Tíminn - 05.07.1981, Síða 27

Tíminn - 05.07.1981, Síða 27
Segul- magnað ur Kobbi Jack Magnet: Jack Magnet Jakob Magnússon hefur nú um nokkurra ára skeið verið búsettur i Los Angeles i Bandarikjunum ásamt eiginkonu sinni, Onnu Björnsdóttur. Þeim hefur vegnað mjög vel, hvoru á sinu sviði, Anna sem ljósmyndafyrirsæta og kvik- myndaleikkona og Jakob sem tónlistarmaður. Jakob er samn- ingsbundinn hjá Warner Brothers hljómplötuútgáfunni i Bandarikj- unum og kom plata hans Special Treatmentút á vegum W.B. fyrir tveimur árum. Undanfarna mán- uði hefur Jakob unnið við aðra plötu sina fyrir Warner Brothers ásamt fjölda góðra hljóðfæraleik- ara. Eins og oft vill verða þá hef- ur vinnslan tekið lengri tima en áætlað var i fyrstu, enda er mikið undir þvi komið i Bandarikjunum — sem er stærsti plötumarkaður heims — að vel sé til allra hluta vandað. Það hefur þvi ekkert ver- ið til sparað að gera plötu Jakobs eins góða og mögulegt er. Um það vitnar meðal annars hinn mikli fjöldi þekktra og virtra tónlistar- manna sem við sögu koma. Nægir i þvi sambandi að nefna tromm- arann Jeff Porcaro úr Toto, saxa- fónleikarann Tom Scott, bassa- leikarann Stanley Clarke, tromp- etleikarann Freddie Hubbard og ásláttarleikarann Victor Feld- man. Jakob hefur nú tekið sér lista- mannsnafnið Jack Magnet og hefur hann nú að mestu söðlað um, úr Jazzrokktónlist yfir i vandaða popptónlist. Að visu eru þrjú laganna á þessari plötu i jazzrokk stil. Jakob syngur sjálf- ur aðalröddina i sjö laganna og Craig Marsden annast sönginn i tveimur. Textar plötunnar tengjast á einn eða annan hátt náunga nokkrum frá Islandi sem hefur undraveröa hæfileika. Kappi þessi kallast Jack Magnet og hæfileikar hans eru m.a. i þvi fólgnir að hann býr yfir segul- krafti og dragast járnhlutir að honum. Komu þessir hæfileikar vel i ljós i sjónvarpsþætti sem sýndur var með Jack Magnet hér á landi fyrir skömmu, en einnig má sjá hver áhrifin eru á ljós- mynd af Jack sem er á framhlið plötuhulstursins. Plata Jack Magnets kemur út hér á landi mun fyrr en i Banda- rikjunum, þvi áætlaður útgáfu- timi þar er ekki fyrr en næsta haust. Islendingar eiga þvi kost á að tileinka sér tónlist Jack Magn- ets nokkrum mánuðum áöur en hún kemur út á alþjóöamarkaði. Jakob er höfundur alls efnis en einnig hafa ýmsir aðrir lagt hönd á plóginn við tónsmiðarnar. Þar á meðal eru gömlu Stuömannafé- lagarnir Sigurður Bjóla og Val- geir Guðjónsson. Gunnar Þórðar- son kemur nokkuð við sögu en hann leikur á gitar i tveimur lög- um. Upptökustjórn og útsetning- ar voru i höndum Jakobs og Pat- rick Henderson. Upptökumenn voru Jónas R. Jónsson og Charles W. Creath. Steinar h.f. gefa plötuna Jack Magnet út á Islandi. 11 í'l í 1 l\ 1 1 ”x":" k Frá landi kengúrunnar • • • Split Enz : Waiata Ekki siðan AC/DC stigu niöur úr trjánum i Ástraliu og sigruðu heiminn hefur jafnmikið verið talað um ástralska hljómsveit eins og Split Enz. Hún er ein af þessum framtiðarhljómsveitum sem kemur á óvart fyrir það aö spila áheyrilega og melódiska tónlist. Fyrsta plata þeirra ,,True Colours” var að mörgu leyti merkileg. Ekki þaö að hún væri fyrsta platan i heiminum unnin með „laser” heldur aö hér skaúst áður óþekkt hljómsveit upp á stjörnuhimininn og seldi plötu sina i stórum upplögum og það merkilega er að hún gerir það enn. Platan er i háum metorðum hjá „futurista” hreyfingunni i Bretlandi. Nýja plata þeirra „Waiata” (sem ku merkja flaut- andi, syngjandi, dansandi á Ný- sjálensku) er áheyrileg plata og tónlist þeirra er ekkert verri eöa betri en hvað annað sem gert er, en þó athyglisverð. Hvað sem sagt hefur veriö um þær hljóm- sveitir sem hafa komið frá Ástra- liu á undanförnum