Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 6
6 3. febrúar 2008 SUNNUDAGUR LAUGAVEGI 91 VERÐHRUN ...á fatnaði, skóm og fylgihlutum fimmtudag, föstudag og laugardag GÖTUMARKAÐUR laugavegi 91 í dag sunnud , kl. 13-18 275,- Rjómabolla & heitur drykkur © Int er IK EA Sy ste m s B .V . 2 00 8 Atlantskaup ehf. Bæjarflöt 6,112 Reykjavík S: 533 3700 Upplýsingar á www.atlantskaup.is STIGAR OG HANDRIÐ ÚR GLERI OG STÁLI ÚTI SEM INNI STJÓRNMÁL Í Brussel er nú spurt hvort stefnubreytinga í Evrópu- málum sé að vænta af hálfu Íslands. Ástæðan er endurteknar yfirlýsingar samfylkingarfólks um að hagsmunum Íslands væri betur borgið innan Evrópusam- bandsins en utan. Þetta segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. „Stanslaust tal Samfylkingarinnar um að aðild væri betri kostur er farið að skjóta rótum í Brussel þar sem menn spyrja hvort stefnubreytinga sé að vænta. Það finnst mér ekki sniðugt,“ segir Bjarni sem kveður mikilvægt að Íslendingar séu trú- verðugir í umræðum um Evrópumál. Hann telur mikil- vægara að halda fram þeirri skýru stefnu Íslands að byggja Evrópusam- starfið á samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið heldur en að fram fari „opin og fordómalaus umræða um Evrópumál,“ líkt og samfylk- ingarmenn hafi ítrekað sagt. „Slík umræða fer fram og hana hindrar enginn,“ segir Bjarni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og varafor- maður utanríkismálanefndar, segir stefnu ríkisstjórnarinnar ljósa en jafnframt sé ljóst að stjórnarflokkarnir hafi ólíka stefnu í Evrópumálum. Samfylk- ingin telji einfaldlega að Íslandi væri betur borgið innan ESB en um leið virði flokkurinn stjórnar- sáttmálann þar sem ekki sé gert ráð fyrir aðild á kjörtímabilinu. Árni Páll deilir ekki áhyggjum með Bjarna Benediktssyni um að yfirlýsingar samfylkingarfólks séu til sérstaks trafala í Brussel en kveðst engu að síður vita að þar sé fylgst grannt með umræðum á Íslandi. „Þó ég viðurkenni áhrifa- mátt Samfylkingarinnar tala margir aðrir um Evrópumál og Evrópusambandið. Við skulum ekki gleyma hvernig utanríkisráð- herrar Framsóknarflokksins hafa talað á undanförnum árum og hvernig talað er innan Samtaka atvinnulífsins,“ segir Árni Páll. Eftir því sé tekið ytra. Aukinheldur bendir Árni Páll á að svipuð staða sé uppi í Noregi þar sem forsætisráðherrann og flokkur hans, Verkamannaflokk- urinn, vilji ganga í Evrópusam- bandið en slíkt sé ekki stefna rík- isstjórnarinnar vegna andstöðu samstarfsflokka. bjorn@frettabladid.is Telur Samfylkinguna skapa óvissu í Brussel Bjarni Benediktsson segir endurteknar yfirlýsingar samfylkingarfólks um Evrópumál vekja efasemdir á alþjóðavettvangi um stefnu Íslands í málaflokkn- um. Árni Páll Árnason segir sjónarmið stjórnarflokkanna einfaldlega ólík. BJARNI BENE- DIKTSSON ÁRNI PÁLL ÁRNASON DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest fimm ára fangelsisdóm yfir Jóni Péturssyni fyrir nauðgun, frelsissviptingu og líkamsárás. Jón, sem er á sextugsaldri, hélt þáverandi sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð þeirra í tæpan sól- arhring í desember 2006. Hann barði hana ítrekað, meðal annars með krepptum hnefa, kjötexi og búrhníf, og nauðgaði henni. Fyrir dómi kvað verjandi Jóns hann vera ósakhæfan, og því ætti að sýkna hann. Hann hefði lent í slysi árið 1999 sem leiddi til fram- heilaskaða, og vegna þess hefði hann ekki getað stjórnað gerðum sínum daginn sem brotin voru framin. Tveir sérfræðingar voru dómkvaddir til að meta hvort Jón hefði orðið fyrir framheilaskaða, og hvort það hefði áhrif á sakhæfi hans. Þeir fundu engin merki um slíkan skaða, og töldu uppsöfnuð áhrif af langvarandi áfengis- neyslu líklegri skýringu á hegðun hans. Sýknukröfu Jóns var því hafnað fyrir Hæstarétti. Fimm ára