Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 76
20 3. febrúar 2008 SUNNUDAGUR menning@frettabladid.is Kl. 14.30 Lúðrasveit Reykjavíkur heldur tónleika í Neskirkju í dag kl. 14. 30. Á tónleikunum verða frumflutt tvö ný íslensk verk; Djúpur eftir Báru Sigurjónsdóttur og Hýr Gleður Hug Minn eftir stjórnanda sveitarinnar, Lárus Halldór Grímsson. Í síðar- nefnda verkinu leikur Sigurður Flosason einleik og Steindór Andersen kveður rímur. Nú stendur yfir síðasta sýningarhelgi sýning- arinnar Undrabörn sem vakið hefur mikla athygli síðan hún var opnuð í Þjóðminjasafn- inu í september síðastliðnum. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Mary Ellen Mark og Ívars Brynjólfssonar og kvikmyndina Alexander eftir Martin Bell sem er sýnd í fyrirlestrasaln- um á hverjum degi, þrisvar á dag. Í tilefni sýningarloka verður ljósmyndarinn Ívar á staðnum í dag kl. 15 og segir sýningargestum frá ljósmyndum sínum. Ljósmyndir hins heimsþekkta bandaríska ljósmyndara, Mary Ellen Mark, af fötluðum börnum á Íslandi, nemendum Öskjuhlíð- arskóla, Safamýrarskóla og Lyngáss eru burðarás sýningarinnar. Myndir hennar sýna á áhrifaríkan hátt veruleika þessara barna í samtímanum, enda er hún þekkt fyrir næman og kraftmikinn ljósmyndastíl sinn. Þátttaka Ívars í sýningunni er þannig til komin að hann hefur áður getið sér gott orð fyrir ljósmyndir sínar þar sem hann beinir sjónum sínum að umhverfi og mannvirkjum á formrænan hátt. Mary Ellen Mark heillaðist mjög af ljósmyndum hans eftir að hafa séð þær í bókinni Specimina Commercii sem kom úr árið 2006 og lagði hún því til að hann tæki myndir af skólaumhverfi barnanna sem sýndar yrðu sérstaklega með ljósmynd- um hennar á sýningunni Undrabörn. Ívar reynir að lýsa umhverfinu og því sem hann sér innan skólanna á sem skýrastan hátt. Gegnum myndir hans verður starfsemin sem fram fer í rýminu sýnileg án þess þó að fólkið sjálft sé sýnt. Nálgun Ívars er þannig gjörólík nálgun Mary Ellen Mark sem horfir einmitt á fólkið. Það er því fróðlegt fyrir áhugafólk um ljósmyndun að fá í dag tæki- færi til að heyra frá Ívari sjálfum hvernig hann nálgaðist þetta verkefni. - vþ Síðasta sýningarhelgi og ljósmyndaraspjall UMHVERFI FATLAÐRA BARNA Ein af ljósmyndum Ívars Brynjólfssonar. Leiklistarráð útdeildi verk- efnastyrkjum á föstudag: 66,1 milljón var til úthlut- unar auk styrkja úr Lista- sjóði sem greint var frá fyrir viku en þá voru 100 mánaðarlaun til leikhópa veitt. Þriðjungi af styrkjum ársins var þegar ráðstafað til Hafnarfjarðar- leikhússins með samningi við Hafnarfjarðarbæ og leikhópinn: 20 milljónum. Eftirstöðvum var deilt á 13 verkefni og jafnmarga framleiðendur. Athygli vekur að í þeirra hópi eru ekki Möguleikhús- ið, Draumasmiðjan og Vesturport. Pétur Eggerz hefur tilkynnt að styrkbeiðnum til Möguleikhússins hafi nú verið hafnað hjá Barna- menningarsjóði, Menningarsjóði félagsheimila og fjármálaráðu- neyti og hafi leikhúsið aðeins 3 milljóna styrk til áframhaldandi starfs og verði húsinu því lokað. Vesturport fékk á liðnu ári 7 millj- ónir auk styrks frá Reykjavíkur- borg upp á 3 milljónir. Það fær enga styrki í ár. Stærsta styrkinn, 7,5 milljónir og 17 mánaðarlaun fær Lab Loki, tilraunahópur Rúnars Guðbrands- sonar. Þá fær hópur undir forystu Margrétar Vilhjálmsdóttur 5,5 milljónir en engin mánaðarlaun. Mun það verkefni áframhald af sýningunni Guð úr vélinni. Mánaðarlaun eru nú 239.477 kr. og eru þetta svokölluð verktaka- laun. Hópur Carlottu Böving og Maríu Ellingsen sem nú er að hefja vinnu við verkefnið Mamma í Hafnar- fjarðarleikhúsinu fær 4,6 milljón- ir og 8 mánaðarlaun. Danshópurinn Panic product- ions fær 3,4 milljónir og 14 mán- aðarlaun vegna verkefnisins Pro- fessional Amateurs. Söguleikhúsið fær 3 milljónir og 7 mánaðarlaun vegna Brákar sem nú er í sýningu í Borgarnesi. Evudætur, Ólöf Nordal, Þuríður Jónsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir og fleiri fá 3 milljónir og 5 mánað- arlaun vegna óperunnar Evu. Erna Ómarsdóttir sýnir brátt í Brest verk sitt Talking Tree, sem verður lokaverkið á Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, en til þess fékk hún 2,5 milljónir. Sælugerðin undir forystu Álf- rúnar Örnólfsdóttur fékk 2,4 millj- ónir og 14 mánuði vegna verksins Húmanimal. Þóra Katrín Árna- dóttir fékk 1,2 þúsund fyrir ein- leikinn bandaríska Ég heiti Rachel Corrie og 7 mánuði. Sigrún Sól Ólafsdóttir fær 1,7 þúsund og 6 mánaðarlaun vegna verksins Upp á fjall. Kristján Ingimarsson fær 1,8 vegna Skepnunnar, sem hann er með í undirbúningi. Fígúra ehf., sem er fyrirtæki Bernd Ogrodnik, fær 1,8 vegna Klókur ertu Einar Áskell en Bernd fékk 3 mánaða laun úr launasjóði rithöfunda. Danshópurinn Ugly Duck fékk 800 þúsund vegna verkefnisins 108 prototype. Þess utan fengu hóparnir Lykillinn 16 mánaðar- laun og Samsuðan og Co 6 mánað- arlaun. Það er Leiklistarráð sem ræður úthlutunum en alls bárust 64 umsóknir frá 53 aðilum. Það skipa Magnús Þór Þorbergsson kennari við Listaháskóla Íslands, Jórunn Sigurðardóttir dagskrárgerðar- kona hjá RÚV og Orri Hauksson viðskiptafræðingur. Fari sem horfir að aðstandend- ur Möguleikhússins loki og starf- semi í húsi þeirra verði hætt verð- ur skarð fyrir skildi því leikhópurinn hefur staðið fyrir sýningum fyrir börn síðan 1990 og hefur notið starfslauna frá 1994. Vandi Möguleikhússins rétt eins og Hafnarfjarðarleikhússins þá samstarfssamningi við það og Hafnarfjörð lýkur er að þá er klippt á samfelldan feril. Báðir flokkarnir sem eru byggðir upp í kringum fámennan kjarna yrðu þá að leita sér fjármagns hjá einka- aðilum eða leggja húsnæði sitt undir starfsemi annarra flokka. Hefur Hafnarfjarðarleikhúsið nýlega verið gagnrýnt fyrir kraft- litla starfsemi þrátt fyrir háa styrki. Sjálfstæðu leikhúsin hafa lengi gagnrýnt hversu lágar upphæðir á vegum ríkisins og sveitarfélaga ganga til leiklistarstarfs: Kópa- vogur 0, Garðabær 0, Mosfellsbær 0. Í Reykjavík njóta fáir hópar styrkja á sama tíma og Reykjavík- urborg er að byggja upp húsnæði til samfelldrar starfsemi í Tjarn- arbíói. pbb@frettabladid.is Styrkir leikhópa veittir LEIKLIST Möguleikhúsið er þurrkað út í nýlegum veitingum styrkja til leiklistarstarfsemi. MYND/MÖGULEIKHÚSIÐ Ein af skærustu söngstjörnum þjóðarinnar, sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir, kemur fram á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld kl. 20 ásamt meðleikaranum Alexander Schmalcz. Á efnisskrá eru sönglög eftir Brahms, Grieg og Strauss. Þóra á að baki nám við Söngskólann í Reykjavík og Guildhall School of Music and Drama. Hún hefur komið víða við á ferli sínum og sungið bæði hérlendis og við virt óperuhús erlendis. Hlutverk Þóru á óperusviði eru orðin á fjórða tug og spanna vítt svið. Auk óperuhlutverkanna hefur Þóra lagt nokkra áherslu á ljóðasöng og kirkjutónlist. Alexander Schmalcz hefur komið fram á ótal virtum tónlistarhátíðum eins og Schubert- hátíðinni í Schwarzenberg. Hann hefur að auki komið fram á tónleikum víða um heim og leik- ið þar með þekktum söngvurum. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og eru um klukkustundar langir. Miðaverð er 2.500 kr. Vert er að benda áhugasömum á að klukku- stund áður en tónleikarnir hefjast heldur Björn Ingiberg Jónsson fyrirlestur um tónlist Brahms með áherslu á þá söngva hans sem fluttir verða á tónleikunum. - vþ Stjörnur skína skært ÞÓRA EINARSDÓTTIR Hefur afrekað ýmislegt á söngferli sínum. „Frumsýning í Hafnarfjarðarleikhúsinu er alltaf tilhlökkunarefni. Í þetta sinn stigu flinkir leikarar á svið með skemmtilega sýningu.“ „Leikstjórinn Hilmar Jónsson nær hér mjög góðum tökum á samspili leikaranna.“ **** Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. „ ... konan sem sat tveim sætum frá mér hló oft hátt og snjallt. Og ég er viss um að hún var í raun og veru að skemmta sér...“ Jón Viðar Jónsson, DV. í kvöld kl. 20 Lau. 9. febrúar kl. 20 Sun. 10. febrúar kl. 20 Midasala: 555 2222. www.midi.is „Hjálmar Hjálmarsson fer á kostum í hlutverki sjónvarpsins“ „ ... get ég ekki annað en mælt með sýningunni, sem er troðfull af skemmtilegum atriðum ...“ Martin Regal, Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.