árum þá er Enz sér á báti og vel þess viröi að hlusta á. —M.G. Elvis og félagar •••eða öfugt SQUEEZE : East Side Story Fjórða plata „Sqeeze” geröi loksins eitthvaö fyrir hljómsveit- ina. Menn greinirá um þaö hvort þaö var vegna þess aö Elvis Cost- ello vann með að plötunni eða hvort tónlist þeirra haföitekið svo stórstigum framförum. Hvað um það þá áttu þeir töluverðri vel- gengni að fagna með lag sitt „Is That Love” af plötunni. Fram að þeim tima að Elvis Costello stjórnaði upptökum á siöustu plötu þeirra (og það aðeins i nokkrum lögum) voru þeir aöeins ein af milljón hljómsveitum i Bretlandi að reyna aö vekja á sér athygli og „maike it big”. Það er þvf kaldhæönislegt að það þurfi að vera sú staðreynd að þekktur tónlistarmaður tekur þá upp á arma si'na sem vekur athygli á þeim. Hins vegar kann það aö vera svo aö einmitt það að Elvis skyldi hafa ákveðið að hjálpa þeim sé sönnun fyrir ágæti þeirra. En nú er ég farinn að fara i hringi. Squeeze er ung hljómsveit. Fyrsta plata þeirra kom út 1977 og hét einfaldlega „Squeeze”. Siöan hafa þeirsentfrá sér „Cool for Cats” „Argy Bargy” og nú „East Side Story”. Squeeze” eru fimm hressir ná- ungar, breskir fram i fingur góma og heita: Chris Difford, gi'tar, söngur, Glenn Tilbrook, gitar, söngur, Gilson Lavis, trommur, John Bentley, bassi og Paul Carrack, hljómborð og söngur. Tónlist þeirra er eld- fjörug, hreint og beint pop. Lögin eru öll hröð og grípandi, öll fjór- tán af þeim. Þó svo maður hafi það á tilfinningunni að hafa heyrt þetta áður þá er það állt i lagi. Þaö er fersúeiki yfir hljómsveit- inni og Difford/Tilbrook skila frá sérskemmtilegum lögum ogtext- um. —M.G. 27 LÓÐAÚTHLUTUN Auglýst er eftir umsóknum um Ióðir við Brekkutún og Daltún i Ástúnshverfi i Kópavogi. Úthlutað verður til einstaklinga 27 lóðum undir einbýlishús og lóðum undir 28 ibúðir i parhúsum. Sýning verður á skipulagi hverfisins og húsagerðum á skrifstofu bæjarverkfræð- ings i Félagsheimilinu, Fannborg 2. Opið er virka daga kl. 14-19 frá þriðjudegi 7. júli til 17. júli n.k. Umsóknareyðublöð verða afhent á sama stað og þar verður einnig til sölu kynning- arbæklingur með skilmálum og teikning-1 um. Umsóknum skal skila á fyrrnefndu eyðu- blaði i siðasta lagi 21. júli n.k. á bæjar- skrifstofum Kópavogs. Endurnýja þarf allar eldri lóðaumsóknir. Bæjarverkfræðingur. Húsaval, fasteignasala Flókagötu 1. Sími 24647. Jarðir Til sölu jörðin Grænumýrartunga i Hrúta- firði. Góð fjárjörð i Vestur-Húnavatnssýslu. Sjávarjörð á sunnanverðu Snæfellsnesi. Sjávarjörð skammt frá Akranesi. Jörð i Flóanum 380 hektarar, öll grasivax- in, hentar vel fyrir hestamenn. Eyðibýli á fögrum stað i Rangárvalla- sýslu. Sjávarjörð á Suðurnesjum. Jörð - Æðarvarp Hef kaupanda að jörð með æðarvarpi eða aðstöðu til að koma upp æðarvarpi, má vera eyðibýli. Helgi ólafsson, löggiltur fasteignasali kvöldsimi 21155 U msóknarf restur Ráðuneytið vekur athygli á að umsóknar- frestur til sildveiöa i hringnót, reknet og lagnet rennur út 10. júli n.k. Umsóknir, sem berast eftir þann tima, verða ekki teknar til greina. Sjávarútvegsráðuneytið, 2. júli 1981. Kennarar Eftirtaldar stöður við grunnskóla Akur- eyrar eru lausar til umsóknar: 2 stöður alm. kennara (við Barnaskóla Akureyrar og Oddeyrarskóla) 1-11/2 staða tónmenntakennara (við Glerárskóla og Lundarskóla) 11/2 staða kennara i dönsku, liffræði og eðlisfræði (við Glerárskóla) 1/2 staða sérkennara (við Glerárskóla) 1 staða kennara i raungreinum (við Gagn- fræðaskóla Akureyrar — framhaldsdeild- ir). Upplýsingar veita skólastjórarnir. Umsóknir berist fyrir 20. júli n.k. Skólanefnd Akureyrar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.