fang- elsisdómur, sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní í fyrra, var staðfestur. Hann skal einnig greiða konunni eina og hálfa millj- ón í skaðabætur með vöxtum, og allan málskostnað. - sþs Hæstiréttur staðfestir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jóni Péturssyni: Fimm ár fyrir nauðgun og barsmíðar DÆMDUR ÁÐUR FYRIR SVIPAÐ BROT ■ Jón var dæmdur í fimm ára fangelsi í október 2006 fyrir sambærilegt brot. ■ Hann hélt þáverandi sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð þeirra í hálfan sólarhring í febrúar 2006, barði hana ítrekað og nauðgaði henni þrisvar. ■ Hann beið þess að dómur í málinu félli í Hæstarétti þegar hann framdi síðari brotin. ■ Hann hóf afplánun fyrir fyrri brotin í apríl á síðasta ári, og er á Litla- Hrauni í dag. OPINSKÁ UMRÆÐA UM EVRÓPUMÁL Úr stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) hefur reynst þjóðinni vel og hann er ein af grunnstoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefnd- ar verði grundvöllur nánari athugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verði í framtíðinni best borgið gagnvart Evrópusambandinu. Komið verði á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem fylgist með þróun mála í Evrópu og leggi mat á breytingar út frá hagsmunum Íslend- inga. Nefndin hafi samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eftir þörfum. ATKVÆÐI GREIDD Bjarni Benediktsson telur yfirlýsingar samfylkingarfólks um Evr- ópumál óvarlegar enda veki þær óþarfa vangaveltur í Brussel. Árni Páll Árnason telur áhyggjur Bjarna óþarfar. FJARSKIPTI Símafyrirtækið Nova hyggst bjóða nýjum viðskiptavin- um sínum með 3G farsíma, fría notkun upp að tvö þúsund krónum á mánuði í eitt ár. Auk þess verður frítt fyrir alla viðskiptavini Nova að nota netið í farsímanum til 1.júní 2008. „Það er kominn tími á virka samkeppni á farsímamarkaði,” segir Liv Bergþórsdóttir fram- kvæmdastjóri Nova, í tilkynningu frá félaginu. Samkvæmt tilkynningunni gæti notandi 3G farsíma greitt allt að 24 þúsund krónum minna fyrir farsímanotkun á ári. -rt Nýjungar hjá Nova: Frí notkun að 2.000 krónum Ert þú farin(n) að skipuleggja sumarfríið? Já 40% Nei 60% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú bjartsýn(n) á efnahags- horfur á Íslandi? Segðu skoðun þína á visir.is. TSJAD, AP Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Tsjad náðu í gær valdi á höfuðborg landsins, N‘djamena, eftir blóðug átök við stjórnarherinn. Uppreisnarmennirn- ir umkringdu konungshöllina þar sem forseti landsins, Idriss Deby Itno, var innandyra. Heyra mátti mikinn vopnagný víðsvegar í borginni fram eftir degi eftir að þúsundir uppreisn- armanna réðust til atlögu gegn hermönnum stjórnar- hersins. Þeir náðu völdum eftir að hafa umkringt konungs- höllina. Abakar Tollimi, talsmaður uppreisnarmann- anna, sagði í samtali við fréttastofur að Deby forseta væri frjálst að yfirgefa höllina ef hann óskaði þess. Það hafði hann hins vegar ekki gert í gærkvöldi. Frakkar og Bandaríkjamenn skipuðu ríkisborgur- um sínum að halda til tiltekinna hluta N‘djamena og búa sig undir að fara úr landi hið fyrsta. Síðar um daginn drógu Frakkar tilskipunina til baka og vöruðu þegna sína við að fara úr húsi. Þá lýsti Afríkuráðið yfir miklum áhyggjum af þróun mála í landinu. Til stóð að friðargæsluliðar frá Evrópusambandinu færu til Tsjad á næstu dögum og freistuðu þess að að hemja átökin, sem orsakast að einhverju leyti af átökunum í Darfur- héraði í nágrannaríkinu Súdan. - sh Uppreisnarmenn umkringdu í gær konungshöllina í höfuðborg Tsjad og forsetann: N‘djamena á valdi uppreisnarmanna FORSETINN Idriss Deby Itno, forseti Tsjad, veifar til stuðnings- manna sinna eftir síðustu kosningar í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ / AP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.