með
ragnarökum loftárasarinnar.
En þótt skoðanir séu þannig
skiptar á einstökum atriðum, þá
eru allir sammála um, aö
Apocalypse Now sé meiriháttar
kvikm yndaatburöur.
Elias Snæland Jónsson
tók saman
■ Brando mætti til leiks um 145 kiló aö þynga.
■ Coppola ásamt Playboy-stúlku viö töku Apocalypse Now.