Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.02.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 50003. febrúar 2008 — 33. tölublað — 8. árgangur SUNNUDAGUR ÍÞRÓTTIR Frá og með keppnistíma- bilinu 2009 verður knattspyrnu- félögum í efstu deild karla á Íslandi gert skylt að láta leikmenn sína gangast árlega undir ítarlega læknisskoðun, sem meðal annars felur í sér hjarta-, æða- og blóð- rannsókn. Áætlaður kostnaður skoðunarinnar er um 55 þúsund krónur á leikmann og því er ljóst að árlegur kostnaður félaga hér á landi, sem hafa allt að 30 leik- menn í sínum hópi, er vel á aðra milljón króna. Hinar hertu reglur taka mið af kröfum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem vill uppræta með öllu svokallaðan skyndidauða knattspyrnumanna sem hefur aukist á síðustu árum. Í flestum tilvikum hefur orsök andlátsins verið leyndur hjartagalli eða hjartavöðvasjúkdómur sem hefði líklega verið hægt að koma auga á með tiltölulega einfaldri hjarta- skoðun. Áætlað er að nýjar reglur UEFA taki gildi frá og með næsta tíma- bili en KSÍ hefur verið veittur frestur til 2009 til að finna leiðir til að lækka kostnaðinn sem þær hafa í för með sér fyrir félögin. - vig / sjá Sport í miðju blaðsins Evrópska knattspyrnusambandið vill koma í veg fyrir skyndidauða leikmanna: Leikmenn gangist undir hjartaskoðun Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is fylgir með blaðinu í dag Síðasti dagur! Opið 13–18 í dag ALLA SUNNUDAGA SÍÐUR 20 12 NÝIR ÍSLENDINGAR Fimm innflytjendur stíga út úr skugga hversdagsleikans Jóhann Sigurðarson ætlaði að hætta í leiklistinni fyrir tveimur árum. VIÐTAL 10 Í dag NA-átt um allt land éljagang- ur norðan og austan til og frost 1-8 stig. VEÐUR 4 SNÆFELL Í ÚRSLIT Snæfell komst í úrslit Lýsingar bikars karla eftir stórsigur á Njarðvík suður með sjó. ÍÞRÓTTIR 24 LEIKLISTIN ER SÁRSAUKAFULL ANTONIO P UERTA MIKLOS FEHER MARC-VIVIEN FOÉ 20. JÚLÍ 1979 - 25. JANÚAR 2004 25. M ARS 197 2 - 2 9. D ESE MBE R 20 07 1. MAÍ 1975 - 26. JÚNÍ 2003 PHI L O’ DON NEL L 26. NÓVEMB ER 1984 - 28 . ÁGÚST 200 7 KNATTSPYRNU HREYFINGIN L EITAR LEIÐA TIL AÐ STÖÐV A HIÐ VAXAND I MEIN KNATTSPYRN UMANNA EIÐUR SMÁR I MÆLTI MEÐ HEMMA VIÐ PP ÓLAFUR JÓH ANNESSON SVARAR ÖÐ RUVÍSI SPURNINGU M ÞESSI [ SÉRBLAÐ FRÉ TTABLAÐSINS UM ÍÞRÓTTIR ]Sport febrúar 2008 SKYNDIDAUÐI FY LG IR Í D A G V Ð IÐ Í DAG SAMFÉLAGSMÁL Minnst tuttugu dæmi um mansal hafa komið upp hér á landi. Margrét Steinarsdóttir, lögfræðingur í Alþjóðahúsi, segist hafa hitt minnst átta fórnarlömb síðustu fjögur árin. Um falið vandamál sé að ræða og því megi búast við að fórnarlömbin séu enn fleiri. Gerð var óformleg könnun á vinnufundi með fulltrúum frá Stígamótum, Kvennaathvarfinu, lögreglunni, Alþjóðahúsi, Ríkislögreglustjóra, Ríkissaksóknara, Félagsþjónustunni og sjálfstætt starfandi lögmanni og kom þar fram að flestir fundarmanna höfðu hitt frá sex og upp í tuttugu fórnarlömb mansals hver. Um einhverja skörun getur verið að ræða. Margrét segir að birtingarmynd mansals geti verið með ýmsum hætti en fórnarlömbin eigi það öll sameiginlegt að flýja neyð og að bágar aðstæður þeirra séu misnotaðar. Í sumum tilvikum komi þau af fúsum og frjálsum vilja til landsins og gifting sé þeirra leið til að fá dvalarleyfi. Fórnarlömbunum sé oft stjórnað, þau ráði ekki yfir launum sínum og vegabréf hafi verið tekin af þeim. Innanlandssvið Rauða krossins ætlar að kanna mansal á Íslandi og stefnir að því að gera það í samstarfi við stjórnvöld. Helga G. Halldórsdóttir, sviðsstjóri hjá Rauða krossin- um, segir að ýmislegt bendi til að mansal fyrirfinnist á Íslandi eins og í öðrum löndum. Umfang og eðli verði kannað fyrir árslok og sett verði upp aðgerðaáætlun um hvernig eigi að ná til þeirra verst stöddu. „Við höfum áhuga á að fá mynd af því hvers eðlis þetta vandamál er og til að komast að því þurfum við að gera rannsókn. Ef mansal fer hér fram þá er eðlilegt að við könnum það,“ segir Helga og gerir ráð fyrir að sömu útgáfur af mansali finnist hér og þekkjast annars staðar. Félagsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem á að fjalla um hvernig megi standa að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar gegn mansali á Íslandi. ghs@frettabladid.is Fórnarlömb mansals á Íslandi Rauði krossinn ætlar að kanna umfang mansals á Íslandi og koma upp aðgerðaáætlun í samstarfi við félagsmálaráðuneytið. Lögfræðingur Alþjóðahúss segist hafa hitt átta fórnarlömb og telur þau fleiri. DÝRALÍF Nokkrir Eyjamenn ráku upp stór augu þegar þeir sáu fálka gæða sér á fýl nálægt höfninni um hádegisbilið í gær. „Fálkinn á það nú til að koma hingað svona yfir háveturinn og ná sér í æti,“ segir Kristján Egilsson, forstöðumaður Náttúrugripasafns Vestmanna- eyja. „Það er hins vegar nýlunda að hann láti sjá sig í byggðinni eins og hann hefur gert undanfarið. Það er mjög gaman að því að koma að honum þegar hann er með bráð því það er eins og hann gleymi sér alveg við átið og menn geta þá nálgast hann ótrúlega mikið og hann kippir sér ekkert upp við það þótt bílar fari hjá í lítilli fjarlægð.“ Kristján segir það þó alls ekki hættulaust fálkum að ráðast á fýl. „Ef fýllinn nær að spúa á hann þá fer nú klístrið þannig með vængina hjá honum að hann verður alveg ófleygur. Við höfum fengið allnokkra á safnið okkar sem hafa lent í því,“ segir hann. - jse Ósmeykur fálki í Eyjum: Fékk sér fýl í hádegisverð GOTT Í GOGGINN Fálkinn lét hvorki bílaumferð né mannaferðir trufla sig á meðan hann gæddi sér á fýlnum góða. Fálkar leita oft ætis í Eyjum þegar hungrið sverfur að. MYND/ÓSKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.